Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2000, Page 28
44
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2000
Tilvera
lí fiö
Norrænt
kvennakóramót
Kvennakór Reykjavíkur býður
til fyrsta norræna kvenna-
kóramótsins, sem haldið er hér á
landi. Gert er ráð fyrir að
þátttakendur á mótinu verði um
900 og mun sá hópur mynda
sameiginlegan kór sem syngur á
lokatónleikum mótsins,
laugardaginn 29. apríl.
Heiðursgestur á mótinu er
hinn viðfrægi kvennakór Glier
tónlistarskólans í Kíev í
> Úkraínu. í kvöld syngur kórinn
1 Háteigskirkju og hefjast
tónleikarnir kl. 20.30.
Krár
■ CÁFE ROMANCE Breski píanó'-^
leikarinn Simone Young hamrar á pí-
anóið af öllum lífs og sálar kröftum.
■ LEYNIFJELAGH) Á GAUKNUM
Leynifjelagiö mætir með nýtt efni á
r Gaukinn og ekki nóg með það held-
ur mætir grúppan einnig með nýja
söngkonu sem heitir Guðbjörg. Hún
hefur verið í ýmsum showum á Hót-
el íslandi viö góöan orðstír enda
með ægifagra rödd.
Leikhús
LANDKRABBÍNN Islenska verð-
launaleikritið Landkrabbinn eftir
Ragnar Arnalds veröur sýnt í Þjóð-
leikhúsinu klukkan 20. Þetta er
hressilegt verk sem fjallar um lífið
um borö í rammíslenskum togara.
Meðal leikenda eru Erla Rut Haröar-
dóttir, Gunnar Hansson og Jóhann
Siguröarson. Leikstjóri er Brynja
Benediktsdóttir. Sími í miðasólu er
551 1200.
■ LEIKIR Iðnó sýnir Leiki eftir
Bjarna Bjarnason í hádegisleikhús-
inu en þar snæða gestir léttar veit-
ingar meöan þeir njóta stuttrar leik-
sýningar. Opnað er í salinn laust fyr-
ir klukkan 12 og þá er matur borinn
á borð. Um klukkan 12.20 hefst
sýningin.
Fundir
■ ITC FIFA ITC Fífa ítrekar að fund-
urinn verður ekki 19. apríl eins og
var á yfirliti vetrarins. Hann verður
haldinn í ITC-deildinni Rfu í dag,
26. apríl, aö Gjábakka í Kópavogi.
Fræðsla verður um gagnlega gagn-
rýni. Allir velkomnir. Heimasíða sam-
takanna er www.simnet.is/itc
v Bíó
■ FRANSKT BIO Alllance franpalse
bíður í bíó á myndina Taxi. Þetta er
grínmynd frá árinu 1997 með ís-
lenskum texta. Leikstjóri: Gérard
Pires. Sýn'ogin hefst kl. 20 og þaö
er ókeypís inn..
Sjá nánar: Líflö eftlr vinnu á Vísi.is
Kippir í kyniö
Ég er blessunarlega laus vió sjóveiki og sjóhræðslu en er, eins og afi minn og langafi, illa þjakaóur afsjóriöu, “ segir Róbert Trausti Árnason.
Róbert Trausti Árnason þekkir vel til Keflavíkurverktaka og starfseminnar á varnarsvæðinu:
Forsetaritari í forstjórastól
„Mér líst prýðilega á þetta starf
en í því felst meðal annars að stýra
daglegum rekstri undir handleiðslu
stjómar Keflavíkurverktaka," segir
Róbert Trausti Árnason, nýráðinn
forstjóri Keflavíkurverktaka.
„Það má segja að ég þekki nokk-
uð til hér þar sem ég var skrifstofu-
stjóri Varnarmálaskrifstofu utan-
ríkisráðuneytisins í nokkur ár og
hafði þá samskipti við Keflavíkur-
verktaka," segir Róbert sem var
ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneyt-
isins um tíma en hann var forseta-
ritari síðastliðið ár.
Ætlaði að verða skipasmíður
„Ég hef haldgóða staðarþekkingu
hér og þekki vel allar aðstæður
bæði hér uppi i heiðinni og byggð-
inni í kring og starfsreynsla fyrri
ára nýtist mér því mjög vel í þessu
nýja starfi.“
Róbert var sendiherra í Dan-
mörku um nokkurra ára skeið jafn-
framt því að sinna starfi sendiherra
í Litháen, Tyrklandi og Bosníu-
Herzegóvínu með aðsetur í Kaup-
mannahöfn. Hann var ánægður með
veru sína í Danmörku. „Það var
gott að starfa í Danmörku. Danir
eru mjög vinveittir íslendingum og
við njótum álits þar. Samskipti ríkj-
anna eru líka í prýðilegum farvegi.
Samskipti ríkjanna í 500 ár gera það
að verkum að tengslin fá á sig ann-
an blæ en samskipti við önnur
ríki.“
Róbert er ættaður af Suðurnesj-
um í móðurætt. „Það má segja að ég
sé Suðurnesjamaður að langfeðga-
tali. Forfaðir minn Sæmundur Ein-
arsson var síðast prestur í Útskál-
um í Garði og langamma mín Eyvör
Snorradóttir og langafi Sveinn
Magnússon skipasmiður bjuggu í
Gerðum í Garði og þar er afi minn
Guðmundur Sveinsson, sem einnig
var skipasmiður, fæddur svo hér
eru rætur mínar," segir hann.
