Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 55
63 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 I>V Tilvera Sjötíu og fímm ára Kristján Þórðarson bóndi á Breiðalæk og fyrrv. oddviti Kristján Þóröarson, fyrrv. oddviti í Barðastrandarhreppi, bóndi á Breiðalæk á Barðastönd, verður sjötíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Kristján fæddist að Innri-Múla á Barðaströnd og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi við Djúp 1948-49. Eftir að Kristján kvæntist konu sinni reistu þau hjónin nýbýlið Breiðalæk á Barðaströnd 1955 þar sem þau hafa stundað búskap síðan. Auk þess hefur Kristján stundað út- gerð á trillu ásamt sonum sínum og sonarsyni og stundar sjóinn enn þá. Kristján stofnaði ásamt fleiri fyrsta unglingaskólann í Barða- strandarhreppi og sá um rekstur hans, var formaður Ungmennafé- lags Barðstrendinga 1948-68, for- maður skólanefndar Barðastrandar- skólahverfis 1962-78, sat í stjóm Ræktunarsambands Vestur-Barð- strendinga 1964-79, var einn stofn- enda og formaður stjómar undir- búningsnefndar Mjólkursamlags Vestur-Barðstrendinga og í stjóm þess um árabil, formaður bygg- ingarnefndar Félagsheimilisins Birkimels og fyrsti formaður hús- nefndar, var í framboði fyrir Al- þýðuflokkinn á Vestfjörðum, sat í sýslunefnd Vestur-Barðastrandar- sýslu 1966-70, í hreppsnefnd Barða- strandarhrepps 1970-82 og jafnframt oddviti, fulltrúi á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga 1970-82, full- trúi á Fjórðungsþingi Vestíjarða og á aðalfundum Orkubús Vestfjarða, í stjórn Eyrasparisjóðs á Patreksfiði frá 1996, einn stofnenda Kaupfélags Barðastrandar og formaður þess, einn af stofnendum Saumastofunn- ar Strandar ehf., og er fram- kvæmdastjóri hennar frá stofnun, varamaður í stjóm Landnáms ríkis- ins og í Sauðfjársjúkdómanefnd 1978-90. Fjölskylda Kristján kvæntast 23.10. 1954 Val- gerði Kristjánssdóttur, f. 5.11. 1932, húsfreyju. Hún er dóttir Kristjáns Finnbogasonar, bónda í Litlahæ í Ögurhreppi við Djúp, og Guðbjargar Jensdóttur húsfreyju. Fimmtugur Þorvaldur Guðmundsson framhaldsskólakennari og ökukennari Þorvaldur Guðmunds- son, framhaldsskólakenn- ari, ökukennari og tún- þökusali, Engjavegi 89, Selfossi, er flmmtugur i dag. Starfsferill Þorvaldur fæddist að Syðri-Gróf í Villinga- holtshreppi en flutti með foreldrum sinum að Selfossi 1961. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Selfoss 1966, las ut- anskóla 1. bekk við Iðnskóla Selfoss, lauk 4,-stigs-prófi frá Vélskóla ís- lands sem vélfræðingur 1974, lærði vélvirkjun hjá Héðni, lauk sveins- prófi í þeirri grein 1977, öðlaðist meistararéttindi 1981, lauk námi í uppeldis- og kennslufræðum við KHÍ 1990, námi í ökukennslu frá sama skóla 1994 og lauk sémámi í bifhjólakennslu 1995. Þorvaldur var vélstjóri hjá Slát- urfélagi Suðurlands á Selfossi 1978-80, hóf kennslu við Iðnskóla Selfoss 1980, hefur kennt við Fjöl- brautaskóla Suðurlands frá 1981, hefur stundað ökukennslu frá 1994 og rekið ásamt sonum sínum tún- þökusölu og garðaþjónustu frá 1971. Þorvaldur hefur sungið með Karlakór Selfoss í tíu ár, var for- maður félags ungra framsóknar- manna í Ámessýslu 1981-83, í stjóm Héraössambandsins Skarphéðins 1984-87, félagi