Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Helgarblað DV DVJVIYNDIR E.ÓL. Hjónin Marta Ruth Guðlaugsdóttir og Ragnar Hauksson voru á ystu nöf þegar samband þeirra hófst en hafa unnið bug á erfiðleikunum. Hér eru þau með syninum Mikel Jafet en þau segja þaö mikla blessun að hafa eignast heilbrigt barn. Ragnar Hauksson og Marta Ruth Guðlaugsdóttir voru djúpt sokknir fíklar: „Svartnættið var algert<c - en Byrgið kom þeim til bjargar Hiö mikla starf sem unnið hefur veriö í Byrginu frá stofnun þess í des- ember 1996 hefur fengið takmarkaða athygli. Fjölmörgum langt leiddum áfengis- og vímuefnasjúklingiun hefur verið komið til bjargar með litlum sem engum stuðningi hins opinbera. Það vildi þó svo til að íbúar Byrgisins við Vesturgötu 18-24 í Hafnarflrði komust í fréttimar undir lok síðasta mánaðar en heldur var tilefnið nötur- legt. Kasta átti þeim út vegna ónægra brunavama. Hjónin Ragnar Hauksson og Marta Ruth Guðlaugsdóttir, um- sjónaraðilar hússins, hafa vegna þessa þungar áhyggjur af íbúunum. Þau vita sjálf hvað bíður þeirra láti þeir raska ró sinni. Þau voru fús að rekja þær hörmungar sem þau höfðu mátt sæta í samlífinu við Bakkus og aðra vímugjafa. Leiðin á Litla-Hraun Ragnar Hauksson er fæddur í Vest- mannaeyjum 1962: „Ég var heldur ódælt ævintýrabam og vildi snemma burt. Nokkrir kunningjar mínir voru á upptökuheimilinu við Kópavogs- braut og 12 ára gamall bað ég um að fá að fara þangað. Það vom aftur á móti mikil mistök því þar héldu mér engin bönd og ég var á endanum rek- inn þaðan. Ég var byijaður að drekka dálítiö og fikta við pillur - róandi og sjóveikistöflur. Ég lærði svo aö reykja hass þegar ég fór 14 ára á upptöku- heimilið í Breiðavík. Það þótti ekkert tiltökumál á þessum frjálslyndu tím- um, þess í stað var lögð áhersla á að hætta áfengisdrykkju og smáglæpum. Þama fékk ég gott uppeldi og tilsögn í píanóleik, trumbuslætti og málaralist. Ég náði aðeins að bremsa mig af í Breiðavík en fíknin var komin - ég var þegar búinn að virkja alkóhólis- mann.“ Eftir dvölina í Breiðavík fór Ragn- ar á sjóinn í heilt ár en drakk og reykti hass annað slagið: „Drykkjan jókst stöðugt og á endanum var ég orðinn meira og minna fullur allan tímann. Ég hafði því enga heilsu í frekari vinnu. Rétt fyrir 16 ára afmæl- isdaginn minn á sér svo stað atburður sem hafði mikil áhrif á mig. í ein- hverju dópæði bmtumst ég og vinur minn inn í hús í leit aö hvannarótar- brennivíni, af öllum hlutum, svo úr varð á endanum alvarleg líkamsárás. Ég var settur í gæsluvarðhald í 60 daga og fékk hvorki að fara út, lesa né reykja. Verst var þó hvað maður hafði á samviskunni." Ragnar fékk eins árs dóm fyrir líkamsárásina og afþlánaði 6 mánuði á Kvíabryggju, var því sem næst þurr í tæp tvö ár en braut þá skilorðið: „Þá er ég settur inn á Litía- Hraun og eftir það verður ekki aftur snúið. Þar byrjar boltinn að rúlla og ég, 18 ára smágutti, kynnist harðsvímðustu glæpamönnum lands- ins. Þetta em þó nær undantekninga- laust ekki menn sem fremja glæpi sakir einhverrar glæpahneigðar. Þetta em fíklar sem grípa til glæpa til að svala fíkninni. Megnið af þessu fólki er dáið í dag. Það sýnir hvað líf- tíminn hjá fíklunum er stuttur." Heilinn aldrei edrú Með dvölinni á Litia-Hrauni hófst ríflega 15 ára glæpa- og meðferðar- saga. Ragnar sat reglulega inni fyrir innflutning og sölu á eiturlyfjum auk innbrota. Interpol hafði einnig eitt sinn uppi á honum í Kaupmannahöfn fyrir skjalafals og mátti hann dúsa fyrir það í Vestrafangelsinu. Og