Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 18
18
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
DV
Helgarblað
Auglýsir með
dóttur sinni
Söngkon-
an Madonna
hefur greini-
lega skipt
um skoöun.
Áöur hafði
Madonna
lýst því yfir
að hún vildi
halda dóttur
sinni utan
við sviðsljós
fjölmiðl-
anna. Þess
vegna eru
ekki til margar opinberar myndir af
mæðgunum.
En í síðasta tölublaði tímaritsins
Town & Country situr Madonna fyr-
ir ásamt dóttur sinni, Lourdes, í
auglýsingu fyrir úraframleiðand-
ann Ebel.
Ef til vill hefur nýja ástin i lífi
söngkonunnar, leikstjórinn Guy
Ritchie, og sú staðreynd að hún á
von á barni orðiö til þess að hún
tekur hlutina ekki jafn alvarlega og
áður. Madonna tók reyndar þá
stuttu, sem er þriggja ára, með sér á
tískusýningar síðastliðið haust.
Kannski hefur það verið til þess að
kenna hnátunni hvemig fyrirsætur
bera sig að.
Marta prinsessa
er hæfileikarík
Marta
prinsessa í
Noregi
þótti standa
sig með af-
brigðum
vel þegar
tók þátt í
gerð bama-
þáttar i
norska
sjónvarp-
inu í síö-
ustu viku.
Áður hafðði hún tvisvar verið með
við gerð sérstaks jólaþáttar.
„Prinsessan var mjög liðtæk í
myndverinu. Blíð og eðlileg. Þess
vegna höfum við sent fyrirspum til
konungshallarinnar um hvort hún
geti hugsað sér að vera með í fleiri
þáttum, meðal annars jólaþættinum
í ár,“ segir KaUe Fúrst, yfirmaður
bama- og unglingaefnis norska rík-
issjónvarpsins NRK, í viðtali við
norska blaðið VG.
Kalle klikkir út með því að hann
vilji gjaman fá Mörtu aftur í mynd-
verið. Einn hængur er þó þar á,
stúlkan er prinsessa.
Allt sem þig langaði til að
lesa en hafðir ekki tíma
- leiðbeiningar fyrir seinlæsa áhugamenn um bókmenntir
íslendingar eru bóka-
þjóð. Þetta vita menn. Hér
er ólæsi tölfræðilega
óþekkt, fleiri bækur gefnar
út á mann en nokkurs
staðar annars staðar og al-
menningur handgenginn
flestum höfuðverkum ís-
lenskra bókmennta fyrr og
nú ekki síður en lykilverk-
um heimsbókmenntanna.
Það getur engu að síður
meira en verið að margir
hafi aðeins lesið á kjöl og
aftan á kápu margra
þeirra bóka sem bókafólk
telur skyldulesningu. Það
getur vel verið að margir
viti það eitt um Stríð og
frið að hún er löng og
haldi að Salka Valka sé
popphljómsveit. Þetta fólk
þarf að sitja hjá þegar val-
inkunnir andans menn og
konur ræða bókmenntaarf-
inn af djúphygli og innsæi,
lamað af vanmetakennd og
sver við heiður móöur
sinnar að fmna fljótlega
tíma til að lesa eitthvaö af
viti.
Til að stytta þessu fólki leiö skul-
um við renna yfir nokkur þekktustu
verk bókmenntanna og lýsa inntaki
þeirra og eiginleikum svo önnum
kafnir áhugamenn þurfi ekki aö
lesa bækumar sjálfar en geti þess í
stað látið í veöri vaka að þeir þekki
gullmolana út í hörgul og slegið um
sig með einhverjum þeirra staðhæf-
inga sem hér má lesa.
Moby Dick
eftir Hermann Melville:
Söguþráður:
Ahab skipstjóri er heltekinn af
því að veiða stóran hvítan hval. Það
verður dauði hans.
Gáfuleg túlkun:
Dæmisaga um manninn gegn
náttúrunni sem á erindi við nútíma-
menn.
Þín skoðun:
Barátta nútímamannsins við
fikn, græðgi og allsnægtir endur-
speglast í sögunni.
