Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Síða 15
15 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000 DV__________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Myndlist Verk Dales Chihulys á Kjarvalsstöðum „List Chihulys, þaö sem ég kalla skrautleikhús hans, er hvorki séramerísk né sérstaklega á skjön viö góöan smekk. Hún er í rauninni rökrétt framlenging af evrópsku barokki og rókókó, þar sem reynt er til hins ýtrasta á þanþol forma og lita. “ I skrautleikhusi Chihulys Þaö er kannski til marks um hversu mjög viö hræðumst eigin tilfínningar, hræðumst að láta ber- ast á vængjum þeirra út á ystu nöf upplifana og skynjana, að við skulum finna hjá okkur hvöt til að réttlæta hrifningu okkar á skrautleikhúsi eins og því sem bandaríski glerlistarmaðurinn Dale Chi- huly færir okkur á sýningu sinni á Kjarvalsstöðum. Að minnsta kosti er hrifning margra þeirra sem skoða sýningar Chihulys tempruð ákveðnum efa- semdum um takmarkalausa skrautiíkn hans og virðingarleysi fyrir viðteknum aðferðum og reglum glerlistarinnar. t Evrópu hafa áhorfendur hans stundum tilhneigingu til að ílokka hvort tveggja undir ameríska óskammfeilni og vúlgarítet. En list Chihulys, það sem ég kalla skrautleikhús hans, er hvorki séramerísk né sérstaklega á skjön viö góðan smekk. Hún er í rauninni rökrétt fram- lenging af evrópsku barokki og rókókó, þar sem reynt er til hins ýtrasta á þanþol forma og lita. Hver sá sem gengið hefur um austurrískar kirkjur frá 17. öld eöa feneyskar hallir frá svipuðum tíma, þar sem öll mörk milli veggja, loftrýmis og yfirborðsskreyt- inga eru horfin og allt naglfast virðist leyst upp í englabassa, ávexti og allrahanda lífrænt skreyti, sá hinn sami lætur sér ekki bregða við þann gler- formasinfón sem Chihuly stráir upp um alla veggi á Kjarvalsstöðum. Sé sá sinfón á skjön við kaldan og vélrænan samtíma vorn, er það Chihuly að kenna eða samtímanum? Á kafi í barokki Annars er gaman að speglera enn frekar í list- rænu upplagi þessa töframanns frá vesturströnd Bandaríkjanna. Það er engin furða þótt hann sé all- ur á kafi í evrópsku barokki því það er einmitt í Feneyjum, nánar tiltekið hjá glerblásurunum í Murano, sem Chihuly hlaut eldskím sína sem gler- blásari. Og þar kynnist hann fyrst ákveðinni hóp- vinnu og framleiðsluferli sem harrn tileinkaði sér þegar eftirspurnin eftir verkum hans ætlaði hann lifandi að drepa. Hér er um að ræða meistara- og lærlingakerfið sem eftirsóttir evrópskir listamenn, allt frá Rubens til Ansebns Kiefer, hafa notað. Þar leggur „meistarinn" línuna, ýmist með teikningum eða sýnikennslu, og „lærlingarnir" vinna úr hug- myndum hans og bera árangurinn undir „meistar- ann“ sem setur upphafsstafi sína á þau verk sem hann hefúr velþóknun á. Líka er athyglisvert hvernig þessi ærslafengna og oft yfirgengilega skrautlega glerlist brúar bilið milli menningar og náttúru. Chihuly vinnur gjarnan í seríum og er nokkrar þeirra að finna á sýningunni á Kjarvalsstöðum. Köríúr heitir ein serían, en þar tekur listamaðurinn mið af körfugerð norður-amer- ískra indíána, ekki einasta lögun þessara íláta held- ur sjálfri veftinni, en þegar á hólminn er komið renna ýmis form úr lífríkinu saman við körfuform- in: sæanemónur, marglyttur, furðufiskar... Og þegar útgangspunkturinn er lífrikið, sjá seríuna Sæform, þá líður ekki á löngu uns glerið fer líka að minna á dýrindis klæði, kniplinga og silkislör. Kannski er Ikebana-sería Chihulys eitt besta dæmið um þennan samruna menningar og lifríkis, en þar vinnur hann út