Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 58
66 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Tilvera 1 1 f 1 A Síldin kemur og síldin fer í kvöld er komið að hinni ár- lega áhugaleiksýningu í Þjóð- leikhúsinu. Hún er að þessu sýn- ing leiklistarhóps Ungmennafé- lagsins Eflingar í Reykjadal á Síldin kemur og síldin fer eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þrjátíu leikarar taka þátt í sýn- ingunni og leikstjóm var i hönd- um Amórs Benónýssonar. Að- Klassík ■ BURTFARARTONLEIKAR I SALN- UM Oddný Sigurðardótti mezzo- sópran heldur burtfarartónleika í einsöng frð Tóniistarskóla Kópa- vogs í Salnum kl. 17. ■ KÓR AKUREYRARKIRKJU Í MÝ- VATNSSVEIT heldur tónleika í Skjól- brekku í Mývatnssveit kl. 17. Opnanir ■ AFMÆLISYNING I VESTUR- BÆNUM 20 ára afmælissýning Gangsins. Rekagranda 8, veröur opnuö í dag. ■ CAFÉ ÓSK Kl. 15 opnar Antonios Hervás Amezcuaa sýningu á olíu- verkum og grafíkmyndum á Café Osk, Drafnarfelli 18, Breiöholti. ■ GALLERÍ GEYSIR Fyrsta árs nemar í grafískri hönnun viö Listahá- skóla íslands opna sýningu milli kl. 16 og 18 í Gailerí Geysi Hinu Hús- inu v/lngólfstorg. Nemendurnir fengu þaö verkefni í vetur aö hanna plakat „Unglistar 2000“ og er af- rakstur þeirra vinnu nú til sýnis í Galleríinu. ■ GULA HÚSH) Tvær sýningar veröa opnaöar í Gula husinu kl. 15. Annars vegar er sýning Steingríms Eyflörös ð tússteikningum og hins vegar sýning popptónskáldsins Arn- þruðar Ingjaldsdóttur á Ijósmyndum og hljóöum. ■ HRAUN OG VATN Svava Sigríöur Gestsdóttir opnar myndlistarsýningu í Veislugalleríi Usthussins við Laug- ardal.Sýningin ber heitiö Hraun og vatn. ■ JÓNÍNA Í LÓUHREHMMNU Jónína Björg Gísladóttlr opnar málverka- sýningu í Lóuhreiðrinu á Laugavegin- um kl. 16 í dag. ■ USTHÚS ÓFEIGS Kl. 15 opnar Daníel Hjörtur sýningu á tréskúlpt- úrum í Listhúsi Ofeigs, Skólavörðu- stíg 5. Sýning ber yfirskriftina Konur og menn og stendur til 27. maí. ■ STUTTSÝNING í GALLERÍ REYKJAVIK Leirlistakonan Helga Jóhannesdóttir oþnar sýningu í Gall- erí Reykjavík. Á sýningunni eru ný- leg verk unnin úr leir, gler og málrni Fundir ■ FRÆÐSLUFUNDUR UM BARNA- GIGT Gigtarfélag Islands heldur fræðslufund um barnagigt í Safnaö- arheimili Árbæjarkirkju, Rofabæ, kl. 14. ■ FRÆÐSLUFUNDUR Almennur fræðslufundur um latex-ofnæmi veröur haldinn aö Efstaleiti 9 (húsi Rauða krossins) og hefst fundurinn stundvíslega kl. 14. ■ MÁLÞING j ÞJÓDARBÓKHLÓP- UNNI Málræktarsjóður stendur fýrir málþlngi til kynningar á þeim verk- um sem Lýöveldissjóður styrkti árin 1995-1999 til eflingar íslenskri tungu. Þingiö stendur frá 10 -16. Sjá nánar: Lífio eftlr vinnu á Vísi.is Nýsköpunarkeppni grunn- skólanemenda var haldin í níunda skiptið í ár og hef- ur þátttaka aldrei verið meiri en yfir 2000 hugmyndir bárust frá tæplega 60 skólum. Verðlaun verða veitt fyrir sex hugmyndir: þrjár uppfinningar og þrjár útlits- hannanir en vinningshafar verða kynntir í Gerðubergi kl. 14.00. Mun forseti íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, veita verðlaun- in. Um leið verður opnuð sýning í Gerðubergi á hugmyndum nem- enda sem tóku þátt í keppninni, bæði teikningar og módel, og segir í fréttatilkynningu að þá sé hægt að komast að því hvað sé gert við Pokahjálpina. Telma Rún Sigfúsdóttir er 14 ára nemandi í 8. bekk Öldutúnsskóla í Hafnafirði. Telma tók þátt í Ný- sköpunarkeppninni og af sjö hug- myndum sem hún sendi inn komust tvær í úrslit. Önnur þeirra vann síðan til verðlauna. „Hver af hugmyndum þínum vann til verðlauna og til hvers er hún notuð?“ „Það var skeiðastoppari. Þú smeygir honum á skeið og hengir á skálarbarm þannig að hann helst kyrr.“ „Hvernig í ósköpunum stóð á því að þú hannaðir skeiðastopp- ara?“ „Ég var orðin svo ótrúlega þreytt á því að skeiðarnar runnu alltaf ofan í skálina þannig að ég ákvað að búa til tæki sem myndi halda skeiðunum kyrrum.