Sjálfstætt fólk
eftlr Halldór Laxness:
Söguþráður:
Guðbjartur Jónsson eignast jörð
82
Rangæinga. en hann fluttist að Kollabæ í Fljótsliifð þá um fardi
ið. Sinnti hann skrifarastörfum fyrir hann og jafnframt bamaki
vctrum. Guðmundur hefur sennilega kennt öllum bömum
hann átti með seinni konu sinni, en það voru fjórar dætur. Sjálfsagtí
ur farið vel á með Guðmundi og Kollabæjarhjónum og cinnig böí
þeirra, að öðrum kosli hcfði hann ekki staðnæmzt þar jafnlcngi og :
varð á. Sjálfur segir Guðmundur frá því, að vcra sín cystra hafi yjjj
sér til mikilla framfara, og hann gctur ckki lcynt þakklæti sínu til
bæjarfólks. En þó varð hann fyrir meiri og varanlegri óhrifum Ör
arri átt. Guðmundur orðar það reyndar ekki á annan háu en svoj
hann hafi notið hinna beztu leiðbeiningu f hinu guðfncðilega hjá Tóttii
asi prófasti Sæmundssyni.
Síra Tómas hafði vcriö þijú ár á Breiðabólsstað. þegar Guðmun
kom í FljóLshlíöina, en látinn var hann fyrir tæpu ári, þegar Guðmuii
hvarf aftur heim til Breiðatjarðar. Þótt Guðmundur hafi cinungís oi
þvf. að hann hafi lært sitthvað í guðfræði af síra Tómasi, er fullvís
hann drakk í sig frclsis- og framfarahugsjónir hans og var gagntekinn
þcim, þcgar vcstur kom. Gælti þess í ýmsum hugmyndum, sem
mundur fitjaði upp á næstu árin og ekki sfzt f sambandi við viðbt
hans vegna starfa hins endurrcista Alþingis. En Guðmundur lét el
bíða mcð að kynna Breiðfirðingum skoðanir Tómasar, þangað til
kom vestur. Hann ritaði þeim um þær og lét þá fylgjast með, hvað T<
as var að semja f Fjölni f það og það sinnið.
Ólafur Sívertsen skrifaði Bjama amtmanni Thorstcinsson þannig I.
maí 1840: „Ritað er mér af kunnugum, að síra Tómas sé búinn að
semja ritgerð um sýslumennina, aðra um kaupmennina og þriðja ancÞ
svar mót Borgfirðingsbréfinu. Þctta Ifklcga hindrar útgáfu Harmoniu og
Ferðabókarinnar." 1 - Vitneskjan, sem Ólafur er að miðla amtmanni u||[
starfsemi klerksins á Breiðabólsstað; er vitanlega ekki komin frá
cn Guðmundi úr Skálcyjum, hann cr sá kunnugi maður, sem Ólafúr
ar um.
Vufalaust hefur ólafur Sívcrtscn hrifizt af frásögnum Guðmt
um síra Tómas. En hann kynnist einnig Tómasi af Fjölni, því að Ólafr
knupir hann og les. Eftir að Tómas hefur birt ritgerðina „Um fólksfiöl
unina á fslandi" sem andsvar við riti Bjama amtmanns á Stapa „Om IS’
1) Lbs. 433c foL
iNDS 83
jflcemœngdc og ökonomiskc Tilstand" o.s.frv., var Bjama vafa-
2 hlýtt til hans og cr reyndar scnnilcgt. að svo hafi orðið fyrr.
ítt scm var með amtmanni og Ólafi Sívcrtscn lofaði hann þó
lni Og Tómas í bréfum sfnum til amimanas. Er það auðsær
það, hve hrifinn hann var af Tómasi.
irinn (þ.c. síra Tómas) hcld ég víst sé auk lærdómsins gáfaður
víðt útþanda „Overblik44 og föðurlandsumönnuin cr cins (og)
cinu að cndurskapa allt, scm mönnum er og verður þó jafnan
jt,>< segir Ólafur ennfremur í fyrrgrcindu bréfi til amtmanns.
itp þykir Breiðabólsstaðarklerkur nokkuð aðsópsmikill og skjót-
•þvf að hann bætir viö: „Hann er því ærið hvutskcytslegur í að
Vðínn, cn það cr spursmál, hvort hollt er að vekja mcnn mcð
h ógnar látum, cf þcir blunda. Sumir cru svo lítilsigldir, að þeir
saman í kuöung. cn aðrir ergjast mcir út af því, og hvorugt fer
Ci hef ég viljað eða þorað hafa þann máta við hjú rafn, cnda
um meira að gera.441
hafði til að bera mikinn mcuiaö gagnvart sínum Ijórðungi.
