Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Side 37
45 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000____________________ j>V ___________________________________________________________________________ Helgarblað DV-MYNDIR HILMAR ÞÖR inum og málefnum igum brögöum í því efni og líka ýmsu er ork- i af honum heiöarleikinn. ns.“ eða leigja alla ævi.“ Ásamt bættum samgöngum telur hann það lykilat- riði fyrir blómlega byggð að fólk geti stundað háskólanám hvar sem er á landinu og segir ekkert vera því til fyrirstöðu með tækni samtímans. Hann leggur áherslu á að lítið þýði að horfa til baka ef koma eigi á markvissri byggðastefnu og móta verði landsbyggðina á nýjum for- sendum. Hann tekur fiskiðnað nú- tímans sem dæmi en hann þarf á sí- fellt færra fólki að halda. Eitthvað nýtt verði að koma til og þá sé nú- tímalegt álver augljós kostur: „Ál- verksmiðjan býður upp á fjölbreytt störf og kallar á mikla tækniþekk- ingu og sérhæfðan mannafla. Margt fólk og mjög vel menntað á mörgum sviðum - menn standa ekkert og hræra í döllum með glóandi eimyrju. Ég sé enga fegurð í álverksmiðju á Reyðarfirði en þetta myndi bylta ein- hæfri atvinnustarfsemi og menningu samfélagsins. Ég er sannfærður um það að uppbygging stóriðju mun snúa við byggðaþróuninni og vera gagnleg landinu öllu. Þetta er nýting bestu og hreinustu orku sem völ er á. Ef það verður ekki virkjað núna verður þá nokkuð virkjað framar? Virkjum núna.“ -BÆN Það er enn þá vetur fyrir austan. Það er kalt, hvasst og snjór yfir. Á Reyðarflrði má vart sjá á milli húsa fyrir skafrenningi. Skyldi einhver halda að vetrardrunginn væri tákn- rænn fyrir andrúmsloftið á staðnum hefði sá hinn sami rangt fyrir sér. Það er dugur i þorpsbúum og vottar jafn- vel fyrir bjartsýni. Þeir hafa ekki gef- ist upp í baráttunni fyrir álveri þótt stóriðjudraumar þeirra hafl verið martraðarkenndir enn sem komið er. Stuðningur við álversframkvæmdir við Reyðarfjörð er hvergi meiri en á Austurlandi. f könnun sem Félagsvís- indastofnun gerði í nóvember síðast- liðnum kom í ljós að andvíg voru 18,9% en hlynntir 72,2%. Þegar komið er inn á Reyðarfjörð eykst bil hópanna tveggja enn frekar. Andstæð- ingar álvers þekkjast þar auðvitað líka en það er ólíklegt að þeir verði á vegi manns í stuttri heimsókn. Og sú varð reyndar raunin. Fiskurinn farinn Komið er að næstum tómum kofun- um í fiskvinnslu G.S.R. Kjartan Glúm- ur Kjartansson er þar einn á vappi og man vel þá tima er nóg var að gera í fiski en segir það liðna tíð - síldin, kvótinn og togarinn farinn. Fisk- vinnslan kemst að vísu í gang annað slagið en nú liggur hún niðri. Þótt Kjartan styðji álversframkvæmdir heilshugar er hann ekkert viss um að þær leysi vanda Reyðfirðinga: „Ég hef horft upp á heilu árgangana hverfa undanfarin ár og háskólanemarnir koma ekki aftur þótt álver verði byggt." Kristbjörg Kristinsdóttir hefur mátt finna óþægilega fyrir fólksflótt- anum: „Ég er fædd og uppalin hérna og á marga vini og ættingja sem hafa farið. Þetta leiðir svona hvað af öðru. Fyrst fer einhver vinur þinn eða barn- ið þitt - og þér finnst þú vera hálfein- mana á eftir.