Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 2
2
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
DV
Fréttir
Biðlistar á sjúkrastofnanir lengjast stöðugt:
Yfir 7000 manns bíða
- samkvæmt upplýsingum landlæknisembættisins
Yfir 7000 manns voru á biðlistum
á sjúkrastofnunum í febrúar sl.
samkvæmt upplýsingum frá land-
læknisembættinu. Þar af biðu tæp-
lega 980 manns eftir bæklunarað-
gerðum. Biðlistar hafa stöðugt verið
að lengjast samkvæmt tölum frá
embættinu. Árið 1996 voru alls á
biðlistum 3603, árið 1997 voru þeir
6864, í október 1999 voru 6988 á
biðlistum og 7229 i febrúar sl.
Matthías Halldórsson aðstoðar-
landlæknir sagði við DV, að taka
þyrfti tillit til að nú væru inni í
samantektinni tölur sem ekki hafi
áður legið fyrir, svo sem frá 5 daga
deild á kvennadeild. Aukningin á
biðlistunum væri því ekki eins mik-
il og virtist við fyrstu sýn.
Heildarbiðlisti á almennum
skurðdeildum hefur heldur lengst
frá sl. hausti, fer úr 922 í 930. Þá hef-
ur biðlisti eftir augnaaðgerðum
breyst lítillega. Fjölgun er á biðlista
Landspitala, þar sem 417 bíða nú í
stað 392 áður.
Nokkru færri börn bíða meðferð-
ar á bama- og unglingageðdeild
heldur en áður. Hefur biðlisti á
deildina ekki verið svo stuttur síðan
1996. Þó eru 19 börn á innri biðlista
deildarinnar, þ.e. hafa fengið grein-
ingu en bíða eftir frekari þjónustu
deildarinnar.
Bið’listi eftir aðgerðum á bæklun-
ardeild hefur verið að styttast frá
1998. Árið 1997 biðu 1458 eftir slík-
um aðgerðum en 977 nú.
Færri bíða nú endurhæfingar
heldur en sl. haust. Biðlisti á háls-,
nef- og eyrnadeildir hefur hins veg-
ar lengst úr 856 sl. haust í 907 nú.
Hið sama hefur átt sér stað á hjarta-
deildum.
Biðlisti eftir hjartaþræðingu hef-
ur stöðugt lengst frá árinu 1996. Þá
biðu 158 eftir aðgerð en 252 nú. Um
almenna fjölgun er að ræða á
biðlistum kvensjúkdómadeilda.
Sama máli gegnir um þvagfæra-
Biðlistar á sjúkrahúsum
^ qqq 'Dnsar tölur eni tíl fyrir áríð 1998
6.000
5.000
6.874
4.000
3.000
2.000
2000
fjöldi
3.603
7.229
okt. '99 fob. 'OO
•1
skurðlækningar og lýtaiækningar. arlækningum nokkru lengri nú en
Þá er heildarbiðlisti eftir öldrun- áður -JSS
Þórunn
Siguröardóttir
Haföi betur í
keppni viö
10 aöra.
Stjórnandi Listahátíðar:
Þórunn valin
Á fundi full-
trúaráðs
Listahátíðar í
Reykjavík í
gær tilkynnti
formaður
nýrrar stjórn-
ar, Halldór
Guðmunds-
son, val á list-
rænum stjóm-
anda hátíöar-
innar í sam-
ræmi við
breytta skipan
yfirstjórnar
________ hennar. Starf-
ið var auglýst í
ársbyrjun hér heima og í alþjóölegu
tímariti sem fjallar um listræn
stjórnunarstörf og sóttu ellefu
manns um það, sjö erlendir og fjór-
ir innlendir. Þykir þessi háa tala er-
lendra umsækjenda bera vott um
vaxandi álit á Listahátíð í Reykja-
vík.
Að vandlega athuguðu máli var
Þórunn Sigurðardóttir, núverandi
stjórnandi Reykjavíkur menningar-
borgar Evrópu árið 2000, valin úr
hópi umsækjenda.
Hún var sem kunnugt er formað-
ur framkvæmdastjómar Listahátíð-
ar 1996-98 og er núverandi varafor-
maður framkvæmdastjómarinnar.
Bjöm Bjarnason menntamálaráð-
herra, formaður fulltrúaráðs Lista-
hátíðar, fagnaði þessari niðurstöðu,
benti á að Þórunn hefði óvenju-
mikla reynslu af stjórnunarstörfum
í hvers konar listrænni starfsemi og
sagði að mikils væri vænst af störf-
um hennar.
