Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Fréttir DV 61,4 milljaröa vegafé á fjórum árum: Dygðu fyrir 2 sólarlandaferðum - og einni Lundúnareisu aö auki fyrir hvern einasta íslending Á fjórum árum, eða fram til ára- móta 2004, er áætlað að nota 61 þús- und og fjögur hundruð milljónir króna til vegaframkvæmda á ís- landi. Ekki gera þó allir sér grein fyrir stærð þessara talna. Fyrir þá peninga mætti t.d. kaupa hús á Spáni fyrir flmmtung þjóðarinnar. Þó flestir hafi ekki talið vanþörf á átaki í vegamálum og jafnvel of lít- ið í lagt þá má líka skoða þessa hluti í öðru ljósi. Til að átta okkur á þeim upphæðum sem þama um ræðir mætti t.d. deila þeim niður á íbúa landsins. Ef við skoðum tölur um fólks- fjölda á íslandi eins og hann var 1. desember 1999 þá voru íbúar lands- ins 287.702 talsins. Sextíu og einn komma Qórir milljarðar króna þýða að framlag til vegagerðar mun nema á þessu árabili sem svarar ríf- lega 213 þúsund krónum á hvert mannsbarn í landinu. Fyrir hverja fjögurra manna fjölskyldu er þetta nákvæmiega 853.661 króna. Hús á Spáni Leikarinn Þórhallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi, hefur verið að selja íslendingum íbúðir á Spáni og þegar hafa nokkrir slegið til. Hann segir mikinn áhuga á þessum íbúð- um, enda séu þær á góöum stað í landi þar sem sól er á lofti yfir 300 daga á ári. Vetrarhitinn fer kannski niður í 15-17 gráður. Hann segir að íbúð i raöhúsi með tveimur svefn- herbergjum kosti þar á bilinu 5-6 milljónir króna. Ef við gefum okkur að allir vegapeningamir næstu fjög- ur ár verði notaðir til íbúðakaupa á Spáni þá liti dæmið trúlega þokka- lega út fyrir Ladda. Ef við gefum okkur að hann veiti talsverðan magnafslátt og við fáum hverja íbúð á 4,5 milljónir króna, þá fengjust fyrir þessa peninga 13.555 íbúðir. Það þýðir að 54.220 íslendingar gætu eignast hús í sólinni. Það eru rétt eins og allir ibúar Hafnarfjarð- ar, Garðabæjar, Bessastaðahrepps, Kópavogs og Seltjamaness til sam- ans. Ef við ákveðum hins vegar að vera ekki svona flott á því heldur láta sólarlandaferð duga fyrir mannskapinn þá litur dæmið samt ágætlega út. Miðað við að hver ein- asti íbúi landsins fari með um hundrað þúsund krónur í flug, gist- ingu og uppihald þá duga þessir fjármunir til að bjóða öllum íslend- ingum í tvær sólarlandaferðir og þeir gætu þar að auki skroppið í eina Lundúnaferð þegar vel stæði á á næstu fjórum árum. -HKr. Nóatúnsbúð í Keflavík: Bærinn gleymdi grenndar- kynningu - nágrannar kærðu Framkvæmdir við byggingu stórmarkaðar Nóatúns við Hafnar- götu í Keflavík vom stöðvaðar seint á miðvikudag og byggingar- leyfi afturkallað af byggingafull- trúanum í Reykjanesbæ. Grennd- arkynning hafði farist fyrir og verkinu seinkar um allt að fjórar vikur, að sögn Halldórs Ragnars- sonar, verktaka í Húsanesi hf., og trúlegt er að bæjaryfirvöld Reykja- nesbæjar þurfi að greiða allháar skaðabætur. Málið var til umræðu í bæjarráði í gærdag. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist og auðvitað er það mjög bagalegt að þurfa að stoppa framkvæmdir," sagði Halldór í gær. Gunnar Már Eðvarðsson, að- stoðarmaður byggingafuEtrúa Reykjanesbæjar, kannaðist við að mistök hefðu orðið hjá embættinu, grenndarkynning var ekki full- nægjandi. Gunnar Már sagði að þama hefðu átt sér stað leið mis- tök. „Það sem menn misstigu sig á var að byggingin var færð til á lóð- inni frá upphaflegri tillögu. Það hefði þurft að fara í formlega grenndarkynningu," sagði Ellert Eiríksson bæjarstjóri í gær. í gær og í dag er verið að útbúa kynn- inguna og i kvöld ætlaði bygginga- fulltrúi aö fara fótgangandi og i eigin persónu til allra þeirra sem grenndarkynninguna eiga að fá. Framkvæmdir ættu að geta hafist að nýju eftir 5 vikur en búið er að steypa sökkla. -ÞGK/JBP Þrenn jarögöng á teikniborðinu: 21 göng til viðbótar á óskalista - efst á blaði eru þrenn á Vestfjörðum og fimm á Austfjörðum Samkvæmt fyrir- liggjandi hugmyndum um jarðgangagerð á ís- landi og flýtingu fram- kvæmda eru nú þrenn jarðgöng að komast á teikniborðið. Hug- myndir em einnig fyr- irliggjandi um gerð tuttugu og einna jarð- ganga til viðbótar. Þrenn göng á 10,3 milljarða Samkvæmt jarð- gangaáætlun sam- gönguráðherra em þau göng sem nú er ætlun- in að ráðast í að undir- búa framkvæmdir við á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar og á miUi Reyð- arfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Samkvæmt kostnaðaráætlun er reiknað með að göngin þrenn kosti um 10,5 mOljarða króna og verði lokið á næstu átta árum. Það þýðir árlegan kostnað upp á 1,1 milljarö króna. Gert er ráð fyrir að Dýrafjarðar- göng verði einbreið og kosti um 2,2 milljarða króna. Siglufjarðargöng verða tvibreiö og munu kosta um 5,3 milljarða króna og Reyðarfjarð- argöng verða einnig tvíbreið og munu kosta um 3 milljarða króna. Óshlíö vi/sigluQöröur . Súöavík t Pýrafjöröur Eyrarflall . Dynjandishelöl Vaölahelöl Vopnafjöröur » Trollatunguheiöi Kiettsháls . Öxnadalshelöl Seyölsflöröur Noröfjörður /Kolgrafarfjöröur Reyöarfjöröur ) Fáskrúösfjöröur Brattabrekka Skrlðdalur f Stöövarflöröur Undir Berufjörö ,Jj Almannaskarö. ÍfHelllshelöl Vestmannaeyjar /Reynlsfjall m 21 göng á óskalista Samkvæmt jarðgangaáætlun sam- gönguráðherra telur Vegagerðin að tuttugu og ein jarðgangafram- kvæmd eigi að koma til skoðunar síöar. Þær eru í landfræðilegri röð: 1. Staðarsveit-Kolgrafarfjörður. 2. Brattabrekka. 3. Klettsháls. 4. Dynjandisheiði. 5. Óshlíð. 6. Ísafjöröur-Súðavik. 7. Eyrarfjall í Djúpi. 8. Tröllatunguheiði. 9. Öxnadalsheiði. 10. Vaðlaheiði. 11. Vopnafjörður-Hérað. 12. Seyðisfjörður- Iiérað/Norðfjörður. 13. Norðfjörður- Eskifiörður. 14. Fáskrúðsfiörð- ur Stöðvarfiörður. 15. Stöðvarfiörður- Breiðdalsvik. 16. Skriðdalur- Berufiörður. 17. Undir Berufiörð. 18. Almannaskarð. 19. Reynisfiall í Mýrdal. 20. Vestmannaeyjar. 