“ Sjálf eru börn Krist- bjargar og eiginmanns hennar, Harð- ar Þórhallsonar, farin, nánar tiltekið til Þýskalands, Svíþjóðar og Reykja- víkur. Hjónin eru þó sjálf ekkert á leiðinni, enda búin að byggja upp öfl- ugt fjölskyldufyrirtæki, KK-matvæli, þar sem nú starfa 9 manns við mat- vælagerð. Spurð um tilurð fyrirtækis- ins svarar hún: „Það eru ekki allir sem eiga kvóta en allir þurfa að borða.“ Þrátt fyrir að hafa oft orðið fyrir vonbrigðum vegna fyrirhugaðr- ar stóriðju hefur hún ekki gefið upp vonina um álver enda mikið í húfi: „Við getum ekki lifað á fegurðinni einni saman. Ég held að flestir geri sér grein fyrir því nema þessir um- hverfissinnar." Framsækinn atvinnurekstur Atvinnuvegir Reyðfirðinga hafa um langt skeið verið frábrugönir þeim í systrasamfélögunum á Eskifirði og Neskaupstað þar sem fiskurinn hefur verið allsráðandi. Þó má segja að merkilegar breytingar hafi átt sér stað er Hönnun og ráðgjöf tók til starfa árið 1990 en það er stærsta verkfræðiskrifstofa á landsbyggðinni. Þótt hún hafi unnið verkefni fyrir bæði fyrirtæki erlendis og fyrir sunn- an er lögð mest áhersla á að þjónusta Austfirðinga, auk þess sem við ráðn- ingu starfsfólks hefur verið reynt að sækja brottflutta aftur heim þótt þar starfi einnig hreinræktaðir Reykvík- ingar. Einn þeirra er Ingólfur Arnar- son (þótt hann sé nú reyndar þar á vegum Raftæknistofnunar) sem segir ævintýramennsku hafa ráðið því að hann hélt austur til starfa. Hann er nú búinn að vera þar í tvö og hálft ár og segir áframhaldandi dvöl velta á ál- veri eða annarri uppbyggingu á svæð- inu. Ingólfur og starfsfélagar hans eru sannfærðir um ágæti álversins og telja að svokölluð margfeldisáhrif myndu tryggja blómlegt en ekki ein- hæft atvinnulif. Þeir eru heldur ekki alls kostar sáttir við málflutning um- hverfisvina. Ingólfi er mikið niðri fyr- ir þegar hann segir: „Austfirðingar eru náttúruverndarsinnar og vilja ekki hrófla við náttúrunni að nauð- í Reyðfirðingum - þótt þeir séu enn úti í kuldanum synjalausu. Það er bara matið á verð- mætunum sem er öðruvisi. Ekki sjá- um við heldur andstæðinga virkjunar vera að vernda náttúruna í sínu dag- lega lifi þótt þeir geri það í orði í fjöl- miðlum. Ég er ekkert viss um að þetta séu raunverulegir náttúruverndar- sinnar." Fyrirhyggju í fyrirrúmi Ætla mætti að líf í skugga brost- inna stóriðjudrauma færi illa með sál- ina í fólki. Séra Davíð Baldursson, sóknarprestur á Reyðarfirði, gerir þó lítið úr því og segir fólk á landsbyggð- inni sjóaðra en svo. Hann samþykkir þó að endalausar frestanir komi illa við menn og bætir við: „Það er auðvit- að ábyrgðarhluti hjá stjórnvöldum og öðrum aðstandendum stóriðju að tala í fjölmörg ár um fyrirhugaðar fram- kvæmdir eins og þær séu rétt handan við hornið og nái svo seint eða aldrei augsýn." Á almennari nótum segir hann það hafa verið mikil mistök að skipuleggja ekki kraftmikla iðnaðar- uppbyggingu um leið og stórlega var dregið úr landbúnaði og hagrætt í sjávarúvegi, undirstöðuatvinnugrein- um landsbyggðarinnar. Kennir hann um skorti á framsýni og þeirri áráttu íslendinga að bjarga sifellt fyrir horn: „Fyrirhyggjuleysið er ótrúlegt og ger- ir reyndar mönnum ókleift að gera raunhæfar framtíðaráætlanir. Þeir sem hyggja á búsetu á landsbygginni vilja með nokkurri vissu vita af stöð- ugleika og kjölfestu í atvinnulífi. Þetta er allt spurning um trú. Hvaða trú hafa menn á framhaldinu? Við lif- um í trú.