Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.02.2000, Side 20
32 Sviðsljós ÞRIÐJUDAGUR 29. FEBRÚAR 2000 DV Kjóllinn var bara límdur á Lopez Sérfræöingar hafa nú svipt hul- unni af leyndardómi Grammy- verölaunahátíðarinnar: Flegni kjóllinn hennar Jenniferar Lopez var hreinlega límdur á hana til að ekki sæist nú meira i brjóstin á henni en raunin' varð á á þessari annars siðprúðu hátíð. Kjóllinn, sem er frá italska tískuhúsinu Versace, vakti óskipta athygli, enda efnisrýr í meira lagi, þótt síður væri. Viðstaddir voru á einu máli um að Jenr.ifer Lopez hefði sjaldan verið glæsilegri. Nicolas Cage, kvikmyndaleikar- inn með samanherptu kjálkana og náfrændi Francis Fords Coppola, og eiginkona hans, leikkonan Pat- ricia Arquette, hafa ákveðið að skilja. Reyndar hafa þau verið skilin að borði og sæng frá því í ársbyrjun 1996 en í hjónabandið gengu þau í apríl 1995. Nikki og Pat voru fyrst saman 1987 en leið- ir skildu. Hún giftist og átti son og hann átti líka son. Ástin blossaði svo upp að nýju 1995. En sælan var skammvinn, ekki nógu löng til að úr yrði barn. Charlize forfærir Ben í bófamynd Mamma leikkonunnar Charlize Theron var ekki í nokkrum vafa þegar hún hafði séð nýjustu myndina sem dóttir hennar leik- ur í, Hreindýraleikina. „Háskóla- strákar eiga eftir að verða yflr sig hrifnir af þér,“ sagði mamma. Og ástæðan er ekki flókin: Charlize tekur þátt í eldheitu ástaratriði með hjartaknúsaranum Ben Af- fleck. Sá leikur mann sem nýsloppinn er úr fangelsi og hefur ekki komist í námunda við kven- mann í langan tíma. Atgangurinn er líka eftir því. Reyndar fór leik- stjórinn John Frankenheimer fram á svolitla hráskinnsleik. Nicolas Cage skilur við frúna Brooklyn litli 1 árs: Afmælisveisla Það myndu líklega margir telja hættu á að Brooklyn litli Beckham yrði dekurbarn, miðað við þær gjafir sem foreldrarnir ausa yfir hann. Og fyrsta afmælisveisla drengsins verður ekki af verri endanum. Ef marka má frásögn breska blaðsins The Sun ætla Victoria og David Beckham að halda 1,5 milljóna króna afmælisveislu þegar sá stutti verður 1 árs. Kryddpían og fótboltakappinn hafa leigt hluta lúxushótels fyrir veisluna, ráðið trúða og boðið 100 manns. Meðal gestanna verða flestir fótboltafélagar Beckhams sem sennUega fá einnig að sjá sýningu sirkusdýra afmælisbarninu til heiðurs. Börnum í veislunni verður boðið upp á hamborgara en fuUorðnir geta valið um fjölda góðra rétta. Þeir sem vilja geta gist á milljónir Ekkert verður til sparað þegar hald- ið verður upp á afmæli sonar Victor- iu og Davids Beckhams. hótelinu á kostnað Victoriu og Davids Beckhams. Þótt undarlegt megi virðast er það haft eftir vini hjónanna að veislan verði ekki neinn meiri háttar viðburður heldur bara róleg veisla fyrir fjölskyldu og vini. Sjálfur afmælisdagurinn verður næstkomandi laugardag en þann dag mun faðir Brooklyns litla keppa með Manchester United gegn Liverpool. Þess vegna verður veislan haldin daginn eftir, á The Cottons Hotel í bænum Knutsford. Reyndar er David Beckham við það að brotna niður þessa dagana. Staðfest er að honum og Victoriu hafi borist hótun um að Brooklyn litli yrði tekinn af lifi. Fengu foreldrarnir frægu senda mynd af drengnum þar sem hann var sýndur með skotsár á höfði. Foreldrar Victoriu fengu svipaða hótun. Orðrómur um eitt barn í viðbót Orðrómur er nú á kreiki í Mónakó, París og Madrid um að Karólina prinsessa af Mónakó og Emst August prins af Hannover eigi von á öðru barni sínu. Það yrði þá fimmta barn Karólínu. Athygli vakti á skíðastaðnum Zurs í Austurríki á dögunum hversu rólega prinsessan tók lifið. Hún var þar með dóttur sína og Ernsts, Alexöndru liUu, sem er sjö mánaða. Klæðnaður prinsessunn- ar vakti grun manna um að hún væri barnshafandi og einnig það að hún var ekki jafnáköf í skíða- brekkunum og venjulega. Þessi hressilegi ungi maður heitir JuJu Maravilha og var einn fjölmargra sem tóku þátt í hinni árlegu Carmen Miranda skrúðgöngu í Rio de Janeiro í Brasilíu. Skrúðgangan markar upphaf kjötkveðjuvikunnar og allajafna taka þátt í henni hundruð klæðskiptinga og samkynhneigðra í Rio. Skrúðgangan fer um hiö fræga Ipanemahverfi. Lífverðirnir vilja fá fyrirmæli Llfverðirnir, sem gæta VU- hjálms prins, hafa beðið yfirmenn sinu um fyrirmæli um aðgerðir vegna nýrra frétta um að sumir vinir prinsins neyti kókíans. Einn vina prinsins var um helgina sak- aður um að hafa tekið kókaín í veislu. Karl prins er áhyggjufuUur vegna fíkniefnaneyslu vina prins- ins og hefur farið fram á að hans verði sérstaklega vel gætt þegar hann er í helgarfríum frá skólan- um. Um helgar er Vilhjálmur oft- ast i London. Litli prinsiim er hjá afa og ömmu Alexandra prinsessa og Niku- lás litli sonur þeirra Jóakims Danmerkurprins hafa það náðugt þessa dagana austur í Hong Kong þar sem afi og amma stjana við litiu dúUuna sína. Fjölskyldan var saman í nokkrar vikur austur þar en þar kom að Jóakim þurfti að snúa heim tU að taka við konung- legum skyldustörfum. Hann þurfti að gegna konungsembætt- inu á meðan mamma drottning var í heimsókn á Bretlandi. Frið- rik ríkisarfi eru jú á Græniandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.