Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 62
LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000
DV
5“ 70
Ættfræði___________________
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
i - -mmmm i
90 ára______________________
Jósef H. Sigurösson,
A Drápuhiíö 44, Reykjavík.
85 ára______________________
Sigríður Magnúsdóttir,
Háaleitisbraut 37, Reykjavík.
Séra Sigurður
Guðmundsson
vígslubiskup,
Akurgeröi 3f, Akureyri,
veröur áttræöur á morg-
un. Séra Siguröur tekur á
móti gestum í Frímúrara-
húsinu, Akureyri, þriöjud. 19.4. kl.
19.00
* 75 ára_________________________________
Svanhvít Magnúsdóttir,
Útgaröi 6, Egilsstööum.
70 ára_________________________________
Ingimar Bjarnason,
Jaöri, Höfn.
Jónas Þór Pálsson,
Fornósi 11, Sauöárkróki.
Sigurður Björnsson,
Fellsenda dvalarh., Dalasýslu
Snorri Karlsson,
Huldubraut 23, Kópavogi.
60 ára ________________________________
Ástbjörg Ólafsdóttir,
Nóatúni 15, Reykjavík.
Gert Brovail,
Frostaskjóli 63, Reykjavík.
Guðrún Einarsdóttir,
Suöur-Götum, Vík.
--ý Guðrún L. Bergsveinsdóttir,
Sunnubraut 45, Kópavogi.
Margrét Jónsdóttir,
Kjalarlandi 24, Reykjavík.
50 ára___________________
Páii Pálsson,
Smárarima 98, Reykjavik,
veröur fimmtugur á morg-
un. Eiginkona hans er
Hafdís Halldórsdóttir. Þau
eru í útlöndum.
Einar Axelsson,
Lágengi 19, Selfossi.
Hanna Dóra Birgisdóttir,
> Fornuströnd 15, Seltjarnarnesi.
Knútur Signarsson,
Vesturbrún 37, Reykjavík.
Ottó Valdimarsson,
Arnarbakka 7, Bíldudal.
Ragna Ragnarsdóttir,
Bjarkargrund 41, Akranesi.
Ragnar B. Þorgilsson,
Hammersminni 16, Djúpavogi.
Sigrún Valgerður Gestsdóttir,
Seilugranda 12, Reykjavík.
Þorgerður Steinþórsdóttir,
Noröurbraut 2, Höfn.
40 ára_________________________________
Agla Hreiöarsdóttir,
Furuhlíö 12, Hafnarfiröi.
Anna Hjartardóttir,
Rétturima 33, Reykjavík.
Baldvin Þór Jóhannesson,
Kóngsbakka 9, Reykjavík.
Gani Elís Zogaj,
Grýtubakka 26, Reykjavík.
Gísli Hjartarson,
Neshömrum 7, Reykjavík.
Guömundur Ólafur Halldórsson,
Kóngsbakka 6, Reykjavík.
Hallgrímur H Brynjarsson,
Brún, Akureyri.
Hans Henttinen,
Ásgarði 145, Reykjavík.
Hreinn Jakobsson,
Krókamýri 56, Garðabæ.
Ingibjörg Sigurbjörnsdóttir,
Gránufélagsgötu 21, Akureyri.
Jesus Maria Sanchez,
Eggertsgötu 32, Reykjavík.
Jóhann Snorri Arnarson,
Suðurtanga 2, ísafiröi.
Samúel Ingi Þórarinsson,
Svarthömrum 28, Reykjavík.
Viöar Jónsson,
Ásbúðartröö 1, Hafnarfirði.
80 ara
Frú Vigdís
Finnbogadóttir
ádur forseti íslands
Frú Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands 1980-1996.
Frú Vigdís Finnbogadóttir er fyrsta konan í heiminum sem kjörinn var
þjóöhöföingi í lýöræöislegum kosningum. Vinsældir hennar í embætti voru
meö fádæmum, hér á landi, á Noröurlöndunum og víöar erlendis.
Frú Vigdís Finnbogadóttir, áður
forseti Islands, er sjötíu ára í dag.
Starfsferill
Vigdís fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í foreldrahúsum. Hún lauk
stúdentsprófi frá MR 1949, stundaði
nám í frönsku og frönskum bók-
menntum við háskólann í Grenoble
og Sorbonne i París, með leikbók-
menntir sem sérsvið, 1949-53, og
nám í leiklistarsögu við Kaup-
mannahafnarháskóla 1957-58. Auk
þess tók hún BA-próf í ensku og
frönsku við Hl og lauk þaðan prófi í
uppeldis- og kennslufræði.
Vigdis var blaðafulltrúi Þjóðleik-
hússins og ritstjóri leikskrár
1954-57 og 1961-64.
