Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 6
6
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
Fréttir
Affallsrör úr iðnaðarhverfi liggja í Elliðaár:
Borgar verkfræði ngu r
athugar úrbætur
- laxagengd hefur minnkað um rúmlega helming
Á síðustu fjórum árum hefur
ganga laxa í Elliðaámar minnkaö
úr 2000 til 3000 fiskum í 1000, að
sögn Þórólfs Antonssonar, fiski-
fræðings hjá Veiðimálastofnun. Um
helmingur heildargöngunnar
veiðist.
Meginskýringin er lélegar endur-
heimtur úr hafi auk annarra óljósra
ástæðna. Þórólfur sagði í viðtali við
DV að margar skýringar gætu verið
á fækkuninni, til dæmis fæðuskU-
yrði í hafinu.
Ein hugsanleg skýring er að það
sé eitthvað í ánum eða ósasvæðinu
sem geri seiðin veikari fyrir.
Borgin hleypir affallsvatni út í
ámar, regnvatni sem safnast af göt-
um borgarinnar.
Mest af þessu vatni kemur af
húsagötum og inniheldur þá tUtölu-
lega lítið af olíuefni og málmum úr
bifreiðum og vélum, salt af götum
og sink af húsþökum. Hluti vatnsins
kemur frá steypustöðvum og iðnað-
arhverfi nærri ánum þar sem meiri
hætta er á eiturefnum.
Veiðimálastofnun mælir mengun
í ánum. Mælist hærri efnastyrkur í
þurrki og hláku en þegar meira
vatn er í ánum þynnast efnin og
minni mengun mælist, sagði Þórólf-
ur. Auk affaUsröranna gætu haf-
skipa- og smábátahafnimar haft
áhrif á seiðin.
Veiðimálastofnun, sem hefur
rannsakað EUiðaámar í 12 ár, hefur
lagt til að fækka hugsanlegum
áhættuþáttum með því að breyta
rennsli affallsröranna. Eins hefur
Orkuveita Reykjavíkur jafnað
rennsli í ánum og séð tU þess að lág-
marksrennsli sé haldið við. Þetta er
tiltölulega nýbyrjað og áhrif á laxa-
göngu eru ekki farin að sýna sig,
sagði Gunnar Aðalsteinsson hjá
Orkuveitunni.
Ólafur Bjamason, yfirverkfræð-
ingur hjá Borgarverkfræðingi, sagöi
að samkvæmt skýrslu Raunvísinda-
stofnunar Háskólans væri mengun í
ánum undir hættumarki.
Borgarverkfræðingur hefur samt
í huga að fjarlægja þessi affaUsrör
og sagði Ólafur að þeir hjá Borgar-
verkfræðingi ætluðu sér að gera
áætlun á þessu ári um úrbætur í
þessu máli. Eftir að fjármagn fæst
fyrir úrbótunum verður þeim svo
komið í framkvæmd, sagði Ólafur.
„Það mælist ekki neitt nálægt
einhverjum mengunarmörkum, við
erum bara að reyna að gera betur,“
sagði Ólafur.
Stangaveiðifélag Reykjavíkur leigir
árnar frá Orkuveitu Reykjavíkur og
selur veiðUeyfi í EUiðaárnar.
Formaður stjórnar Stangaveiðifé-
lags Reykjavíkur, Kristján Guðjóns-
son, sagði að félagið styddi aUar að-
geröir tU þess að minnka efnastyrk í
ánum.
„Við erum mjög hlynntir því að
farið sé í einhverjar aðgerðir varð-
andi þessi mál,“ sagði Kristján.
-SMK
Deilur um umhverfismat svínabús:
Ákvörðun ráðherra dæmd ógild
Byssuþjófur
handtekinn
Lögreglan í Reykjavík hand-
samaði byssuþjóf i gær.
Brotist var inn í kompu í húsi í
Grafarvoginum á miðvikudag og
óhlaðinni haglabyssú og skotum
stolið.
í gær handsamaði lögreglan
mann á fertugsaldri sem hafði
byssuna í fórum sínum.
Byssan var hlaðin þegar lög-
reglan fann hana og var eitt skot
í hlaupi og tvö í magasíni
byssunnar sem var tilbúin til
notkunar.
Lögreglan viU minna fólk á að
geyma skotvopn og skotfæri á
sem tryggUegastan hátt eins og
lög gera ráð fyrir. -SMK
Sogavegurinn:
Hámarkshraði
óbreyttur
Skipulags- og umferðarnefnd
Reykjavíkurborgar ákvað nýverið
að halda hámarkshraða á Sogaveg-
inum eins og hann er.
Til umræðu kom að lækka há-
markshraðann niður i 30 kílómetra
á klukkustund á öllum Sogavegin-
um.
Þrjátíu kUómetra hámarkshraði
er á hluta af Sogaveginum, eöa frá
Bústaðaveginum að Réttarholtsveg-
inum. Frá Réttarholtsveginum að
Grensásvegi er hámarkshraðinn 50
kUómetrar á klukkustund.
Steinunn Óskarsdóttir, sem situr
í nefndinni, sagði að ákvörðunin
um að halda hámarkshraðanum
eins og hann er hefði verið tekin
með tilliti tU Strætisvagna Reykja-
víkur sem keyra um Sogaveginn.
