Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 30
30
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________X>V
immwtmmm
Bílstjóri í Þýskalandi hræddi vitið úr þúsund konum:
Lést eftir
símtal frá
geðvillingi
Hann kynnti sig alltaf sem lækni
eða Ingreglumann á vakt þegar
hann hræddi vitið úr konunum sem
hann hringdi í. Ursula Massov í
Bispingen á Luneborgarheiði var
ein kvennanna sem fékk djöfuUega
simhringingu.
„Þetta er doktor Klasing frá
sjúkrahúsinu í Hameln. Þér þurfið
að senda manninn yðar til okkar
strax því að dóttir yðar og fjölskylda
hennar liggja á gjörgæsludeildinni
hjá okkur eftir alvarlegt bílslys.
Gjörið svo vel og verið við símann
svo að ég geti látið yður fylgjast með
hvernig fjölskyldu yðar vegnar."
Tíu mínútum síðar hringdi
síminn aftur. Þá var Rúdiger
Massov þegar á leið til
sjúkrahússins. í þetta skipti
hljómaði röddin í símanum
dónalega. „Ég var að nauðga dóttur
yðar. Nú liggur hún og kveinkar
sér. Maðurinn hennar og börnin tvö
eru bundin og kefluð við hlið mér.
Nú bíðum við félagi minn bara eftir
manninum yðar. Hann mun einnig
þjást. En ef þér viljið bjarga honum
þá gerið þér eins og ég segi. Farið í
pils með fóðri, helst úr tafti. Kveikið
á kerti og kveikið i gardínunum
yðar, sófanum og borðdúknum.
Þegar það er farið að loga
almennilega skuluð þér setjast þar
sem mest logar og haldið logandi
kertinu undir pilsinu yðar. Það er
ekki jafnsársaukafullt að brenna til
bana eins og þér kannski haldið.“
Kveikti í stofunni og sjálfri
sér
Þótt ótrúlegt sé gerði Ursula
Massov eins og geðveiki maðurinn í
símanum sagöi. Hún var viti sinu
fjær af skelfingu yfir því sem hún
heyrði um fjölskyldu sína og hún
kveikti í stofunni og sjálfri sér. Hún
hefði að öllum líkindum brunnið til
bana hefði sjónvarpið hennar ekki
Bílstjórinn
Gert Löffler var meö afbrigöilega
kynhneigö.
sprungið. Við hvellinn kom hún til
sjálfrar sín. Hún fleygði símanum
frá sér, hljóp út á svalir og hrópaði
á hjálp. Skemmdimar af völdum
eldsins í íbúðinni voru metnar á um
4 milljónir íslenskra króna.
Allt árið 1998 hræddi bílstjórinn
Gert Löfler, sem var fimmtugur, allt
að eitt þúsund þýskar konur með
geðveikislegum símhringingum.
Það var fyrst þegar eitt af
fórnarlömbum hans lést, svo að
segja úr hræðslu, sem hann var
afhjúpaður, handtekinn og ákærður
fyrir morð, 22 morðtilraunir,
fkveikju og líkamsmeiðingar. Öllu
þessu kom hann til leiðar í gegnum
símann. Bílstjórinn sá aldrei
fórnarlömb sín.
Lést úr hræðslu
Klukkan 5.38 3. nóvember 1998
hringdi síminn hjá Lydiu
Vogtlaender sem var 69 ára. „Ég er
með dóttur yðar hérna hjá mér.
Hún er bundin og getur ekki hreyft
sig. Ég nauðga henni ef þér gerið
ekki nákvæmlega eins og ég segi.
Kveikið í gardínunum yðar og
pilsinu."
Gamla konan, sem var í meðferð
vegna hjartakvilla, gerði eins og
brjálaði maðurinn í símanum sagði
henni. Hún kveikti í íbúðinni sinni
og sjálfri sér. Þegar það fór að loga
glatt varð hún skelfingu lostin. Hún
fékk hjartaáfall og lést.
Lögreglunni tókst að rekja þetta
símtal og önnur og þannig tókst að
hafa hendur í hári Gerts Löfflers.
Það tók eina klukkustund að lesa
upp 22 ákæruatriði saksóknarans í
réttarsalnum. Þegar upplestrinum
lauk var grafarþögn í salnum.
Saksóknarinn hafði meðal annars
greint frá upphringingu sem Ute
Beinke í Krefeld hafði fengið
fimmtán mínútum fyrir eitt að
nóttu. Henni var tjáð með ákafri
röddu að maðurinn hennar þyrfti að
koma samstundis á sjúkrahúsið.
Sonur þeirra hefði lent i alvarlegu
umferðarslysi. Kai-Uwe Beinke ók
strax af stað.
Fengu alvarleg brunasár
Tíu mínútum síðar hringdi
siminn á ný. „Farið í svart pils,“
krafðist nú skerandi röddin. „Ef þér
gerið það ekki skuluð þér vita að ég
er með son yðar og vinkonu hans.
