Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2000, Qupperneq 30
50 ÞRIÐJUDAGUR 2. MAÍ 2000 Tilvera J3V Danger in the Dark: Björk lét illa Björk lét illa við tökur á kvikmynd Lars Von Triers, Danger in the Dark, að sögn þeirra sem fylgdust með gerð myndarinnar. Þetta kemur fram á veftímariti um tónlist, Dot Music. Hún er sögð hafa viðhaft þau orð að aldrei framar myndi hún taka þátt í gerð kvikmyndar. Þau orð féllu eftir rifrildi við leikstjórann og höfund myndarinnar, Lars Von Trier. Lætin byrjuðu þegar henni leist ekki á blússu sem hún átti að klæðast, reif hana í tætlur áður en hún storm- aði út af sviðinu. Einn þeirra sem vann við kvikmyndina segir í Dot Music að þegar tveir sterkir persónu- leikar komi saman sé oft ekki von á góðu. Annar segir að Björk vilji stjórna öllu en hún hafi íljótlega kom- ist að raun um að það gat hún ekki. Von Trier er sagður vera ánægður með myndina, sem og Björk. Hins veg- ar voru þau ekki sérstakir vinir við gerð kvikmyndarinnar en eru þó bæði ánægð með útkomuna í dag. -DVÓ Ein af mörgum Það hefur mikið verið skrafað um samband Brittney Spear og Justins Timberlakes úr N Sync að undanfomu. Eru þau saman eða ekki? Um daginn greindum við frá því þegar Brittney sótti drenginn heim til að láta hann nudda á sér bakið en nú virðist vera komiö annað hljóð í strokkinn. Hinn hrokkinhærði Justin mun nefnilega vera sá sem hefur vafið söng- konunni um fingur sér en ekki öfugt. Samkvæmt heimildarmanni sem kemur úr innstu herbúðum N Sync er Brittney ekkert meira en peð á stóðlifstaflborði Justins sem á kærustu í hverri höfn. Þrátt fyrir þetta munu Brittney og N Sync fara á tónleikaferðalag saman. Með áhyggjur af dóttur sinni Kvikmyndaleikarinn Jon Voight er með áhyggjur af dóttur sinni, kvikmyndaleikkonunni Angelinu Jolie. Pabbi gamli er ekki hrifinn af húðflúri stúlkunnar. Angelina er ekki bara þekkt fyrir afrek sín á hvíta tjaldinu. Hún hefur einnig vakið athygli fyrir að leyna ekki tví- kynhneigð sinni, hrifningu sinni á hnífum og fyrir allt húðflúrið. Jon Voight er hræddur um að húðflúrið komi í veg fyrir að dóttirin fái hlut- verk. Angelina hefur hins vegar alltaf verið þrjósk og farið sínar eig- in leiðir. Hún segir pabba að hægt sé að setja farða á húðflúrið. Námskeið til aukinna ökuréttínda heíjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með eftirvagn. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. ÖKU £KOUNN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sími 567 0 300 Skemmtiatriði 17. júní2000... Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilboðum í atriði sem flutt yrðu á 17. júní i ár. Um er að ræða leikþætti, tónlistarflutning og skemmtiatriði fyrir börn og fullorðna. Skemmtidagskrá mun standa í miðbænum kl. 14.00 - 17.30 og 20.00 - 01.00. Umsóknum skal skila fyrir 15. maí á skrifstofu ITR Fríkirkjuvegi 11, á eyðublöðum sem þar fást. Nánari upplýsingar í síma 510 6600. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Iþrótta- og tómstundaráð. ■ Bíogagnrýni Bíóhöllin - Mystery, Alaska: + + Gömul lumma í nýjum umbúöum Hilmar Karisson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Þær eru ekki ófáar kvikmyndirn- ar sem gerðar hafa verið um Davíð og Golíat í íþróttum, lítilmagnann sem etur kappi við sér mun sterkari andstæðing en hefur sigur að lok- um, ef ekki á íþróttavellinum þá móralskan sigur, því ekki gengur slík saga upp ef sá sem engu hefur að tapa tapar. í Mystery, Alaska er þessi gamla og ofnotaða formúla notuð og hinn göfgi tilgangur er að sýna fram á að þegar kemur að sönnum íþróttamanni þá skipta peningar engu máli, það er hugur- inn, viljinn og stuðningurinn sem gerir íþróttina að göfugri keppni. Því miður er það svo í dag að þessi formúla stenst ekki. Hún var við lýði áður fyrr, þegar bestu íþrótta- mennimir voru áhugamenn, en i dag er öllum borgað fyrir að standa sig vel. Mystery, Alaska er því æv- intýramynd sem ekki á sér staö í raunveruleikanum en góð sem slík og ekki spillir skemmtileg íþrótt og kuldalegt en magnað landslag í Alaska. Mystery er lítill bær í Alaska þar sem bæjarfélagið stendur og fellur með hokkikeppni á hverjum laugar- degi. Aðeins tíu manns eru í náð- inni, stjömur bæjarfélagsins, sem fá að sýna listir sínar og eru margir sem bíða eftir tækifærinu. Þegar við komum til leiks er verið að vísa að- alpersónu myndarinnar, lögreglu- stjóranum John Biebe (Russell Crowe) úr liðinu þar sem hann þyk- ir vera orðinn of gamall og seinn. Ungur og efnilegur ishokkístrákur er á hliðarlínunni og bíður eftir tækifærinu. Um sama leyti birtist í stærsta íþróttablaði Bandaríkjanna grein um íshokkíliðið á hjara ver- aldar. Þessi grein vekur svo mikla athygli að sjónvarpsstöð sér gróða- von í að fá atvinnumannaliðið New York Rangers til að koma til My- stery og leika við heimamenn. Eins og nærri má geta fer bæjarfélagið á annan endann við þessi tíðindi og sýnist sitt hverjum um ágæti leiks- ins. Það er í rauninni ekkert i My- stery, Alaska, sem kemur á óvart. Ljóst er að leikstjórinn, Jay Roach (Austin Powers), er að reyna að losa myndina við væmni en hefur ekki erindi sem erfiði. Og þótt leikurinn sjálfur sé kannski ekki alveg sam- kvæmt formúlunni þá er alltaf pass- að upp á að hetjumar okkar séu hetjur þegar upp er staðið. Það sem forðar myndinni frá hruni er jafn og góður leikarahópur og Alaska. Is- hokkíið sjálft er myndræn iþrótt og þessi mikla yfirferð gefur kvik- myndatökumönnum tækifæri til að sýna snilli sína, og náttúrufegurðin er mikil. Þegar þetta er lagt saman við gott samræmi í atburðarás þá er Mystery, Alaska hin sæmilegast af- þreying, stundum fyndin, stundum væmin og stundum spennandi. Leikstjóri: Jay Roach. Handrit: David E. Kelley, Howard Baldwin og Sean O'Byrne. Kvikmyndataka: Peter Deming. Tónlist: Carter Burwell. Aöalleikarar: Russell Crowe, Hank Azaria, Mary McCormack, Lolita Davidovich og Burt Reynolds. Russell Crowe Lögreglustjórinn og fyrirliöi íshokkíliösins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.