Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
7
DV
Fréttir
Fyrrverandi forstöðukona verslunar ísafjarðarbæjar í Dvalarheimilinu Hlíf:
Ákærð fyrir að draga sér
fé á heimili aldraöra
DV, ísafiröi:
Héraðsdómur Vestfjarða hefur
þingfest ákæru á hendur rúmlega
fimmtugri konu fyrir að hafa dreg-
ið sér hátt i eina milijón króna úr
verslun á dvalarheimili aldraðra.
Konunni er gefinn að sök meintur
fjárdráttur á tímabilinu frá 30.
apríl 1997 til 30. september sama
ár.
Umrædd kona býr nú í Reykja-
vík. Hún vann á sínum tíma sem
forstöðumaður verslunar ísafjarð-
arbæjar á Dvalarheimilinu Hlíf á
ísafirði. Þegar grunsemdir vökn-
uðu um meintan fjárdrátt var mál-
ið kært og það rannsakað af hálfu
lögreglu. Konan hætti störfum við
dvalarheimilið og flutti síðan frá
Héraðsdómur Vestfjarða hefur þingfest ákæru á hendur rúmlega fimmtugri
konu fyrir að hafa dregiö sér hátt í eina milljón króna úr verslun þar sem
aldraðir eru á dvalarheimili.
ísafirði.
Við þingfestingu málsins í gær
mætti ákærða ekki. Lögmaður
hennar lýsti hins vegar fyrir henn-
ar hönd afstöðu til sakarefnanna.
Er því haldið fram af hálfu
ákærðu að hún neiti alfarið sök
um fjárdrátt.
Ákæruvaldið fer fram á það í
málinu fyrir hönd Isafjarðarbæjar
að konan greiði 707 þúsund krón-
ur í bætur en að frádregnum inn-
borgunum að upphæð 50 þúsund
og 300 þúsund krónur. Þess er
einnig krafist að konan greiði ísa-
fjarðarbæ 202 þúsund krónur í
kostnað við að halda fram bóta-
kröfu í málinu.
Næstu réttarhöld verða háð fyr-
ir Héraðsdómi Vestfjarða í mars.
Nákvæm upphæð fyrir það sem
konunni er gefið að sök að hafa
dregið sér er 924.808 krónur.
-Ótt/KS
Dalvíkurbyggð:
Snæfell og BGB
undirrita sam-
runaáætlun
DV, Akureyri:
Stjórnir sjávarútvegsfyrirtækj-
anna Snæfells hf. og BGB hf. i Dal-
vikurbyggð hafa undirritað áætl-
un um samruna félaganna tveggja.
Samrunaáætlunin er undirrituð
með fyrirvara um samþykki hlut-
hafafunda í báðum félögum.
Gert er ráð fyrir að sameining
félaganna miðist við síðustu ára-
mót. Markmiðið með henni er að
ná fram aukinni hagræðingu í
rekstri hins sameinaða félags.
Skiptihlutfóll í fyrirhugaðri sam-
einingu munu ráðast af stöðu
hvors félags um nýliðin áramót.
Vinna við gerð ársreikninga er
langt komin hjá báðum félögum og
er gert ráð fyrir að þeir verði til-
búnir síðar í þessum mánuði.
Ætlunin er að boða til hluthafa-
funda í báðum félögum innan tíð-
ar þar sem tillaga um sameiningu
félaganna, ásamt endanlegri sam-
runaáætlun, verður lögð fram.
-gk
MEÐ KRAFT I STIL VIÐ UTLITIÐ
BEINSKIPTUR
VERÐ FRÁ KR.
Hyundai Elantra er sportlegri og kraftmeiri fjölskyldubíll en gengur og gerist. Vindskeið er
staðalbúnaður auk þess sem Elantra er með 116 hestafla 16v vél sem þýðir að enginn bfll
í sama stærðarflokki er jafn kraftmikill. Þar að auki er enginn á jafn góðu verði. Annar
staöalbúnaður m.a. : ABS hemlalæsivörn, 2 loftpúöar, útvarp/kassettutæki m/4 hátölurum,
samlæsingar, vökva- og veltistýri, rafknúnar rúöur, litað gler, samlitir stuðarar, tvöfaldir styrktarbitar
í hurðum, snúningshraðamælir, krumpusvæði, barnalæsingar, hæðarstillanleg öryggisbelti og
margt fleira. Komdu og prófaðu enn sportiegri Eiantra.
Grjótháls 1
Sími 575 1200
Söludeild 575 1280
aföllu