Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 I>V 25 Fréttir þessi fyrirtæki gera út á það sama; íslenska þekkingu og reynslu sem nýst hefur útgerðum annarra landa til að rísa úr öskustónni. Erfitt í Þýskalandi En það hefur ekki öllum tekist að breyta íslenskri þekkingu í gull og ber hátt erfiðleika Samherja hf. að fóta sig á erlendri grundu. Samherji er fyrirtæki sem náð hefur glimr- andi árangri í útgerð á íslandi en ekki er sömu sögu að segja af rekstri þeim sem er í útlöndum. í Þýskalandi á Samherji útgerðarfyr- irtækið Deutsche Fishfang Union sem reynst hefur þungur baggi. Tap sem ræðst af einhverju leyti af afla- bresti í Barentshafi er hlutskipti DFFU og afleiðingin er sú að móður- fyrirtækið á Islandi skilar ekki við- unandi hagnaði. í Bretlandi rekur fyrirtækið útgerðarfélagið Onward Fishing Company sem að sögn gekk „þolanlega". í Bandaríkjunum á Samherji útgerðarfélagið Atlantic Trawlers sem átti tvö skip. Annað skipanna sökk og nú er það yfirlýst stefna Samherja að losa sig frá rekstrinum. í Færeyjum eru blikur á lofti í rekstri dótturfélagsins Framherja sem glímir við samdrátt í aílaheimildum. Þar mun þó horfa betur á þessu ári. Alvarlegasta stað- an er hjá DFFU í Þýskalandi en þar fetar Samherji sama stíg og Útgerð- arfélag Akureyringa sem glímdi við mikla erfiðleika i rekstri austur- þýska útgerðarfélagsins Mecklen- burger Hochseefischerei. Eftir fjög- urra ára erfiðleika var ákveðið að selja það í heilu lagi og ÚA slapp með skrekkinn. Tíminn einn leiðir í ljós hvernig stjórnendur Samherja klóra sig út úr þessum vanda. Bónussformúlan Baugur er í mikill sókn þar sem uppfinning Jóhannesar Jónssonar í Bónus virðist ganga vel 1 útlend- inga. Bónusformúlan virðist renna út ef marka má að Baugur hefur fest kaup á 50% hlut í Bonus Dollar Stores-keðjunni í Bandaríkjunum. Félagið rekur nú sjö verslanir und- ir nafninu Bonus Dollar Stores og hefur verið gengið frá húsaleigu- / framhaldi af kaupum á Stoke eru aðrir fjárfestar með enn háleitara markmið og vilja kaupa úrvalsdeildarlið í Englandi. samningum fyrir 2 aðrar verslanir. Reiknað er með að verslanir félags- ins verði orðnar um 20 nú í árslok. Áður hafði Baugur stofnað til far- sællar Bónusverslunar í Færeyjum í samvinnu við heimamenn. Baugur er einnig í samstarfi við sænsku verslunarkeðjuna Debenham sem reiknað er með að opni verslun i Stokkhólmi á næstu árum. Rekstur þeirrar verslunar verður undir stjóm Baugs en innkaup og lager- hald undir stjóm Debenhams. Rúm- fatalagerinn hefur einnig náð að fjölga sér og rekur verslanir í Fær- eyjum og í Kanada. Bankarnir Útrás íslenskra banka og fjár- málastofnana hefur ekki verið mik- il fram undir það að í september 1996 stofnaði Kaupþing, fyrst ís- lenskra verðbréfafyrirtækja, dóttur- fyrirtæki erlendis, Kaupthing Management Company í Lúxem- borg, sem er sjóðafyrirtæki. Árið 1998 stofnaði Kaupþing annað dótt- urfyrirtæki í Lúxemborg, Kaupt- hing Luxembourg S.A., sem fæst við verðbréfamiðlun og fjármálaráðgjöf. Sama ár var áhættufjárfestingar- sjóðurinn Uppspretta - Icelandic Capital Venture S.A. settur á fót í Lúxemborg. Nú hyggur Kaupþing á enn frekari alþjóðavæðingu með stofnun dótturfyrirtækis í New York. Þá er fyrirtækið að heíja rekstur í Svíþjóð, auk þess að til stendur einnig til að opna útstöð í Færeyjum á næstunni. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hefur einnig lagt í víking með kaup- um á breska bankanum R. Raphaels & son. Það skýrist síðan eftir sam- einingu FBA og íslandsbanka hvert framhald verður á strandhöggi er- lendis. Lyfjafyrirtækin eru einnig áhugasöm um landvinninga. Þannig keypti Lyfjaverslun Islands lyfja- verksmiðjuna II Santa UAB í Lit- háen fyrir nokkrum árum. Rekstur- inn hefur gengið brösulega fram að þessu en nú sér til sólar eftir að fyr- irtækið var endurskipulagt á dögun- um. Helsti keppinauturinn, Pharmaco, er einnig í landvinning- um því það fyrirtæki hefur keypt búlgarskan lyfjarisa, Balkanp- harma, ásamt Björgólfl Guðmunds- syni og syni hans, Björgólfi Þór Björgólfssyni. Fjárfesting íslending- anna nam 1,7 milljarði króna, auk þess að þeir hafa skuldbundið sig til að leggja 3,3 milljarða til uppbygg- ingar á næstu árum. Pitsur og tré Byko hf. stendur að fyrirtæki i trjávinnslu i Lettlandi. Þá hafði fyr- irtækið, eins og fleiri, heillast af Rússlandi og þar var stofnsett sölu- fyrirtæki sem litlum sögum fer af í seinni tið. Fleiri hafa verið duglegir við að nema land, svo sem pitsufyr- irtækin Pizza 67 sem er með útibú i Kína, Tékklandi, Færeyjum og Dan- mörku. Fyrirtækinu gekk illa að fóta sig við Strikið í Kaupmanna- höfn þar sem forseti íslands opnaði það á sínum tima með viðhöfn. Öllu betur gengur hjá Domino’s Pizza sem einnig er í Kaupmannahöfn og hefur átt glimrandi gengi að fagna. Að því fyrirtæki standa m.a. Sigurð- ur Gísli Pálmason, kenndur við Hagkaup, og Skúli Þorvaldsson, kenndur við Hótel Holt. Skúli er reyndar stór eigandi í amerisku skyndibitakeðjunni Arthurs Trea- chers sem átti um hrið döpru gengi að fagna en hefur hjarnað við eftir að fyrirtækið varð netfyrirtæki. Tölvufyrirtækin eru dugleg við að koma sér fyrir erlendis. Þar ber hátt árangur OZ sem stofnað hefur til reksturs í Bandarikjunum og Sví- þjóð. Tölvufyrirtækið EJS Inter- national er með starfsemi í Ástralíu og Hong Kong, auk margra fleiri landa í Evrópu og Asíu. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu og uppsetningu tölvukerfa fyrir keðjur matvöru- verslana. Mörg smærri fyrirtæki eru einnig að fóta sig um heims- byggðina. Hið unga fyrirtæki, ís- landssími, hefur m.a. lýst áhuga á því að vinna erlenda markaði. Innn.com, sem er í eigu Kristjáns Jónssonar (Ólafssonar), er að stofna útibú í Þýskalandi. Fyrirtækið er metið á 750 milljónir eftir að Kaup- þing keypti 20 prósent. Letsbuyit.com er sænskt vefsölu- fyrirtæki sem er að stórum hluta I eigu Islendinga. Fótboltinn Enska knattspyrnan heillar marga íslendinga og því kemur ekki á óvart að hópur viðskiptajöfra réðst í kaupa slíkt félag. Stoke Hold- ing er félag í meirihlutaeigu íslend- inga og enn á eftir að koma í ljós hvernig sú fjárfesting gerir sig. I framhaldi af kaupum Stoke eru aðr- ir fjárfestar með enn háleitara markmið og vilja kaupa úrvalsdeild- arlið í Englandi. Það fyrirtæki sem komið hefur mest á óvart þar sem litið er til er- lendra fjárfestinga er stoðtækjafyr- irtækið Össur hf. sem keypti banda- ríska fyrirtækið Flex-Foot, Inc. fyrir tæplega 6 milljarða