Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Helgarblað_________________________________________________________________________________________________PV Baráttunni um virkjun og álver er hvergi nærri lokið: „Virkjum núna“ Einar Rafn er óhræddur við ab viöra skoöanir sínar á mör „Jakob var ráöinn sem áróöursstjóri ákveöins málstaöar og hann beitti öllum leyfilt ar tvímælis. Þetta var bara vinna hjá manninum og ekki neistaö Gaman væri aö vita hver borgaöi launin ha, - segir Einar Rafn Haraldsson sem hefur sýslað ýmislegt um dagana en fyrst orðið verulega umtalaður eftir að hann tók að sér formennsku í fé- lagsskapnum Afl fyrir Austurland. Að eigin sögn er hann ekki lengur vel- kominn gestur á öllum bæjum - mál- staðurinn litar nærveru hans. Það er mikil synd þvi áhugi Einars á lífinu og tilverunni er bráðsmitandi. Gam- ansemin kryddar alvöruþrungin orð hans. Einar Rafn er fæddur fiskur á ár- inu 1946 - eða á fyrri hluta 20. aldar- innar líkt og hann orðar það sjálfur, glettinn á svip. Fööurfólk hans er úr Bárðardal í Suður-Þingeyjarsýslu en móðurættin er framan úr Eyjafirði, Saurbæjarhreppi. Sjálfur er hann al- inn upp á Akureyri sem í þá daga var þorp þar sem allir þekktu alla. Hann útskrifaðist úr máladeild Menntaskól- ans á Akureyri 1966 og hélt ári síðar suður til Reykjavíkur og lauk námi úr Kennaraskóla íslands 1968. Það var svo fyrst árið 1973 sem hann flutti austur og þá til Eiða, þar sem hann kenndi í þrjú ár við Alþýðuskólann. Árið 1979 venti hann svo kvæði sínu í kross og settist i stól framkvæmda- stjóra Heilbrigðisstofnunar Egilsstaða og varð síðan við sameiningu um- dæmanna í fyrra framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Starfsmenn hennar eru um 200 og veltan tæpur milljarður. Þegar Einar er spurður út í fjöl- skyldumálin svarar hann að bragði: „Ég er afar fljótfær maður og var far- inn að búa á 17. aldursári og bý enn með sömu konunni. Hún heitir Guð- laug Ólafsdóttir og er fædd í Möðrudal á Hólsfjöllum." Sposkur á svip bætir hann við: „Það vildi mig engin nær.“ Börnin voru fljót að koma og á tveim- ur dögum árið 1966 útskrifaðist Einar, annað barnið var skirt og þau Guð- laug giftu sig. í dag er hann fimm barna faðir auk þess sem sjö barna- börn hafa litið dagsins ljós. Sveiflur í pólitíkinni Einar Rafn tók virkan þátt í póli- tísku umróti sjöunda áratugarins: „Ég var áskrifandi að Rétti sem þá var blað heittrúaðra sósíalista á íslandi og keypti Soviet Union beint frá Sovét- ríkjunum og var hreinlega byltingar- sinni.“ Hann tekur einnig dæmi um að það hversu gríðarleg menningar- umskipti átti sér stað á þessum tíma: „Ég var staddur í sveit þegar ég heyrði fyrsta Bítlalagið, She Loves You, og slökkti þá húsfreyjan á gamla batterístækinu með þeim orðum að hún eyddi ekki batteriunum í svona garg.“ Sjálfur tók Einar einnig þátt í tónlistarlífinu og spilaði á trompet í blásarabandi sem hét Úrsúla og flutti tónlist í anda Herb Alperts. Á þessum tíma kynntist hann einnig leikhúsinu: „Ég fór á námskeið hjá Leikfélagi Ak- ureyrar og er búinn aö vera að síðan. Þetta er ólæknandi." Leikferilinn fyr- ir austan byrjaði hann sem Djöfullinn í Gullna hliðinu og þótti sérstaklega andstyggilegur en hefur síðan leikið íjöldann allan af hlutverkum auk þess sem hann hefur leikstýrt annað slag- ið. Sem stendur er hann formaður Bandalags íslenskra leikfélaga. Undarlegt nokk þróaöist byltingar- sinninn á nokkrum árum yfir í sjálf- stæðismann, gekk í flokkinn árið 1980 og tók að hafa afskipti af pólitík fyrir austan sem slíkur. Sat þrjú kjörtíma- bil í sveitarstjóm á Egilsstöðum og það síðasta sem formaður bæjarráðs en „hætti svo þessu vafstri um síð- ustu kosningar. Þessi ferill er að baki.