-SMK
Hæstiréttur ógilti í gær ákvörðun
Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráð-
herra um að fyrirhugaðar bygging-
ar og rekstur svínabús Stjömugríss
hf. í Borgarfjarðarsýslu skyldu sæta
umhverfismati. Taldi Hæstiréttur
að ákvörðun ráðherra gæti haft í fór
með sér umtalsverða röskun á eign-
arráðum og atvinnufrelsi. Forsaga
málsins er að fyrirtækið Stjörnugrís
hf. keypti jörðina Mela í Borgar-
fjarðarsýslu og íhugaði að reisa þar
svínabú fyrir 20.000 grísi. Forsvars-
menn fyrirtækisins létu vinna
Siv Friðleifsdóttir
Hæstiréttur úr-
skuröaöi aö
ákvöröun ráö-
herra gæti haft í
för meö sér um-
talsveröa röskun
á eignarráöum og
atvinnufrelsi.
deiliskipulag af lóð á jörðinni þar
sem búið skyldi reist og samþykkti
hreppsnefnd deiliskipulagið. I kjöl-
far bréfs frá nágrönnum óskaði um-
hverfisráðherra eftir áliti skipulags-
stjóra á því hvort framkvæmdin
skyldi sæta mati á umhverfisáhrif-
um og lagði hann til að svo yrði og
féllst ráðherra á það. Stjörnugrís
höfðaði mál í kjölfarið til að fá
ákvörðunina fellda úr gildi. Dæmdi
Hæstiréttur Stjömugrís í hag í gær
og var ákvörðun umhverfisráðherra
um að fyrirhugaðar framkvæmdir á
jörð Stjömugríss skyldu sæta mati
á umhverfisáhrifum því dæmd
ógild. Allur málskostnaður fellur á
ríkissjóð. -hdm
MYND REYNIR NEIL
Heimkoma
Flugbrautin í Neskaupsstaö var hreinsuö af snjó síðastliöinn fimmtudag fyrir flugvél Flugfélags íslands sem kom meö
sjúkling frá Reykjavík til Neskaupstaðar. Sjúklingurinn haföi faríö suöur til þess aö vera undir eftirliti
sérfræöinga og var aö koma heim.
Utnsjón:
Reynir Traustason
netfang: sandkorn@ff.ls
Nýi ritarinn
Þórarinn
Viðar Þórar-
insson Lands-
símaforstjóri
ákvað á dögun-
um að skipta
um ritara og
yngja upp.
Hann orðaði
við „garnla"
ritarann að
breytingar stæðu til. Engin
niðurstaða fékkst í þær umræður. I
byrjun síðustu viku er hringt upp
til konunnar sem gegnt hefur rit-
arastarfinu og henni tilkynnt að nú
sé verið að koma með nýja ritar-
ann. Var hún vinsamlegast beðin
um að kynna þeirri nýju starfið.
Ritaranum varð svo mikið um að
hún fór heim og hefur ekki mætt
síðan. Hins vegar mun henni hafa
verið boðið starf við skjalavörslu
hjá fyrirtækinu sem ekki þykir
beint fýsilegur kostur fyrir starfs-
mann sem gegnt hefur ritarastarfi.
Mikil ólga er meðal starfsmanna
vegna málsins.
Árni mættur
Engum dylst
að Ámi John-
sen er nú
mættur til
leiks í nýju
kjördæmi þar
sem Suðurnes-
in sameinast
Suðurlandi.
Ámi stimpl-
aði sig ræki-
lega inn í hjörtu Suðurnesja-
manna með því að lofa þeim í
sjónvarpi á dögunum að flýta tvö-
foldun Reykjanesbrautar um 5-7
ár. Þannig yfirspilaði hann strax í
byrjun Kristján Pálsson sem
hingað til hefur verið vakinn og
sofinn yfir Reykjanesbrautinni.
Kristjáns kann því að bíða sama
hlutskipti og yngri þingmanna
Sunnlendinga sem eru gersamlega
í skugga hins sterka Eyjamanns...
Össur biðlar
Á kosninga-
fundum
Tryggva
Harðarsonar
og Össurar
Skarphéðins-
sonar vekur
eftirtekt
hversu blítt
Össur talar
um Jó-
hönnu Sigurðardóttur. Á ísafirði
var hann spurður um stefnuna í
málefnum öryrkja. Össur svaraði
því til að hann gæti ekki búið til
betri stefnu í þeim efnum en Sam-
fylkingin hefði nú þegar enda væri
hún búin til af besta talsmanni
sem þeir hefðu nokkru sinni eign-
ast sem væri Jóhanna Sigurðar-
dóttir. Hvort þetta dugar til að laða
Jóhönnu yfir í búðir Össurar er
óvíst enda hefur lengi legið leyni-
þráður milli hennar og Hafnfirð-
inga...
Netkarlar
Sá kunni
fréttamaður,
Steingrímur
Ólafsson,
hverfur von
bráðar af Stöð
2 yfir til OZ
éins og Sand-
kom skúbb-
aði á dögun-
um. í höfuð-
stöövum OZ, í gömlu
Osta- og smjörsölunni við Snorra-
brautina, mun Steingrímur vinna
nánast við sama skrifborðið og
hann sat viö fyrir rúmum áratug
þegar Bylgjan var þarna til húsa.
Þar unnu með Steingrími Eirík-
ur Hjálmarsson, sem nú er rit-
stjóri Vísis.is, og Hallgrímur
Thorsteinsson, sem er ritstjóri
kauptorgs.is. Hjá OZ verður Stein-
grímur ritstjóri Oz.com. Þessir
gömlu samstarfsmenn á Bylgjunni
eru því allir orðnir sannkallaðir
netkarlar...