Hún var um skeið leiðsögumaður
og kynningarfulltrúi Ferðaskrif-
stofu rikisins á erlendri grund og
gagnvart erlendum rithöfundum og
kvikmyndatökumönnum hér á
landi, auk þess sem hún skipulagði
námskeið fyrir leiðsögumenn á veg-
um Ferðaskrifstofu ríkisins um ára-
bil.
Vigdís var frönskukennari við
MR 1962-67, kenndi frönsku við MH
1967-72 þar sem hún skipulagði jafn-
framt frönskunám skólans, sá um
frönskukennslu í sjónvarpi 1970-71
og kenndi franskar leikbókmenntir
við HÍ 1972-80.
Vigdís var leikhússtjóri Leikfé-
lags Reykjavíkur 1972-80.
Hún var einn af stofnendum til-
raunaleikhússins Grímu 1962, var
forseti Alliance Francaise 1975-76,
sat í ráðgefandi nefnd um menning-
armál Norðurlanda 1976-80 og for-
maður 1978-80.
Vigdís var kjörin forseti íslenska
lýðveldisins 1980 og er fyrsta konan
í heiminum sem kjörin er þjóðhöfð-
ingi í lýðræðislegum kosningum.
Hún var endurkjörinn 1984, 1988 og
1992 en gaf ekki kost á sér til endur-
kjörs 1996.
Frá því Vigdís lét af embætti for-
seta íslands hafa henni verið falin
margvísleg trúnaðarstörf á alþjóða
vettvangi. Hún er velgjörðarsendi-
herra Sameinuðu þjóðanna fyrir
tungumál mannkyns og formaður
Heimsráðs um siðferði í visindum
og tækni, hjá UNESCO, sem m.a.
fjallar um tölvutækar upplýsingar.
Þá hefur hún nýlega verið skipuð
velgjörðarsendiherra Sameinuðu
þjóðanna í baráttu gegn kynþátta-
fordómum og útlendingaandúð með
tilliti til undirbúnings á heimsþingi
um málefnið á vegum Sameinuðu
þjóðanna í Suður-Afriku árið 2001.
Loks á hún sem formaður stóran
þátt í undirbúningi að Den Nord-
Atlantiske Brygge, menningar-,
rannsókna- og viðskiptasetri í
Kaupmannahöfn fyrir Norðvestur
Atlantshafsþjóðimar.
Fjölskylda
Kjördóttir Vigdísar er Ástríður
Magnúsdóttir, f. 18.10. 1972, snyrti-
sérfræðingur en unnusti hennar er
Eggert Elmar Þórarinsson húsa-
smiður og er dóttir þeirra f. 21.3.
2000.
Bróðir Vigdísar var Þorvaldur, f.
21.12. 1931, d. 3.8. 1952, verk-
fræðistúdent.
Foreldrar Vigdísar voru Finnbogi
Rútur Þorvaldsson, f. 22.1. 1891, d.
6.1. 1973, prófessor i verkfræði í HÍ,
og k.h., Sigríður Eiríksdóttir, f. 16.6.
1894, d. 23.3.1986, hjúkrunarkona og
formaður Hjúkrunarfélags íslands
til fjölda ára (nú Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga).
Ætt
Bróðir Finnboga var Búi mjólkur-
fræðingur, faðir Kristjáns, guð-
fræðiprófessors, Þorvaldar eðlis-
fræðings, Þórðar verkfræðings, og
Magdalenu Jórunnar hjúkrunar-
fræðings. Finnbogi var sonur Þor-
valds, pr. í Sauðlauksdal, bróður
Jóns, langafa Hans G. Andersens
sendiherra. Annar bróðir Þorvalds
var Ingimundur, langafi Ragnars
Tómassonar lögfræðings. Hálfsystir
Þorvalds, sammæðra, var Sigríður,
langamma Friðriks Pálssonar for-
stjóra. Þorvaldur var sonur Jakobs,
pr. í Steinnesi, bróður Ásgeirs,
dbrm, á Lambastöðum, langafa
Önnu, móður Matthíasar Johann-
essens, skálds og Morgunblaðsrit-
stjóra. Ásgeir var einnig langafi
Lárusar Blöndals bókavarðar, fóður
Benedikts Blöndals hæstaréttadóm-
ara, Halldórs Blöndals alþingisfor-
seta og Haralds Blöndals hrl. Móðir
Þorvalds var Þuríður, systir Sigríð-
ar, konu Ásgeirs. Þuríður var
einnig systir Guðrúnar, langömmu
Þorsteins Ö. Stephensens leikara og
Guðrúnar, móður Ögmundar Jónas-
sonar alþm. Bróðir Þuríðar var
Ólafur, pr. i Viðvík, langafi Þorvald-
ar í Arnarbæli, föður Ásdísar Kvar-
an lögfræðings. Hálfsystir Þuríðar
var Rannveig, langamma Þórunnar,
móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv.
menntamálaráðherra, fóður Vil-
mundar ráðherra og prófessoranna
Þorvaldar og Þorsteins. Þuríður var
dóttir Þorvaldar, pr. og skálds í
Holti Böðvarssonar, pr. í Holtaþing-
um Högnasonar, prestafóður á
Breiðabólstað.
