Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 10
10
Skoðun
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
I>V
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Filmu- og plótugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverö 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Sjávarútvegur göslara
Fiskveiðar okkar eru því miður ekki sjálíbærar, þótt
landsfeður og hagsmunaaðilar fullyrði stundum, að
stjórnkerfi fiskveiða geri auðlindinni kleift að endur-
nýja sig eðlilega. Nánast allir nytjastofnar við landið
eru á niðurleið, sumir ört og aðrir hægt og sígandi.
Þorskurinn er líka á niðurleið, þegar til langs tíma er
litið, þótt hann sé oftast nefndur sem dæmi um vel-
gengni kvótakerfisins. Þorskveiði jókst að vísu á síðari
hluta síðasta áratugarins, en það bætti ekki upp sam-
dráttinn, sem hafði orðið áratugina á undan.
Ef skammtima bylgjusveiflur þorskveiða eru jafnað-
ar út, sést bein lina, sem stefnir niður á við. Fram á
sjötta áratuginn var heildarafli þorsks á íslandsmiðum
um 500.000 tonn á ári. Á tíunda áratugnum var heildar-
aflinn kominn niður í um það bil 200.000 tonn á ári.
Karfaaflinn hefur hrunið um helming frá 1994, úr
rúmlega 140 þúsund tonnum i tæplega 70 þúsund tonn.
Grálúðan hefur hrunið úr tæplega 60 þúsund tonnum
árið 1989 í rúmlega 10 þúsund tonn. Ufsaaflinn hefur
hrunið úr 100 þúsund tonnum í 30 þúsund tonn.
Síðan rækjan fór að gefa sig 1997 og 1998 er ýsan eini
mikilvægi nytjastofninn, sem hefur haldið stöðu sinni
nokkum veginn óbreyttri. Það er ekki merkilegur
verndunarárangur af fiskveiðistefnu, sem sögð er
vernda auðlindir hafsins betur en aðrar slikar.
Tjón okkar af ofveiðinni er meira en tölurnar hér að
ofan lýsa. Þær segja aðeins frá því beina fjárhagstjóni,
sem þegar er orðið. Þær mæla hins vegar ekki óbeina
tjónið, sem við eigum eftir að sæta í kjölfar þess að
komast ekki í fjölþjóðlega gæðastjórnarklúbba.
Slíkir klúbbar verða mikilvægir í framtíðinni.
Stærstu matvælafyrirtæki heims hafa undanfarið lagt
mikla áherzlu á að afla sér ímyndar vörugæða, hrein-
lætis og sjálfbærrar umgengni við auðlindir á borð við
fiskistofna. Unilever fer þar fremst í flokki.
Norsk Hydro hefur reynt að afla sér svipaðrar
i imyndar á sviði stóriðju. Þegar ráðamenn þess áttuðu
sig á, að Reyðarál mundi eyða þessari nýju imynd, fóru
þeir að tala í kross og hlupust síðan á brott frá lags-
bræðrum sínum í hópi íslenzkra göslara.
Landsfeður íslands og hagsmunaðilar leggja mikla
áherzlu á að útmála vonzku þessara útlenzku sjónar-
miða og stappa stálinu hver í annan að láta ekki deig-
an síga. Hetjuskapur þeirra minnir á Þorgeir Hávars-
son, þar sem hann hékk í hvönninni.
Þessi sjálfseyðingarhvöt íslenzkra skrípakarla var ít-
rekuð á Fiskiþingi í vetur, þar sem hagsmunaaðilar
sjávarútvegs í sögufrægasta vælukór landsins grétu
sáran yfir vondum umhverfisvinum í útlandinu, sem
ætluðu að banna íslendingum að veiða fisk.
Þrjú ár eru síðan Orri Vigfússon lagði til, að ísland
yrði ekki eftirbátur annarra í sjávarútvegi nútímans,
heldur tæki forustu í nýjum samtökum um óháðar vott-
unarstofur og gæðastýringu, sem fæli í sér áherzlu á
vöruvöndun, hreinlæti og sjálfbærar fiskveiðar.
