Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Page 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Page 58
66 ___________________________________________LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Tilvera dv V * yo ln too deep ★ ★"í ^í'; -^CrM 'X <r/íí i m Harðir naglar í hörð- ■ um heimi Stundum gleymir maður fullkomlega að maður sé að horfa á mynd byggða á sönnum atburðum. Eiturlyfjaheimurinn er svo flarlægur manni að fólkið sem þar lifir verður hálfóraunverulegt. Mað- ur áttar sig ekki að nauðsyn þess að ganga eins og ganga ber og tala eins og tala ber til að komast af í þeim heimi. Jefirey Cole er lögreglumaður af lif og sál. Hann þolir ekki spillingu eitur- lyfja og þeirrar veraldar sem er tengd þeim. Hann sækir því fast að fá að vinna í duiargervi á götunum tii að geta komið upp um sem flesta sölumenn dauðans, eiturlyfiasölumenn. Hann stendur sig vel í því og þegar færi gefst tekur hann að sér erfitt og sérlega hættulegt dulargervi sem felst i því að hann eigi að nálgast einn stærsta eitur- lyfiadreifanda og sölumann í borginni. Tekur það langan tíma að komast inn í hópinn og spuming hvort Jeffrey held- ur sönsum og man hver hann er og hvað hann er að gera. Sumir geta leikið þó þeir séu þekkt- ari fyrir annað, það á við um LL Cool J. Myndin er frekar langdregin og stund- um stendur maður sjálfan sig að því að vera farinn að hugsa um eitthvað allt annað en myndina. Hún er samt nokk- uð spennandi á öðrum köflum og er þá helst um sáifræðilega kreppu/ spennu að ræða. Ágæt afþreying vilji maður skoða harða nagla og fýlgifiska þess lifn- aðarháttar. -GG Utgefandi: Skifan. Leikstjóri: Michael Rymer. Aðalhlutverk: Omar Epps, LL Cool J, Stanley Tucci og Pam Grier. Bandarisk, 1999. Lengd: 99 mín. Bðnnuö innan 16 ára. aldurshðpum. The Bachelor ★★★ Frelsi eöa frelsis- svipting Þegar maður er ungur foli er erfitt að sjá það fyrir sér að maður ætti einhvem tímann að giftast. 1 raun er það hræði- legt skref í átt til frelsissviptingar bara þótt minnst sé á framtíðina af hálfu kvenþjóðarinnar. Karlmenn þurfa að vera karlmenn vel og lengi. Þeir þurfa jafnframt að fá útrás fyrir hið villta eðli sitt og kanna náttúruna til hlítar. Ekki gengur að giftast og eignast böm allt of fljótt þegar þörf er á að kanna lífið og til- veruna. Ekki satt? Jimmie Shannon er ungur og áhyggjulaus piparsveinn. Helsta mark- mið hans í lífinu er að kynnast eins fiöl- breyttum konum og hægt er. Því skiptir hann um kærustur frekar títt. Afi hans, ríkur sérvitringur, telur þörf á að Jimmie viðhaldi ættinni og setur þvi skilyrði í erfðaskrána sína: drengurinn skuli giftast, í síðasta lagi sama dag og hann verði þrítugur, annars erfi hann ekki neitt. Svo vill til að afi Jimmies deyr stuttu fyrir þritugsafmæli hans og þegar erfðarskráin er lesin upp er um sólarhringur til steöiu. Upphefst mikið kapphlaup að fmna brúði sem er tilbúin að giftast í hasti til að Jimmie erfi 100 miiljónimar eftir afa sinn. Myndin er alls ekki eins og maður býst við í fyrstu. Hún er auðvitað bandarisk og ber sterkan keim af því. Myndlíkingin sem notuð er í gegnum myndina er afar fyndin og hljóðsetning vel heppnuð. Leik- aramir skiia sínu og faglega er unnið. Vilji maður æfa hláturvöðvana er tilvalið að leigja sér þessa mynd. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Gary Sinyor. Aö- alhlutverk: Chris OÍDonnell, Renée Zellweger, Hal Holbrook, James Cromwell, Artie Lange, Ed- ward Asner, Marley Shelton og Peter Ustinov. Bandarisk, 1999. L r yd: u.