Þórunn er ráðin til alit að fjög-
urra ára. í starfi listræns stjóm-
anda felst listræn stefnumörkun,
rekstrarstjóm og fjárhagsleg
ábyrgð. Hún hefur störf 1. október í
haust um leið og nýtt stjómarfyrir-
komulag tekur gildi. -SA
Neskaupstaður:
Ráðist á lög-
reglumann
Ráðist var á lögreglumann að
störfum í Neskaupstað um síðustu
helgi. Tveir lögreglumenn vom að
handtaka ölvaðan mann síöastliðið
laugardagskvöld og brást maðurinn
iUa við.
Til átaka kom og réðst maðurinn
á annan lögregluþjóninn með þeim
afleiðingum að hann hlaut áverka í
andliti og fékk heilahristing. Þurfti
lögreglan að nota táragas til þess að
yfirvinna manninn, handjárna
hann og koma honum í bílinn.
Samkvæmt læknisráði var lög-
reglumaðurinn, sem er afleysinga-
lögregluþjónn í Neskaupstað, frá
vinnu í þrjá daga. -SMK
Deilt um gjaldskrá í Öskjuhlíð:
Kvennakór slæst við Karlakór
Hart er deilt um gjaldskrá vegna af-
nota af tónlistarsal í nýju húsi Karla-
kórs Reykjavíkur við Öskjuhlíð. Þar
eigast við Kvennakór Reykjavíkur og
Karlakór Reykjavíkur.
„Karlakórsmenn em með nýtt
hús sem þeir verða að reka og til
þess verða þeir að fá tekjur. Þar sem
við erum fastir leigjendur að sal
þeirra í húsinu viljum við fá afslátt
en deilan snýst um hversu mikill
hann á að vera,“ sagði Þuríður Pét-
ursdóttir, formaður Kvennakórs
Reykjavíkur, en karlakórsmenn
hafa boðið konunum 10 prósenta af-
slátt haldi þær færri en fimm tón-
leika á ári en 15 prósenta afslátt séu
tónleikamir fleiri en fhnm.
„Karlakórinn er með gjaldskrá
sem er á mjög svipuðum nótum og í
gildi er í Tónlistarhúsinu í Kópa-
vogi og verður hver að dæma um
hvort það sé sanngjarnt," sagöi Þur-
íður formaður en hún er í forsvari
fyrir 450 konur sem skipta sér í
fimm kóra undir hatti Kvennakórs
Reykjavíkur. Karlarnir í Karlakór
Reykjavíkur eru færri í þessum slag
sem enn sér ekki fyrir endann á.
-EIR
Ætlaöi á loft - fauk á hvolf
Fiugvél í eigu Flugskóla Reykjavíkur fauk á hvolf er hún ætlaöi aö taka sig á loft á flugvellinum á Selfossi í gær en
flugmann sakaöi ekki. Ofsarok var á Suöurlandi og tepptist umferö viö Ingólfsfjall um tíma þegar vöruflutningabílstjór-
ar beittu bílum sínum upp í vindinn, þversum á þjóöveginum. Þá skemmdust bílar víöa er þakplötur fuku og á bílasölu
viö Ölfusá skemmdust bílar afgrjótfoki.
Sauðfjársamningur samþykktur:
Góður stuðningur
- segir Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri bændasamtakanna
Nýgerðir sauðfjársamningar upp
á 15 milljarða til 7 ára voru sam-
þykktir í atkvæðagreiðslu bænda
með 63,9% atkvæða á móti 33,9%.
Samningurinn var gerður á milli
Bændasamtaka íslands og ríkis-
valdsins og fjallar um framleiöslu
sauðfjárafurða til 2007. Hann var
undirritaður 11. mars sl. og sendur
bændum til umfjöllunar og at-
kvæðagreiðslu og felur í sér 2,2
milljarða króna styrk við bændur á
ári fyrir utan rúmar 900 milljónir til
uppkaupa á greiðslumarki í byrjun
samningstímabilsins. Sendir voru
út 2916 atkvæðaseðlar en atkvæði
greiddu 1932, eða 66,33%. Auðir og
ógildir seðlar voru 44, eða 2,2%.
