Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 26. APRlL 2000
Skoðun I
DV-MYND EVA HREINSDÓTTIR
Glæsilegt myndlistarhús Einars Hákonarsonar í Hverageröi er þarna á uppboöi sýslumannsins. Greinarhöfundur segir
aö Einar hafi ekki veriö í réttum hópi og því hafi menntamálaráöherra ekki losaö hann undan gjaldþrotinu.
Þér ferst, Flekkur!
Ætlar þú á Listahátíð
í Reykjavík
Aron Kjartansson, 13 ára:
Nei, ég verö heima á Akureyri.
Elva Björk Haraldsdóttir, 6 ára:
Það getur vel veriö.
Ásthildur Þorsteinsdóttir
leikskólakennari:
Já, ég ætla á 2000 börn í Reykjavík
áriö 2000.
Sólrún Dögg Siguröardóttir, 9 ára:
Já, ég ætla á 2000 börn í Reykjavík.
Axel Sigurjónsson nemi:
Já, auövitaö gerir maöur þaö og þá
myndi ég sjá Bubba.
Kristín Eik Gústafsdóttir nemi:
Já, ætli maöur fari ekki á Bubba.
Hilmar Jónsson, Kefiavík,
skrifar:
í ævisögu Eysteins Jónssonar
segir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
ætíð afhent kommúnistum öll völd
að menningarmálum. Síðasta dæm-
ið um þetta var þegar Einar Hákon-
arson, einn glæsilegasti málari
yngri kynslóðarinnar og flokks-
bundinn sjálfstæðismaður - var
gerður gjaldþrota vegna sýningar-
hallar sinnar, enda þótt mennta-
málaráðherra hefði verið í lófa lag-
ið að bjarga Einari með því að efna
konsingaloforð um byggingu og
rekstur menningarhúsa á lands-
byggðinni.
En gárungarnir segja að Einar
hafi ekki verið á skrá yfir þá sem
Sjálfstæðisflokkurinn hyglir
hvorki vinur Árna Johnsens né inn-
vígður í rauðu mafiuna. Þess vegna
Við eigum víst hundrað og sjötíu
þúsund bíla. Og aksturshraðinn
fylgir þvi lögmáli að löglegur há-
markshraði verður að lágmarks-
hraða. Þetta er svo, hvort okkur lík-
ar betur eða verr. Vandinn við fjölg-
un bíla er viðverutíminn á stofn-
brautum. Ef hann er langur, þá
myndast umferðarteppur. Lausnin
liggur því í reynd ekki í hraðbraut-
um, eins og þær liggja milli lands-
hluta erlendis, heldur í að minnka
stofnbrautarhindranir, þannig að
bílarnir stöðvist ekki þar og komist
áfram. Það er að segja að skipta um-
ferðinni í tvennt. Annars vegar inn-
anbæjarumferð og hins vegar stofn-
brautaumferð.
En garungamir segja að
Einar hafi ekki verið á skrá
yfir þá sem Sjálfstœðis-
flokkurinn hyglir
var hann gerður gjaldþrota, öðrum
til viðvörunar.
Athyglisvert er að lita til verka
menntamálaráðherra sjálfstæðis-
manna - þeirra Sverris Hermanns-
sonar, Ragnhildar Helgadóttur og
Björns Bjarnasonar. Öll hafa þau
ábekt Heimi Pálsson sem bók-
menntafræðing og trúverðugan
sagnfræðing - manninn sem
gleymdi Gunnari Gunnarssyni í
fyrstu útgáfu Strauma og stefna,
manninn sem í síðustu bókmennta-
sögu sinni gleymdi VSV, Þórleifi
Bjarnasyni, Kristjáni frá Djúpalæk,
Þorsteini Valdimarssyni og Erni
Okkur fmnst við öll hafa vit á
þessu, vegna þess að okkur finnst
við mæta mikilli vitleysu í umferð-
inni oft og tíðum og á sérstökum
stöðum. En ef þetta mál er skoðað
raunhæft, þá er raunnotkun stofn-
brauta og hindranir sem gera við-
veru á þeim brautum lengri aðalat-
riði. Þetta þarf að mæla og gera mód-
el af, til þess að finna rétta röð fram-
kvæmda og hagkvæmustu. Þetta
mælist í fjölda kílómetra sem fólk
ekur ákveðna leið á tímaeiningu á
raunverulegum stofnbrautum.
