Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 67

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.2000, Síða 67
Tilvera 1 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 Allir regnbogans litir Verk Chihulys eru ekki aðeins fjölbreytt í formi og lögun heldur einkennast þau einnig af mikilli litadýrð. Stórviðburður í listalífinu: Chihuly á íslandi - einn fremsti glerlistamaður heims á Kjarvalsstöðum I gær klukkan 17.30 opnaði forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Gríms- son, sýningu á verkum bandaríska glerlistamannsins Dales Chihulys á Kjarvalsstöðum. Sýningin, sem ber yflrskriftina „Chihuly á íslandi - Form úr eldi“ er haldin í minningu frú Guðrúnar Katrínar Þorbergs- dóttur en hún kynntist einmitt verkum Chihulys meðan hún var i krabbameinsmeðferð i Seattle og hreifst mjög af þeim. Dale Chihuly þykir einn fremsti glerlistamaður í heiminum nú á tímum. Hann byggir á mjög fjöi- breyttum möguleikum glers til að skapa umfangsmikil höggmynda- verk og innsetningar. Verk sín teng- ir hann gjaman saman við náttúr- una, en einnig vinnur hann mikið út frá sýningarstað og sögu. Um þessar mundir stendur til dæmis yfir viðamikil sýning á höggmynd- um hans í Davíðsturninum í Jer- úsalem þar sem hann tengir saman þessar fornfrægu byggingar og Dale Chihuly Chihuly er án efa einn framúrstefnu- legasti glerlistamaður heims nú á dögum. margbrotin höggmyndaverk úr gleri. Listamaðurinn ætlaði sjálfur að koma til landsins í tengslum við sýninguna og vera viðstaddur opn- unina í gær en vegna yfirvofandi verkfalls flugvirkja frestaði hann för sinni og komst því ekki til lands- ins í tæka tíð. Auk þess ætlaði hann ásamt aðstoðarfólki sínu og 35 ís- lenskum myndlistarmönnum og nemum að vinna að innsetningum í nágrenni Reykjavíkur. Innsetningamar, sem eru sér- staklega hugsaðar með hliðsjón af íslenskri náttúru, verða gerðar þrátt fyrir að Chihuly verði íjarri góðu gamni. Mun aðstoðarkona hans Jennifer Lewis hafa yfirum- sjón með verkinu í hans stað. Lewis er þaulkunnug verkum og ferli Chi- hulys og hélt meðal annars fyrirlest- ur um hann í Listaháskólanum í Laugarnesi á fimmtudaginn var. Upphaflega stóð til að Chihuly héldi sjálfur fyrirlesturinn en af því gat ekki orðið af skiljanlegum ástæð- um. -EÖJ Logandi lambalæri og súlumeyjar DV. SANDGERÐI:______________ A árlegu herrakvöldi Lionsklúbbs Sandgerðis í kvöld munu „súlumeyjar" sýna listrænan dans, eftir að Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir körlunum. Sandgerðingamir sinna fleiri menningarlegum málum og hefja kvöldið með vinkynningu áður en ráðist er til atlögu við glæsilegt sjávarréttar- hlaðborð og logandi lambalæri. Gosbrunnur fremur listaverk Eiríkur Vilhelm virðir fyrir sér ísskraut sem varö til í frostinu á föstudags- nóttina af vatnsúðanum frá gos- brunninum. Garðinn eiga Anna Jónsdóttir og Finnur Bjarnason í Vík. Nokkur verka Elínborgar Kjartansdóttur. Koparristur í T i sthúsinu Málmlistakonan Elínborg Kjart- ansdóttir ætlar að halda sýningu í einn dag frá kl. 14-17 í Listhúsinu í Laugardal. Um er að ræða kop- arristusýningu með sumarívafi eins og