Sigurgeir Þorgeirsson, fram-
kvæmdastjóri bændasamtakanna,
segir þetta góðan stuðning við
samninginn. Varla sé þó við öflugri
stuðningi aö búast. „í fyrsta lagi
heyröi maður svolitla óánægju hjá
bændum sem vildu meiri peninga
inn í samninginn. Það var búið að
Sigurgeir
Þorgelrsson:
„Sumir vildu
halda
óbreyttum
stuöningnum á
grundvelli
greiöslumarks. “
Aöalsteinn
Jónsson:
„Jákvæöast er
aö þetta er
samningur til sjö
ára og menn
hafa þar starfs-
öryggi. “
byggja upp svolítiö meiri væntingar
og þingmenn töluðu svolítið glanna-
lega í þá veru, margir hveijir. í
öðru lagi voru ákaflega deildar
meiningar á meöal bænda. Sumir
vildu halda óbreyttum stuðningnum
á grundvelli greiðslumarks sem er
gömul framleiðsluviðmiðun. Aðrir
vildu flytja stuðninginn að miklu
eða mestu leyti yfir í beina fram-
leiðslutengingu. Ég er því sannfærð-
ur um að nokkrir segja nei vegna
þess að það vantar framleiðsluteng-
inu og aðrir segja nei vegna þess aö
það er of mikil framleiðslutenging. í
þriðja lagi er svo gæðastýringar-
nálgunin. Það er auðvitað einhver
hluti manna sem er svolítið ragur
við þetta. Ekki síst þeir sem óttast
að ráða ekki við að fá landvottun."
Aðalsteinn Jónsson, formaður
sauðfjárbænda, segir andstöðuna
fyrst og fremst þá að mönnum finn-
ist of lítið fjármagn í samningnum
og sumir óttist ákvæði um landnýt-
ingu. „Það er í sjálfu sér óútfylltur
víxill. Ég er sáttastur við að okkur
tókst að fara að mestu eftir þeim
áhersluatriðum sem aðalfundur
sauðfjárbænda hefur lagt áherslu á
síðustu tvö árin. Jákvæðast er að
þetta er samningur til sjö ára og
menn hafa þar starfsöryggi til
lengri tíma en áður.“ -HKr.
IEB-:
Ólafur í afmæli Margrétar
Forseti íslands,
Ólafur Ragnar
Grimsson, fer í dag
til Kaupmanna-
hafnar til að taka
þátt í hátíðarhöld-
um í tilefni af 60
ára afmæli hennar
hátignar Margrétar
Danadrottningar.
Kemur í maí
Gert er ráð fyrir að Árni Friðriks-
son RE 200, nýtt hafrannsóknaskip
sem verið hefur í smíðum í Chile,
komi til landsins um miðjan maí-
mánuð. Hafrannsóknastofnun mun
ekki bera skaða af þeim töfum sem
orðið hafa á afhendingu skipsins.
Fækka skrifstofum
Flugleiðir hyggjast draga úr sum-
arráðningum og nýráðningum til fé-
lagsins en leggja enn meiri áherslu
á sölu í gegnum intemetið en hlut-
verk þess í þjónustu fyrirtækisins
við viðskiptavini hefur aukist veru-
lega. Tekin hefur verið ákvörðun
um að loka skrifstofunni aö Lauga-
vegi 7 í Reykjavík.
Aukin verðbólga
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,6% frá fyrra mánuði en án hús-
næðis hækkaði vísitalan um 0,5%
frá mars. Þetta er örlítið hærra en
spár gerðu ráð fyrir.
Slagurinn á mánudag
Slagurinn um Islandsmeistaratit-
Uinn í körfuknattleik karla hefst á
mánudaginn en þá mætast Grinda-
vík og KR í fyrsta úrslitaleik lið-
anna um titilinn eftirsótta og fer
hann fram á heimavelli Grindvík-
inga.
Siv fer til Ástralíu
Siv Friðleifsdótt-
ir umhverfisráð-
herra mun taka
þátt í ráðherrafundi
um Kyoto bókunina
og bindingu kolefn-
is með ræktun sem
haldinn verður í
Perth í Ástralíu.
Skíðavikan hefst
Skíðavikan á Isafirði verður sett
formlega í Tungudal næstkomandi
sunnudag. Fiölbreytt dagskrá verð-
ur í boði alla vikuna og hægt að
finna eitthvað við allra hæfi.
Enn lækka hlutabréf
Viðskipti með hlutabréf á Verð-
bréfaþingi íslands í dag námu alls
158 milljónum króna. Úrvalsvísitala
Aðallista lækkaði um 0,4% og er nú
1746,5 stig. Mest hækkaði gengi
hlutabréfa í Opnum kerfum hf., um
6,3%, en mest lækkaöi gengi hluta-
bréfa í Pharmaco hf., um 5,4%.
íslandspóstur tapar
íslandspóstur hf. var rekinn með
98 miUjóna króna tapi af reglulegri
starfsemi á síðasta ári. Að teknu til-
liti til hagnaöar af sölu eigna nemur
taprekstur ársins um 59 milljónum.
Rekstrargjöld félagsins jukust um
11% frá fyrra ári, í 4 milljarða
króna, á meðan rekstrartekjur juk-
ust um 7% í tæpa 3,9 milljarða
króna. Viðskiptavefurinn á Vísi.is
greindi frá.
- H J