þ.b. 100 mín. Leyfð öllum Christopher Eccleston Of ljótur fyrir Hollywood Christopher Eccleston er engin stórstjama og verður það sjálfsagt aldrei. Hann hefur einfaldlega ekki útlitið i það. Hann líkist eiginlega meira baðverði en kvikmynda- stjömu. Hann er slánalegur með stórt, bogið nef og djúpa og rödd með svolitlu kokhljóði. Hann getur leikið margvísleg hlutverk en pass- ar ekki vel inn i staðalmynd hetj- unnar, og hver getur orðið stór- stjama án þess að leika hetjuna? Þrátt fyrir þetta hefur hann á skömmum tíma vakið athygli fyrir oftar en ekki magnaða frammistöðu í hlutverkum sínum, og það er aug- ljóst að hér er gæðaleikari á ferð. Ég sé fyrir mér aö hann gæti átt eftir aö eiga svipaðan feril og t.d. Jonath- an Pryce, annar breskur gæðaleik- ari sem aldrei hefur slegið í gegn, en nýtur mikillar virðingar í sinni stétt og minnir af og tH á leiklist- argáfu sína í smærri myndum eða með því að skyggja á stærri stjömur í stórmyndum, nokkuð sem Christopher Eccleston er þegar farinn að stunda. Ur fótbolta í leiklist Það var þó ekki svo að leiklistin ætti hug hans allan þegar hann var að vaxa úr grasi í Salford, þar sem hann fæddist 16. febrúar árið 1964. Hann var meira fyrir íþróttir og vUdi helst gerast atvinnuknattspymu- maður. 19 ára ákvað hann þó að láta fremur reyna á leiklist- ina innrit- aði sig í leik- listar- skól- ann Central School of Speech and Drama. 25 ára fékk hann sitt fyrsta hlutverk í atvinnuleikhúsi í upp- færslu Bristol Old Vic á A Streetcar Named Desire. Frammistaða hans þar og í öðmm uppfærslum næstu tvö árin skapaði honum nafn i bresku leikhúslífi og þar kom aö hann fékk sitt fyrsta tækifæri í kvikmynd. Leikstjórinn Peter Medak fékk hann í aðalhlutverkið í mynd sína, Let Him Have It (1991), mynd sem byggö var á raunverulegum atburð- um og fiaUaði um Derek Bentley, þroskaheftan mann sem var hengd- ur á sjötta áratugnum fyrir morð á lög- reglu- þjóni. Eftir tvö önnur kvikmyndahlutverk og hlut- verk í sjónvarpsþáttaröðinni Cracker lék hann í fyrstu mynd Danny Boyle (Trainspotting, A Life Less Ordinary, The Beach), ShaUow Grave (1994). Þar var hann magnað- ur í hlutverki hlédrægs endurskoð- anda sem smám saman umtumast í ofsóknarbrjálaðan ógnvald og skyggði á Ewan McGregor sem nú er orðinn stórstjama í Hollywood meðan Christopher Eccleston held- ur sig við bresku gæðamyndimar. Sumir hafa víst meiri kynþokka en aðrir. Svipuð staða kom upp í Jude (1996) þar sem hann stal senunni frá Kate Winslet. Ekki bara utangarðsmenn, óþokkar og brjalæðingar. Síðustu árin hafa veriö ansi góð fyrir Christopher Eccleston. Þar ber hæst hlutverk hans í stór- myndinni Elizabeth (1998) þar sem hann lék her- togann af Nor- folk, ís- %. kaldan ráða- bmggara og Jude Christopher Eccleston iék á móti Kate Winslet í þessari vönduöu bresku kvikmynd. MymlhJintLigagnryni Lánshjarta Einn helsti kosturinn við bresk- ar myndir er að þær eru yfirleitt mjög vandaðar. Það er jafnan at- vinnumannsbragur á persónusköp- un og leik, og handritið viöheldur oftast a.m.k. votti af raunsæi. Héma er handritið þó kannski í ólíkindalegri kantinum. Myndin hefst á því að lögreglumenn hand- taka Maria Ann McCardle þar sem hún er að bisa við að grafa manns- hjarta í kirkjugarði. Við yfir- heyrslur segir hún sögu sína, sem er eiginlega saga hjónanna Gary og Tess EUis. Tess heldur fram hjá Gary sem fær hjartaáfaU af af- brýðisemi og fær nýtt hjarta úr syni Maria Ann. Með því hefst at- burðarás þar sem flókin tilfmn- ingabönd