Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 17
17 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 X>V_______________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja A&aisteinsdóttir Tjáningarríkur og blíður Fyrirlestur háskóla- rektors Færeyja Á morgun kl. 16.30 mun rektor Fróðskaparseturs Færeyja, Malan Marnersdottir, flytja fyrirlestur í stofu 101 í Odda um sögu fær- eyska háskólans og framtíðaráform hans. í fyrirlestrin- um verður enn- fremur flallað um mikilvægt og virkt hlutverk skólans í þeirri þjóðernisvakn- ingu sem verið hefur í Færeyjum síðari hluta 20. ald- ar. Fróðskaparsetrið var stofnað árið 1965 sem fræðasetur en var gert að háskóla árið 1987. Við Fróð- skaparsetrið eru þrjár deildir, ein i færeysku, önnur í sagnfræði og félagsvísindum og sú þriðja í náttúruvísindum. Við setrið starfa átján kennarar og visindamenn og átján stundakennarar, en stúdentar eru 110 auk íjögurra doktorsnema. Þeir stunda nám í fær- eysku og færeyskum bókmenntum, norræn- um fræðum, sögu og félagsvísindum, líffræði, stærðfræði, eðlisfræði, olíuverkfræði og tölv- unarfræði. Samkór Kópavogs til Ungverjalands Samkór Kópavogs heldur ungversk-ís- lenska tónleika í Digraneskirkju á laugar- daginn kl 17. Ungverskt yfirbragð tónleik- anna er í tilefni af ferð Samkórsins til Ung- verjalands í lok maí í vor. Á leið þangað verður sungið í Dómkirkjunni í Salzburg. í Búdapest verður dvalið í 5 nætur og verða konsertar á ýmsum stöðum svo sem í Máty- ás-templon á kastalahæðinni. Einnig verða tónleikar í bænum Köszeg skammt frá Búda- pest. Stjórnandi Samkórsins, Dagrún Hjartar- dóttir, nam söng við Franz Liszt akademíuna í Búdapest og munu kennarar við þann skóla undirbúa dvöl og konserta kórsins i Ungverja- landi. Á tónleikunum syngja einsöngvararnir Stefán Helgi Stefánsson og Hrafnhildur Bjömsdóttir með kórnum. Camerarctica hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum Fimmtu tónleikar starfsársins hjá Kamm- ermúsíkklúbbnum verða á sunnudagskvöldið i Bústaðakirkju kl. 20.30. Þar leikur Camer- arctica hópurinn freistandi strengjakvartett eftir Shostakovich og kvintetta eftir Boccerini og Dvorák. í hópnum eru Hildigunnur Hall- dórsdóttir, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Guð- mundur Kristmundsson, Sigurður Halldórs- son, Hallfríður Ólafsdóttir, Richard Korn og Örn Magnússon. Matargeröarlist við afhendingu Menningarverðlauna DV á Hótel Holti í dag: Ovænt og sígilt Stinglaxinn er Ijosfjólublar djup- sjávarfískur sem veiöist stöku sinnum hér viö land. Mynd eftir Jón Baldur Hlíðberg úr Sjávar- nytjum viö Island (1998). Til hliöar er hann matreiddur Þegar þetta blaö kemur á götuna er veriö aö afhenda Menningarverólaun DV á Hótel Holti í 22. sinn. Að fornum sið veröur snœtt sjófang á undan afhendingunni, aö þessu sinni bœói nýstárlegt og sígilt, eins og nánar kemur fram í lýsingu Hákonar Más Örvarssonar yfirmat- reiöslumanns. „Að venju eru tveir réttir," segir Hákon Már. „í forréttinn fundum við stinglax sem veiddist suður af Reykjaneshrygg. Ég hef aldrei matreitt hann áður enda er hann óal- gengur hér við land, en hann er mikið nytjað- ur í Portúgal og á Madeira." Hákon lærði þó ekki uppskriftina af Portú- gölum heldur fann leiðina að matreiðslunni sjálfur. „Þetta er frekar feitur fiskur og ég ætla að ofnbaka hann, það hæfir honum mjög vel. Rétturinn verður byggður upp á þremur Hvítvínsgufusoðinn þorskur meö hrognum og lifur aö hætti Hákonar Más. Meistarakokkarnir á Hótel Holti með veisluréttina fyrir framan sig. Sá sem situr á myndinni eryfir- meistarinn, Hákon Már Örvarsson. DV-myndir ÞÖK hrærunni eru svo soðin hrogn hrærð með rauðu paprikumauki til að ítreka litinn, smjöri og kryddi.“ Með fiskréttunum verður drukkið amerískt hvítvín, Beringer Fumé Blanc frá ‘97, fremur þurrt vín með örlitlu eikarbragði sem Hákon Már mælir sérstaklega með sem úrvalsdrykk með jafnólíku fiskmeti og verður á borðum. Á undan verður að venju Tio Pepe sjerrí en með kaffinu verður borið fram Fonseca púrtvin, árgerð 1992. bragðefnum, hvítum baunum sem verða í mauki undir fiskin- um, svo verður jarðsveppa- vinaigrette með madeira og kjúklinga- soði og loks verður kóríander saxað yfir fisk- inn og í olíu með. Þetta er góð bragðheild, eng- ar sveiflur." Þorskur með óvæntum turni Matreiðslumaður ársins reynir alltaf að finna eitthvað nýtt úr hafinu en ef ekki finnst nein framandi sjókind er ágætt ráð að fara yfir í hinar öfgarnar - jafnvel gömlu góðu soðninguna. „Ég stakk upp á því að hafa bara þorsk en matreiða hann á nýstárlegan máta og hafa með bæði hrognin og lifrina," segir Hákon. - Hvað felst