Segjum að viðverutíminn sé
hundrað einingar á ákveðnum fjöl-
förnum kafla. Ef þessi tími fer nið-
ur i sextíu, þá er stofnbrautin auð-
Amarsyni. Svo bara örfáir séu
nefndir sem eru utangarðs.
Fyrir nokkrum dögum skrifaði
Sigurður A. Magnússon, háværasti
trumbuslagari rauðu mafiunnar,
hatursfulla kjallaragrein um Davíð
Oddsson og Hrafn Gunnlaugsson.
Þér ferst, Flekkur, að tala um bit-
linga - maður sem um langa hríð
hefur verið ráðgjafi Rithöfundasam-
bandsins í óskammfeilinni níðher-
ferð þess gegn óháðum og frjálsum
rithöfundum á fslandi. Og hverjir
hafa þegið styrki og bitlinga af Dav-
íð Oddssyni?
Var ekki Sigurður Pálsson, einn
af höfuðtindátum Sigurðar A.,
launahæstur listamanna á jötu Dav-
íðs í áraraðir þegar hann var borg-
arstjóri. Því segi ég aftur: Þér ferst,
Flekkur!
ari fyrir umferö. Tæknilegar lausn-
ir á þessu eru síðan matsatriði með
tilliti til fjarlægingar hindrana á
stofnbrautum. Þær lausnir eru ekki
allar endilega hraðbrautir. Sem
dæmi gætum við nefnt þríreinun
Vesturlands- og Suðurlandsvegar,
með banni þungaumferðar á tíma-
bili á fostudögum og sunnudögum,
með tvær akreinar úr bænum á
föstudögum og tvær akreinar i bæ-
inn á sunnudögum, á þriggja
akreina vegi. Ökuhraðinn er ærinn,
umferðarhraðinn þarf hins vegar að
aukast, vegna fjölgunar bíla.
Það gerist með því að fjarlægja
hindranir á stofnbrautum. Þor-
steinn Hákonarson
Löglegur hámarkshraði
verður að lágmarkshraða
Dagfari__________________________________________________________________________________
Páskaegg á pólinn
Frammistaða hins íslenska pólfara hefur
vakið verðskuldaða athygli. Hann skundar nú
einn með ógnarhraða í átt að hinu langþráða
takmarki, sjálfum norðurpólnum sem heillar
alla. Pólfarinn hefur af sannri hetjulund glímt
við hvers kyns vanda sem gjarnan steðjar að
pólfórum. ísbimir, vakir og ísruðningar hafa
orðið sem léttar hraðahindranir á yfirreið
hans. íslenska þjóðin stendur á öndinni yfir
frammistööu síns manns sem slær út flest ann-
að sem bestu synir þessarar þjóðar við ysta haf
hafa afrekað fram að þessu. Okkar maður notar
vetrarpart til þess að komast það sem öðrum
entist ekki aldur til að klára þrátt fyrir ákafar
tilraunir. Að vísu eru annarra þjóða kvikindi að
leika sama leik en það breytir ekki þeirri stað-
reynd að fyrsti íslendingurinn er að nálgast
hringtorg pólsins. Þeir Norðurlandabúar sem eru
einnig í póllestinni hafa lent í alls kyns hrakn-
ingum. Svíar hafa verið einstaklega lagnir að
ramba í fangið á tvíkynja ísbjörnum, hlöðnum
þungmálmum. Fyrir einstaka tilviljun hafa þeir
þokkapiltar verið vopnaðir hlöðnum rifflum af
öflugustu gerð og undir því yfirskini að þeir vilji
ekki verða áreittir af ísbjömum hafa þeir fellt
þessi tignarlegustu dýr ísbreiðunnar. Okkar
maður hefur af íslenskri góömennsku lagt lykkju
Á toppi eggsins trónaði kjúklingur
og í Ijósi þess að pólfarinn var orð-
inn viðþolslaus af þrá í páskaegg má
reikna með að hann hafi í atgangin-
um borðað kjúklinginn hráan.
á leið sína til að þurfa ekki að fella dýrin þrátt
fyrir að sjálfur sé hann vopnaður byssu sem til
þess er hönnuð að fella villidýr af stærstu gerð.