Unilever og World Wildlife Fund tóku hins vegar for-
ustuna í sameiningu og eru að framkalla nýjan veru-
leika í sjávarútvegi, sem endar með því, að auglýst
verður á umbúðum með stimpli frá vottunarstofum, að
varan sé ekki frá íslenzkum göslurum.
í sjávarútvegi og stjórn sjávarútvegsmála höfum við
látið stjómast af skammsýnum bjánum, sem eiga eftir
að valda okkur enn meira tjóni en þegar er orðið.
Jónas Kristjánsson
Einangrun Rússa?
Um eitt eru flestir Rússar sammála:
Vestræn ríki og alþjóðastofnanir hafa
brugðist Rússlandi. Sú skoðun er út-
breidd að verið sé að einangra þá
kerfisbundið með gagnrýni á stríðs-
reksturinn í Tsjetsjeníu og baráttuna
gegn „hryðjuverkamönnum". Andúð-
in á Vesturlöndum hefur aukist eftir
að Mary Robinson, mannréttindafull-
trúi Sameinuðu þjóðanna, sakaði
Rússa um mannréttindabrot í Tsjet-
sjeníu og Evrópuráðið samþykkti að
svipta þá atkvæðisrétti sínum. Aldrei
þessu vant var það öfgamaðurinn
Vladímír Zirinovskí sem sýndi mesta
hófstillingu eftir ákvörðun Evrópu-
ráðsins. „Ég er orðinn leiður á Evr-
ópu“ var það markverðasta sem hann
hafði um málið að segja. - Samkvæmt
skoðanakönnunum telja um 70%
Rússa að Vesturlönd vilji að efnahags-
hrun verði í Rússlandi og 87% að
Bandaríkjamenn séu að notfæra sér
veikleika þeirra til að auka áhrif sín á
heimsvísu. í raun má fullyrða að tor-
tryggni Rússa í garð Bandaríkja-
manna sé jafnmikil nú og í kalda
stríðinu. Aðeins 13% Rússa telja að
Bandaríkjamenn séu þeim vinveittir.
Stríö og endurnýjun
Þegar leitað er skýringa á afstöðu
Rússa er auðvelt að skella skuldinni
á hnignun Rússlands og minnkandi
áhrif á alþjóðavettvangi eftir að
kalda stríðinu lauk. Þetta kom vita-
skuld skýrast fram í því að Rússar
voru ófærir um að koma í veg fyrir
hernaðaríhlutun NATO í
„Júgóslaviu". En þetta er of einfóld
skýring: Staðreyndin er sú að marg-
ir Rússar telja að þeir séu að fylgja
„æðri þjóðarköllun" og að stefna
þeirra í Tsjetsjeníu beri vitni um
það. Meira að segja menntamenn
eru famir að ganga erinda stjórn-
valda erlendis: í opnu bréfi 20
þekktra einstaklinga úr mennta- og
listalífi Rússlands, sem fastanefnd
Rússlands hjá Sameinuðu þjóðun-
um dreifði i vikunni, er því haldið
fram að „sumir líti á aukinn póli-
tiskan stöðugleika og hagvöxt í
Rússlandi - þar meö vaxandi sam-
keppnishæfni - sem ógn við hags-
muni sína.“ Þeir bæta því við að
sigur Vladimírs Pútins í forseta-
kosningunum sýni að Rússar styðji
stríðsrekstur stjórnvalda í Tsjet-
sjeníu. Það liggur í augum uppi að
vinsældir Pútins byggjast á Tsjet-
sjeníu-stríðinu. Engin ástæða er til
að gera lítið úr mannréttindabrot-
um skæruliða í Tsjetsjeníu, sem að
mörgu leyti eru verri en Rússa. En
það er heldur ekkert nýtt að stjóm-
málamenn beini athyglinni frá
vandmálum heima fyrir með hern-
aði. Og það sem verra er: Tsjetsjníu-
Frá höfuöborg Tsjetsjeníu, Grosní
Andúö Rússa á Vesturlöndum og alþjóðastofnunum hefur aukist að undan-
förnu eftir gagnrýni talsmanna Sameinuöu þjóöanna á stríösrekstur þeirra í
Tsjetsjníu og refsiaögeröir Evrópuráösins gegn Rússlandi.
stríðið er ekki aðeins meginorsök
þjóðernisvakningarinnar í Rúss-
landi heldur er einnig litið á það
sem tæki til endumýjunar Rúss-
lands. Þessi röksemdafærsla er
ótrúverðug, enda vonlaust að túlka
Tsjetsjeníu-stríðið einvörðungu í
ljósi baráttunnar gegn hermdar-
verkamönnum eða slíta það úr
sögulegum tengslum.