í hinum „nýstárlega máta“? „Þorskurinn verður gufusoðinn í gufu frá og kryddjurtum. Með honum verða kóngasveppir og sósa úr kóngasveppum, tónuð aðeins með Tio Pepe sjerríi. Svo verður klassísk frönsk kartöflukaka sem ég held mikið upp á, hún er kölluð Lyonnaise og það eru í henni laukur og steinselja milli laga. Loks er á diskinum turn sem er byggður þannig upp að neðst er kína- hreðka, ofan á henni er flan af þorsklifur, hrærð með eggjum og rjóma sem myndar skemmtilega andstæðu við stökka kínahreðk- una. Ofan á lifr- ar- Álfamærin Áshildur Haraldsdóttir sem frumflytur í kvöld ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands flautu- konsert eftir Hauk Tómasson. DV-mynd E.ÓI. Áshildur Haraldsdóttir leikur í kvöld einleik með Sinfóníuhljómsveit íslands í flautukonsert eftir Hauk Tómasson sem hlaut Menningarverð- laun DV í tónlist 1998. Konsertinn samdi Hauk- ur sérstaklega fyrir Áshildi. „Haukur skrifaði fyrir meira en áratug verk fyrir flautu og sembal og ég kom svolítið að þeirri vinnu með honum," segir Áshildur. „Það verk varð eitt af mínum uppáhaldstón- verkum og síðan hef ég nefnt reglulega við Hauk að skrifa flautukonsert. Hann lét loks verða af því og lauk við hann 1997. I þrjú ár hefur konsertinn svo beðið síns tíma því þetta er viðamikið verk fyrir flautu og stóra hljóm- sveit - extra marga bassa til dæmis og nokk- ur hljóðfæranna eru meira að segja mögnuð upp, harpan, píanóið og flautan sjálf. Það þýð- ir að hljómsveitin getur alveg sleppt sér lausri og spilað eins sterkt og hún viU án þess að hafa áhyggjur af að yfirgnæfa einleikarann." - Þetta fer að hljóma svolítið popplega ... „Já, kannski, „segir Áshildur og brosir ynd- islega, „en sú er ekki raunin. Þetta verk Hauks uppfyllir alla drauma flytjandans vegna þess að við fyrstu yfirferð er það mjög áheyrilegt og áferðin á því höfðar til manns undir eins. Svo er endalaust hægt að kafa ofan i það. Haukur er einmitt þannig tónskáld. Maður þarf ekki að heyra verkin hans fjórum sinnum áður en maður getur myndað sér skoðun á'þvi hvort það sé skemmtilegt eða ekkL Þetta er það erfiða við nútímatónlist af því maður fær oft ekki að heyra verk oftar en einu sinni. En Haukur gefur mikið strax og svo meira og meira þegar maður heyrir verk- in oftar. Hinar öfgamar eru líka til - að verk sé voðalega skemmtilegt fyrst en maður fái al- veg nóg eftir nokkrar æfingar." - Hvaða hughrif vill Haukur fá fram í konsertinum? „Eftir því sem ég æfi hann meira finnst mér hann verða tjáningarríkari og blíðari," segir Áshildur, „en þetta er átakaverk, flautan spil- ar eiginlega allan tímann og heyr sannkallað einvígi við hljómsveitina. Einleikarinn er mikil hetja, spilar hratt og hátt, en inn á milli koma kaflar sem mynda algera andstæðu við hetjuskapinn. Að því leyti er þetta dæmigerð- ur konsert - annars vegar er hetja sem berst við hljómsveitina með allt á fullu og hins veg- ar tjáningarfullir og fallegir kaflar." Þetta er frumflutningur á konsertinum en Áshildur getur ekki ímyndað sér annað en hann muni heyrast oft á næstu árum - og hún vonar auðvitað að hún fái að leika hann sjálf viðar. Að lokum gat Áshildur þess að stjóm- andi kvöldsins væri Diego Masson frá Frakk- landi, sem hefur stýrt hljómsveitinni einu sinni áður. „Hann er bæði reyndur og þægi- legur í viðmóti en líka hugmyndaríkur. Það er gott að hafa hann við hliðina á sér.“ Slavnesk tónlist í Hafnarborg Fjórðu tónleikarnir í tónleikaröð Tríós Reykjavikur og Hafnarborgar verða á sunnu- daginn kl. 20. Á efnisskránni sem eingöngu verður helguð slavneskri tónlist verða tríó eft- ir tékkneska tónskáldið Smetana og rúss- nesku tónskáldin Rachmaninoff og Schosta- kovits. Gestur Triós Reykjavikur að þessu sinni verður fiðluleikarinn Auður Hafsteinsdóttir sem leikur með föstum meðlimum triósins, Peter Máté píanóleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Danmarks Radios Symfoniorkester Danska útvarpshljómsveitin heldur tón- leika í Háskólabíói á mánudagskvöldið kl. 20 undir stjórn Yuri Temirkanov. Efnisskráin er norræn; þar eru verk eftir Poul Ruders, Carl Nielsen og Jean Sibelius. Danska útvarpshljómsveitin var stofnuð árið 1925 og er talin besta hljómsveit Dan- merkur. Hún hefur aðsetur sitt í Kaupmanna- höfn en umfangsmiklar tónleikaferðir skipa stóran þátt i starfsemi hennar. Undanfarin ár hefur hljómsveitin ferðast til Bretlands, Skandinavíu, Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Spánar og á þessu 75. afmælisári hljómsveitar- innar verða meðal annars ísland og Bandarík- in heimsótt með Yuri Temirkanov sem stjóm- anda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.