drifa persónumar áfram tU lokauppgjörs. Leikaramir eru pottþéttir og þar er Christopher Eccleston i fínu formi i veigamesta hlutverkinu. Einnig má nefna Rhys Ifans, sem kitlaði hláturtaugamar í Notting HUl, en er hér glettUega ógeöfeUd- ur í hlutverki óþolandi hroka- gikks. Sagan er ansi óvenjuleg og að mörgu leyti athyglisverð, en dettur stöku sinnum niður í leiðin- legar klisjur. Eftir nokkuö magnað Heart ★★★ uppgjör kem- ur síðan alveg fuUkomnlega fáránleg við- bót í blárest- ina sem eyði- leggur ansi mikið fyrir sögunni og dregur myndina niður um a.m.k. hálfa stjömu. -PJ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Charles McDougall. Aðalhlutverk: Christopher Eccleston, Saskia Reeves, Kate Hardie og Rhys Ifans. Bresk, 1999. Lengd: 84 mín. helsta pólitíska andstæðing drottn- ingarinnar. Hann skapaði þar ógn- vekjandi og eftirminnUega persónu án þess að sýna hefðbundnar klisjur óþokka í kvikmyndum. Hann lék einnig í A Price Above Rubies (1998), eXistenZ (1999) og Heart (1999), sem var að koma út á mynd- bandi í vikunni, en Elizabeth hlýtur að vera hápunkturinn á ferli hans tU þessa þótt persónulega finnist mér hlutverkiö í ShaUow Grave vera það eftirminnUegasta. Því fer fiarri að túlkunarsvið leik- arans nái aðeins yfir utangarðs- menn, óþokka og brjálæðinga, þótt vissulega hafi hann skarað fram úr í slíkum hlutverkum. Á síðasta ári lék hann aðalhlutverkið i ástarsög- unni With or Without You, í leik- stjóm Michael Winterbottom. Varla ratar hún í kvikmyndahúsin úr þessu en hún hlýtur að koma á leig- umar á þessu ári eða næsta. Þá er hann nýbúinn að leika á móti Cameron Diaz í myndinni Invisible Circus sem gerist á áttunda ára- tugnum og fiaUar um unglings- stúlku sem tekur sér ferð á hendur tU Parísar tU að grafast fyrir um sjálfsmorð systur sinnar. Hún verð- ur síðan ástfangin af kærasta lát- innar systur sinnar sem Christoph- er Eccleston leikur. Fleiri verkefni eru ekki í bígerð sem stendur en hann á sjáifsagt ekki eftir að sitja lengi auðum höndum. Pétur Jónasson My n d harid ajíajln ry ní Augasteinn- inn þinn ★★ Leik- ara- raunir Já, það eru víst fleiri spænskir kvikmyndageröarmenn tU en Almó- dóvar. Það má sjá áhrif hans í þess- ari mynd í litríkum persónum og frjálslegri kynlifsumfiöUun, þótt myndin gangi ekki nándar nærri eins langt og Almódóvar gerir gjaman. Myndin sækir líka í þá tísku að blanda gríni við hryllilega alvöra lífsins og baunar svolítið á nasistana. Myndin gerist í nasista-Þýska- landi og segir frá flokki spænskra leikara og kvikmyndagerðarmanna sem þangað eru komnir í boði Göbbels að gera kvikmynd. í og með era þau að flýja borgarastyrjöldina í heimalandi sínu, en ekki tekur betra við þegar til Þýskalands kem- ur þar sem nasistar ráða ríkjum. TU að bæta gráu ofan á svart verður Göbbels sjálfur ástfanginn af aðal- leikkonunni sem viU ekkert með hann hafa enda á hún í leynUegu ástarsambandi við leikstjórann. Myndin fer ansi langt á góðum leikuram og skemmtUega skrifuðum persónum, en húmorinn í henni er fremur staðlaður og ádeUan of deig tU að bíta nokkuð af viti. Myndin virkar einna skást sem persónulegt drama þar sem þungamiðjan er ástarílækjur aðaUeikkonunnar.-PJ Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Fern- ando Trueba. Aöalhlutverk: Penélope Cruz, Antonio Resines, Neus Asensi, Jesús Bonilla, Loles León, Jorge Sanz, Rose Maria Sardá og Santiago Segura. Spænsk, 1998. Lengd: 117 mín. Óllum leyfö.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.