í Lionsklúbbi Selfoss 1984-88, þar af eitt ár í stjóm, for- maður Foreldra og kennarafélags Sandvíkurskóla 1990-91, í stjóm Sel- fossveitna frá 1994 og stjómarfor- maður frá 1998, í byggingar- og skipulagsnefnd Selfoss 1994-98, for- maður byggingar- og skipulags- nefndar Árborgar frá 1998, varabæj- arfulltrúi framsóknarmanna í bæj- arstjóm Selfoss 1994-98 og í bæjarstjóm Árborgar frá 1998, og situr í stjóm nýstofnaðra Bifhjólasam- taka Suðurlands. Fjölskylda Þorvaldur kvæntist 28.7. 1973 Kristínu Hjör- dísi Leósdóttur f. 4.1.1950, skurðhjúkrunarfræðingi og deildarstjóra við Heilsustofnun Suðurlands á Selfossi. Hún er dóttir Leós Ottóssonar sjómanns og Huldu Svanhildar Jóhannesdóttur, fyrrum húsfreyju að Stuðlum í Ölf- usi. Böm Þorvalds og Hjördísar eru Júlia f. 15.7. 1975, aðstoðarforstjóri og annar eigenda Planet Pulse heilsuræktarkeðjunnar í Reykjavík en maður hennar er Kjartan Þor- bjömsson, ljósmyndari hjá Morgun- blaðinu; Hafsteinn, f. 14.7. 1977, nemi viö Samvinnuháskólann að Bifröst, en kona hans er Ragnhildur Sigfúsdóttir, nemi við HÍ; Haukur f. 2.5. 1981, nemi við FSU á Selfossi. Systkini Þorvalds eru Ragnheið- ur, f. 10.3.1952, handavinnukennari; Þráinn, f. 6.9. 1957, íþróttafræðing- ur, búsettur í Hafnarfirði; Aðalbjörg f. 11.1. 1959, meinatæknir, búsett á Akureyri; Vésteinn f. 12.12. 1960, íþróttafræðingur í Svíþjóð. Foreldrar Þorvalds: Guðmundur Hafsteinn Þorvaldsson f. 28.4. 1931, fyrrv. bóndi í Syðri-Gróf og síðar sjúkrahúsráðsmaður Sjúkrahúss Suðurlands, og Ragnhildur íngvars- dóttir f. 13.8. 1929, fyrrv. skrifstofu- maður viö Sjúkrahús Suðurlands. Þorvaldur og Hjördís taka á móti gestum í félagsheimili Karlakórs Selfoss við Eyraveg (Kostakaup) á Selfossi kl. 20 á afmælisdaginn. Smáauglýsingar bækur, fyrirtæki, heildsaia, hljóðfæri, internet, matsölustaðir, skemmtanir, tóniist, tölvur, verslun, verðbréf, vélar-verkfæri, útgerðarvörur, landbúnaöur.markaðstorgið Skoðaöu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS 550 5000 Böm Kristjáns og Valgerðar eru Snæbjöm, f. 29.8 1954, rafiðnfræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Sigurlaugu Siguröardóttur skrifstofumanni og eru böm þeirra Valgerður og Krist- ján; Finnbogi Sævar, f. 21.6. 1956, bóndi og búfræðingur á Breiðalæk, kvæntur Ólöfu Pálsdóttur, bónda frá Hamri á Barðaströnd, og eru böm þeirra Guðrún, Páll, Kristján og Haf- þór; Gísli, f. 16.9. 1957, cand. mag. í sagnfræði og blaðamaður í Banda- ríkjunum, kvæntur Anne Aanstad, blaðamanni frá Tromsö í Noregi, og er dóttir þeirra Jenný; Þórhildur Guðbjörg, f. 27.4. 1964, þroskaþjálfi á Höfn í Hornafirði, gift Sigurði Mar Halldórssyni, graflskum hönnuði og eru dætur þeirra Sara Björk og Urð- ur María; Steinunn Jóna, f. 13.10. 1965, fomleifafræðingur í Reykjavík og eru böm hennar Sigurhjörtur Snorrason og Helga Valgerður Snorradóttir; Erla Bryndís, f. 16.4. 1968, landslagsarkitekt í Grundar- firði og eigandi teiknistofunnar Eik- ar, gift Jóni Gíslasyni trésmíða- meistara og eru börn þeirra Fanney og Egill. Systkini Kristjáns: Björg, f. 10.10. 1916, nú látin, bóndi í Tungumúla á Barðaströnd; Ólafur Kristinn, f. 21.8. 1918, kennari í Reykjavík; Jó- hanna, f. 4.1. 