Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Blaðsíða 33
iy\r FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 37 Birgir Andrésson sýnir verk sín í Galleríi i8. Myndverk byggð á frímerkjum Á sunnudaginn lýkur sýningu á verkum Birgis Andréssonar í i8. Birgir er einn af kunnustu lista- mönnum okkar í dag. Hann fædd- ist í Vestmannaeyjum árið 1955 og nam myndlist við MHÍ og við Jan van Eyck akademíuna í Maastricht í Hollandi. Hann hefur notið mik- illar viðurkenningar hér heima sem og erlendis, sér í lagi í Sviss og Þýskalandi. Birgir var fulltrúi íslands á Feneyjatviæringnum árið 1995. Þessi sýning í i8 er liður í dagskrá Reykjavíkur menningar- borgar Evrópu árið 2000. Þau verk sem Birgir sýnir í Gall- erí i8 eru byggð á frímerkjum sem gefm voru út af íslensku póstþjón- Sýningar ustunni á 5. áratugnum og sýna styttu Einars Jónssonar af Þor- fmni karlsefni, Heklugosið, Geysi og Eiríksjökul. Það er þó ekki myndefhið sjálft sem við sjáum í verkum Birgis, heldur formið eða ramminn sem myndimar eru felld- ar inn í. Úr þessu formi hefur Birg- ir smíðað skápa með lokuðum hólf- um sem síðan eru málaðir í þeim litum sem Birgir kallar „íslenska liti“. i8 er opið flmmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Áshildur Haraldsdóttir leikur einleik í flautukonsert eftir Hauk Tómasson. Fuglatónlist Sinfóníuhljómsveit íslands verð- ur með tónleika í kvöld kl. 20.00 í Háskólabíói. Eru þessir tónleikar í Bláu tónleikaröðinni. Á efnis- skránni er Osieaux exotiques eftir Oliver Messiaen. Fuglahópur lendir í fimmhymda garðinum eftir Toru Takemitsu. Cantus Arcticus eftir Einojuhani Rautavaara og Flautu- konsert eftir Hauk Tómasson. Eiga tónverkin það sameiginlegt að fugl- ar koma mikið við sögu. Tónleikar Hljómsveitarstjóri er Diego Mas- son og einleikarar, Áshildur Har- aldsdóttir, flauta, og Rolf Hind, píanó. Höfundamir koma sinn úr hverri áttinni, Olivier Messiaen er franskt tónskáld og eitt af athyglisverðustu tónskáldum tuttugustu aldarinnar. Hann samdi Osieaux exotiques eftir pöntun. Toru Takemitsu er japanskt tónskáld. Tónverkið Fuglahópur lendir í fimmhymda garðinum er eitt af þekktustu verkum hans. Þaö var samið árið 1977. Einojuhani Rautavaara er fmnskt tónskáld og er Cantus Arcticus eitt af þekktustu finnskum tónverkum á tuttugustu öldinni. Haukur Tómasson er yngsta tónskáldið I hópnum, fæddur 1960, og er hann meöal athyglisverð- ustu tónskálda okkar nú og hafa verk hans fengið mörg verðlaun. Flautukonsertinn samdi hann fyrir Áshildi Haraldsdóttur. Krossgátan Kólnandi veður Spáð er suðaustan og síðar austan 13-15 m/s og víða éljum í kvöld og nótt, en norðan 13-15 m/s og éljum Veðrið í dag norðanlands á morgun. Kólnandi veður. Höfuðborgarsvæðið: Austan og suðaustan 10-13 m/s og slydduél verða í kvöld og fram eftir nóttu, en síðan norðan og norðaustan 10-13 m/s og úrkomulaust. Kólnandi, frost 3 til 6 stig á morgun. Sólarlag í Reykjavík: 18.29 Sólarupprás á morgun: 08.51 Sfðdegisflóð í Reykjavík: 21.58 Árdegisflóð á morgun: 10.15 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö -1 Bergstaóir alskýjað -1 Bolungarvík snjókoma -4 Egilsstaðir 1 Kirkjubæjarkl. snjóél 0 Keflavíkurflv. slydda 2 Raufarhöfn alskýjaö 0 Reykjavík skýjaö 1 Stórhöföi skúr 3 Bergen skúr 5 Helsinki snjók. á síö. klst. -20 Kaupmhöfn slydda 2 Ósló snjókoma 0 Stokkhólmur -1 Þórshöfn slydduél 1 Þrándheimur skafrenningur 3 Algarve heiöskírt 14 Amsterdam rigning 9 Barcelona þokumóða 5 Berlín þokumóöa -1 Dublin heiöskírt 4 Halifax alskýjaó 4 Frankfurt rign. á síó. klst. 5 Hamborg rigning 3 Jan Mayen rigning 2 London skýjað 10 Lúxemborg rigning 4 Mallorca léttskýjað 0 Montreal léttskýjaö 5 Narssarssuaq heiöskírt -20 New York Orlando París þokumóöa 9 Róm léttskýjað 2 Vín skýjaö 0 Winnipeg léttskýjaö 1 Brattabrekka er ófær í morgun var beðið með mokstur á Kerlingar- skarði og Fróðárheiði en hreinsað var um Heydal og norðanvert nesið. Brattabrekka er ófær. Mokað var um ísafjarðardjúp í morgun og Steingrímsfjarð- Færð á vegum arheiði, einnig til Siglufjarðar og vegir austan Ak- ureyrar meö ströndinni til Vopnafjarðar og um Möðrudalsöræfi. Á Austurlandi eru allar helstu leiðir færar. Brasilíu þar sem blóð hefur byrjað að renna úr augunum á styttu einni í þorpskirkjunni. Þegar hann frétt- ir af útvortis blæðingum Frankie heldur hann á fund hennar til að kanna þann orðróm að hún beri píslarmerki Krists. