Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 27
t Skautasvellið í Laugardal nýtur sívaxandi vinsælda og þeir eru margir sem njóta þess að svífa um svellið á skautum sér til skemmtunar. En þeir eru líka margir sem stefna hátt og í vetur æfa um 200 börn og unglingar listhlaup á skautum afmiklu kappi. Tilveran brá sér á skautaæfingu og spjallaði við skauta- fólk sem á framtíðina fyrir sér. Olga Baranova þjálfar íslenskar stúlkur í listhlaupi: Lífið snýst um skautaíþróttina ig hefði aldrei grunað að ég ætti eftir að hafha á ís- landi. Það er hins vegar spennandi tilfinning að kenna list- hlaup héma, ekki síst vegna þess hversu mikið er að gera. Ég verð heldur ekki vör við annað en áhugi á listhlaupi sé mikill hér á landi og það hefur komið mér skemmtilega á óvart hversu margar stúlkur, og sem betur fer líka piltar, leggja stund á íþróttina," sagði Olga Bara- nova, yfirþjálfari Skautafélags Reykjavíkur, þegar Tilveran hitti hana skömmu fyrir æfingu á skautasvellinu í Laugardal. Olga hefur helgað sig skautaþjáifun síð- ustu tuttugu árin og segir raunar aö líf sitt snúist um skauta. Hún er menntuð í heimaborg sinni Moskvu en dvaldi síðan í Finnlandi í sjö ár áður en hún kom hingað til lands. „Það eru margar mjög efnilegar stúlkur að æfa héma og við getum búist við miklu af þeim ef þær halda áfram að æfa af kappi. Hvert skref á að vera fram á við og við eig- um að setja markið hátt,“ sagði Olga. Fram undan eru stór verkefni hjá Skautafélaginu, íslandsmeistaramót og stórsýning í tengslum við Reykjavík menningarborg. „Verk- efni sem þessi kosta mikinn undir- búning og það eina sem háir okkur í raun er að fá ekki meira tíma á svellinu. Við erum líka að æfa hóp stúlkna sem fer til Frakklands í apr- íl að keppa í samhæfðum listdansi á skautum. Þetta er vaxandi grein innan skautaiþróttarinnar og hefur þann kost að byggja ekki á erfiðum stökkum sem gerir fleiri stúlkum mögulegt að taka þátt.“ Auk þess segir Olga að nokkrar Berglind og Jónas Páll tóku sig vel út á skautasvellinu í Laugardal. DV-mynd S Berglind Gunnarsdóttir og Jónas Páll Viðarsson: Listhlaupið skemmti- legasta íþróttin ÞÞau Berglind Gunnarsdóttir og Jónas Páll Viðarsson, bæði 10 ára, æfa saman list- hlaup á skautum. Bæði hafa þau æft af kappi í þrjú ár og þykja afar efnileg. „Mér fannst strax rosa- lega gaman á skautum og sérstak- lega að fá að læra listhlaup. Ég hlakka alltaf til að fara á æfingu,“ sagði Berglind. Því miður er fremur fátítt að pilt- ar æfi listhlaup hérlendis en Jónas Páil segist ekki láta það á sig fá. Það var þó hálfgerð tilviljun að hann hóf að æfa listhlaup. „Mamma og systir mín voru alltaf héma í Skautahöllinni og það var enginn til að passa mig. Þess vegna ákvað ég bara að prófa. Mér fannst strax gaman og þess vegna er ég hér. Mér er alveg sama þótt meirihlutinn sé stelpur, í útlöndum æfa margir strákar á skautum," sagði Jónas Páll og bætti við að senn myndi hann einnig byrja að æfa golf. Berglind og Jónas Páil sögðust sammála um að listhlaupið væri skemmtilegasta íþrótt sem þau hefðu prófað. „Við erum rétt að byrja í þessu og eigum vonandi eft- ir að æfa saman í mörg ár,“ sagði Berglind Gunnarsdóttir og Jónas Páll kinkaði kolli til samþykkis. -aþ Olga ásamt hópi stúlkna í eldri flokki sem æfa undir hennar leiösögn. stúlkur eigi möguleika á að ná langt í einstaklings- greinum. Þegar hef- ur ein stúlka, Sigur- laug Ámadóttir, getið sér gott orð við keppni erlendis. DV-Teitur mið. Það gefur starfinu gildi,“ sagði Olga Baranova og var þar með far- in út á ísinn þar sem hópur stúikna beið þess að æfingin hæfist. -aþ Snædís Lilja Ingadóttir skautakona: Líður alltaf best á skautasvellinu Vinkonur í list- hlaupinu, Ólöf Ólafsdóttir, Snæ- dís Lilja, Linda Viðarsdóttir og íslandsmeistar- inn Sigurlaug Árnadóttir. DV- mynd Teitur „Málið er bara að vmna ur þessum efnivið og setja okkur háleit mark - - Eg skautaði oft á Tjörninni þegar ég 'lÍík. var krakki og fannst það ■ alltai' gaman. ® Þegar ég var mf tíu ára byrj- aði ég svo aö æfa listhlaup hérna á svellinu ^ og hef varla stopp- að síðan,“ sagði Snæ- dís Ingadóttir, skauta- kona með meiru, í sam- tali við Tilveruna. Snæ- Snædís Lilja ætlar aö keppa i Frakklandi í apríl og síöan liggur leiöin til Englands þar sem hún hyggur á nám í skautaþjálfun. DV-mynd Teitur dís stundar nám i Kvennaskólanum en segist æfa að meðaltali 5 til 6 sinnum i viku. Auk þess stundar hún ballett, bæði djass og klassísk- an. „Ballettinn liðkar okkur og hjálpar við að ná tök- um á erfiðum hreyfingum. Listhlauparar verða að kunna að beita líkamanum og hreyfa sig rétt,“ sagði Snædís. Þegar allt er tekið saman segir Snædís að lítið annað komist að í lífi sínu en skautarnir og skólinn. Hún er líka búin að ákveða framtíð- arstarfið. „Já, ég er búin að fá inni í skóla í Swindon á Englandi næsta vetur. Þar ætla ég að læra skauta- þjálfun og vonandi kem ég til með að starfa hér i höllinni síðar. Skaut- arnir eru mitt stóra áhugamál og mig langar ekki að gera neitt annað í framtíðinni.“ Skautaæfingarnar geta verið erf- iðar og Snædís segir að stundum hafi leiði skotið upp koUinum. „Það hefur ekki gerst oft en líklega á það við um aUar íþróttir. Mér liður hins vegar best á sveUinu og vU helst hvergi annars staðar vera,“ sagði Snædís Ingadóttir skautakona og-! verðandi skautaþjálfari. -aþ i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.