Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 59
67 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 !OV Tilvera Einar Ágúst vill ekki taka stórt upp í sig: Erum saklaus með ögrandi áherslum Einar Ágúst Víðisson, annar helm- ingur dúettsins sem kemur fram fyrir íslands hönd í Evróvisjón-keppninni í kvöld, kvaðst í samtaíi við DV ánægð- ur með athyglina sem íslenska lagið hefði fengið jafnt erlendis sem hér heima. „Það eru svo margir spek- úlantar búnir að spá laginu góðu gengi í keppninni að maður er ekki kominn almennilega niður á jörðina. Maður fer eiginlega hjá sér. Ég held að ísland sé líka í tísku í dag og svo ;fáum við heilmikla athygli út á árang- ur Selmu í fyrra,“ sagði Einar Ágúst. í gær var íslensku keppendunum og aðstandendum þeirra boðið í veislu í íslenska sendiherrabústaðnum í Stokkhólmi. Þar var boðið upp á mat og drykk og segist Einar aldrei hafa séð neitt þessu líkt fyrr. En hvað segir Einar um hina kepp- endurna? „Hollenska stúikan hefur vakið á sér mikla athygli og margir halda að hún sé hreinlega að fara yfir um. Hún færi eflaust úr að neðan ef því væri að skipta. Þýsku keppendumir hafa líka verið áberandi en ég held að þeir séu meira að gera grín að Evróvisjón- keppninni almennt." Um sviðsframkomu og útlit vill Einar lítið segja en bætir þó við að sakleysið verði í algleymingi með „mjög ögrandi áherslum". Einar vill að lokum þakka stuðn- inginn og segir mjög jákvæða umíjöll- un um keppnina i fjölmiðlum síðustu 2-3 ár skipta sköpum. „Ég vil nú ekki taka svo stórt upp í mig að segja við íslendinga að hafa engar áhyggjur og að við reddum þessu. Ég get þó sagt fyrir víst að það er enginn sviðs- skrekkur í mér.“ -KGP Einar er ánægöur meö jákvæöa umfjöllun um Evróvisjón-keppnina í ár. Tvær Evróvisjón-keppnir sama daginn: Bakvarðasveitin á vakt - grípur inn í ef símkerfið hrynur I fyrra var sú breyting gerð á Evróvisjón-keppninni að áhorf- endur gátu í fyrsta sinn sest í dómarasætið og greitt atkvæði með þvi lagi sem þeim fannst eiga sigurinn skilinn. í ár verður sama fyrirkomulagið nema í Rússlandi og Rúmeníu þar sem enn er stuðst við hefðbundna dómnefnd. Dóm- nefndir hinna landanna hafa þó ekki geispað golunni heldur gegna þær hlutverki eins konar bakvarðasveitar sem dæmir lögin keppnin jafnvel þó kosningin sé ekki látin gilda. Ef álag á símkerf- iim verður of mikið þannig að pkki verði unnt að greiða atkvæði í gegnum símann grípur dóm- nefndin inn í og er úrskurður hennar látinn gilda. DV sló á þráðinn til Kristínar Bjargar Þor- steinsdóttur á kynningardeild Sjónvarpsins, sem jafnframt er ritari dómnefndar, til að forvitn- ast um íslensku dómnefndina. Kristín sagði afar strangar regl- ur gilda um það hverja mætti skipa í dómnefnd og þar skipti máli bæði faglegur vettvangur og aldur viðkomandi. Þegar dóm- nefndafyrirkomulagið var við lýði voru 16 manns í dómnefnd en í dag eru þeir helmingi færri eða 8. Reglumar sem farið er eftir við myndun dómnefndar kveða á um að helmingur hennar skuli vera fagfólk á sviði tónlistar og sá hóp- ur er yfirleitt kvaddur til starfans af Sjónvarpinu. Hin fjögur sætin eru síðan auglýst og getur al- menningur sótt um að fá sitja í nefndinni. Þá skal aldur dóm- nefndar vera á þá leið að helming- ur hennar sé undir og helmingur yfir þrítugu. Ekki fékkst uppgefið hverjir skipa dómnefndina að þessu sinni en hún mun mæta í Sjónvarps- húsinu á laugardagsmorgun og ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Stóra sviðið kl. 20.00: Áhugaleiksýning ársins 2000 - Leiklistarhópur Ungmennafélagsins Eflingar sýnir: SÍLDIN