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Three Kings Saga-bíó: Bringing out the Dead Bíóborgin: Breakfast of Champions Háskólabíó: Drop Dead Gorgeous Háskólabíó: American Beauty Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbíó: The Insider Regnboginn: The Talented Mr. Ripley Stjörnubíó: Bone Collector Sem fyrr verður mikið úrval bóka á góðu verði í Perlunni. Stór bókamarkaður Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefanda hefst í dag og stendur til sunnudagsins 5. mars. Markaðurinn verður í Perlunni í Öskjuhlíö. Akureyrar- markaður félagsins, sem bókafor- lagið Skjaldborg stendur fyrir, Bækur verður haldinn á sama tíma í húsi Blómalistar á Akureyri. Sem fyrr er boðið upp á mikinn fjölda titla og má með sanni segja að all- ir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Stóri bókamarkaðurinn er einn elsti ef ekki elsti markaður lands- ins og hefur verið haldinn í fjölda ára. Ástand vega fc-Skafrenningur m Steinkast 0 Hálka 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungatakmarkan Q~) ófært CQ Þungfært © Fært flallabtlum Patricia Arquette leikur hina and- setnu Frankie. Píslarmerki Háskólabíó sýnir Stigmata þar sem á hrollvekjandi hátt er tekist á um hið góða í mannskepnunni. Frankie Paige er stúka á þrítugs- aldri. Hún á sinn kærasta og er lærð hárgreiðslukona, sem sagt á yfirborðinu eins og flestallar stúlkur. Eitt er þó það sem grein- ir hana frá öðrum og hún hefur enga skýringu á. Eftir að hafa fengið sendingu frá frænku sinni í Brasilíu fer hún að fá útvortis meiðsli og upplifir í draumum at- burði sem hún hefur enga skýr- ingu á. Prestur frá Vatíkaninu í Róm hefur verið sendur Kvikmyndir 1 2 3 4 5 3 7 e 9 10 11 12 13 u 15 17 ÍA 10 22 23 Lárétt: 1 gistihús, 6 oddi, 8 hættu, 9 hestur, 11 stofu, 12 stunda, 13 heimta, 15 illgresi, 17 óánægju, 19 hljóm, 10 afhentu, 22 karlmanns- nafn, 23 hreyfing. Lóðrétt: 1 hættu, 2 belti, 3 ástæða, 4 borði, 5 aur, 7 hæðir, 10 skrauti, 14 hrap, 16 fjölmæli, 18 drottinn, 19 drykkur, 21 hryðja. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 jómfrú, 7 akarnið, 9 kuta, 10 em, 11 kná, 13 mysa, 15 ansaði, 17 róar, 19 flökti, 20 eirir, 21 að. c Lóðrétt: 1 jakkar, 2 ókunn, 3 mat, 4 framar, 5 úir, 6 iðna, 8 neyðir, 12 ásar, 14 siða, 16 lið, 18 ói. rval Á NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000 Hægan, Elektra Hægan, Elektra eftir Hrafnhildi Hagalín verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í kvöld. Um er að ræða metnaðarfullt og nýstárlegt leikhúsverk. Hægan, Elektra er fyrsta leikrit Hrafnhildar eftir að hún hlaut Norrænu leikskáldaverð- launin fyrir leikritið Ég er meistar- inn. Mæðgur eru staddar á óræðum stað og rifja upp leiksýningu sem Leikhús þær léku eitt sinn í og reyndist þeim örlagarík. Hér tekst höfundur meðal annars á við samband móður og dóttur, leikhúsið sjálft og tengsl lífsins og listarinnar. Uppfærslan er nýstárleg þar sem blandað er saman tjáningarformi leikhússins og kvik- myndarinnar. Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir (1963) lagði um árabil stund á gítamám, meðal annars á Spáni, og nam leikhús- fræði í París. Hún var aðeins 25 ára þegar leik- rit hennar, Ég er meist- arinn, sló svo eftir- minnilega í gegn í sýn- ingu Leikfélags Reykja- víkur fyrir tæpum ára- tug. Á liðnum árum hef- ur hún meðal annars fengist við þýðingar og ýmis skrif. Leikarar eru Edda Heiðrún Backman, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir og Atli Rafn Sigurðarson. Tónlist: Valgeir Sigurðsson Lýs- ing: Bjöm B. Guðmunds- son. Leikmynd og bún- ingar: Snorri Freyr Hilmarsson. Leikstjóri: Viðar Egg- ertsson. Edda Heiörún Backman og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leika mæögurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.