En þær em fleiri, ógnimar, en isbimir, vakir og
fimbulfrost. Bakvarðasveit pólfarans hafði gert
ráð fyrir öllum þeim hættum og undirbúið
göngugarpinn í samræmi við það. En það er oft
þannig að í hinu smáa felst hin stóra ógn. Það
lærði landbúnaðarráðherra íslendinga sem fór
aUa leið tU Kína tU að ná sér í kamfýlusýkingu
sem reyndar var landlæg í hans eigin kjör-
dæmi heima á íslandi. Bakvarðasveitin sem á
að mynda öryggissveit aftan við pólfarann er
nú búin að koma honum í sama klandur og
landbúnaðarráðherranum. Að visu er það ekki
kamfýla sem herjar á pólfarann svo vitað sé.
Og þó kann svo að vera því öryggisverðir hans
sendu honum páskaegg út á frerann. Á toppi
eggsins trónaði kjúklingur og í ljósi þess að
pólfarinn var orðinn viðþolslaus af þrá i páska-
egg má reikna með að hann hafi í atganginum
borðað kjúklinginn hráan. Nú glímir hann á
göngu sinni við svæsna magapest með tUheyr-
andi niðurgangi. Ólíkt landbúnaðarráðherranum,
sem hafði aðgang að salernum í sínu sjúkdóms-
stríði, þá er pólfarinn einn í glímu sinni við
innri jafnt sem ytri ógnaröfl. Bakvarðasveitin
sem sendi honum páskegg og kjúkling með áður-
nefndum afleiðingum er víðs fjarri þar sem
pólfarinn gengur þjáður í hægðum sínum skref
fyrir skref í áttina að pólnum. Dagfari hefur
fuUa trú á að hann nái að yfirstíga þessa erfið-
leika sem aðra og á endanum standi hann á
pólnum íslenskri þjóð til heiðurs. _ p .
VAajfAft.
Ódýrari vídeó-
spólur í Kópa-
voginum
Hallgrimur hringdi vegna könnunar á vld-
eóleigum:
Ég vil gera athugasemd við könn-
un sem DV gerði á útleigu á vídeó-
spólum. Þar segir að ódýrasta leigan
sé Videóholtið. En í vídeóleigu í
Smáranum, Dalvegi 16 c, kostar
spólan 200 krónur og er því mun
ódýrari. Það er fáránlegt að Kópa-
vogs skuli hvergi getið í þessari
könnun. Hér er aragrúi af góðum
vídeóleigum og mér sýnist að þær
séu ódýrari en í Reykjavík. Þið tak-
ið okkur með næst?
Hvar eru 11.000
verkamenn og
konur?
Jón Trausti Halldórsson skrifar:
Nú er það svo skrýtið að í at-
kvæðum er voru talin hjá Eflingu
Foringi Samfylkingar, Halldór
Bjórnsson, til hægri á myndinni, eftir
aö búiö af að semja viö
atvinnujrekendur.
voru aðeins 3 þúsund manns, sem
tóku þátt, það er eins og öll hin hafi
ekki fengið kjörseðla? Ég hefði vilj-
að fá að vita af hverju fólk skilaði
ekki inn atkvæði sínu þegar kosið
var um samninga Eflingar og at-
vinnurekenda. Þetta er, jú, líka fólk
í sama félagi eða fékk það ekki vit-
neskju um að verið væri að kjósa?
Ég vil fyrir hönd þeirra félaga er
sendu inn atkvæði auglýsa eftir
svari einhvers þessara þúsunda sem
ekki fengu senda seðla. Hvar er bar-
áttuþrekið?
Menntaskóla-
nemarnir og
dópið
Gunnvor Karlsdóttir, forvarnafulltrúi
Menntaskólans á ísafirði, og Hlynur
Snorrason lögreglufulltrúi skrifa vegna
frétta í fjölmiölum um aö „helmingur stúd-
entsefna prófaöi dóp“ og telja að upplýs-
ingar hafi veriö mistúlkaðar:
Alvarlegasta rangfærslan var sú
aö helmingur stúdentsefna skólans
hefði neytt eiturlyfja. f könnun |
nemendanna kom fram að helming-
ur karla fæddra 1980 hefur einhvem
tímann neytt ólöglegs vímuefnis og
að sama skapi fjórðungur kvenna.
Engar upplýsingar liggja fyrir um
úr hvaða bekk þessir nemendur eru
og því síður af hvaða námsbraut,
enda var óheimilt að afla þeirra.
Auk þess ber þess að geta að þó úr-
takið hafi verið marktækt nær það
ekki til allra nemenda skólans. Þess
vegna er fráleitt að fullyrða um alla 1
nemendur sem einstaklinga á
grundvelli könnunarinnar þó talið
sé að hún geti veitt marktæka vís-
bendingu.
DV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eöa sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.