alltaf jókst fíkniefnaneyslan og náði hún há- marki þegar hann byrjaði að sprauta sig 1994 með amfetamíni. Hann lýsir nöturlegum partíum þar sem við- staddir sameinast um sömu spraut- una af fullkomnu skeytingarleysi um afleiðingamar. Alsælan kom á mark- að ekki löngu síðar: „Það er brjálað eitur. Maður var alveg eftir sig ef það var tekið í einhveiju magni. Ég höndl- aði ekki sólarhringinn á eftir. Ekkert sló á þetta - nema meira ecstasy." Kókaín segir hami aö hafi verið í gangi annað slagið en í raun sé eng- inn markaður fyrir það hérlendis - það sé fyrst og fremst tískuorð. Ragnar segir árin renna saman þeg- ar hann horfír til baka - að það sé móða í hausnum á honum. Hann man ekki nákvæmlega hvenær hann fór fyrst í meðferð: „Það hefur verið eitt- hvað um 1980 sem ég fór fyrst á Sil- ungapoll þar sem Þórarinn Tyrfíngs- son tók á móti mér með sítt hár í anda tímans. Það er virkilega góður maður sem hefur kennt mér margt í gegnum tíðina. Hann reyndi mikið að hjálpa mér og ásetningur minn var góður en ég vissi ekki hvað var að vera heiðar- legur. Heiðarlegur í höfðinu. Þess vegna tókst mér ekki að hætta. Ég fór á Vog, var þurr í nokkra mánuði og féll síðan - og svo hring eftir hring. Ég var fastur í rugli. Heilinn var „Við misstum fimm manns á fyllirí þegar hús- ið var rýmt. [...] Ég held að Hafnarfjarðarbær ásælist húsið og vilji losna við okkur. Hann sýnir okkur engan áhuga ogfulltrúar hans fást ekki til að setja fundi með okk- ur. Sýna engan lit. “ aldrei edrú. Það var alveg sama hvað maður átti mikið af amfetamíni og hassi, peningum eða flottan bíl. Það vantaði alltaf eitthvað. Maður var aldrei ánægður. Ég gat aldrei notið stundarinnar, þess sem ég var að gera hverju sinni. Var aldrei ánægður." Vodkinn óblandaður Marta Ruth er fædd árið 1971 og ólst upp í Hafnarfirði. Hún var fjórt- án ára gömul þegar hún kynntist fyrst áfengi: „Eftir ánægjulega æsku og ástríkt uppeldi kom i ljós að ég var alkóhólisti við fyrsta glas. Ég þambaði vodkann óblandaðan og varð oft lítið úr skemmtunum vin- kvenna minna sem máttu eyða helg- arkvöldunum í að passa upp á mig hálfrænulausa. Á þessum tíma var bjórinn ekki kominn en ég reyndi að halda vímunni í skefjum með því að drekka léttvín. Drykkjan hafði strax mikil andleg áhrif á mig og ég tók að fyllast kvíða og vanlíðan - sjálfsvirð- ingin fór.“ Sautján ára gömul dvaldist Marta sumarlangt á Spáni og drakk öll kvöld auk þess sem hún fór að fikta með hass og amfetamín sem hún féll strax fyrir. Veturinn eftir hóf hún nám við listaskóla í Lundúnum en hún hafði lengi verið i ballett og gekk fyrsti veturinn vel. Þrátt fyrir að hún segði ekki skilið við bjórinn stundaði hún námið samviskusam- lega. Sumarið eftir kom hún heim og var þá mikið drukkið með vinkon- unum. Ástandið versnaði svo tti muna þegar hún fór aftur út til Eng- lands: „Ég varð fyrir alvarlegu áfalli sem ekki bætti úr skák. Ég hætti að mæta í skólann og var á kránum frá morgni til kvölds og skýldi mér á bak við það að ég væri að drekka eins og Englendingur. Fíkniefni voru ekki orðin hluti af munstrinu en ég notaði hraða annað slagið." Þunglyndi og sjálfshatur Á þessum árum fluttist Marta títt á mtili staða og segir hún margt vera í þoku. Þrátt fyrir mikla drykkju lærði hún hundaþjálfun og setti á fót hundaskóla 21 árs gömul þegar hún kom aftur heim tti íslands. Hún reyndi að láta líta út sem allt væri í lagi á yfirborðinu: „Sjálfsvirðingin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.