frá hefðbundnum blómaskreytingum Japana, sem eru sjálfar margslunginn blendingur þessara tveggja þátta og eykur nýrri náttúruskírskotun við þær svo að úr verður eins konar póstmódernískur viðauki við hefðina. Hreyfing og svif Fáir listamenn spila betur á alla eiginleika lit- glers en einmitt Chihuly: hörku þess og viðkvæmt eðli, gegnsæi þess og matt yfirbragð, skreyti þess og notagildi, þá eiginleika þess að geta í senn verið gegnheilt og gegnsætt. Sjálfum þykir mér mest um vert hvemig Chihuly tekst að gefa til kynna hreyf- ingu eða svif með glerverkum sínum, jafnvel þeim sem sitja kirfilega á gólfinu. Inni í þeim svífa síðan önnur og smærri glerform eins og í eigin heimi. Það er ljóst að flutningur þessarar sýningar Chi- hulys til íslands er meiri háttar afrek. Og uppsetn- ing hennar er í hæsta máta leikræn og áhrifamikil. Áhorfanda er fyrst beint inn í sal þar sem sitja „fjörusteinar" listamannsins, öðru nafni Nijima Floats, dökkir og ábúðarfullir. En um leið og komið er fyrir næsta horn opnast okkur undraland og æv- intýri sem teygt er til endimarka sýningarinnar, með hverri gleruppákomunni á fætur annarri, uns skilningarvit okkar segja stopp. Aðalsteinn Ingólfsson Gunnar og Grýla verölaunuð Gunnar Karlsson, hinn þekkti myndlist- armaður og myndskreytir (á mynd), fékk Bamabókaverð- laun Reykjavík- ur í vikunni sem leið fyrir fyrstu barnabók- ina sem hann á sjálfur bæði texta og myndir í. Þetta er að sjálfsögðu Grýlusaga, saga í bundnu máli um afa þegar hann var lítill og svo óþekkiu: að Grýla kom og náði í hann. Hér í DV sagði Margrét Tryggvadóttir að myndir hans í bókinni væru furðu- lega heillandi miðað við að þær væru gerðar í tölvu: „Yfirleitt eru tölvu- teiknaðar myndir í barnabókum frem- ur einfaldar og flatar, en hér er áferð- in margbreytileg og myndirnar lif- andi. Gunnar leikur sér með and- stæða liti og magnar með því upp and- stæður sögunnar. Hann notar appel- sínugula tóna til að tákna hita og á móti notar hann bláa og kalda liti og því verða skilin milli hlýju og kulda skarpari en ella. Úr verður heilsteypt bók sem dregur upp aðra og uppruna- legri mynd af þessum mikla skelfi ís- lenskra barna en þá ljúfu skrípamynd sem er algengari nú í aldarlok." Guðni Kolbeinsson fékk þýðingar- verðlaunin fyrir bókaflokkinn Ógnaröfl (Æskan) en auk þess vom verðlaun veitt fyrir aðdáunarvert framlag til íslenskra barnabókmennta og hlutu þau Ragnheiður Gestsdóttir og Áslaug Jónsdóttir sem báðar hafa samið og myndskreytt bamabækur. Norræna kvenna- kóramótiö í kvöld kl. 20.30 hefjast tónleikar Kvennakórs Glier tónlistarskólans í Háteigskirkju. Þetta er heimsfrægur kór frá Úkraínu sem er heiðursgestur á hinu mikla norræna kvennakóra- móti sem nú er hafið í boði Kvenna- kórs Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að þátttakendur á mótinu verði um 900 og þar af koma um 400 að utan. Kl. 12.30 í hádeginu á fóstudaginn verða haldnir tvennir tónleikar í tengslum við mótið, aðrir í Ými og hinir í Norræna húsinu, en um kvöld- ið verða alls sex tónleikar, kl. 20 og kl. 22 í Háteigskirkju, Ými og Tjarnarbíói. DV-MYND HARI Gunnar Karlsson Veröiaunaöur fyrir hugmyndaríka Ijóösögu. Sálmar lífsins Fjölmargir minnast með gleði tón- leika Sigurðar saxófónleikara og Gunnars Gunnarssonar organista í Hallgrímskirkju í fyrra sem þeir köll- uðu Sálma lífsins. Umsögn sinni um þá í DV lauk Ingvi Þór Kormáksson afdráttarlaust: „Með eindæmum hríf- andi. Bravó!