21. Hellisheiði. Ýmsar aðstæður í byggðaþróun, breyting- ar á samgöngumynstri og áherslum í gerð samgöngumannvirkj a, ásamt framþróun vega- kerfisins almennt eru talin ráða hugsanlegri framkvæmdaröð. í áætlun ráðherra er talið að innan nokk- urra ára þurfi að taka ákvörðun um hvert áð- urnefndra verkefna eigi að setja á rann- sóknastig. Ekki er þó búist við að framkvæmdir vegna þeirra gætu hafist fyrr en eftir tíu ár. Lagt er til að jarðgangaáætlun verði til tíu ára í senn og endur- skoðuð á fiögurra ára fresti. Líklegt er talið að eftir fiögur ár verði ein- hver af verkefnum nr. 5-7 á Vest- Qörðum sett í forgang og nr. 11-15 á Austfiörðum. -HKr. Vedri& r kvöíd Enn blæs úr suðri Suðaustan 5-10 m/s suðvestan til en annars hæg suðlæg átt eöa hafgola. Skýjað og sums staðar súld sunnanlands og á annesjum vestanlands en annars bjart veður. Áfram verður hlýtt í veðri, einkum norðaustan- og austanlands. Sólargangur og sjávarföff | Vedríö á rnorgun Sólariag í kvöld REYKJAVIK AKUREYRI 22.32 22.35 Sólarupprás á morgun 04.15 03.42 Síödeglsflóö 15.21 19.54 Ardegisflóð á morgun 03.38 08.11 SiíýúBgar á ysíbmiakmm *—Hm 151 -10° ^VINDSTYRKUR 1 niðtnim á sekfindu *Vrost HEIDSKÍRT M 43 O LETTSKYJAÐ HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ ALSKYJAÐ RIGNING O SKÚRIR 'W’ SLYDDA Q SNJÓKOMA Q & ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR ÞÖKA Smttatti Veðurblíða um helgina Það hefur veriö sannkölluö sumarblíöa á landinu að undanförnu, einkum fyrir noröan og austan þar sem mælar hafa sýnt hátt í 20 stiga hita. Það er útlit fyrir áframhaldandi hlýindi um helgina og því upplagt að nýta sér það, skella sér í sólbaö eöa fá sér ís með börnunum. Eftir helgi veröur þaö of seint því þá mun hann rigna að nýju, flestum til armæöu en sumum til gleöi. Hlýindi fyrir norðan Búast má við suðlægri átt, 5-10 m/s. Bjart veöur og víða 15 til 20 stiga hiti um landið noröaustanvert en víða rigning og hiti á bilinu 7 til 12 stig sunnan- og vestanlands. Miamirdi Þfidjií.tía m Mióvi Vinriur: 5-10 m/s Hiti 8* til 15° Vindur: 3-8 m/» Hiti 7°til 14° 44 Vindun 8-12 Hiti 5° til 10° Á mánudag er spáó austlægri átt um mest altt land og vætusömu veöri. Áfram veröur fremur hlýtt. Á þriöjudag er spáö áframhaldandl austlægri átt um mest allt land og vætusömu veöri. Enn veröur fremur hlýtt. Á mlövikudag snýst í norölæga átt meö rignlngu eöa súld noröan- og austanlands. Kólnandi veöur. AKUREYRI léttskýjaö 19 BERGSSTAÐIR léttskýjaö 19 B0LUNGARVÍK skýjaö 10 EGILSSTAÐIR 19 KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 10 KEFLAVÍK þokumóöa 8 RAUFARHÖFN léttskýjaö 12 REYKJAVÍK úrkoma 9 STÓRHÖFÐI þokumóöa 6 BERGEN léttskýjaö 13 HELSINKI úrkoma 7 KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 14 ÓSLÓ léttskýjaö 15 STOKKHÓLMUR 9 ÞÓRSHÖFN léttskýjaö 10 ÞRÁNDHEIMUR hálfskýjaö 11 ALGARVE léttskýjaö 21 AMSTERDAM skýjað 22 BARCELONA mistur 19 BERLÍN heiöskírt 17 CHICAGO DUBUN þokumóöa 11 HAUFAX alskýjaö 5 FRANKFURT rigning 19 HAMBORG léttskýjaö 19 JAN MAYEN léttskýjaö 0 LONDON skýjaö 19 LÚXEMB0RG rigning 15 MALLORCA léttskýjaö 28 MONTREAL heiöskírt 12 NARSSARSSUAQ NEW YORK alskýjaö 15 ORLANDO heiöskírt 23 PARÍS skýjaö 20 VÍN léttskýjaö 26 WASHINGTON hálfskýjaö 18 WINNIPEG þoka 6 iiW4nd:hl|Ji.SMI.-HIII.',H:Wltllll:m.lJIII.-iH.'liM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.