“ Hann neitar því þó að menn séu gengnir af trúnni á að ál- verið komi: „Virkjun verður ekki tek- in undir handlegginn og hlaupið með hana suður eða í annan fjórðung." Þegar hann er spurður álits á nátt- úruverndarumræðunni svarar hann: „Hún er komin úr takt við skynsemi og rök. Það er einkennileg náttúra að láta að þvi liggja að þeir sem vilji virkjun og álver séu á móti náttúru- vernd. Við búum hérna vegna þess að okkur þykir vænt um umhverfið. Og Séra Davíð Baldursson „Þaö er óábyrgt af sumum tals- mönnum suövesturhornsins, eins og má af þeim skilja, aö möguleik- ar landsbyggöarinnar séu gersam- lega óþrjótandi, m.a. í feröa- mennsku - aö þar sé gullkista framtíöar. Þessir menn koma sannarlega ekki hingaö til þess aö festa hér rætur og þeim mun síöur opna þeir fjárhirslur sínar til þess aö fjárfesta í því sem þeir telja ofgnóttir. Veskjum sínum veifa þeir ekki. “ Ingólfur Arnarson „Austfiröingar eru náttúruverndar- sinnar og vilja ekki hrófla viö náttúrunni aö nauösynjaiausu. “ Kristbjörg Kristinsdóttir Viö getum ekki lifaö á feguröinni einni saman. “ Látið álveriö koma Ólafur Gunnarsson, Bóel Jóhannesdóttir og Hafliöi Hinriksson. Kjartan Glúmur KJartansson „Ég hefhorft upp á heilu árgangana hverfa undanfarin ár. DV-MYNDIR HILMAR ÞÓR það er ekki skynsamlegt af svonefnd- um náttúruvemdarsinnum að taka ekki þátt í umræðu um umhverfis- væna útfærslu á virkjun og álveri og axla þá ábyrgð. Snjallasta samræming á umhverfi og virkjun. - Tækni- væddasta og umhverfísvænsta álver í heimi. Hvílíkt markmið!" Framtíð fyrir austan Þau Hafliði Hinriksson, Bóel Jó- hannesdóttir og Ólafur Gunnarsson era nemendur í 10. bekk Grunnskóla Reyðarfjarðar. Ólíkt mörgum eldri Reyðfirðingum sem hafa lært af reynslunni era þau næsta sannfærð um að álverið komi þótt Hafliði sé nú eilítið efins. Sjálfur ætlar hann til Ak- ureyrar að læra vélstjórn og sér álver- ið fyrir sér sem framtíðarvinnustað. Það gerir Ólafur jafnvel líka, en hann ætlar í „kokkinn", en Bóel ætlar að setjast á skólabekk í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Reykjavík heillar ekki strákana en Bóel segir framtíðarbú- setu sína undir álverinu komna. Þau eru ekki í nokkrum vafa um að réttlætanlegt hefði verið að fórna Eyjabökkum og segja baráttuna fyrir þeim vafasama: „Þetta er svo mikið ragl. Hvað hafa Bubbi og Björk oft komið á Austurland - eða Eyja- bakka?“ segir Bóel hneyksluð. Þau fást að vísu til að viðurkenna að Bubbi sæki Austurland heim annað + slagið en tala um hann sem predikara - og ljóst má vera að þeim þætti ekki verra þótt hann héldi skoðunum sín- um út af fyrir sig. Bóel þykir einnig sem unga fólkið fyrir austan vilji gleymast og að einblínt sé á ungdóm- inn fyrir sunnan þegar fjallaö er um framtíð landsins. En það er Ólafur sem ber í borð og á lokaorðin: „Látið r álverið koma.“ -BÆN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.