Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 4
4 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Fréttir Atkvæði Árna Johnsens réð úrslitum: Fárviðriö fauk á síðustu stundu - er þingmaðurinn stormaði í salinn og eyðilagði málið fyrir meirihlutanum Tillaga til þingsályktunar um notkun íslenskra veðurhugtaka hjá Veðurstofu íslands kom til atkvæða- greiðslu á Alþingi sl. miðvikudag. Þar var fellt með einu atkvæði Árna Johnsens að taka upp að nýju notk- un vindstiga í veðurfréttum. Umhverfis- nefnd Alþingis hafði málið til meðferðar og fóru fram miklar umræður um málið. Kallað var eftir rökum um málið frá Magnúsi Jóns- syni veðurstofu- stjóra, Stein- grími Jónssyni, prófessor við Há- ...... skólann á Akur- eyri, og Guðrúnu Kvaran, forstöðu- manni Orðabókar Háskólans. Við atkvæðagreiðslu voru fyrst greidd atkvæði um efnisinnihald þingsályktunartillögunnar og var það samþykkt með 22 atkvæðum gegn 20 og var Árni Johnsen þar ekki viðstaddur. Virtist sem sumir þingmenn hefðu talið málið þar með afgreitt og ekki áttað sig á að eftir var að kjósa um að vísa málinu til ráðherra. Þegar að þeirri kosningu kom voru þau bæði fjarverandi, Geir H. Haarde og Drífa Hjartardótt- ir, sem samþykkt höfðu fyrri tillög- una um efnisinnihald. Virtist því stefna í jafntefli er atkvæðagreiðslu var að ijúka. Kom þá Ámi Johnsen Arni Johnsen Stormaöi í sal- inn svo gustaöi um viöstadda. Já, sögðu: Arnbjörg Sverrisdóttir, Einar Kristinn Guöfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guöjón Arnar Kristjánsson, Gísli S. Einarsson, Guömundur Hallvarösson, Gunnar Birgisson, Guöjón Guömundsson, Halldór Blöndal, Jón Bjarnason, Katrin Fjeldsted, Kristján Pálsson, Margrét Frímannsclóttir, Sverrir Hermannsson, Tómas Ingi Olrich, Vigdís Hauksdóttir, Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson, Árni R. Árnason, Árni Steinar Jóhannsson og Ögmundur Jónasson. Nel sögöu: Guörún Ögmundsdóttir, Hjálmar Jónsson, Ingibjörg Pálmadóttir, Jónína Bjartmarz, Jóhann Arsælsson, Jón Kristjánsson, Kristinn H. Gunnarsson, Kristján L. Möller, Kolbrún Halldórsdóttir, Lúövík Bergvinsson, Rannveig Guömundsdóttir, Siv Friöleifsdóttir, Sigríöur Jóhannesdóttir, Sighvatur Björgvinsson, Sturla Böövarsson, Svanfriöur Jónasdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Valgeröur Sverrisdóttir, Ásta Möller, Þuriöur Backman og Árni Johnsen. Þessi sátu hjá: Guömundur Arni Stefánsson, Hjálmar Árnason, Pétur H. Blöndal, Sigríöur A. Þóröardóttir, Sólveig Pétursdóttir og Þorgerður K. Gunnarsdóttir. Þosslr voru fjarstaddir: Björn Bjarnason, Bryndís Hlööversdóttir, Drifa Hjartardóttir, Einar Már Sigurösson, Geir H. Haarde, Steingrimur J. Sigfússon, Ólafía Ingólfsdóttir. |/Já X Nel Sátu hjá IL Meb leyfl O FJarstaddir ^#XXh[LX 14 ✓ ✓ ✓ ✓ Atkvæðisgreiðsla - vegna gömlu veðurheitanna ✓x h ✓ 1 XXX# X X/ ht/XX h#x V X ✓ ✓ X ✓ X IL ✓ XXX [LtLXkíL stormandi í salinn svo gustaði um viðstadda. Vatt hann sér í bás sinn, þrýsti á nei-takkann og felldi þar með tillöguna. Fljótt skipuðust veður í loftl Að sögn þingmanns sem í salnum var vissu menn varla hvaðan á þá stóð veðrið. Svo fljótt skipuðust veð- ur í lofti að ekki gafst ráðrúm til að bjarga tillögu sem meirihluti þing- manna hafði áður samþykkt. Kristján Pálsson, varaformaður umhverfisnefndar, mælti fyrir áliti meirihluta nefndarinnar um að samþykkt yröi tiUaga um að taka upp að nýju gömlu vindstyrksheit- in. Með því áliti stóðu einnig Katrín Fjeldsted, Þórunn Sveinbjamardótt- ir, Katrín Andrésdóttir, Vigdis Hauksdóttir og Gunnar Birgisson. Ásta Möller hafði