“ Dramatískur stofnfundur Því fer þó fjarri að Einar Rafn hafi með því dregið sig út úr allri pólitík þvi framganga hans i virkjunar- og ál- versumræðunni hefur vakið nokkra athygli. Spurður um uppruna samtak- anna Afl fyrir Austurland og ástæðu þess að hann varð formaður þeirra svarar hann: „Á vissum tímapunkti hér í fyrra, þegar mikið var búið að kynda undir væntingum manna um Fljótsdalsvirkjun og álver í Reyðar- firði, áttu sér stað nokkrir atburðir sem höfðu samverkandi áhrif hér í samfélaginu fyrir austan. Ég man nokkur dæmi: Þrír andvirkjunarsinn- ar, ekki var enn búið að flnna upp umhverfisvini, lokuðu leið stjórnar Landsvirkjunar upp á hálendið; borg- arstjórinn óskaði þess að svæðinu yrði hlíft; biskup komst afar óheppi- lega að orði um vilja hjarta síns og Ómar Ragnarsson sýndi sjónvarps- þætti þar sem tekin var afstaða gegn virkjun. Fólki hér fyrir austan þótti sem hér væri verið að ráðast að sér og „Það var enginn maður með mönnum í listamafíu þjóðarinnar nema hann tjáði sig um Eyjabakka. Þeir voru ekki margir úr þessum hópi sem risu upp með öndverða skoðun, þess í stað jörmuðu menn hver upp í annan. “ mögulegri lausn á byggðavandanum. Svo gerðist það eiginlega á einum sól- arhring að ákveðið var að stofna félag og boða til fundar og fylltist Valaskjálf af fólki. Stemningunni þar er best lýst sem æsilegum knattspyrnuleik þar sem allir halda með sama liðinu. Ég var fundarstjóri og áður en ég vissi af var ég orðinn formaður. Þetta var ekki hlutverk sem ég hafði haft grun um fjórum dögum áður. Þetta bara gerðist." Einar lýsir stemningunni í Valaskjálf af nokkrum galsa en bætir við alvarlegur í bragði: „Þetta var starf sem ég tókst á hendur því ég hafði áhuga á því og brann í skinninu að gera eitthvað." Mikill náttúruunnandi Spurður um Eyjabakka og náttúru- vernd almennt segir Einar Rafn: „Mér finnst Eyjabakkar ekkert sérstakt svæði en þaö er bara spurning um smekk. Ég hafði nú reyndar ferðast þarna bæði að vetrar- og sumarlagi án þess að veita því sérstaka athygli. Ég gerði mér enga grein fyrir því að þetta væri svona dýrmætt svæði 1 hugum sumra. Maður leit frekar á þetta sem torfarið svæði og mýrarfláka erfiða yfirferðar. En þarna fóru margir snjallir ljósmyndarar og náðu eins og alls staðar fallegum myndum. Það er síðan ansi erfitt þegar búið er að birta jafn fallegar myndir að segja að allt í lagi sé að sökkva Eyjabökkunum. Maður lítur út eins og rakið skít- menni sem ekki beri virðingu fyrir landinu. En svo er ekki, við hjónin eigum bústað uppi á Hólsfjöllum þar sem við erum að rækta upp fok og gróðursetja eins og hver almennilegur íslendingur á að gera. Ég er ekki á móti náttúruvernd af neinu tagi og meðan ég var í bæjarstjórn gerðum við Egilsstaði að grænasta bæ kjör- dæmisins og okkur fannst fremd að því. Það er eftirsjá í öllum grónum svæðum hálendisins sem spillast en í þessu tilviki er það mín einlæg skoð- un að það séu meiri hagsmunir fólgn- ir í því að virkja og nýta orkuna." Óttastu aö sama umrœöa muni koma upp um verndun Kárahnjúka og Eyjabakka? „Ég er hreinlega viss um það. Ég hef líka farið og skoðað landið við Kárahnjúka og þar er afar sérstætt náttúrufar auk þess sem lónið verður um tíu sinnum stærra. Ef ég hefði mátt velja hefði ég frekar lagt vatn yfir Eyjabakka.“ Hlutur listamafiunnar Jakob Magnússon hefur verið leið- togi umhverfisvina í baráttunni um Eyjabakka og þeir Einar Rafn því á stundum eldað saman grátt silfur. Það fer ekkert á milli mála að Einari þyk- ir framganga hans æði vafasöm: „Jak- ob var ráðinn sem áróðursstjóri ákveðins málstaðar og hann beitti öll- um leyfilegum brögðum í því efni og líka ýmsu er orkar tvímælis. Þetta var bara vinna hjá manninum og ekki neistaði af honum heiðarleikinn. Gaman væri að vita hver borgaði launin hans. Það hefur aldrei komið fram hver fjármagnaði baráttu svo- nefndra umhverfisvina sem af um- fanginu að dæma hefur kostað svo milljónum skiptir. Þeir hafa ekki fengist til að upplýsa það.