Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 DV 5 Fréttir Héraðsdómur: Sýknaður af hnífsstungu DV. AKUREYRI:____________ Tvítugur karlmaður hefur í Hér- aðsdómi Norðurlands eystra verið sýknaður af ákæru um líkamsmeið- ingar og að hafa orðið þess valdur að hnífur stakkst í nára 22 ára manns, sem slasaðist alvarlega við það og missti mikið blóð. Rikis- saksóknari höfðaði málið og krafð- ist þess að ákærði yrði dæmdur til refsingar. Atburðurinn átti sér stað í íbúð- arhúsi á Þórshöfn í júní á síðasta ári og var talsverður gleðskapur og almenn ölvun i húsinu. Til átaka kom milli ákærða og tveggja manna í eldhúsi íbúðarinnar, og komu tveir menn þar að til að reyna að stilla til friðar. Annar þeirra var sá sem hlaut hnífsstungima. Ákærði bar að annar mannanna sem hugð- ist stilla til friðar hafi haldið sér aft- an frá, þegar þeim sem meiddist hafi verið hrint á sig, og hafi þá hnífur sem hann hélt á farið í nára mannsins. Hnifsstungan tók í sundur slagæð í nára mannsins sem missti 1-2 lítra af blóði og var illa á sig kominn þeg- ar læknir og lögregla komu á vett- vang. Hlúð var að manninum og hann síðan fluttur með sjúkraflugi til Akureyrar. Sá sem slasaðist sagði við yfir- heyrslur að þama hefði verið um al- gjört óhapp að ræða, og að hann og ákærði væru vinir. Niðurstaða dómsins var að sýkna ákærða, en málskostnaður, þar á meðal laun verjanda að upphæð 85 þúsund, var greiddur úr ríkissjóði. -gk Heima er best Davíö Oddsson forsætisráöherra hefur hætt viö sölu einbýiishúss fjölskyldu sinnar aö Lynghaga 5, aöeins fáum dögum eftir aö eignin var auglýst til sölu. Davíð Oddsson: Bakþankar vegna sölu Lynghagans - vildi fá 29 milljónir Davíð Odds- son forsætis- ráðherra er hættur við að selja einbýlis- hús sitt að Lynghaga, a.m.k. í bili. Lynghagi 5 var auglýstur til sölu á sunnudag og samkvæmt heimildum DV var ásett verð hússins 29 milljónir króna. Húsið er 273 fer- metrar að stærð. Auk stofu og borð- stofu eru þar sjö herbergi og fjöl- skylduherbergi með ami. Þá eru m.a. tvö baðherbergi í húsinu og gufubað. Davíð Oddsson hefur keypt lóð undir einbýlishús að Fáfnisnesi í Skerjafirði og hefur þegar látiö teikna fyrir sig hús á lóðinni. Skipu- lagsyfirvöld í Reykjavík hafa gefið grænt ljós á byggingu hússins en veita þurfti forsætisráðherra sér- stakt leyfi fyrir byggingunni þar sem hún var örlítið stærri en áður samþykktur byggingarreitur lóðar- innar bauð upp á. -GAR Davíb Oddsson forsætisráöherra Biskup íslands borgar lögfræðikostnað málshefjenda í Holtsmálinu: Biskupinn borgi - líka fyrir minn, „Ég vildi varla trúa þessu og þurfti að láta segja mér það oftar en einu sinni,“ segir séra Gunnar Bjömsson um ákvörðun biskups þess efnis að biskup muni borga lögfræðikostnað fyrir málshefjendur í umtöluðu máli á hendur séra Gunnari fyrr á árinu. Biskup íslands tilkynnti nýverið að hann myndi borga allan lögfræði- kostnað málshefjenda í Holtssókn i máli þeirra gegn séra Gunnari Bjömssyni, fyrrverandi sóknarpresti í Holtsprestakalli. Kostnaðurinn nemur um 1 milljón króna og er eins- dæmi að biskup borgi fyrir slíkan málarekstur. „Þetta gefur mér tilefni til að halda að miklu meira liggi á bak við þessa aðgerð gegn mér en það sem ég hafði áður talið,“ segir séra Gunnar sem nú dvelst sem sérþjónustuprestur á Berg- þórshvoli við ritstörf og þýðingar. Að sögn séra Gunnars er líklegt að lögfræðikostnaður hans sé meiri held- ur en málshefjenda enda naut hann lögfræðiaðstoðar í mun lengri tíma. segir séra Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprestur „Að sjálfsögðu þykir eðlilegt að biskup greiði einnig minn lögfræði- kostnað og i framtiðinni sambærileg- an lögfræðikostnað," segir haun. í samtali við DV sagði Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari að ekki lægi fyrir beiðni frá séra Gunnari Björnssyni um fjármögnun lögfræði- kostnaðar og þverneitaði hann fyrir að persónulegar ástæður lægu nokk- urs staðar að baki. „Ef og þegar slík beiðni berst þá munum við eflaust taka mjög jákvætt í hana, ekki síður en gert var í sam- bandi við sóknarbörnin í Holti,“ seg- ir Þorvaldur. Að sögn Þorvaldar er mál séra Gunnars og sóknarbarnanna for- dæmalaust og því ekki fyrir fram vit- að hver skyldi borga reikninga því tengdu. „Það eru alvarleg glöp í lög- gjöfmni en við verðum að hlaupa undir bagga því það veit enginn hver Séra Gunnar á að borga þessa reikninga," segir Séra Gunnar Björnsson er forviöa yfir ákvörðun biskups aö borga lögfræöi- hann. kostnaö fyrrverandi sóknarbarna hans í máli þeirra gegn honum. -jtr 28"CTV-9Z70 NICAM STEREO • ísl. textavarp • BLACK MATRIX myndlampi • 2 EURO SCART tengi • S-VHS inngangur • Fullkomin fjarstýring • Sjálfvirk stöðvaleitun : , „ . ...... . Stórirhljómmiklirhátalararaðframan • Allaraðgerðiráskjá • Heyrnartólatengi rmHbib

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.