króna, en það er einhver stærsta einstaka fjárfesting íslensks fyrirtækis í útlöndum. Stór og rótgróin fyrirtæki eru með rekstur um víða veröld. Þannig er Eimskipafélagið með fleiri skrif- stofur en fært sé að telja upp í stuttu máli. Það eru fá lönd þar sem ekki má finna einkennismerki félagsins. Hampiðjan hf. er einnig víða með rekstur. Það fyrirtæki hefur sannað sig sem eitt hið fremsta á sviði veið arfæragerðar og í samræmi við það spannar reksturinn mörg lönd. Fjar- slægasta starfstöðin er á Nýja-Sjá- landi þar sem rekið er netaverk- stæði. Annað er í Namibíu og hið þriðja í Seattle í Bandaríkjunum. Þá á Hampiðjan fyrirtækið Swan-nets á írlandi og dreifingarfyrirtækið Hafi í Bergen í Noregi. Loks rekur fyrir- tækið garnverksmiðjuna Balmar í Portúgal. J. Hinriksson hefur einn- ig getið sér gott orð fyrir fram- leiðslu toghlera og annars veiðar- færabúnaðar. Það fyrirtæki hefur verið sameinað Hampiðjunni og þar með útibúið Poly Ice Mexico. Fyrir- tækið Sæplast á Dalvík, sem sérhæf- ir sig i framleiðslu fiskikara, rekur verksmiðjur á Indlandi, í Noregi og Kanada, auk þess að vera með sölu- skrifstofur víða um lönd. Stórfyrirtækin Flugleiðir, SÍF, SH, Samskip og Atlanta eru með söluskrifstofur um allt. Engin leið er að gera grein fyrir öllum þeim rekstri í stuttu máli en fisk- sölurisarnir eiga það sameiginlegt að hafa hörfað frá Rússlandi eftir stórtap. Skipafélagið Atlantsskip er með fyrirtæki í Bandaríkjunum. Meðal þeirra fyrirtækja sem eru í Kína er fyrirtækið Isbú sem sérhæf- ir sig í ráðgjöf og sölu, tengdri sjáv- arútvegi. Það fyrirtæki var einnig í Rússlandi þar sem það rekur ásamt Hniti hf. fyrirtækið Kamphnit. Reksturinn hefur legið niðri að und- anfömu vegna ástandsins í Rúss- landi en aðstandendur þess bíða þess að skikk komist á rússneskt efnahagslíf. Meðal minni fyrirtækja sem lofa góðu er skófyrirtækið X-18 sem er að gera það gott víða um heim og er með umboðsmenn í 12 löndum Evrópu og Ameríku og selur til 32 landa. Þá eiga íslending- ar fjölda smærri fyrirtækja um allt. Þar má nefna fyrirtæki í Bandaríkj- unum sem kennir tölvum að tala. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi og víst að margir eru ekki upptaldir sem nú gera það gott á heimsvisu. Niðurstaðan er sú að ís- lendingum í heimsbyggðinni er ekk- ert óviðkomandi þar sem kemur að rekstri fyrirtækja og á næstu árum mun útrásin væntanlega halda áfram sem aldrei fyrr. Fjórhjól og jeppar, 12 volt. Össur á fleygiferö Hér mátar amerískur hjólreiöamaöur gervifót frá Össuri hf. Fyrirtækiö hefur siegiö í gegn meö framleiöslu sinni og nýveriö keypti þaö miiijaröafyrirtæki / Bandaríkjunum. Þýskar útgerðir skeinuhættar Stórfyrirtækin á Akureyri, Samherji og ÚA, eiga þaö sameiginlegt aö hafa keypt þýsk útgerðarfyrirtæki sem reynst hafa þungur baggi aö bera. ÚA slapp meö skrekkinn en Samherji er enn að súpa seyöiö. Hér má sjá skip hins þýska dótturfélags ÚA \ höfn á Akureyri. Amerísk leiktæki, sambyggð. Gott verð Sól- og öryggisfilmur á glerið, 300% sterkara Brunastigar, fyrir lífið, kr. 4.8Ó0 Gas-viðvörunartæki, kr. 5.800 Innbrotsfælitæki, kr. 2.800 Vatnsþrýstibyssa m/sápuhólfi, kr. 2.800 Dalbrekku 22, slmi 544 5770.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.