listakonan segir. Á sýningunni verður mikið úrval englamynda og golfmyndir svo eitthvað sé nefnt og þá geta gestir sérpantað hjá lista- konunni. í sama sal í Listhúsinu sem er rétt við veitingastofuna verða einnig sýnd verk eftir Erró. 75 ^ Palomino YEARLING HOLDUR Akureyri un HELGINA LAUGARDAGog SUNNUDAG 4Sv SEGLAGERÐIN ÆGIR Eyjarslóð 7 • Reykjavík • Sími 511 2200 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ StQra gVÍOiO k|, 20,QQ; LANDKRABBINN eftir Ragnar Arnalds 7. sýn. í kvöld lau. 15/4, uppselt, 8. sýn. miö. 26/4, örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 27/4, örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 5/5, nokkur sæti laus, 11. sýn. lau. 6/5, nokkur sæti laus, 12. sýn. fös. 12/5, nokkur sæti laus, fim. 18/5. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ eftir Magnús Scheving og Sigurð Sigurjónsson Sun. 16/4 kl. 14, örfá sæti laus, og kl. 17. örfá sæti laus, sun. 30/4 kl. 14, uppselt, sun. 7/5 kl. 14, örfá sæti laus, sun. 14/5 kl. 14, nokkur sæti laus, sun. 21/5 kl. 14. ABEL SNORKO BYR EINN eftir Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 30/4. Takmarkaður sýningafjöldi. KOMDU NÆR eftir Patrick Marber Mið. 31/5. Svninain er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. Litla svióió kl. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA eftir Hrafnhildi Hagalín Guðmundsdóttur í kvöld lau. 15/4, örfá sæti laus, sun. 16/4, sun. 30/4. Smíðaverkstæ6ið.kl,.20.00: VÉR MORÐINGJAR eftir Guðmund Kamban l' kvöld lau. 15/4, fös. 28/4, lau. 29/4. Sýningum fer fækkandi. Listaklúbbur Leikhú$kj9llarans 17. apríl kl. 20.30. Gullkistan í tilefni af 50 ára afmæli Pjóðleikhússins verður fjallað um leikskáldið Guðmund Steinsson. Flytjendur eru Ingvar E. Sigurösson, Halldóra Björnsdóttir, Stefan Jónsson, Erlingur Gislason og Margrét Guðmundsdóttir. Umsjón hefur Jón Viðar Jónsson. Miðasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, miö.-sun. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. S. 551 1200 thorey@theatre.is BORGARLEIKHÚSIÐ STÓRA SVIÐ: KYSSTU MIG, KATA Söngleikur eftir Cole Porter, Sam og Bellu Spewack 9. sýn. 15/4 kl. 19, uppselt. Sun. 16/4 kl. 19, uppselt. Fim. 27/4 kl. 20, Fös. 28/4 kl. 19, uppselt. Lau. 29/4 kl. 19, uppselt. Sun. 30/4 kl. 19. Fim. 4/5 kl. 20, laus sæti. Fös. 5/5 kl. 19, uppselt. Lau. 6/5 kl. 19. Sun. 7/5 kl. 19. AFASPIL Höfundur og leikstjóri: Örn Árnason. Sun. 16/4 kl. 14, nokkur sæti laus, sun. 30/4 kl. 14, nokkur sæti laus. LITLA SVIÐIÐ LEITIN AÐ VÍSBENDINGU UM VITSMUNALÍF í ALHEIMINUM eftir Jane Wagner Lau. 15/4 kl. 19, örfá sæti laus, lau. 29/4 kl. 19, fös. 5/5 kl. 19. l'SLENSKI PANSFLQKKURINN Diaghilev: GOÐSAGNIRNAR eftir Jochen Ulrich Tónlist eftir Bryars, Górecki, Vine, Kancheli Lifandi tónlist: GusGus Lau. 29/4 kl. 14. Síðasta sýning! Miöasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram aö sýningu sýningardaga. Simapant- anir virka daga frá kl. 10. Greiöslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 / IJrval -960síðuráári- fróðleikur og skemmtun sem lifir mánuðum og árumsaman m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.