“ Og nú má enn gleðjast því geisladiskur með þessum tónleik- um er kominn út. Tónlist Hinir hólpnu Nokkrir rassþreyttir áheyrendur heyrðust kvarta sáran eftir tónleikana i Hallgrímskirkju á miðviku- dagskvöldið. Þá var flutt Jóhannesarpassían eftir Bach, langt verk sem á hörðum kirkjubekkjum tek- ur heila eilífð. Nú var Bach enginn sadisti og því finnst sumum einkennilegt að hann skuli hafa samið svona langa tónsmíð til flutnings í kirkju. En auðvitað var þetta úthugsað hjá honum, annaðhvort drepst áheyrandinn eða kemst í eitthvert upphafið leiðsluástand sem er handan við líkamann og þar sem andleg sannindi opinberast og skýra sig sjálf. Þetta er sambærilegt við pílagrimana sem baða sig í kaldri ánni Ganges á Indlandi svo líkaminn dofni og hugurinn opnist fyrir hinu yfirskilvitlega. Kjarni tónlistarinnar er á andlega sviðinu, og þá þýðir ekk- ert að vera að pirra sig yfir bekkjunum og vera all- ur á iði, heldur bara gleyma afturendanum á sér. Svo verður maður að loka augunum og reyna að týna sér í tónlistinni. Jóhannesarpassían segir söguna af því þegar Jesú er svikinn og handsamaður, yfirheyrður og kross- festur. Tónlistin er hádramatísk og eru mörg atrið- anna áhrifamikil. Sérstaklega eru sálmamir hríf- andi fallegir, og einnig eru aríurnar stórkostlegar. í tónleikaskránni segir að þar hugleiði einsöngvar- arnir hryggilega atburðina og velti fyrir sér hvem- ig þeir eigi að taka á þeim. „Á meðan viö stöldrum við á þessum biðstöðvum frásagnarinnar er eins og tíminn standi í stað og eilíf fegurð ríki i allri neyð- inni.“ Aðalhlutverkið var í höndum Gunnars Guð- bjömssonar tenórsöngvara, sem var guðspjallamað- ur og sögumaður. Var hann í einu orði sagt frábær. Hann þurfti greinilega ekki á neinum íhlaupatenór að halda heldur sýndi tæknilegt öryggi í hvívetna og náði að túlka hvert atriði sögunnar með ólíkum blæ- brigðum eftir því sem við átti. Davíð Ólafsson bassi var í hlutverki Jesú, en Dav- íð er að útskrifast frá Tónlistarskólanum í Vínar- borg núna í vor og er greinilega bráðefnilegur. Röddin hljómaði þétt og vel mótuð, og var túlkunin oft mjög sannfærandi. Þetta er óneitanlega krefjandi hlutverk og lofar frammistaða Daviðs góðu um framtíðina. Sama má segja um annan nemanda frá Tónlistarskólanum í Vín, Sigríði Aðalsteinsdóttur, hún söng altaríumar afar fallega, þó rödd hennar hafi reyndar ekki borist eins vel um kirkjuna og raddir hinna. Gamla kempan af óp- erusviðinu, Loftur Erlingsson, sem var Pontíus Pilatus, var hins vegar ekki í neinum vandræðum með að hrista gólf og veggi með sinni þrumuraust. Frammistaða hans var hin glæsilegasta, túlkunin tilfinningaþrungin og óhamin þegar við átti. Einnig sýndi Marta G. Halldórsdóttir ágæta tilburði í sópranaríunum. Mótettukór og Kammersveit Hallgrímskirkju vom í góðu formi, og styrkleikajafnvægið prýðilegt. Hörður Áskelsson stjórnaði öllu saman af ná- kvæmni og smekkvísi, túlkunin var hjartnæm og kraftmikil án þess að vera nokkru sinni yfirdrifin. Var þetta glæsileg uppfærsla á einu magnaðasta verki tónbókmenntanna. Jónas Sen Á diskinum leika Sigurður og Gunnar fjórtán sálmalög frá ýmsum tímum og flytja þau öll í eigin útsetn- ingum þar sem áhersla er lögð á spuna. Margir sálmanna tengjast stór- hátíðum kirkjuársins og ýmsum kirkjulegum athöfnum, svo sem skírn, fermingu, brúðkaupi og útför. Elstu sálmalögin eru frá 15. öld en þau yngstu frá síðustu áratugum, og eru mörg þeirra í hópi hinna þekktustu meðal þjóðarinnar - til dæmis „Heyr himnasmiður" og „Ég kveiki á kert- um mínum". Mál og menning gefur diskinn út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.