Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 8
8 Útlönd LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 I>V Anfinn Kallsberg Lögmaður Færeyja vill tala lengur viö forsætisráöherra Danmerkur. Of stuttur tími til samningavið- ræðna við Dani Anfinn Kallsberg, lögmaður Fær- eyja, sagði í viðtali við færeyska blaðið Sosialurin i gær að það væri slæmt að Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefði aðeins tæpar átta klukkustundir til umráða á fundi þeirra 2. maí næst- komandi. Nyrup heldur í heimsókn til Kina að kvöldi þess dags. Það er mat Kallsberg ekki sé hægt að ræða til fullnustu sjálfstæð- iskröfur Færeyja á svo stuttum tíma. Hann er þó bjartsýnn á að að einhver árangur náist í viðræðun- um við Nyrup. Elísabet Englandsdrottning Hún vill sýna Rússlands- forseta kurteisi. Fundur með Pútín dregur úr vinsældum Breta- drottnmgar Sérfræðingar í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar telja að fundur Elisabetar Englandsdrottn- ingar og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands, í næstu viku muni draga úr vinsældum drottningarinnar og veikja konungdæmið. Drottningin mun taka á móti Pútín í Windsorkastala á mánudagskvöld. Segja sérfræðingarnir konungsfiöl- skylduna ekki mega við minnkandi vinsældum en þær hafa verið í lágmarki á undanförnum árum. Talsmenn konungshallarinnar segja að aðeins sé verið að sýna Pútin kurteisi. Fasistum á Ítalíu spáð góðu gengi í kosningunum í sveitarstjórnarkosningunum á Italiu á morgun er fasistum spáð góðu gengi. Litið er á kosningarnar sem próf fyrir vinstri stjóm Massimos D’Alema fyrir þingkosn- ingarnar á næsta ári. Vinstrimenn töpuðu í fyrsta sinn í 54 ár í gamla háskólabænum Bologna í júní í fyrra. Tapi þeir á ný á morgun gæti það haft slæmar afleiðingar fyrir stjórn D’Alema sem er sú 57. frá heimsstyrjöldinni síðari. „Ef við vinnum á sunnudaginn mun D’Al- ema eiga erfitt meö að hafna kröfu minni um að þingkosningum verði flýtt. Ég er með ráðherralista tilbú- inn,“ segir fiölmiðlakóngurinn og fyrrverandi forsætisráðherrann Sil- vio Berlusconi. Fjölmiðlar á Kúbu: Svínaflóaósigur í uppsiglingu Fjölmiðlar á Kúbu voru í gær harðorðir vegna þess hversu mikil töf hefur orðið á endurfundi Elians litla Gonzalez og fóður hans, Juans Miguels. Málgagn kommúnista- ílokksins, Granma, gagnrýndi harkalega ættingja Elians í Miami, sem njóta stuðnings valdamikUla kúbverskra útlaga. Sagði blaðið að deilan um Elian litla gæti orðið að pólítískum Svínaflóaósigri. Ósigur kúbverskra útlaga, sem þjálfaðir voru af bandarísku leyniþjónust- unni, í Svínaflóa árið 1961, þótti mikil niðurlæging fyrir Bandaríkin. Ríkisfiölmiðlarnir á Kúbu gagn- rýndu einnig ættingja Elians vegna framkomu þeirra við fóður hans. „Meira að segja skýin i Havana gráta af réttlátri reiði,“ sagði sjón- varpsþulur á Kúbu þegar rigna tók á annars sólríkri eyjunni. Bandaríska dómsmálaráðuneytið bað í gær áfrýjunardómstól alríkis- yfirvalda um að skipa ættingjum Elians litla Gonzalez að afhenda Niðurbrotinn faöir Kúberskir Ijölmiðlar segja skýin gráta meö föður Elians. hann fóður drengsins. Talsmaður dómsmálaráðuneytisins, Carole Florman, sagði að dómstóllinn hefði einnig verið beðinn um að hafna beiðni ættingjanna um lögbann sem kæmi í veg fyrir að drengurinn færi til Kúbu á meðan fiallað verður um mál hans. Florman bætti því hins vegar við að verði dómstóllinn viö beiðninni um að Elian verði afhentur föður sínum muni dómsmálaráðuneytið gefa út tilskipun sem hindrar Elian í að fara úr landi á meðan fiallað verður um mál hans í næsta mán- uði fyrir dómstólum. Florman sagði að faðir Elians hefði samþykkt þetta fyrirkomulag. Fulltrúi bandarískra innflytjendayfirvalda, Doris Meissner, sagði í gær aö gripið yrði til aögerða til að framfylgja lögun- um. Embættismenn hafa bent á að dómstólsúrskurðurinn, sem hindrar brottför Elians frá Bandaríkjunum, komi ekki í veg fyrir að hann hitti föður sinn. Forseti á