1920, húsmóðir á Pat- reksfirði; Júlíus Óskar, f. 29.4. 1921, bóndi á Skorrastað í Norðfirði; Björgvin 9.9. 1922, nú látinn, leigu- bílstjóri í Hafnarfirði; Karl, f. 16.10. 1923, nú látinn, verkamaður í Reykjavik; Steinþór, f. 13.7. 1924, nú látinn, bóndi í Skuggahlíð í Norð- firði; Sveinn Jóhann, f. 13.12. 1927, kaupmaður og bóndi á Innri-Múla á Barðaströnd. Foreldrar Kristjáns voru Þórður Ólafsson 24.8. 1887, d. 1985, bóndi á Innri-Múla, og k.h., Steinunn Björg Júlíusdóttir, f. 20.3. 1895, d. 1985, húsfreyja á Innri-Múla. Kristján verður að heiman. Steingerður Halldórsdóttir bókari hjá Sjálfsbjörg Steingerður Halldórs- dóttir bókari, Garðaflöt 37, Garðabæ, verður sex- tug á morgun. Starfsferill Steingerður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Melbæ við Sogaveg. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar 1956 og var við enskunám í London 1959. Steingerður starfaði á skrifstofu Samvinnutrygginga 1959-62, var síðan heimavinnandi í nokkur ár en hefur síðan unnið við bókhald hjá Vélabókhaldinu, íspan hf. og Þ. Þorgrímssyni & Co. Hún hefur ver- ið bókari og ritari hjá Sjálfsbjörg lsf. frá 1994. FJölskylda Steingerður giftist 28.4. 1962 Emil H. Bogasyni, f. 7.10. 1934, d. 17.12. 1992, sölustjóra hjá Vélsmiðjunni Héðni hf. og síðan fiskútflytanda. Foreldrar hans voru Bogi Ingjald- son, f. í Flatey á Breiðafirði 17.6. 1904, d. 25.1.1977, vélstjóra á skipum BÚR, búsettur í Reykjavík, og k.h., Steinunnar Guðbrandsdóttur, f. 11.12. 1908, d. 31.3. 1973, húsmóður frá Loftsölum í Mýrdal. Börn Steingerðar og Emils eru Steinunn Emilsdóttir, f. 5.7. 1962, þjónustufulltrúi hjá Félagsþjónust- unni í Reykjavík, búsett í Hafnar- firði en maður hennar er Friðrik Ingason, f. 13.11. 1961, stýrimaður hjá Granda í Reykjavík, og eru böm þeirra Steingerður Friðriksdóttir, f. 4.5. 1987, Helga Margrét Friðriks- dóttir, f. 15.6. 1988 og Eyrún Agla Friðriksdóttir, f. 21.1. 1999; Lára Valgerður Emilsdóttir, f. 23.1. 1965, hjúkrunarfræðingur, búsett í Rott- erdam í Hollandi; Bogi Örn Emilsson, f. 23.5. 1974, sölustjóri í Reykja- vík, en sambýliskona hans er Hólmfríður Árna- dóttir háskólanemi. Sambýlismaður Stein- gerðar er Ásgeir Einars- son, f. 14.9. 1938, kaup- maður. Hann er sonur Einars Guðmundssonar skipstjóra og k.h., Halldóru Eyjólfs- dóttur frá Bollagörðum á Seltjamar- nesi. Systkini Steingerðar: P.E. Júlíus Halldórsson, f. 26.2. 1924, d. 4.10. 1998, stofnandi og eigandi Búvéla í Reykjavík, var búsettur í Reykjavík en fyrri kona hans var Kristín Sím- onardóttir og seinni kona Þórunn Benediktsdóttir Gröndal; Ingibjörg Halldórsdóttir, f. 8.12. 1926, bjó lengst af á Eyri við Ingólfsfjörð, nú búsett í Kópavogi þar sem hún starfrækti Kertagerðina Norðurljós en maður hennar er Ingólfur Guð- jónsson; Helgi Kr. Halldórsson, f. 17.4.1928, forstjóri Stálsmiðjunnar í Kópavogi, en kona hans er Elísabet Gunnlaugsdóttir; Þorgerður Hall- dórsdóttir, f. 29.12. 1929, búsett í Reykjavík en maður hennar er Al- bert B. Guðmundsson; Ásgerður Halldórsdóttir, f. 31.1. 1935, bóndi á Snæfellsnesi og nú matráður í heilsuleikskóla i Kópavogi, en mað- ur hennar var Jóhannes Guðjóns- son bóndi sem er látinn. Foreldrar Steingerðar voru Hall- dór Kr. Júliusson, f. 29.10. 