Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Qupperneq 11
11 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 DV Fréttir Tívolíhúsið að hverfa - verður reiðhöll og fjölnotahús DV. HVERAGERÐI:________________________ Loks er Tívollhúsið svokallaða í Hveragerði á fórum. Reyndar munu skiptar skoðanir vera um hvarf þessa húss. Sumir hefðu viljað sjá það í öðru hlutverki, en líklega hefur allflestum fúndist það lýti á umhverfinu, ónotað, ef ekki ónýtt. Húsið, sem var selt fyrir um tveimur árum, hefúr staðið autt frá því gerð var tilraun með ,jólaland“ í hús- næðinu fýrir 6 árum. Tívolíhúsið var reist árið 1987 og eins og na&ið bendir til voru þar ýmis tæki til afþreyingar og gamans fyrir fjöl- skylduna. Dæmið gekk þó ekki upp fjár- hagslega og var húsnæðið selt og þvi breytt að hluta og notað fyrir markað á við Koiaportið um tíma. Húsið var farið að láta mjög á sjá og þótti þó mörgum ekki fagurt í upphafi. Tívolíhúsið er á móti Eden, eins og flestum mun kunnugt. Bragi Einarsson, notaðirbílar w'™'b,i”b",,ls «»»brimborgar DV-MYNDIR NH Úr sundlauginni á Selfossi. Laugargestur tes eitt Ijóöanna sem voru í laugunum á Selfossi. Sól og Ijóð á Selfossi DV. SUÐURLANDI. Sumarið heilsaði Sunnlending- um í sól og blíðu á skírdag. Veður- blíðan hélst yfir alla páskahelgina og fjölmargir hafa verið á ferð og flugi um allan fjórðunginn í blíð- unni. Á Selfossi var sundhöllin opin yfir alla páskahelgina. Þvi var vel tekið af ferðalöngum og heimafólki sem fór og naut veöur- blíðunnar í baðstrandarumhverfi. í sundhöll Selfoss var samstarfs- verkefni héraðsbókasafnsins og sundlaugarinnar í gangi alla pásk- ana og ber það nafnið Ljóð í laug- inni. í öllum pottum og laugum svæðisins voru ljóð á vatnsheldum blöðum sem laugargestir gátu stytt sér stundir við að lesa í sólskininu. Ljóðin voru af ýmsum toga og upp- runa, allt frá ljóðum ungra nem- enda í skólum Árborgar til ljóða stórskálda þjóðarinnar. Laugargestir gátu þvi bæði notið lystisemda sólar og ljóðlistarinnar á Selfossi yfir páskana. -NH Ford Puma 1,4 04/99 5d Silfurl., ek 12.000 Framdrif. Verð 1.590.000 Toyota Corolla1,6 04/99 5 d Hvítur ek. 4.000 Framdrif Verð 1.340.000 Volvo V70 2.5 01/.98 ssk. 5 d Silfurl. ek. 53.000 4x4 Verð 2.995.000 Ford Mondeo 1,8 03/98 ssk. 4 d. Vínrauður ek. 25.000 Framdrif. Verð 1.430.000 Ford Ka 1,3 10/98 5 d. Grænn ek. 9.000 Framdrif Verð 930.000. Oaihatsu Sirion 1,0 01/99 ssk. 5 d. Silfurl. ek 7.000 Framdrif. Verð 1.090.000 VW Passat 1,8 04/98 5 d. Svartur ek. 30.000 Framdrif. Verð 1.670.000 Subaru Legacy 2,0 06/96 ssk. st. Blár ek. 70.000 4x4. Verð 1.450.000 Opið laugardaga 11-16 (ir brimborg Reykjavlk • Akureyrl Brimborg Reykjavík, Bíldshöföa 6, simi: 51S 7000 Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700 Tivolí í Hverageröi á förum Þaklö er skrúfaö niöur og bitum oggleri komiö fyrir áöur en þaö veröur flutt út og suöur. Illa farið mannvirki Hús Tívolísins var illa fariö og þótti til lítils sóma fyrir eins vinalegan bæ og Hverageröi. eigandi Edens, var spurður að því, hvemig honum líkaði tilvonandi breyt- ingar. „Mér kemur fyrst í hug að fógur útsýn myndast hér frá Edensgarði þegar brunarústir Hússins á Sléttunni hverfa, og fer húsið vonandi sem allra fyrst. Mér frnnst það aftur á móti ekki í anda ímyndar Hveragerðisbæjar að svæðið sé skipulagt sem iðnaðarsvæði og það er ails ekki í samræmi við hugmyndir um bæinn sem heilsu- eða ferðamannabæ." Bragi sagðist helst vilja sjá einhvers konar „grænt svæði“ eða garð á rústum Tivolíhússins, ekki síst þar sem mikill flöldi ferðamanna kæmi til Hveragerðis á sumrin. Næsta hlutverk Tívolihússins er tví- þætt, þriðjungur þess mun verða nýttur sem íjölnotahús j Þykkvabænum en hinn hlutinn verður endurreistur sem reiðhöll á Gaddstaðaflötum. Búist er við að húsið verði horííð sjónum héðan í vikunni eftir páska. -eh Ungbarnapakkar til Gambíu PV, GRUNDARFIRÐI: __________________ Rauðakrossdeild Grundarfjarðar hefur nú um 4 ára skeið verið með þróunarhjálp í Gambíu, ásamt öðrum deildum Rauða krossins á Vestur- landi. Sendir hafa verið árlega gámar með sjúkrarúmum og fatnaði sem seldur hefur verið í landinu og ágóð- inn notaður til að koma upp bráða- móttöku sjúkra þar sem fæðingar fara einnig fram. Þá hafa brunnar verið grafnir. Kennarar í skyndihjálp hafa verið menntaðir til að geta farið inn í landið og kennt öðrum. Vesturlandsdeildim- ar hafa ákveðið að halda þessu verk- efhi áfram en i nýrri mynd. Gjafir verða útbúnar og sendar til þeirra þurfandi. Hugmynd Grundarftarðar- deildar er tvíþætt og felst í því að virkja alla saumaklúbba á staðnum svo og allt hannyrðafólk til að búa til svokallaða ungbamapakka. í ung- bamapökkimum er hugmyndin að hafa: teppi, handklæði, treyju, 2 sam- fellur og 2 bleiur. Auk þess mætti setja sokka, litla kjóla, skyrtur eða annað hagnýtt úr efni sem má þvo. Þessu yrði svo pakkað inn í gjafaöskjur og sett í gám sem ráðgert er að fari 1 lok maí frá íslandi. Hins vegar er hug- myndin að setja saman pakka fyrir ung böm sem em á skólabekk og er meiningin að nemendur í skólanum og heimilin í Grundarfirði vinni saman að því verkefhi: að gefa ritfóng, ónot- aðar skrifbækur, blokkir, blýanta, liti, yddara, strokleður, vel með farin pennaveski o.s.frv. í þessar öskjur mætti einnig setja failega boli, hand- klæði, eða önnur bamafót á 5-10 ára. -DVÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.