Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 20. APRÍL 2000 Helgarblað Leonardo DiCaprio Ekki er víst aö allt sem stjörnurnar segja um fortíö sína sé hellagur sannlelkur. Fortíð DiCapri- os skáldskapur Flestir verða að kannast við að hafa fært fortíðina svolítið í stílinn stöku sinnum. Þetta hendir einnig þá frægu og ríku sem gripa til skáldgáfunnar ef fortíð þeirra er ekki nægilega áhugaverð eða dramatísk. Leonardo DiCaprio hefur lýst fyrstu ást sinni fjálglega fyrir fjölmiðlum. Að sögn hans var hann ástfanginn upp fyrir haus þegar hann var einungis 14 ára og hans lieittelskaða hét Cecilia Garcia. Hann segir að ást þeirra hafl verið fögur, áköf og heit. Einhver sannleikselskandi blaðasnápur hafði upp á um- ræddri stúlku sem hafði allt aðra sögu að segja. Hún staðfest- ir vissulega að þau hafi verið par, hún og DiCaprio, þegar bæði voru á fermingaraldri og segir enn fremur að hann hafl verið fyrsti pilturinn sem hún kyssti. En hún segir að þau hafi ekki verið baun ástfangin og DiCaprio hafi kysst mjög illa. Fyrsti kossinn hafi veriö klaufa- legur og hranalegur og hreint ekki í frásögur færandi en hún sitji uppi með minninguna þar sem þetta var frumraun hennar. Hún segist fljótlega hafa látið hann róa en hann hafi lengi á eftir verið fúll og afbrýðisamur og alls ekki haft þroska til að takast á við fyrstu ástarsorgina. Dansleikhúsi með Ekka boðið til Litháen: Leikið og dansað Dansleikhús með Ekka Friörlk Friöriksson, Hrefna Hallgrímsdóttir, Aino Freyja Járvelá og Richard Kolnby eru á leiö til Litháen meö sýninguna sína Ber. Orðstír Dansleikhúss með Ekka hefur farið sívaxandi allt frá fyrstu sýningu þess, Leitinni að Rómeó, árið 1995. Hópurinn hefur slðan frumflutt árlega nýja sýn- ingu og nú síðast Ber í Tjarnar- bíói. Ekki er nóg með að um tvö þúsund manns hafi séð sýninguna hérlendis heldur mun hópurinn flytja verkið á hátíðinni „New Baltic Dance 2000“ í Litháen 22. apríl næstkomandi. Hópinn skipa Kolbrún Anna Björnsdóttir leikari, Erna Ómars- dóttir dansari, Karen María Jóns- dóttir dansari, Hrefna Hallgríms- dóttir leikari og Aino Freyja Járvelá leikari en hún upplýsir okkur um tilurð hópsins og sýn- ingarinnar Ber: „Við stofnuðum Dansleikhúsið 1995 meðan við vor- um úti í námi. Þetta var tilraun til að búa til heildstæða sýningu úr dansi og leiklist en slíkt hafði lítið verið gert hérlendis. Yfirleitt sýnd- um við í Þjóðleikhúskjaliaranum í jólaleyfum því við vorum enn við nám. Eftir að við útskrifuðumst 1998 höfum við getað einbeitt okk- ur betur að starfi hópsins." Unnið úr einelti Aino leggur áherslu á að ekki sé um torskilda gjörninga að ræða þótt sköpunarferli sýninganna sé vart hefðbundið: „Við byrjum ekki með ákveðinn tilbúinn texta. Þess í stað komum við okkur saman um þema og síðan má segja að mótunarferlið standi yfir allar æf- ingarnar. Við sækjum bæði í reynslu okkar og ólíka bók- menntatexta. Svo semjum við eig- in linur og dansa.“ Hún lýsir síðan tilurð sýningarinnar Ber svo: „Hún á rætur að rekja til sýning- arinnar þar á undan, Ég sé ekki glottin, þar sem þemað er einelti. Við studdumst mjög við áhrifa- mikið ljóð þrettán ára stúlku sem hafði orðið fyrir barðinu á einelti og var það m.a. flutt allt í sýning- unni. Við unnum svo frekar með útskúfun einstaklinga í samfélag- inu í Ber og sóttum þá í fjölbreytta reynslu okkar. Innan hópsins voru bæði gerendur, þolendur og „áhorfendur" að einelti og hjálp- aði það okkur að nálgast þetta frá mörgum sjónarhomum. Við sett- um þetta upp sem mannsævi og skiptum sýningunni í fjögur skeið: Leikvöll, skólastofu, unglingsár og stríð - sem mætti líta á sem ýktasta form eineltis." Á móti eymd eineltisins beita þær síðan draumasenum: „Hver einstakling- ur á sér drauma og þrár sem eng- inn hefur rétt á aö eyðileggja." Hátíð í Litháen Litháski leikhúsmaðurinn Audronis Imbrasias sá sýninguna í Tjarnarbíó og hreifst mjög af. í framhaldi gerði hann sér lítið fyr- ir og bauð hópnum að sýna á há- tíðinni „New Baltic Dance 2000“ en hana sækja heim listhópar víða úr Evrópu en einkum þó frá Norð- urlöndunum og Eystrasaltsríkjun- um. Ytra munu þau tjá sig á ólík- um tungumálum meðan á sýning- unni stendur og er það í takt við alþjóðlegt yfirbragð leik- og dans- arahópsins en auk stofnenda taka þátt í sýningunni Friðrik Friðriks- son leikari, sænski leikarinn Ric- hard Kolnby, Guðmundur Elías Knudsen dansari auk þess sem Belginn Frank Pay semur tónlist- ina við verkið. „Ólík þjóðemi þátt- takenda styrkir það alþjóðlega tungumál sem fólgið er í líkams- leik