1877, d. 4.5. 1976, sýslumaður Strandasýslu, og k.h., Lára Valgerður Helgadóttir, f. 5.12. 1895, d. 4.2. 1971, húsmóðir. Steingerður hefur opið hús fyrir ættingja og vini að Garðaflöt 37, Garðabæ á afmælisdaginn frá kl. 16.00. LEIGA - SALA Á VINNULYFTUM •Skæralyftur •Körfulyftur •Mastur fyrir einn mann Söluaðili fyrir: SGKM MANUFT, uamrtwpmowunr • Vesturvör 9 • 200 Kópavogur • Sími 564 3520 • • Fax: 564 3361 • GSM: 898 7780 • Stórafmæli 90 ára_______________________ Stefanía Þorbjarnardóttir, Kleppsvegi 64, Reykjavík. 85 ára_______________________ Bjarni Sæmundsson, Víkurbraut 1, Vík. 80 ára_______________________ Auöur Sólmundsdóttir, Túngötu 7, Stöövarfiröi. Guömundur Sæmundsson, Miögaröi 2, Egilsstöðum. Sigríður Hallgrímsdóttir, Furulundi 15g, Akureyri. 75 ára_______________________ Garöar Sveinbjörnsson, Vesturbergi 129, Reykjavík. Halldór Jósepsson, Þórsgötu 2, Patreksfirði. Helga Rósmundsdóttir, Hafnarbraut 16, Hólmavík. Jóhann Karl Sigurðsson, Valsmýri 1, Neskaupstað. Kristján Þórðarson, Breiöalæk, Patreksfiröi. 70 ára_______________________ Anna Pálína Magnúsdóttir, Aöalstræti 126, Patreksfiröi. Guðfinna Elentínusdóttir, Kirkjubraut 19, Seltjarnamesi. Jóhanna Guöjónsdóttir, Skorrastaö 2, Neskaupstaö. Sólveig Pálsdóttir, Grænumýri 11, Akureyri. 60 ára_______________________ Baldur Ólafsson, Njörvasundi 21, Reykjavík. Snjólaug Benediktsdóttir, Hraunkoti 1, Húsavík. Steingerður Halldórsdóttir, Garöaflöt 37, Garðabæ. 50 ára Steingnmur Kristjónsson, m Laugavegi 143, Reykjavík. ■ Steingrimur tekur á móti WjMÉ vinum og vandamönnum aö Hverfiseötu 33. í sal Framsóknarfélagsins, 3. hæö, frá kl. 15.00 á afmælisdaginn. Ásmundur Bergmann Sveinsson, Steinaseli 3, Reykjavtk. Bryndís Lúðvíksdóttir, Reynihliö 10, Reykjavík. Guörún Jóhannesdóttir, Hvammstangabraut 14, Hvammstanga. Gunnar G. Sigurösson, Ketilseyri, Þingeyri. Helgi Grétar Magnússon, Hjallabraut 17, Hafnarfirði. Ingibjörg Sólmundardóttir, Garöbraut 51, Garöi. Jóhann O. Bjarnason, Svarfaöarbraut 26, Dalvík. Jörundur Traustason, Grundargeröi 6i, Akureyri. Magnús G. Gunnarsson, Hlíöargeröi 8, Reykjavík. Margrét Ólafsdóttir, Suöurbraut 16, Hafnarfiröi. Óskar Hrafn Ólafsson, Sævangi 22, Hafnarfirði. Sigurjón Garöar Óskarsson, Heiöarbraut 3, Höfn. Sonja Gestsdóttir, Hamrabergi 10, Reykjavík. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Suðurgötu 80, Hafnarfiröi. Þurtöur B. Siguröardóttir, Breiðvangi 7, Hafnarfiröi. 40 ára_________________________________ Dýrfinna Kristjánsdóttir, Þrúövangi 22, Hellu. Gestur Helgason, Fosshóli, S.-Þing. Guðni Þór Steindórsson, Þiljuvöllum 23, Neskaupstaö. Hafliði Óskarsson, Grundargarði 6, Húsavík. Kristín Guönadóttir, Valshólum 4, Reykjavík. Kristján Þór Bjarnason, Hrísalundi 16i, Akureyri. Malgorzata Wlodarczyk, Öldugötu 1, Rateyri. Ólafur Gunnþór Tryggvason, Einholti 8c, Akureyri. Rannveig Árnadóttir, Klettahlíð 4, Hveragerði. Örn Hilmarsson, Vættaborgum 130, Reykjavík. Jaröarfarir Snjólaug Baldvinsdóttir frá Akureyri, sem andaöist í Hraunbúöum í Vestmannaeyjum, miövikudaginn 3.5. sl., verður jarösungin frá Landakirkju i Vestmannaeyjum laugardaginn 13.5. kl 11.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.