KEMUR OG SÍLDIN FER Höfundar: löunn og Kristín Steinsdætur. Leikstjóri: Arnór Benónýsson. í kvöld, örfá sæti laus. Athugiö aöeins þessi eina sýning. GLANNI GLÆPUR í LATA- BÆ eftir Magnús Scheving og Sigurö Sigurjónsson Sun. 14/5 kl. 14, 50. sýn, uppselt, aukasýning kl. 17, nokkur sæti laus, sun. 21/5 kl. 14, uppselt, sun. 28/5 kl. 14, nokkur sæti laus og kl. 17, sun. 4/6 kl. 14 og sun. 18/6 kl. 14. DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT eftir William Shakespeare 8. sýn. 17/5, örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 25/5, örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 26/5, örfá sæti laus, 11. sýn. lau. 27/5, nokkur sæti laus, 12. sýn. fim. 1/6, nokkur sæti laus. LANDKRABBINN eftir Ragnar Arnalds Fim. 18/5, nokkur sæti laus, fös. 19/5, nokkur sæti laus, lau. 20/5, miö. 24/5. KOMDU NÆR eftir Patrick Marber Miö. 31/5. Svninoin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. ABEL SNORKO BÝR EINN Eftir Eric-Emmanuel Schmitt Þri. 16/5, næst síöasta sýn, sun.21/5, sföasta sýning. Smíöaverkstæðiö kl. 20.00: VER MORÐINGJAR eftir Guömund Kamban Fös. 19/5, næst sföasta sýning og lau. 20/5, sföasta sýning. Litla sviöið kl. 20.30: HÆGAN, ELEKTRA eftir Hrafnhildi Hagalín Guömundsdóttur Sun. 14/5, fös. 19/5, lau. 20/5. Sýningum fer fækkandi. Llstaklúbbur leikhúsklallarans Mán. 15/5 kl. 20.30. KÚBUKVÖLD Kúba í máli og myndum, dansi og söng. Flutt veröur bundiö og óbundiö mál á spœnsku og íslensku af kúbverskum og fslenskum listamönnum. Ljósmyndir, dans og lifandi tónlist. Miöasalan er opin mán.-þri. kl. 13-18, miö.-sun. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. S. 551 1200 thorey@theatre.is Fyrir luktum dyrum Þegar bakvarðasveitin gengur út úr Sjónvarpshúsinu aö dómgæslu lok- inni á laugardagskvöld mun hún eiga aö baki tvær Evróvisjón-keppnir á einum og sama deginum. óskar eftir að ráða sendla á blaðaafgreiðslu. Aldur 13-15 ár, vinnutími 13.00-18.00. Upplýsingar í síma 550 5000, blaðaafgreiðsla. hefja undirbúning að því að dæma í svokallaðri forkeppni. Þar munu keppendur syngja í fullum skrúða frammi fyrir áhorf- endum og verða kynningar og skemmtiatriöi á milli söngatriða, alveg eins og um raunverulega keppni væri að ræða. Meira að segja dómnefndir allra landanna munu fá atkvæðaseðla í hendur og greiða atkvæði með lögunum til að athuga hvort allt sé í lagi. Hin eiginlega Evróvisjónkeppni sem hefst um kvöldið verður því önnur keppnin á einum og sama deginum. Ragnheiður Elín Clausen mun venju samkvæmt koma fram fyrir íslands hönd og lesa niðurstöður íslensku síma- kosningarinnar - eða dómnefnd- arinnar ef því er að skipta - en dómnefndin mun á sama tíma halda sitt eigið litla Evróvisjón- partí með snakki, pitsum og kóki -KGP Blaðbera vantar í eftirtaldar götur Reykjavík: Faxafen Fákafen Skeifan Njálsgata 30-62 Grettisgata 30-70 Laufásvegur Miðstræti Kópavogur: Skólagerði Hófgerði Furugrund Reynigrund. Upplýsingar á afgreiðslu DV í síma 550 5000. Lil -ibjiaaii<írlii,*,;iiiiÍ7u i ItnliiInlEiljÉHaliilH LE1KFÉLA6 AKURF.YRARI wm JLm JkJ* eftir Erskine Caldwell Þýðing: Jökull Jakobsson Leikmynd og búningar: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Ingvar Björnsson Hljóðmynd: Kristján Edelstein Leikstjóri: Viðar Eggertsson Næstu sýningar: laugardag 13. maí, föstudag 19. maí og laugardag 20. maí Ahorfendur á sýningu: Ólafur Hilmarsson: Stórkostleg sýning, sem höfðar til allra. 25% afsláttur til handhafa gulldebetkorta Landsbankans. Miðasalan opin alla virka daga frá kl. 13:00-17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.