þótti miður, cf hunn var ekki látinn njóta sannmælis og hans
getið að makleglcikum: ,«Mér sýnist eins og Suðurlandið álíti enga
takandi í sumu hveiju nema sig. hina (þ.e. fjórðungana) vanti
jgr og greind. Aö ég nú tali ci um þann margyru Fjölni, sem
fram í allt, getur þó Vcstfirðinga að cngu nema út ( vitleys-
|ir að öratunum yfir höfuð og upphefur eins agents „affairer44
að gela hvort um nokkuð flcira cr að tala.4* - Ólafur cr ckkcrt
því, aö Fjölnir sé uð hæla Guðmundi Scheving og hans verk-
láta sín og Framfarastofnunarinnar að cngu gctið. Og honum
sáa til amtanna, af því oð hann er að rita Bjama á Stapa. En þrútt
>rt tveggja, getur hann ekki á sér setið að hæla Fjölni, því að
jirí bréfi 10. júní 1840: „Núna er ég að lcsa 4. ársrit Fjölnis.
la keimurinn er þar sami scm í hinum þeim ritum, vckjandi til
'J
cr varðvcitt af þeim bréfum, sem Guðmundur hcfúr ritað ól-
:n austan frá Kollabæ, svo að fátt vcrður ráðið um efni þeirra.
fpsvert er, að eftir að Tómas er fallinn frá, minnist Ólafur aldrei
«rttens til Bjama Thorsieinawmar 1. m«í 1840. Lbs. 433c fol.
og missir hana.
Gáfuleg túlkun:
Samskipti Bjarts við konur og
böm eru klassísk lýsing á kúgara og
fómarlambi.
Þín skoðun:
Halldór skrifaði alltaf af nær-
fæmi um fátæklinga.
Njála eftir ??
Söguþráður:
Gunnar giftist illa. Njáll brennur
inni og Kári hefnir.
Gáfuleg túlkun:
Blóðhefnd og bræðravíg í bestu
sögu menningararfsins.
Þín skoðun:
Hallgerður er auðvitað fyrsti
femínistinn.
íslandsklukkan
eftlr Halldór Laxness:
Söguþráður:
Jón Hreggviðsson flýr réttvísina i
30 ár. Ámi fómar ást Snæfríðar fyr-
ir bækur.
Gáfuleg túlkun:
Það mjúka sigrar hið harða og lít-
ilmagnmn fær uppreisn æru.
Þín skoðun:
Halldór sér sjáifan sig i hlutverki
Árna.
Litla gula hænan
Söguþráður:
Lítil hæna uppgötvar kapital-
ismann.
Gáfuleg túlkun:
Klassísk dæmisaga um erfiði og
umbun.
Þín skoðun:
Ofnotuö saga sem býr yfir innri
fegurð.
Tómas Jónsson metsölubók
eftir Guöberg Bergsson
Söguþráður:
Gamall maður röfiar í stílabækur
án samhengis.
Gáfuleg túlkun:
Fyrsta íslenska nútímaskáldsag-
an.
Þln skoðun:
Guðbergur var langt á undan
sinni samtíð.
Við þetta mætti sið-
an bæta nokkrum
greindarlegum frös-
um um íslenska rit-
höfunda sem hljóma
eins og viðkomandi
gjörþekki verk þeirra.
Jafnframt eru þetta
staðhæfingar sem em
almennar og mein-
lausar en bera samt í
sér vott af frumleika.
Óbrjótandi molar í
menningarlegum
samræðum.
1 Mér finnst Thor
Vilhjálmsson ekki
hafa fundið sína eig-
in rödd fyrr en með
Grámosinn glóir en
fyrstu bækur hans
eru skemmtilega sér-
viskulegar.
2 Kristmann Guð-
mundsson er stór-
kostlegur epískur
höfundur sem varð
fórnarlamb kalda
stríðsins.
3 Jónas frá Hriflu er sá íslenskur
stjómmálamaöur sem flestar ævi-
sögur hafa verið ritaðar um. Marg-
ir hafa gleymt bók Indriða G. um
hann en hún er sennilega sú besta.
4 Þó Pétur Gunnarsson hafi dáð
Laxness er hann auövitað miklu
skyldari Þórbergi sem höfundur.
Hvorugur komst neitt frá eigin
æviminningum.
5 Guðrún frá Lundi skrifaði marg-
ar bestu mannlífslýsingar íslenskra
bókmennta. Dalalíf er í rauninni
Njála síns tíma.
6 Að mínu viti eru áhrif Kiljans á
Einar Kárason ekki auðsæ en
Heimskra manna ráð á mjög margt
sameiginlegt með Guðsgjafarþulu.
Með þessa fróöleiksmola og skoð-
anabrot að vopni getur þú óhikað
kastað þér út í brimgarð bók-
menntaumræðunnar og við ábyrgj-
umst að þú munt ekki drukkna.