orð fyrir minni- hlutaáliti nefndarinnar. Taldi minnihlutinn það ekki eðlilega stjórnsýslu að Alþingi fæli umhverf- isráðherra að beina því til faglegrar undirstofnunar ráðuneytisins að breyta ákvörðun sem byggðist á fag- legum rökum. Lagöi minnihlutinn til að þingsályktunartillagan yrði felld. Með Ástu í minnihluta nefnd- arinnar voru ísólfur Gylfi Pálmason og Kolbrún Halldórsdóttir. Stinningskaldi Með áliti minnihlutans fylgdi ít- arleg umsögn Magnúsar Jónssonar veðurstofustjóra. Þar bendir hann á að meirihluti þjóðarinnar þekki ekki veðurfræðilega merkingu gömlu vindstyrksheitanna. í nýlegri könnun hafi t.d. um 80% aðspurðra ekki vitað, eða svarað rangt, spurn- ingu um veðurfræðilega merkingu orðsins stinningskalda. í lokaorðum sínum bendir Magnús á að orðhagir menn séu oft styrkustu stoðir tung- unnar. Þeir muni tryggja að góð orð munu lifa i málinu þótt þau taki merkingarbreytingum frá einni kynslóð til annarrar. Þannig telur Magnús víst að ónefndur læknir á Akureyri (sem að öllum líkindum ber þó nafnið Pétur Pétursson) hafi tryggt tilvist orðsins stinningskaldi í eftirfarandi vísu: Getulaus á göngu, geölœgd haldinn. Stríói veldur ströngu, stinningskaldinn. -HKr. Einangrunarstöð gæludýra í Hrísey: Stöðin stækkuð um helming DV. AKUREYRI:_____________________ Framkvæmdir við helmings- stækkun einangrunarstöðvarinn- ar í Hrísey hafa verið boðnar út. Um kostnaðarsama framkvæmd er að ræða en full þörf er á henni að sögn Stefáns Björnssonar sem stýrir stöðinni. Frá því var sagt fyrir skömmu í tímariti sem gefið er út af samtök- um gæludýraeigenda í Bretlandi að nú geti Bretar ferðast óhindrað til útlanda með gæludýr án þess að þurfa að setja þau í einangrun í þvi ríki sem haldið er til. í grein- inni voru talin upp 22 ríki í Evr- ópu sem þetta ætti við, og var fs- land nefnt í þeirri upptalningu. „Ég hef ekki heyrt þetta áður, enda er þetta ekki rétt. Það eru engin áform um að breyta starf- seminni hér sem sést best á því að hér standa byggingaframkvæmd- ir fyrir dyrum. Það hefur líka sýnt sig að þörfin fyrir stöðina er mjög mikil, og við erum alltaf að fá hér einhver sjúkdómstilfelli," segir Stefán. Umræður hafa af og til komið upp um að flytja einangrunarstöð- ina á suðvesturhomið. Stefán seg- ir að aðallega hafl það verið ein- staklingar sem þrýst hafi á slíkt en þegar þeir hafi farið að skoða hvað til þarf, hafi þeir horfið frá. Kröfurnar sem gerðar séu varð- andi byggingu og rekstur stöðvar eins og þeirrar sem rekin er í Hrísey séu mjög miklar. -gk I>V i I Norðurland eystra: Þjófur í fangelsi DV. AKUREYRI:_ Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt Akureyring á þrítugs- aldri í þriggja mánaða fangelsi fyrir peningaþjófnað úr veitingahúsi í bænum. Maðurinn komst í peningakassa sem falinn hafði verið í eldhúsi skemmtistaðarins og tilkynnti eig- andinn að fimm hundruð þúsund krónur hefðu verið í kassanum. Þjófurinn var handtekinn í Reykja- vík daginn eftir og var hann þá með á sér 286 þúsund krónur auk þess sem 16.500 krónur skiluðu sér síðar. Við yfirheyrslur bar maðurinn að í peningakassanum hefðu verið 416.500 krónur en ekki 500 þúsund eins og eigandinn hélt fram og var lagður trúnaður á það sem þjófur- inn sagði varðandi það atriði. Maðurinn var sem fyrr sagði dæmdur í þriggja ára fangelsi en dómurinn skilorðsbundinn til þriggja ára haldi hann almennt skil- orð. Þá var hann dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. -gk Ríkisendurskoðun: Gagnrýnir Aform - ráðuneytið brást í stjórnsýsluendurskoðun Ríkis- endurskoðunar á átaksverkefninu