floti Jiang Zemin, forseti Kína, naut þess í gær aö baöa sig í Dauöahafinu ásamt lífvöröum sínum. Forsetinn er í sex daga opinberri heimsókn í ísrael og á herteknu svæöunum. Beitti James Bond gegn stjórnarandstæðingum Þrátt fyrir að Slobodan Milosevic Júgóslaviuforseti hafi fengið James Bond í liö með sér til að koma í veg fyrir Qöldafund stjómarandstæðinga í gær tóku á milli 100 og 200 þúsund þátt í mótmælum gegn forsetanum í Belgrad. Ríkissjónvarpið í Serbíu bauð upp á bíómaraþon, frá 12 á hádegi til miðnættis, til þess að fólk héldi sig heima. Að sögn heimildarmanna innan sjónvarpsins átti meðal annars að sýna nýjustu James Bond-myndina og American Beauty. Stjórnarandstæðingar sögðu stjórnina brjóta höfundarréttarlög með því að sýna ólöglegar eftirtökur af alþjóðlegum stórmyndum. Sjálfir ætluðu stjómarandstæðingar hins Mótmæli í Belgrad Andstæöingar Milosevic kröföust afsagnar hans í gær. vegar bæði að taka upp myndimar og taka þátt í mótmælunum. „Við höfum allt of lengi verið gísl- ar og fórnarlömb Milosevics. Það er kominn tími til að segja: Niður með Milosevic og þess vegna viljum við að kosningum veröi flýtt,“ sagði Vla- dan Batic, einn stjórnarandstöðuleið- toganna, í gær við mannfjöldann sem púaði í hvert skipti sem nafn forsetans var nefnt. Þingkosningar eru fyrirhugaðar árið 2001 og forsetakosningar árið 2002. Mótmælendur komu víðs vegar að til Belgrad og höfðu sumir gengið frá Novi Sad, um 80 kílómetra leið. Fjöldi lögreglumanna var á verði í Belgrad, einkum í Dedinjehverfinu þar sem talið er að Slobodan Milos- evic búi og starfi. Fagnar staðfestingu Madeleine Al- bright, utanríkis- ráðherra Banda- rikjanna, fagnaði í gær staðfestingu neðri deildar rúss- neska þingsins á START-2 samningn- um um fækkun kjarnorkuvopna. Sagði Albright þetta stórt skref fram á við. Svíi á Norðurpólinn Svíinn Ola Skinnarmo komst á Norðurpólinn í gær eftir 48 daga göngu. Sló hann met Norömannsins Borge Ouslands sem var 52 daga á leiðinni. Danir móðga Tíbeta Tíbetar í Danmörku eru sárir vegna nýrra reglna við útgáfu danskra vegabréfa þeirra. Nú skrifa yfirvöld að Tíbetamir séu fæddir í Kína þó að í gömlu vegabréfunum hafi staðið að þeir væru fæddir i Ti- bet. Pandabirnir fá rispillu Kínverskir pandabirnir fá rispillu til þess að auka kyngetuna, að því er blaðið Wen Hui DaOy í Shanghai greinir frá. Útiloka vopnahlé Rússar útilokuðu í gær vopnahlé í Tsjetsjeníu. Samtímis tilkynntu þeir að háttsettur aðstoðarmaður Aslans Maskadovs, forseta Tsjetsjeniu, hefði verið handtekinn. Mafíuforingjar handteknir ítalska lögreglan handtók í gær þrjá mafiuforingja, Ciccio Mallardo, Patrizio Bosti og Faliciano Mallardo, á búgarði nálægt Napólí. Tíu aðrir mafíósar voru einnig handteknir. Ríkið borgaði frúarbíla Varaforseti S-Afríku, Jacob Zuma, sætir nú harðri gagnrýni fyrir að láta rikið borga Bens og Toyota-jeppa fyrir báðar eiginkonur sínar. Einn búgarður á mann Robert Mugabe, forseti Zimbabwe, sagði í viðtali í gær að hvítir í landinu mættu eiga einn búgarð hver. Þeir sem sviptir hafa verið búgörðum sínum fá búgarð annars staðar. Ekki var útlit fyrir i gær að bundinn yrði endi á yfirtöku svartra á búgörðum hvítra. Dæmdir fyrir morð Nýnasistamir þrír, sem ákærðir voru fyrir morðið á sænska verkalýðsleiðtoganum Björn Söderberg í október í fyrra, voru í gær dæmdir í allt að sex ára fangelsi. Ekki var hægt að sanna hver skaut Söderberg. Vill fótinn sinn aftur Einfættur Frakki, Enrique Vilageliu, reynir nú að fá aftur gervifót sinn sem seldur var á uppboði ásamt öðrum eigum hans upp í skuldir. Það gerðist meðan Frakkinn var í fangelsi vegna fíkniefnabrota. Enrique fékk nýjan fót í fangelsinu en hann segir þann gamla betri. Aukið fylgi kristilegra Fylgi kristilegra demókrata í Þýskalandi er nú 39 prósent á móti 33 prósentum í síðasta mánuði. Þýski jafnaðarmannaflokkurinn er með 43 prósenta fylgi en var með 47

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.