Ég mun nauðga stúlkunni og síðan
skera son yðar á háls. Gerið því
eins og ég segi yður. Búnar? Ágætt.
Nú skuluð þér kveikja í
gardínunum yðar og rúminu. Það
logar nú þegar, er það ekki?“
Ute Beinke svaraði skjálfandi
röddu. „Það logar í gardínunum en
það er bara smáglóð í rúminu."
Þá var henni skipað að leggjast á
rúmið og henni óskað fallegs, hægs
og heits andláts.
Á sama augnabliki sneri Kai-Uwe
Beinke heim eftir fýluferð til
sjúkrahússins. Hann sá konu sína
liggja stífa af hræðslu á glóandi
rúminu.
Hvert atriðið af öðru af
svipuðum toga var lesið upp í
dómsalnum. í eitt skipti hafði
geðvillingurinn hrætt unga konu
svo mjög að hún kveikti bæði í
sjálfri sér og aldraðri móður sinni.
Báðar konurnar fengu alvarleg
brunasár.
Afbrigðileg kynhneigð
Ástæðan fyrir hringingunum
djöfullegu var sögð vera afbrigðileg
kynhneigð. Bílstjórinn fékk aðeins
fullnægingu viö eldsvoða og við að
vita af konum í neyö. Hann var
dæmdur i 12 ára fangelsi auk þess
sem hann átti að dvelja á heimili
fyrir geðvillinga um óákveðinn
tíma. Á meðan á vistinni stendur
má hann hvorki eignast síma né
koma í námunda við síma.
Eva Stappert var ein þeirra
kvenna sem geðvillingurinn skelfdi
Eva og Karl-Heins Stappert
Eva trúöi því aö systir henriar væri í lífshættu.
Lydia Vogtlaender
Hún var hjartveik og lést úr hræöslu þegar geövillingurinn hringdi í hana og
hótaöi henni.
„Tíu mínútum síöar
hringdi síminn á ný.
„Farið í svart pils,“
krafðist nú skerandi
röddin. „Ef þér gerið
það ekki skuluð þér
vita að ég er með son
yðar og vinkonu
hans.“
með símhringingu. „Það hringdi í
mig maður og sagði mér að náinn
ættingi minn hefði orðið fyrir
hræðilegu slysi. Hún hafði gefið
honum símanúmerið mitt og hann
sagði að ég hlyti að geta sagt honum
hver það væri sem hefði orðið fyrir
slysinu. Hann kynnti sig sem lækni
á sjúkrahúsinu og sagði: „Talið við
hana. Annars fellur hún í dá aftur.“
Ég talaði því næst við konu. Hún
var kjökrandi og hljómaði eins og
Anne systir mín. Skyndilega varð
þögn og svo kom læknirinn aftur og
sagði að systir mín hefði aftur misst
meðvitund.
Ég hringdi í manninn minn og
sagði við hann að hann yrði að fara
til sjúkrahússins því læknirinn
hefði beðið um það. Ég átti að vera
við símann og reyna að fá lif í
systur mina á ný með því að tala við
hana. Maðurinn minn ók strax af
stað og þegar læknirinn hafði
fullvissað sig um að ég væri ein
varð tónninn í rödd hans allt annar.
„Við höfum í raun rænt systur yðar
og nauðgað henni til skiptis."
Ég heyrði systur mína stynja.
„Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Því
næst heyrðist í þessum hræðilega
manni á ný. „Nú bíðum við bara
eftir manninum yðar. Þegar við
náum honum afskræmum við
andlitið á honum svo að þér þekkið
hann ekki aftur.“ Ég var alveg
miður mín og vissi ekki hvað ég
ætti að segja. Þetta var allt svo
hræðilegt. Ég spurði aðeins hvort
þau myndu bæði lifa þetta af og
hvort hann myndi sleppa þeim. „Ég
veit það ekki enn en ef þér leggið á
nú sker ég systur yðar á háls.“ Þvi
næst hló hann sigrihrósandi og svo
hrópaði hann. „Ha, nú erum við
búnir að góma manninn yðar.“
Stuttu síðar heyrði ég aftur systur
mína stynja. „Eva, hjálpaðu mér.“
Allt í einu var eins og þokunni
létti og ég varð skýrari í höfðinu. Ég
spurði manninn „Hvað heita böm
systur minnar? Á sömu sekúndu
lagði hann á.“
Eva Stappert hringdi því næst
fyrst til systur sinnar en hún hafði
verið heima allt kvöldið og horft á
sjónvarp. Þegar Eva hringdi svo til
lögreglunnar var henni tjáð að hún
væri ekki sú eina sem
brjálæðingurinn hafði hringt í. En
lögreglan kvaðst vera komin á slóð
hans.
Leyndarmál ekkjunnar
Þriðja konan kom upp inn djöfullegt morð.
§§g
i;?-
'A
t