“ Þegar Ein- ar er spurður að því hvort hann hafi nokkra hugmynd um hver/hverjir standi þar á bak við getur hann ein- ungis vísað til Gróu: „Almannarómur hefur sagt það m.a. vera Sigurð Gisla Pálmason úr Hagkaups-fjölskyldunni en ég hef ekki vitund um hvort það er satt. Ef hulunni væri svipt af þessu þyrfti fólk ekki að velta fyrir sér slík- um sögusögnum. Þá er auðvitað lykil- atriði að gera undirskriftarlistana op- inbera en öll úrvinnsla þeirra er afar tortryggileg." Rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson beindi spjótum sínum að Einari í síðasta helgarblaði DV og sakaði hann m.a. um að vera sjálfskip- aðan talsmann allra íbúa Austur- lands. Einar játar aö hafa lesið pistil- inn og segir með bros á vör: „Það yrði nú erfitt fyrir mig að tala um íbúa Austurlands og klykkja svo alltaf út með „fyrir utan þessa þrjá“. Höfum í huga að það er 2500 skráðir félagar í Afli fyrir Austurland en ekki nema 27, að því er mér skilst, í samtökunum Verndun hálendisins norðan Vatna- jökuls.“ Siðan bætir hann við: „Mér finnst nú sannast sagna að þó að menn geti sett sögu á bók, málað mynd eða leikið að það geri þá nú ekki að sjálfkjömum leiðtogum þjóð- arinnar í umhverfismálum. Annars fannst mér hysterían um verndun Eyjabakka ganga fram úr öllu hófi. Það var enginn maður með mönnum i listamafíu þjóðarinnar nema hann tjáði sig um þá. Þeir vom ekki marg- ir úr þessum hópi sem risu upp með öndverða skoðun, þess i stað jörmuðu menn hver upp í annan. En það var svo merkilegt að þeir bjuggu ekki hér heldur einhvers staðar allt annars staðar. Það er nú þægilegt að hafa skoðun svona úr fjarlægð.“ Stjórnvöld misst tökin Þótt Einar sé ljóslega ósáttur við af- skipti ákveðinna einstaklinga fyrir sunnan er hann ekki tilbúinn til að samþykkja Reykjavik og landsbyggð- ina sem óásættanlegar andstæður. Hann segir enn fremur að þeir sem ríghaldi í skiptinguna leiki oft tveim- ur skjöldum: „Staðreyndin er sú að fjárfrekar framkvæmdir í þágu þjóð- arinnar hafa mjög mikið verið á suð- vesturhorninu. Það er ekkert skrítið við það að byggja upp höfuðborg. Þar er öll stjórnsýslan, þingið og þungi ís- lenska þjóðlífsins. Það er öllu illskilj- anlegra þegar t.d. Bændasamtökin byggja sér höll og hótel í borginni. All- ir þeir sem kvarta mest á landsbyggð- inni byggja sér höfuðstöðvar í Reykja- vík og sækja sína þjónustu þangað. Menn eru ekki alveg sjálfum sér sam- kvæmir.“ Einar telur þó framkvæmdir úti á landsbyggðinni allt of háðar ákvarð- anatöku í höfuðborginni - nánar til- tekið Alþingi: „Af hverju á Alþingi að hugsa fyrir byggöunum? Á ekki Al- þingi að setja lög? Alþingi er að káss- ast of mikið í framkvæmdahliðinni." Þess í stað vill hann færa valdið heim í héruð og segist hafa kynnst því í gegnum tíðina að fólk axli sína ábyrgð. Hvað varðar álver segist Ein- ar ekki hafa nokkra ástæðu til að trúa öðru en stjórnvöld hafi ætlað að koma þessu máli í gegn en hafi nú misst tök- in á ferlinu: „Núna eru það fjárfestar sem ráða ferðinni en ekki stjórnvöld. Upp er kominn viðskiptalegur hnútur sem mér sýnist stjómvöld ekki geta leyst úr.“ Einar leggur áherslu á að málið leysist með því að stóriðja komi austur og segir að andstæðingar í þinginu geti ekki lengur vísað á eitt- hvað óskilgreint annað. Eina lausnin sem hann hafi heyrt frá þeim segir hann vera uppástungu Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingkonu Vinstri- grænna, um ræktun hitakærra örvera og hún sé hrein fásinna: „Það væri gaman að vita hvað verðið væri á kílóið," segir hann og hlær við. Síðan segir hann með nokkrum þunga: „Mér finnst framganga Kolbrúnar með eindæmum. Ég skil hana hrein- lega ekki.“ Um Steingrím segir hann aftur á móti: „Hann er magnaður stjórnmálamaður en hann hefði átt að halda sig við vinstri og sleppa grænu.“ Markviss byggöastefna Einar telur íslandinga hugsa al- mennt of skammt fram í timann. Hann tekur sem dæmi skort á jarð- göngum: „Endalaust er veriö að lag- færa vegi, ryðja þá og malbika í stað þess að gera göng sem eru því sem næst eilíf og þarfnast lítils viðhalds. Þetta er spuming um að kaupa hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.