Móðir Finnboga Rúts var Magda-
lena Jónasardóttir, b. á Hallbjamar-
eyri í Eyrarsveit Jónssonar, og
Kristínar Bergsdóttur, b. á Hval-
gröfum á Skarðsströnd Búasonar,
og Kristínar Sturlaugsdóttur.
Sigríður var dóttir Eiríks, tré-
smiðs í Reykjavík, bróður Einars, b.
í Miðdal, fóður Guðmundar frá Mið-
dal, myndlistarmanns, föður Errós,
Ara Trausta jarðfræðings og Egils
arkitekts. Dóttir Einars var Sigrið-
ur, móðir Jónínu Margrétar Guðna-
dóttur sagnfræðings og Bergs
Guðnasonar lögfræðings, föður
Guðna knattspyrnumanns. Önnur
dóttir Einars var Karólína, móðir
Hlédísar Guðmundsdóttur læknis.
Þriðja dóttir Einars var Inga, móðir
Þuríðar Sigurðardóttur söngkonu.
Systir Eiríks var Guðbjörg, móðir
Grims Norðdahls á Úlfarsfelli, og
Haraldar Norðdahls, föður Skúla
Norðdahls arkitekts. Eiríkur var
sonur Guðmundar, b. í Miðdal,
bróður Margrétar, langömmu Ólafs
Kr. Magnússonar, ljósmyndara
Morgunblaðsins, og Gunnars, föður
Magnúsar forstjóra. Margrét var
einnig langamma Vilborgar Krist-
jánsdóttur, fulltrúa á skrifstofu for-
seta Islands, móður Heiðu arkitekts.
Guðmundur var sonur Einars, b. á
Álfsstöðum á Skeiðum Gíslasonar,
b. á Álfsstöðum Helgasonar, bróður
Ingveldar, móður Ófeigs Vigfússon-
ar ríka á Fjalli, langafa Gretars
Fells, og Ingveldar, langömmu Guð-
ríðar í Tryggvaskála, ömmu Guð-
laugs Tryggva Karlssonar hagfræð-
ings. Móðir Einars var Ingveldur
Jónsdóttir, systir Þorsteins, langafa
Hannesar Þorsteinssonar þjóð-
skjalavarðar, Þorsteins Þorsteins-
sonar hagstofustjóra og Jóhönnu
Þorsteinsdóttur, móður Óskars
Gislasonar kvikmyndagerðarmanns
og Alfreðs Gíslasonar bæjarfógeta,
föður Gísla, fyrrv. þjóðleikhús-
stjóra. Jóhanna var einnig amma
Ævars Kvarans leikara. Móðir Guð-
mundar var Margrét Hafliðadóttir.
Móðir Eiríks Guðmundssonar, Vig-
dís, var systir Helgu, langömmu
Jóns Eiríkssonar, oddvita í Vorsa-
bæ á Skeiðum. Vigdís var dóttir Ei-
ríks, b. í Vorsabæ Hafliðasonar,
bróður Elínar, langömmu Gunnars
Guðmannssonar, forstjóra Laugar-
dalshallarinnar, Sigurgeirs Guð-
mannssonar, framkvæmdastjóra
ÍBR, og Kristbjargar, móður Sigurð-
ar Sigurjónssonar leikara. Elin var
einnig langamma Gunnlaugs, föður
Jóns Steinars hrl. Þá var Elín
langamma ísleifs Jónssonar verk-
fræðings og amma Ólafar, ömmu
Guðrúnar Helgadóttur rithöfundar.
Elín var einnig móðir Hafliða, afa
Sigurliða Kristjánssonar kaup-
manns. Önnur systir Eiríks i Vorsa-
bæ var Ingveldur, amma Gísla
Gunnarssonar, fyrrv. pr. í Glaum-
bæ, og langamma Vilhjálms, föður
Manfreðs Vilhjálmssonar arkitekts.
Bróðir Eiríks var Þorsteinn, langafl
Þorgerðar Ingólfsdóttur söngstjóra.
Móðir Sigríöar Eiríksdóttur var
Vilborg, systir Guðna á Keldum,
langafa Bjöms Vignis Sigurpálsson-
ar blaðamanns. Vilborg var dóttir
Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit,
bróður Þorvarðar, langafa Margrét-
ar Sigurðardóttur, móður Bjargar
Sveinsdóttur myndlistarmanns.
