Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 * Tilvera DV Allt frá því Sandra Bullock vann það sér til frægðar að keyra strætis- vagninn í Speed hefur hún verið í miklu uppáhaldi í Hollywood. Hún er hin dæmigerða ameríska mið- stéttarstúlka, fogur og skemmtileg og er laus við að vera á milli tann- anna á slúðurpressunni. Það hefur þó stundum farið í taugamar á henni hvemig hún er meðhöndluð í íjölmiðlum, staðreyndin er bara sú að það er fátt í fari hennar sem ekki er hægt að líka við. Sandra Bullock, sem er að hálfu þýsk, fæddist 26. júlí 1964. Faðir hennar John er raddþjálfari fyrir óperusöngvara og móðir hennar Helga var óperusöngvari. Hún á eina systur Gesine. Vegna starfa foreldra sinna var mikill flækingur á Söndru þegar hún var ung en hún eyddi siðan unglingsárunum í Arl- ington þar sem hún gekk í skóla. Árið 1985 þótti henni nóg komið af skólalærdómi og hætti í háskóla til að komast í skemmtanabransann. Eftir nokkur smáhlutverk í kvik- myndum var henni óvænt boðið hlutverk í sjónvarpsseríu, sem byggð var á kvikmyndinni Working Girl, var hún í hlutverki sem Melanie Griffith lék í myndinni. Ekki varð þessi sería langlíf og eftir margar prufur og mörg nei fékk hún loks stórt hlutverk á móti Sylv- ester Stallone í Demolation Man. Speed gerði svo gæfumuninn fyrir hana. Hér á eftir fer listi yfir þær kvikmyndir sem Bullock hefur leik- ið í: Love Potion no. 9, 1992 When the Party’s Over, 1992 The Vanishing, 1993 Demolation Man, 1993 Wrestling Emest Hemingway, 1993 The Thing Called Love, 1993 Speed, 1994 While You Were Sleeping, 1995 The Net, 1995 A Time To Kill, 1996 Two By Sea, 1996 In Love and War, 1996 Speed 2: Cruise Control, Hope Floats, 1998 Practical magic, 1998 Forces of Nature, 1999 28 Days, 2000 Gun Shy, 2000 Jon Voight leikur Roosevelt Tökur eru hafnar á stórmynd- inni Pearl Harbour, í leikstjóm Michaels Bay (The Rock, Arma- geddon), sem sjálfsagt á eftir að verða ein dýrasta kvik- mynd sögunnar. Framleiðandi myndarinnar er Jerry Bruck- heimer, sem hef- ur í mörgu að snúast þess dag- Jon Voight ana, en hann er Bregdur sér / einnig framleið- hlutverk andi Gone in 60 Franklins Delano Seconds sem Roosevelts. frumsýnd verð- ur í allt að 3000 sýningarsölum í Bandaríkjunum um helgina. Pearl Harbour fjallar um tvo herflugmenn og vini (Ben Affieck og Josh Hartnett) sem verða ástfangnir af hjúkrunarkonu (Kate Beckinsale). Aðrir leikarar eru meðal annars Cuba Gooding jr., Alec Baldwin, Tom Sizemoore og Jon Voight sem leikur Franklin Delano Roosevelt Bandaríkja- forseta. Þegar upptökur hófust var ekki búið að ráða I hlutverk forset- ans og var Voight því sá síðasti sem kom inn í stóran hóp þekktra leikara. Símaklefinn Eftir að Joel Schumacher hafði gengið lengi á eftir Jim Carrey til að fá hann til að leika í nýjustu kvikmynd sinni, Phone Booth, lét Carrey undan og víst er að hann tekur nokkra áhættu því um er að ræða spennudrama um mann sem fer inn í símaklefa. Um leið og hann tekur tólið upp heyrist rödd sem segir: „Ef þú leggur á verður þú skotinn." Ekki er ná- kvæmlega vitað hvernig Schumacher út- færir söguna en víst er að Carrey þarf að dvelja mestan hluta tímans við tökur á myndinni inni Jlm Carrey í símaklefa. Pho- Eyöir miklum tíma ne Booth verður ísímaklefa ekki dýr kvik- í næstu mynd í fram- kvikmynd sinni. ieiðslu og gerð af óháðum fram- leiðendum og Schumacher því trúr þeirri köllun sinni að gera jöfnum höndum dýrar (Batman and Robin, 8 mm) og ódýrar kvikmyndir (Flawless). Golfhetjur Robert Redford er þessa dagana að ljúka við nýjustu kvikmynd sina, The Legend of Bagger Vance, mynd sem hann bara leik- stýrir. Um er að ræða verkefni sem Redford hefur lengi verið með í gangi og gerist stuttu eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Stríðshetju (Matt Damon) er boðiö að leika við tvo mestu golfleikara heimsins, Bobby Jones og Walter Hagen. Til að koma lagi á spilamennsku sína fær hann til liðs við sig dul- arfullan kylfu- svein, Bagger