Áformi, sem landbúnaðarráðuneyt- ið setti á laggimar 1995, segir m.a. að landbúnaðarráðherra hafi ekki sett reglugerð eða gert athugasemd- ir við framkvæmd verkefnisins. Að mati Ríkisendurskoðunar skorti t nokkuð á að landbúnaðarráðuneyt- I ið sinnti því forystuhlutverki sem þvi bar að gegna í þessu máli. Gagnrýni kemur fram í skýrsl- unni á veitingu styrkja á vegum verkefnisins. Stjórn verkefnisins hafi ekki sett sér skriflegar verk- lagsreglur eða mótað sér skýr mark- mið. Þá hafa styrkir sem veittir hafa verið hvorki verið auglýstir né umsóknum svaraö bréflega. Af heildarútgjöldum verkefnisins 1995-99 var kostnaður við rekstur þess sjálfs hlutfallslega hæstur eða um 37% Telur Ríkisendurskoðun það hlutfall of hátt miðað við heild- arráðstöfunarfé. -hdm Veðrið i kvolcl I Solaríían£iir og sjavarfoll I Veðrið a morguii REYÍoMriwURÉYRI Lægir og hlýnar Síðdegis veröur n-átt, 10-15 m/s allra austast en annars hægari - él norð- austanlands en léttskýjað sunnan og vestan til. Hiti verður 0 til 4 stig allra syðst en vægt frost víðast annars staðar. Sólarlag í kvöld 21.03 20.55 Sóiarupprás á morgun 05.51 05.28 Síödegisflóö 16.41 21.14 Árdegisflóö á morgun 04.54 09.27 Skýringar á veðurtáknum J*-v.vindátt —Hm |É -10° SVINDSTYRKUR VrpnsT i nnrtrum á sokúncíu x rKUb I & HEIÐSKÍRT íD €>!o LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ SKÝJAÐ RIGNING SKÚRtR SIYDDA SNJÖKOMA ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEOUR SKAF- RENNINGUR ÞOKA Kominn tími fyrir sklðin Á morgun veröur hæg breytileg átt um mestallt land og hiti á bilinu 0-5 stig. Það ætti því aö viöra vel til skíða- iðkunar, ekki síst í Bláfjöllum eða Skálafelli en á báðum þessum stööum var lokaö í gær vegna hvassviðris. Einnig var talsvert rok í Hlíöarfjalli á Akureyri og mun vind að öllum líkindum lægja þar I dag. í Oddsskaröi má hins vegar búast við hvassviðri og éljum. □ SNJÓR ■ÞUNGFÆRT ÓFÆRT Hæg breytileg átt Gert er ráö fyrir norðan 5-10 m/s allra austast og hugsanlega éljum þar við ströndina en annars verður hæg breytileg átt á landinu og yfirleitt léttskýjað. Hiti verður víðast hvar á bilinu 0-5 stig yfir daginn. l\l.llHlll:t£llJ Vindur: /O t 5-10 ,v. Hiti 0° til 5° Hæg breytlleg átt, þurrt og bjart veöur veróur mjög viöa en sums staöar þoku- bakkar vlb strcndur. Hltl 0-5 stlg yflr daginn en frost ab næturtagl. lMiOjinl.tp.itl Vindur: f vjL/ 5-10 ri/s \ Hiti 0° til 5" ‘>v-/ Hæg breytlleg átt, þurrt og bjart veöur veröur mjög víöa en sums staöar þoku- bakkar vlö strendur. Hitl 0 tll 5 stlg yfir daglnn en frost að næturlagi. ''1 j Vtndur: /r# .k. 8-12™/, Hiti 3° til 8° Gert er ráö fyrlr austan- og noröaustanátt, smávegls þokusúld austan tll en léttskýjaö annars staöar. Fer hægt hlýnandi. íia j ■£& AKUREYRI léttskýjaö 4 BERGSTAÐIR snjókoma -4 BOLUNGARVÍK skýjaö 2 EGILSSTAÐIR 1 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö 4 KEFLAVÍK léttskýjaö 4 RAUFARHÖFN úrkoma -2 REYKJAVÍK léttskýjaö 4 STÓRHÖFÐI rykmistur 4 BERGEN HELSINKI rigning og súld 6 KAUPMANNAHÖFN skúrir 4 OSLÓ skýjaö 8 ST0KKHÓLMUR skúr 5 ÞÓRSHÖFN skýjaö 2 ÞRÁNDHEIMUR rigning 5 ALGARVE skýjaö 17 AMSTERDAM skýjaö 10 BARCEL0NA skýjað 17 BERLÍN skúrir 10 CHICAG0 hálfskýjaö 9 DUBLIN skúr 6 HALIFAX heiöskírt 2 FRANKFURT rigning 8 HAMBORG skýjaö 10 JAN MAYEN alskýjað 0 LONDON skýjaö 8 LÚXEMBORG rigning 5 MALL0RCA léttskýjaö 19 M0NTREAL heiöskírt 0 NARSSARSSUAQ þoka -1 NEW YORK skýjaö 7 ORLANDO rigning 19 PARÍS alskýjaö 10 VÍN skýjaö 18 WASHINGTON skýjaö 3 WINNIPEG alskýjaö -9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.