Guðni var sonur Guðna, b. í Saurbæ
i Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu
Halldórs Laxness og Guðna Jóns-
sonar prófessors, foður prófessor-
anna Bjarna og Jóns. Guðni var
sonur Gísla, b. í Reykjakoti í Ölfusi,
bróður Guðmundar, afa Ólafs, afa
Þórhalls Vilmundarsonar prófess-
ors og langafa Ólafs Ólafssonar
landlæknis og listfræðinganna
Gunnars Kvarans og Ólafs Kvarans.
Annar bróðir Gísla var Jón, langafi
Konráðs, langafa Júlíusar Hafstein,
framkvæmdastjóra Kristnitökuhá-
tíðar. Systir Gísla var Ingveldur,
langamma Valgerðar, ömmu Guð-
mundar H. Garðarssonar, fram-
kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs versl-
unarmanna og Vals Valssonar
bankastjóra. Gísli var sonur Guðna,
ættföður Reykjakotsættar Jónsson-
ar. Móðir Vilborgar var Ástríður
Finnsdóttir.
Vigdís ver deginum með fjöl-
skyldu sinni og einkavinum.
Andlát
Elín Ólafsdóttir, Bræðraborgarstíg 37,
Reykjavík, lést á heimili sínu
miðvikudaginn 12.4.
Grettir Jóhannesson, Gullsmára 9,
Kópavogi, áðurtil heimilis á Skarði í
Þykkvabæ, lést miðvikudaginn 12.4. sl.
v.V Jóhann Pétur Konráðsson, Fellaskjóli,
áöur Grundargötu 29, Grundarfirði,
andaðist aðfaranótt miðvikudagsins
12.4. á St. Fransiskussjúkrahúsinu í
Stykkishólmi.
*
Árinu eldri
Auðólfur Gunnarsson
kvensjúkdómalæknir er
63 ára í dag. Auðólfur er
af prestaættum, sonur
Gunnars Árnasonar,
sóknarprest í Kópavogi
og áöur á Skútustöðum,
en móðir Auðólfs var Sigríður, dóttir
Stefáns Jónssonar, prests á Auðkúlu.
Systir Auðólfs er Hólmfríður, kona Har-
aldar Ólafssonar, prófessors og fyrrv.
alþm.
Anna Theodóra Rögn-
valdsdóttir kvikmynda-
gerðarmaður er 47 ára í
dag. Anna hefur brallað
ýmislegt um dagana á
sviöi hreyfimyndagerðar.
stuttmyndirnar Kalt borð og Hlaupár.
Þá hefur hún talsvert unnið aö leiknum
heimildamyndum fyrir sjónvarp og situr
nú við að semja handrit að sakamála-
þáttaröð fyrir sjónvarp.
Jón Otti Gíslason, aöstoð-
arvarðstjóri hjá Lögregl-
unni í Reykjavík, er 45 ára
dag. Jón hefur einkum
unnið sér sjósund til
frægðar en hann er I hópi
vöskustu sjósundmanna lögreglunnar
og a.m.k. þrettánfaldur handhafi Er-
lingsbikarsins í björgunarsundi. Ekki
amalegt að eiga slíka I lögregluliöi
Reykjavíkur ef einhver skyldi henda sér
í sjóinn. Jón er bróðir Ragnars, skóla-
stjóra Foldaskóla.
Sigurrós Þorgrímsdóttir,
forseti bæjarstjórnar
Kópavogs, verður 53 ára
á morgun. Sigurrós er
skeleggur sjálfstæöis-
maður sem hefur verið á
miklum skriöi í bæjarpóli-
tík Kópavogs að undaförnu. Hún skrifar
oft kjallarargreinar í DV og starfaði
reyndar eitt sinn við ættfræöideild DV
viö góðan orðstír.
Og fleiri úr kvikmydabrans-
anum því Ari Kristinsson
verður 49 ára á morgun.
Ari er helsti kvikmynda-
tökumaöur hér á landi
þegar um er aö ræða leiknar kvikmynd-
irí fullri lengd. Hann hefurtekið flestar
myndir Friðriks Þórs Friðrikssonar og
sá t.d um tökur á Myrkrahöfðingja
Hrafns Gunnlaugssonar. Sjálfur gerði
hann handrit og leikstýrði myndinni
Stikkfrí. Þá er Ari helsti eigandi ís-
lensku kvikmyndasamsteypunnar,
ásamt Friðriki Þór.
Þó líði ár og öld, eða öllu
heldurtæp hálf öld, er
BO, hinn eini sanni
Björgvin Halldórsson,
samurvið sig, en hann
verður 49 ára á morgun.
Björgvin hefur veriö einn ástsælasti
söngvari unga fólksins og síðan
þjóðarinnar allrar um langt skeið -
sannkallaöur þjóðsöngvari. Hann hefur
starfað á Stöð 2 um árabil.