“ Telma segist í samvinnu við smíðakennara sinn, Svenna, hafa búið til eintak af skeiðastopparan- um. „Það er bara til eitt eintak og það er á sýningunni.“ Aðspurð um hvort hún telji að skeiðastopparinn verði kominn í almenna sölu áður en langt um líð- ur er hún hógværðin uppmáluð og segist ekki eiga von á því. Telma kom einnig með hug- myndir að fleiri gripum og má þar nefna sleikjóstatíf sem einnig Upprennandi uppfinningamaöur. Telma segir einungis eitt eintak til af skeiöastopparanum og er þaö eintakiö á sýningunni. Telma Rún Sigfúsdóttir, 14 ára Hannaði skeiðastoppara komst í úrslit. Það er í laginu eins og sleikjó og það er hægt að nota hann ef mað- ur þarf að leggja frá sér sleikjóinn," segir Telma um hug- myndina sína. Af fleiri uppfinningum hennar má einnig nefna þar til gerð lóð sem sett eru framan á stóla í kennslustofum tU að koma í veg fyrir að þeir sporðreisist þegar þungar töskumar eru látnar hvOa á stólbökunum. En hvað ætlar Telma að gera nú þegar hún hefur unnið tU verðlauna? Er hún með hugmyndir að fleiri uppfinning- um? „Ég er ekki með neinar hug- myndir eins og er en ég stefni að þvi að taka þátt á næsta ári,“ seg- ir Telma að lokum. -KGP Bíógagnrýni Ari.rfi.c- - Háskólabíó - Microcosmos: ★ ★ ★ Dýragarður við húsvegginn Skrýtinn svipur Eitt hinna örsmáu skordýra sem fá á sig mynd meö aöstoö tækninnar. Skordýr eru ekki uppáhaldsdýr fólks. Oftast er það svo að fólk fær ákveöinn hroU þegar það hugsar tU kóngulóa, moskítóUugna og annarra tegunda sem valda ekki bara óþæg- indum heldur einnig sárum. Samt er það nú svo að Oest skordýr eru meinlaus og það sem meira er stór hluti þeirra eru ekki í návígi við okkur, eða það skyldum við ætia... Hin snjalla franska kvikmynd, Microcosmos, sannar þó annað. Það er nánast hetil dýragarður i hverju spori sem við tökum á frjósamri jörð, hér á landi sem og annars stað- ar. Claude Nuridsany og Marie Perennou, sem standa að gerð Microcosmos, hafa valið lítið gras- lendi í Frakklandi, nálægt byggð, þar sem þau sýna með hátækniþró- aðri kvikmyndatöku hvernig lífs- baráttan gengur fyrir sig í veröld þar sem ekki er háð minni barátta fyrir tUvist en hjá mannfólkinu. í veröld þar sem lífið er stutt á okkar mælikvarða og í fóstum skorðum án nokkurra breytinga. I Microcosmos er ekkert verið að reyna að búa til einhverja sögu í kringum atburðina heldur er mynd- in byggð upp á nokkrum einstökum og ólíkum atriðum, sumum kómísk- um eins og þegar bjaUa ein (undir- ritaður verður að viðurkenna að einu skordýrin sem hann þekkti með nafni voru kóngulær og maur- ar) veltir á undan sér moldarbolta, sem er tvöfalt stærri en hún. Geng- ur á ýmsu í þeirri viðleitni hennar að koma honum á áfangastað en bjaUa þessi kann að bjarga sér þeg- ar erfiðleikar steðja að. Einnig er broslegt atriðið þegar margfætiur ,sem aUar eru á lengdina, ganga i skrúðgöngu og verða stundum að víkja fyrir öðrum skrúðgöngum. Önnur atriði eru ekki eins vinaleg eins og þegar kóngulóin pakkar saman maur einum, sem hefur hætt sér of nálægt henni, í vef sinn og setur hann í forðabúr og snýr sér síðan að næsta fómarlambi. Þá eiga skordýrin í stanslausri baráttu við náttúruöflin. Rigning af þeirri gerð sem við köUum skýfaU er nánast eins og faUbyssuárás á ibúahverfi skordýra og leggur aUt i rúst. Svona mætti lengi telja. GreinUegt er að mikiU metnaður hefur verið lagður í gerð þessarar kvikmyndar og þolinmæðin mikU og gera má ráð fyrir að atriðin sem eru í myndinni séu aðeins brot af því sem kvikmyndað hefur verið. Microcosmos er mikið kvikmynda- afrek sem veitir innsýn í veröld sem oft er fótum troðin. Hilmar Karlsson. Leikstjórn og handrlt: Claude Nuridsany og Marie Pérennou. Kvikmyndataka: Thi- erry Machato o.fl. Tónlist: Bruno Coula- is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.