-PÁÁ
Guðsgjafir
Ég er að flýta mér svo mikið núna að ég
má ekki vera að því að rifja upp öll þau
fjölmörgu hugtök sem ná yfir efnahag
manna. Menn eru svona frá því að ör-
snauðir og uppí það að vita ekki aura
sinna tal.
Ég hef prufað hvorttveggja og get þess
vegna borið um þaö hvort eftirsóknarverð-
ara er að vera blankur eða ríkur.
Satt að segja man ég ekki betur en
stundum lægi dável á mér þegar ég átti
ekki bót fyrir rassgatið á mér en fer aft-
urámóti stundum í langar og djúpar fýlur
eftir að mér óx fiskur um hrygg og ég
varð stórauðugur maður.
Þegar mamma mín var aö bíða eftir
dauöanum uppá Landspítala voru þar
tveir kallar á sama gangi og sömu erinda.
Mamma mín undraðist stórlega hvað þess-
ir ágætu menn voru óhamingjusamir þó
þeir ættu allt til alls. Annar átt fjórar
íbúöir á Melunum en hinn tvær blokkir
inní Laugarási.
Mamma hélt því fram að áhyggjurnar
útaf stóreignunum væru að fara með kall-
ana í gröfina.
Enda dóu þeir langt á undan henni.
Allir vita hvernig við sem erum auðugir
höfum farið að því að komast í álnir. Við
höfum gert það með því að spara. Maður
lætur ekki eftir sér hvað sem er. Maður
horfir í skildinginn.
Þegar eitthvað er látið af hendi rakna
vegur hinn ríki það og metur hvað sé við
hæfi og hvað það þurfi að kosta og hvern-
ig hægt sé að sleppa billega.
Það þarf til dæmis ekki endilega að vera
tiltakanlega dýrt að gera sér dagamun á
íslandi.
Það kostar skít á priki að bregða undir
sig betri fætinum og fá sér snúning hjá
Samtökum aldraðra og flétta tágar eða
prjóna leppa ef allar neita að dansa við
mann og engin býður manni upp.
Og jarðarfarir eru auðvitað einhver
ódýrasta upplyfting sem um getur, vegna
þess að ekki er ætlast til þess að maður
leysi líkið út með gjöfum.
Öðru máli gegnir með fermingarnar.
Að sjálfsögðu er það mikil fullnæging
fyrir skemmtanasjúkan mann að vera boð-
inn í margar fermingarveislur á ári
hverju.
En gallinn er bara sá að maöur sem
boðinn er í fleiri en eina fermingarveislu
á ári stendur andspænis þeirri staðreynd
að hann hefur ekki ráð á að gera sér ann-
an dagamun það árið.
í röðum okkar hinna ríku grípur um sig
mikill kvíði þegar fermingavertíðin geng-
ur í garð. Geigvænleg fjárútlát blasa við.
Þeir sem eiga stóran frændgarð eru verst
settir. Tvær þrjár fermingar um hverja
helgi með tilheyrandi gjöfum. Og auðvitað
er frændgarðurinn stærstur hjá þeim
snauðustu, því dæmin sanna að blankir
menn hafa alla tíð verið síbarnandi allt
sem þeir koma nálægt.
Og hér er ég kominn að óhamingju hins
auðuga.
Það er alltaf ætlast til að við gefum dýr-
ustu gjafirnar. Mótorhjól eða hest með
hnakk og beisli, stereógræjur eða árslaun
pípara í peningum.
Þetta geta orðið verulegar búsiíjar fyrir
mann sem á þá ósk heitasta að eiga fyrir
jarðarfórinni og rækilega það.
Og í bræði minni hugsa ég sem svo:
- Á kristnin og kirkjan í landinu enda-
laust að ganga erinda verslunarstéttarinn-
ar?
Hvað sjáifan mig áhrærir langar mig mest
til að hætta að taka þátt í þessum skemmti-
legu fjárplógsuppákomum verslunarstéttar-
innar í nafni kristindómsins, sleppa jólum,
páskum, skímum, fermingum, giftingum
o.s.frv. og gera mér í staðinn dagamun í
kristilegum gleðskap þar sem gestirnir eru
ekki sligaðir af óbærilegum fjárútlátum.
Fara aö stunda jarðarfarimar.
í erfidrykkjum er oftast glatt á hjalla og
meðlætið ekki síðra en í fermingarveislum.
Þar fæst allt sem fermingin hefur upp á að
bjóða og án endurgjalds.
Þar má samgleðjast hinum framliðna -
guði til dýrðar.
Mér er sem sagt næst skapi að fara aö
stunda jarðarfarir af kappi þar til yfir lýk-
ur, svo framarlega sem mangarar og búðar-
lokur setja ekki klæmar í þær líka.
Flosi