og dansi,“ segir Aino enn- fremur. Nóg er síðan af verkefnum fram undan hjá Dansleikhúsi með Ekka. Nýtt verk, Tilvist, sem fjall- ar um samskiptaform á íslandi fyrr og nú, verður frumflutt á fyrstu alíslensku leiklistarhátíð- inni, Á mörkunum, sem mun standa yfir frá 15. september til 30. október. Nú er það aftur á móti Ber sem á hug þeirra allan og þeim Islendingum sem misstu af verkinu gefst tækifæri til að sjá það á menningarnóttunni 19. ágúst. Þá verður hópurinn einnig á meðal fulltrúa íslands á heims- sýningunni i Hannover þann 30. ágúst. Næsti viðkomustaður er þó heillandi kirkja í Litháen sem breytt hefur verið í sýningarhús sem mun án efa iða af lífi og dansi innan tíðar. -BÆN 1! Grjónagrautur Um páskana verða menn jafnan dálítið upphafnir, fara aö lofa guð og himna- feðgana fyrir eitt og annað og þá ekki síst þaö með hvílíkum bravúr endurlausnar- inn kvaddi í dentíð. Þjóöin leggst i pælingar um það hvort maðurinn geti lifaö á brauði einu saman og að lokum komast flestir að þeirri nið- urstöðu að bæði þurfi að næra holdið og andann. Svo er guði fyrir að þakka að aldrei í sögu þjóðarinnar hafa krásirnar á all snægtaborði holdsins og andans verið jafn- ríkulegar einsog um þessa páskahátíð. Klámbylgjan ríður einsog holskefla yfir landsins börn til friðþægingar fyrir holdið en andinn er nærður af listahátíðum um allar trissur. Ég er alveg rosalegur listunnandi. Dægrin löng haldinn óslökkvandi þorsta í hinar ýmsu listgreinar: tónlist, batíklist, glerlist, konseptlist, æðri list, alþýðulist, kvenna- list, list fyrir lamaða og fatlaða, leiklist, ljóðlist, umíjöllunarlist, hreyfimyndlist og myndhreyfilist, gjörninga, happeninga og uppákomur, blandaða tækni, þungarokk, létta alþýðutónlist, myndlistarmyndbanda- myndlist, tónlistarmyndbandalist, einsöng, tvísöng, kvartettsöng og kórsöng, grafik og kvennaloðvefjalist vefnaðinum. Góbelín með loðnum þríhyrningum á tvist og bast um veggteppin einsog skapa- hár úr merarsterti vil ég endilega hafa uppum alla veggi til að undirstrika sér- stöðu kvenna í karlasamfélaginu og svala óslökkvandi lystþorsta mínum. Stundum, þegar ég hef ekki annað að gera, lofa ég guð fyrir að mér skuli í listamusterum þjóðarinnar standa öll þessi mikla list til boða, en þegar ég kemst ekki yfir að drekka alla þessa dá- semd í mig, flytja fjölmiðlar mér, á öldum ljósvakans, eða í blööunum „umfjallanir" um herlegheitin eða krítík þar sem vel- meinandi, listelskir og vitrir menn og kon- ur segja mér hvað mér finnst að mér eigi að finnast um alla þessa dásamlegu og frjóu list sem streymir inní vitund mína og allrar þjóðarinnar með einum eða öðr- um hætti. Og ég er einmitt núna að hugsa um það hvað margt er líkt með listinni og grjóna- graut. Ekki er nokkur vafi á því að hægt er að matreiða jafn mörg tilbrigði af grjóna- graut einsog listgreinarnar eru margar. Dæmin sanna að lengi má blanda í list- ina einu og öðru sem hvorki ber listugan eða listrænan keim og víst er að listina má þynna endalaust, án þess hún hætti að heita list. Þessu er eins farið með grjónagrautinn. Hann er hægt aö þynna útí það óendan- lega - einsog listina - og halda áfram að kalla blönduna grjónagraut, jafnvel eftir að hún er orðin blávatnið eitt. Ef nógu lengi er nuðað á því að vatn sé grjónagrautur, þá dregur að því að allir fara að kalla vatn grjónagraut. Heiðarlegar húsfreyjur heJla vatni í glösin og segja glaðlega: - Má bjóða manninum glas af grjóna- graut með matnum? Og menn fá sér vænan slurk úr glasinu tO að svala þorstanum en segja svo: - Alltaf er hann nú bestur blessaður kranagrjónagrauturinn. Og á endanum eru svo allir búnir að gleyma því að vatn hafi nokkurntímann heitið annað en grjónagrautur. Börn verða skírð með því að ausa þau grjónagraut. Ljóðabálkur Steins fer að heita „Tíminn og grjónagrauturinn" og menn fara að ræða það sín á milli að mikill grjónagraut- ur hafi nú runnið til sjávar síðan Sinfón- íuhljómsveitin flutti „Grjónagrautssvituna eftir Hándel eða íslenski dansflokkurinn „Svanagrjónagrautinn" eftir Tsjækofskí og eftir veislur þar sem frelsarar úr helgum bókum hafa breytt grjónagrauti í vín fara veislugestir útundir húsvegg og kasta af sér grjónagraut. Eins er þetta með listina. Hana má þynna út endalaust og halda samt áfram að kalla fyrirbrigðið „list“ löngu eftir að blandan er orðin svo þunn að hún er farin að leka viðstöðulaust í gegnum hvað sem er, af því að hún er þynnri en allt sem þunnt er. Guð gefi öllum gleðilega páska. Flosi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.