Afvopnun og ímynd
En er kerfisbundið verið að reyna
að einangra Rússa? Fátt bendir til
þess að svo sé þótt vestræn riki taki
vissulega mun minna tiilit til þeirra
en áður vegna efnahagsveikleika
Rússlands. Evrópuráðið er þekkt
Erlend tíðíndi
Valur
Ingimundarsson
stjórnmáta-
sagnfræðingur
stofnun en það er alger óþarfi að
ýkja áhrif þess á alþjóðavettvangi.
Það er erfltt fyrir Rússa að horfa
upp á forræði Bandaríkjamanna í
alþjóðamálum. Og það þarf hvorki
skörp augu né Moskvuferð til að sjá
að samskipti Rússa og Bandaríkja-
manna hafa ekki þróast í samræmi
við væntingar eftir að kalda stríð-
inu lauk. En Rússar geta vel styrkt
stöðu sína með öðrum leiðum. Með
samþykkt rússneska þingsins á
START 2-samningnum, sem kveður
á um mikinn niðurskurð lang-
drægra kjarnaflauga, geta þeir ekki
aðeins bætt ímynd sína heldur
einnig aflað sér aukinnar samúðar í
afvopnunarmálum. Mjög litill
stuðningur er við þær hugmyndir
Bandaríkjamanna að smiða gagn-
eldflaugakerfi i trássi við ABM-
samning þjóðanna frá árinu 1972.
Samkvæmt START
2-samningnum skuldbinda Rúss-
ar og Bandaríkjamenn sig til að
koma fjölda kjarnaodda niður í
3.500 kjarnorkuodda. Það þjónar
augljóslega hagsmunum Rússum að
hefja viðræður við Bandaríkin um
START-3 samning, eins og þeir hafa
lagt áherslu á. Það mundi tryggja
áframhaldandi eldflaugajafnvægi í
samskiptum þjóðanna og draga úr
þeim mikla kostnaði sem fylgir því
að halda við kjamorkuvopnabúri
Rússa. Ekki má gleyma því að þrátt
fyrir betra efnahagsástand (einkum
vegna hás olíuverðs á heimsmark-
aði) verður skuldabyrði Rússa æ
þyngri: Svo getur farið að um 45%
af fjárlögum ríkisins
á þess ári fari í að greiða niður
skuldir. Árið 1999 námu hernaðar-
útgjöld um 20% af fjárlögum og þar
af runnu 25% til hernaðarins í
Tsjetsjeníu. Af þessu má sjá hve
mikinn hag Rússar hafa af því aö
semja af alvöru við Tsjetsjena um
framtíðarskipan Tsjetsjeníu. Og þaö
sem meira er: Það mundi kollvarpa
ranghugmyndum um „þjóðarendur-
nýjun“ í krafti stríðsreksturs.
SVO SEXUNDU-
SVEITJN HRFDI
SEMSRÖT STTT
FPPRM.
&
ETN KVENSHN Ú(? LTE7INU
UPPL'i'STI RRUNHR RÐ MENN
SKIL0U BRRF} EKKI LENátJR
VEÐURHUáTÓKJ N OK'Kfí
<05- HETL-
miktll ausTUR
YA 1 HENNL RE>
. Éfr HEyt?I
L
J
%
t-
"ÞÓ MEINRF?
HEILMIKTLL
mTR PERSBC,
V/ENI, mw
MENN 3KIL1I
NÚ ÖRUáóLKrR
HVR9 Ki m
RPFRRR
H-00