Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 7 py_____________________________________________________________Fréttir Norðurpólsfararnir yfirgefa fósturjörðina: Stöðug spenna á hverjum degi - fimm norrænir leiðangrar stefna nú á pólinn Ofurpóifararnir Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason fóru yfir búnaö sinn í Reykjavík í gær. „Við tökum einn dag í einu,“ seg- ir Haraldur Öm Ólafsson sem á morgun yfirgefur fósturjörðina ásamt félaga sínum Ingþóri Bjarna- syni en þeir hyggjast ganga á norð- urpólinn og ætla að leggja upp frá Ward Hunt-eyju 10. mars nk. Kappamir hafa mikla reynslu af göngu yfír ísbreiður, hafa meðal annars gengið á Suðurpólinn og yfir Grænlandsjökul, en hafa aldrei gengið yfir hafís áður. Þeir munu því verða í eina viku við æflngar í smáþorpinu Iqaluit á sunnanverðu Bafflnslandi áður en þeir íljúga til Ward Hunt við norðanverðan Ellesmereyju. „Þarna eru aðstæður sem hvergi annars staðar eru þannig að við þurfum að læra heil- mikið sem hvergi er hægt að læra nema á norðurpólnum," segir Har- aldur Örn. Fyrstu tvær vikurnar verstar Gert er ráð fyrir að leiðangurs- mennirnir nái takmarki sínu 10. maí en þá munu þeir væntanlega hafa lagt að baki um 1000 kílómetra göngu í krákustigum og gegn ísreki yfir norðurskautið. Á leiðinni munu þeir glíma við margs kyns hættur og fyrirstöður. Mesta ógnin stafar af vökum í ísnum en helsti farartálminn eru svokallaðir þrýsti- hryggir sem myndast þegar haf- staumar eða vindur ýtir ísnum að landi. Þá vafra ísbirnir gjarnan um ísbreiður norðursins og eru Harald- ur og Ingþór með byssu meðferðis til að verjast þeim. „ísinn er á stanslausri hreyflngu og það getur opnast vök undir fót- um manns þannig að þetta verður stöðug spenna á hverjum einasta degi,“ segir Haraldur Örn bjart- sýnn. Haraldur og Ingþór munu ganga á norðurpólinn án allrar utanað- komandi aðstoðar en það hefur að- eins verið gert fjórum sinnum áður, og þarf hvor þeirra að draga sleða sem vegur 110 kíló í upphafi ferðar. Drátturinn léttist vitanlega eftir þvi sem á líður og þá munu aðrar að- stæðar sömuleiðis breytast þeim fé- lögum í hag. ísinn verður sléttari og greiðfærari þó vökum fjölgi að vísu, myrkur víkur fyrir birtu og talsvert dregur úr frostinu og það verður i kringum 30 stig í stað 50 til 60 stiga þegar lagt verður af stað. „Það er því mikilvægast að fara rólega fyrstu tvær vikurnar og slasa sig ekki þá,“ segir Haraldur Öm Á norðurpólnum þurfa leiðang- ursmenn að finna heppilega íspönnu fyrir flugvöll áður en þeir panta sér flugvél frá Ward Hunt eyju til að flytja sig til baka á fast land. Norrænt kapphlaup Einsemd norðurskautsins verður ekki alger þvi samtímis Ingþóri og Haraldi stefna fjórir aðrir norrænir leiðangrar á norðurpólinn. Tveir Norðmenn lögðu af stað fyrir tíu dögum frá Síberíu og ætla þeir að ganga yfir pólinn og enda í Kanada. Þeir hafa þegar þurft að fæla frá sér ísbjörn. Frá Síberíu er nú líka að leggja af stað leiðangur tveggja Svía auk þess sem dönsk kona gengur ein síns liðs þaðan á pólinn. Þetta fólk ekki eins og fólk er flest ef svo má segja. Einn Svíanna hjólaði til að mynda heiman frá sér í Svíþjóð til Mount Everest, gekk upp og nið- ur fjallið og hjólaði síðan heim til sín aftur. Enn er ótalinn einn leiðangur því tveir sænskir kappar munu leggja af stað frá Ward Hunt-eyju sama dag og íslendingarnir. Haraldur seg- ir að þegar þeir Ingþór hafi nýlega frétt af hinum leiðöngrunum hafi þeir strax tekið þann pól í hæðina að láta þá engin áhrif hafa á sínar áætlanir. „Við ætlum alls ekki í neina keppni við aðra heldur ein- faldlega halda okkar striki að settu marki - norðurpólnum," segir hann. -GAR Enn mokveiðist loðnan: Kvótinn næst þó ekki allur DV, Akureyri: Enn saxast verulega á loðnukvót- ann en í gærmorgun var eftir að veiða um 346 þúsund tonn af útgefn- um kvóta, og sennilega eftir 15-20 veiðidagar þar til loðnan verður komin vestur fyrir land og búin að hrygna og drepast að því loknu. Frá áramótum er búið að veiða um 460 þúsund tonn. Hins vegar brást veiðin algjörlega á sumar- og haustvertíð. Þá veiddust ekki nema 83 þúsund tonn. Menn telja það nokkuð borðleggjandi að ekki takist að veiða allan kvótann núna og er ýmislegt sem veldur því. Afkasta- geta loðnubræðsluverksmiðjanna er t.d. ekki nægjanlega mikil og hafa þær ekki undan ef mjög vel veiðist, jafnvel ekki þótt sum stærstu skipin stöðvist á næstunni vegna þess að kvóti þeirra sé uppurinn. -gk >. Hvar er bíllinn minn? íbúar viö Steinahlíð á Akureyri þurftu að leita að bílun- um sínum í gær. Það var hins vegar ekki nóg að finna bílana á kafi, gatan sjálf var kolófær og snjórinn talsvert á annan metra. DV-mynd gk Óveðrið: Allt á kafi á Norðurlandi Flóabandalagið Sameiginlegur félagsfundur um kjara- og samningamál verður haldinn fimmtudaginn 2. mars í Tónlistarhúsinu Ými - húsi Karlakórs Reykjavíkurvið Skógarhlíð 20 Reykjavík Fundurinn hefst kl. 20.00 Fundarefni: Staðan í viðræðum um nýjan kjarasamning Félagar! Fjölmennum og sýnum samstöðu um kjaramálin DV, Akureyri: Snjómagnið sem var á Norður- landi tvöfaldaðist í veðrinu sem skall yfir á sunnudag og slotaði ekki fyrr en undir hádegi í gær. Mikill skafrenningur var og blinda, allir vegir urðu ófærir þar til farið var að moka þá síðari hluta dags í gær og í þéttbýli var mikið vandræðaástand, t.d. á Ak- ureyri. Ekki er kunnugt um að nein alvarleg óhöpp hafi orðið vegna veðursins. Á Akureyri voru í gær svo til allar húsagötur ófærar og bflar á kafi inni í götunum eða á stæðum við húsin, og ljóst er að geysilegt verk bíður bæjarstarfsmanna næstu dagana við að moka götur. í gær var lögð höfuðáhersla á að opna helstu götumar, t.d. þær sem strætisvagnamir aka eftir og síðan verður gengið á hinar götumar næstu daga og þær ruddar. Ein- hverjir gætu því lent í því að ná ekki bílum sínum út úr snjónum fyrr en síðar i vikunni. -gk Efling-stéttarfélag Verkalýðsfélagið Hlíf Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.