í fóðurætt er Róbert úr Skagafirði
og þar dvaldi hann á yngri árum i
sveit lijá afa sínum og ömmu.
Róbert er stjórnmálafræðingur,
útskrifaður frá Háskóla íslands, og
nam alþjóðasamskipti í Kanada.
„Ég ætlaði reyndar að verða skipa-
smiður eins og afi minn og langafi
en úr því varð ekki,“ segir hann.
Spænskunám á þjóðveginum
Róbert segir áhugamál sitt vera
útiveru. „Ég er hógvær útivistar-
maður og stunda gönguferðir þegar
ég hef tíma. Síðan hefur ágætur vin-
ur minn hér í Keflavík aðgang að
trillubáti og með honum fer ég á sjó-
inn mér til upplyftingar og þá að
sjálfsögðu í Garðsjóinn. Ef við erum
ekki að renna fyrir þorsk er hægt að
skemmta sér við skoða hvalina sem
eru hér. Það er ólýsanleg tilflnning
að vera úti á sjó, það er eitthvað
ofar manns skilningi. Ég er blessun-
arlega laus við sjóveiki og sjó-
hræðslu en er, eins og afi minn og
langafi, illa þjakaður af sjóriðu sem
getur stundum verið svo slæm að
þegar ég stíg upp á bryggju treysti
ég mér ekki til að aka i bæinn."
Róbert býr á Reykjavíkursvæð-
inu en hefur ekki ákveðið hvort
hann Qyst búferlum til Suðurnesja.
„Enginn veit sina ævina fyrr en öll
er en ég er opinn fyrir öllu,“ segir
hann.
Róbert Trausti miklar ekki fyrir
sér að aka Reykjanesbrautina dag-
lega og nýtir tímann vel á leiðinni.
„Ef ég er ekki að hlusta á útvarpið
hlusta ég á spænskukennslu af
spólu og síðan er ég líka með Egils-
sögu, Grettissögu og Njálu, svo mér
leiðist ekki.“
-AG
Bíógagnrýni
Regnboginn - Down io You: ★
Astríðulaus rómans
A1 Connelly (Freddie
Prinze, Jr.) og Imogen (Jul-
ia Stiles) urðu ung ástfang-
in upp fyrir haus. Lifið lék
við þau og þau léku sér
hvort að öðru. En þau voru
ung og vitlaus og með „ár-
unum“ þroskuðust þau
hvort frá öðru. Nú eru þau
reynslunni ríkari og deila
visku sinni með áhorfend-
um. Þetta er auðvitað ekki
nýtt þema, að fólk sem hef-
ur lifað tímanna tvenna
geri upp æskubrek í ljósi
seinni tíma reynslu og
þekkingar. En það er eitt-
hvað mikið bogið við úr-
vinnslu Down to You á
þemanu því A1 og Imogen
eru enn á táningsaldri - og
ef ég má bæta við - hafa
litla visku fram að færa.
A1 er sonur sjónvarps-
kokksins Ray (Henry
Winkler) og plötusnúðsins
Judy (Lucie Arnaz), elskulegs fólks
sem vill allt fyrir hann gera. A1 er
líkt og faðirinn meistari í eldhúsinu
og stefnir á matreiösluframa en
Julia Stiles lelkur hina listfengu Imogen í Down to You, heldur áhrifalítilli unglinga-
mynd.
Imogen er afar hæfileikaríkur mál-
ari. Restin af persónunum eru
dæmigerðar unglingamyndatýpur,
óboðlegar með öllu. Reyndar eru að-
Björn Æ.
Norðfjörö
skrifar gagnrýni
um kvikmyndir.
alpersónurnar sjálfar einnig einkar
óspennandi. Freddie Prinze, Jr. er
einhver sá ástríðulausasti leikari
sem sést hefur á tjaldinu og fáar til-
raunir hans til skapgerðarbreytinga
eftirminnilegar - því miður. Þó er
óþarfi að afskrifa Juliu Stiles þar til
hún hefur fengið bitastæðara hlut-
verk. Hún kann að leyna á sér.
Down to You gerir ýmsar tilraun-
ir til að brjóta upp form gelgju-
mynda, t.d. með játningum aðalper-
sóna beint í myndavél og uppbroti
myndrammans. Þessi ofnotuðu stíl-
brögð bjarga myndinni þó ekki frá
pytti meðalmennskunnar. Velgjan
er hér í fyrirrúmi líkt og allt of oft í
unglingamyndum. Sjálfur hef ég
enga sérstaka fordóma um slíkar
myndir en yfirborðsmennskan
keyrir hér fram úr öllu velsæmi.
Líkt og sumar myndir eru bannaðar
börnum yngri en 16 virðist ástæða
til að meina fólki eldri en 16 aðgang
á aðrar. Down to You er ein þeirra.
Leikstjóri og handritshöfundur: Kris
Isacsson. Aðalhlutverk: Freddie Prinze,
Jr, Julia Stiles, Henry Winkler, Selma Bla-
ir og Zak Orth. Þá er í myndinni lag
hljómsveitarinnar Gus Gus, Lady Shave.