Vance (WUl Smith). Myndin er tengd saman af sögu- manni sem Jack Lemmon túlkar. í stóru hlutverki er einnig Charlize Theron. Upprunalega ætlaði Red- ford sjálfur að leika stríðshetjuna en árin liðu og ekkert varð af fram- kvæmdinni og Redford varð of gamall fyrir hlutverkið. Áætlað er að frumsýna myndina 3. nóvem- ber. The Legend of Bagger Vance Will Smith og Matt Damon leika tvo kylfinga. Búin að klessukeyra brúðarbíl systur sinnar Sandra Bullock í hlutverki drykkfelldrar konu sem send er i afvötnun. Boiler Room í Bíóhöllinni: Ungir ríkir menn sem vilja verða ríkari Stjörnubíó sýnir 28 daga: Afleiðingar „ljúfa lífsins“ 28 dagar (28 Days) sem Stjörnu- bíó frumsýnir á morgun er er grá- glettin með Söndru Bullock í aðal- hlutverkinu. Leikur hún Gwen Cummings sem er vinsæll rithöf- undur. Hún er mikið fyrir sam- kvæmislffið, liflr hátt og er hrókur alls fagnaðar og á við áfengis- vandamál að stríða. Þegar Gwen er boðið í brúðkaupsveislu systur sinnar mætir hún blindfull, eyði- leggur brúðkaupstertu systur sinn- ar með því að detta á hana og sest drukkin undir stýri og klessukeyr- ir glæsibifreið sem systirin notar sem brúðarbil. Það þarf því engan að undra að Gwen er send í 28 daga afvötnun. Hún kynnist skrautlegu fólki sem kyrjar sér til heilsubótar. Þetta er ekki aðeins mikill tíma- punktur í lífi hennar í sambandi við brennivin. Hún þarf að læra að afneita ýmsum nútímaþægindum, til að mynda farsíma - þarf sem sagt að endurmeta líf sitt frá grunni. Hún kynnist litriku fólki meðan hún er í afvötnun, m.a. homaboltakappanum Eddie Ger- hardt, Roshanda og Bobbie Jean. Ráðgjafi Gwen, Cornell (Steve Buscemi) er ákveðinn að hjálpa henni að meta sjálfa sig betur. Villtir dagar að baki Komin í afvötnun og brosir framan í lífiö. Smám saman fer Gwen að kynnast lífmu betur og það sem meira er, hún verður sáttari við sjálfa sig eftir að hafa upplifað ýmislegt á 28 dögum. Auk Söndru Bullock leika í myndinni Viggo Mortensen, Dom- inic West, Diane Ladd, Elizabeth Perkins og Steve Buscemi. Leik- stjóri er Betty Thomas sem meðal annars leikstýrði Dr. Doolittle og The Brady Bunch Movie. -HK Þar sem allt snyst um penlnga Ben Afieck og Giovanni Ribisi í hlutverkum sínum í Boiler Room. ur hans gildnar. Seth er samt ekki eins og hinir. Hann er forvitinn og leyfir sér að kanna hvaðan peningarn- ir koma. í kjölfarið tekur hann slæm- ar ákvarðanir og stendur brátt í þeim sporum að vera í orðsins fyllstu merk- ingu í „heitu herbergi". Auk Giovanni Ribisi leika í mynd- inni Nia Long, Ben Afleck, Vin Diesel, Nicky Katt og Ron Rifkin. Leikstjóri er Ben Younger sem einnig skrifar handritið og er Boiler Room hans fyrsta kvikmynd. Byggir hann mynd sína á reynslu þegar hann vann sem lærlingur hjá verðbréfastofu. Giovanni Ribisi hefur leikið í mörg- um kvikmyndum og fer vegur hans vaxandi þessa dagana. Hann vakti fyrst athygli fyrir leik sinn í hinni umtöluðu subUrbia. Kvikmyndir sem hann hefur leikið í eru meðal annars Lost Highway, Saving Private Ryan, The Postman, Mod Squad og The Other Sister. -HK Heita herbergið eða Boiler Room er nafn á stað þar sem ungir menn, yfir- leitt ríkir, verða milljónamæringar á einni nóttu. Þetta er heimur hinna ungu metnaðarfullu og miskunnar- lausu fjármáladrengja í verðbréfa- heiminum sem ekkert er heilagt. Drengir sem lifa hátt og eiga fullt af „leikfóngum“. Inn í þennan heim kemur hinn nítján ára Seth Davis (Giovanni Ribbisi) sem hafði hætt í mennta- skóla og kemst hann fljótt í innsta hringinn í „Heita herberg- inu“. Seth á sér _______ tvenns konar tak- mark í lífinu. Að vinna sér inn eina milljón dollara og öðlast virðingu föður síns. Hingað til hefur honum ekki tekist þetta. í fyrstu er hann mjög ánægður með hlutskipti sitt innan um aðra stráka sem hafa sömu markmið. Hann stenst verö- bréfasalaprófið með glans og vinnur myrkranna á milli og bankareikning- Nia Long Ritarinn í heita herberginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.