Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 13. MAl 2000_________________________________________________________________ DV____________________________________________________________________________Helgarblað DV-MYNDIR GUÐRNNUR jjt: Stofan á Svínavatni sem varöveitt er í heilu lagi á byggöasafninu. Hreyfanlegt byggðasafn - segir nýr forstöðumaður á Reykjum í Hrútafirði DV, HÓLMAVÍK: „Byggðasafnið hefur ekki að- eins það hlutverk að safna, skrá- setja, forverja og rannsaka menn- ingarsögulegar minjar frá fyrri tíð heldur er afar mikilvægt að sú stefna sé mörkuð að settar verði upp sýningar tímabundið úti í héruðunum sem að safninu standa, sýningar sem tengjast at- burðum einstakra staða eða öðru sérstöku í sambandi við atvinnu- eða mannlíf eða einhverju tíma- bili sem verið er að kynna á við- komandi stað. Þá legg ég mikla áherslu á að safnið geti haft víð- tækt hlutverk við varðveislu hvers kyns menningarminja á svæðinu og kynni af kostgæfni sögu og menningu og glæði vit- und ibúanna fyrir uppruna sínum og möguleikum og verði veiga- mikill þáttur í uppbyggingu menningartengdrar ferðaþjónustu á svæðinu," segir Pétur Jónsson, nýráðinn forstöðumaður byggða- safnsins að Reykjum í Hrútafirði sem Húnavatnssýslurnar báðar, auk Strandasýslu, eru stofnaðilar að og hafa stjórnað um áratuga- skeið. Upphaf sögu byggðasafnsins á Reykjum má rekja til brennandi áhuga fólks sem yfirgeflð hafði heimabyggð sína og starfaði í átt- hagafélögum þessara sýslufélaga, einkum í Reykjavík. Að þeirra frumkvæði var þeim skilaboðum komið heim í hérað að sýslufélög- in þrjú sameinuðust um byggingu húss sem geymdi merka muni sem voru að ljúka eða höfðu lokið hlutverki sínu og beið ekki annað en að verða jörðu orpnir vegna breyttra vinnubragða og búskap- arhátta til sveita. Það sem knúði á um byggingu safnahúss var að sjómaðurinn og bændahöfðinginn Pétur í Ófeigs- flrði á Ströndum hafði þá nokkru fyrr gefið Þjóðminjasafninu há- karlaskipið Ófeig. Þjóðminjavörð- ur hafði fengið leyfi skólanefndar á Reykjum til að byggja 120 fer- metra skála yflr skipið. Þar komst Ófeigur í hús 1961. Eftir þetta varð eftirleikurinn auðveldari átt- hagatrygga fólkinu syðra og það hóf íjársöfnun til styrktar bygg- ingu byggðasafns. í júlí 1967 var svo 380 fermetra byggðasafnshús opnað á Reykjum. Hinn ungi forstöðumaður byggðasafnsins, Pétur Jónsson, er sagnfræðingur að mennt, ættaður frá Súluvöllum á Vatnsnesi sem er í næsta nágrenni við safnið. Hann stjórnar för blaðamanns um safnið. Andblæ genginna kyn- slóða og löngu liðins tíma leggur að vitum - og fyrir augu ber bús- hluti fyrri tíðar. Fortíðartengslin flnnast gjörla þegar farið er hönd- um um muni eins og þá sem eru í baðstofunni frá Syðsta-Hvammi sem þar er uppsett svo og stofan frá Svínavatni. Innanstokks er á að líta eins og íbúarnir hafi skyndilega, jafnvel daginn áður, yfirgefið íverustað sinn, svo eðli- legur er allur umbúnaður. For- stöðumaður upplýsir að búið hafl verið í baðstofunni í Syðsta- Hvammi fram undir 1960. Pétur segir það mikilvægt og viðráðanlegt verkefni að koma hluta muna safnsins til staða i héraðinu þegar tilefni gefast. Við það ætti sér stað góð og þarfleg kynning á því sem safnið varð- veitir og héraðsbúar og aðrir um leið gerðir meðvitaðir um varð- veislugildi margs konar muna. „Byggðasafnið hefur enga burði til að safna öllu sem úreldist og verður því að takmarka sig og velja sér varðveisluflokka og hafa vissa söfnunarstefnu,“ segir Pét- ur. Hér við Húnaflóann eru sumir þættir áhrifameiri í sögulegu til- liti en aðrir og leggja beri rika áherslu á þá. Sérstaklega sé ná- lægðin við haflð sem skapi þá sér- stöðu, þetta mikla forðabúr mat- fanga fyrr á tíð. Rekaviðurinn var mikil upp- spretta við smíði innréttinga og nauðsynlegra áhalda. Smíða- og útskurðarkunnátta varð listgrein sem tengdi kynslóðir og varð mik- ilsmetinn þáttur í allri listsköp- un. Safnið á Reykjum geymir mikinn fjársjóð listafólks á hand- verkssviði. Þessum varðveislu- þætti vill forstöðumaður að safnið sinni betur í framtíðinni. „Vel mætti hugsa sér,“ segir Pétur Jónsson, „að mynda áhuga- hóp við safnið til að kynna vinnu- brögð frá fyrri tíð og sýna með og hlutverk áhalda og muna.“ Verið er að kanna möguleika á að setja upp sérsýningu á Blöndu- ósi í sumar og á döfinni er sýning- arhald í Strandasýslu vegna Galdrasýningar á Hólmavík. Pétur segir að mikilvægt sé að öllum sem áhuga hafa sé veitt leiðsögn og fólk sé aðstoðað við að halda til haga þeim munum sem varðveislugildi hafa. Safnið er opið í þrjá mánuði yfir sumarið líkt og undanfarin ár. Forstöðumaður er búsettur á svæðinu svo auðvelt er að setja sig í samband við hann ef óskað er opnunar utan hefðbundins tima. „Ég kalla eftir áhuga fólks í byggðunum sem eru aðilar að safninu um söfnun og varðveislu fágætra muna og vil leggja mig fram um að auka og bæta sam- skiptin við íbúana," segir Pétur Jónsson að lokum. -Guðfinnur Pétur Jónsson. Pétur er nýráöinn forstööumaöur byggðasafnsins á Reykjum í Hrútafiröi. Hann stendur hér viö hákarlaskipiö Ófeig sem er höfuödjásn safnsins. DALAVEGUR 16B • KÓPAVOGI SÍMI 544 4454 ▲ BRAV0 150S • 150x100x35 • 500 kg -Kr. 89.000,- ▲ BRAVO 205E • 202x112x35 • 500 kg -Kr. 119.000,- ▲ BRAVO 225 • 225x145x30 • 746 kg -Kr. 145.000,- ▲ Ál 1205 N/H • 203x128x30 - 500 kg • Kr. 158.000,- ▲ BRAVO 310 TB • 310x168x30 • 1.600 kg • Kr. 295.000, ▲ E-750 stór og sterk • 260x130x40 • Kr. 189.000,- ▲ AlhliSa flutningsvagn • 400x180x24 • 2.400 kg ▲ Ekta bílaflutningavagn • 2.500 kg A Mótorhjólavagn fyrir 1-2 hjól lir»iiil«i*iiii j S L A N D Smáauglýsingar DV 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.