Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 15
15 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 r>v Hagsýni Sumarbústaður í sveit: Holl sumarlandsins - fjölbreytnin er mikil og verö eftir því Mikið er að gera um þessar mundir hjá þeim aðilum sem smíða og selja sumarbústaði. Ým- ist er um að ræða innlenda eða innflutta framleiðslu og af nógu að taka. DV leitaði af handahófi til nokkurra þessara aðila til að gefa fólki örlitla hugmynd um hvað málið snýst. Kröfur fólks eru mismunandi og gæði húsanna og verð einnig mjög breytilegt. Ráðlegast er því að gera vandlega samanburð út frá eigin forsendum á verði og gæðum áður en ráðist er í húsakaup af þessu tagi. Heföbundin íslensk smíði Borgarhús hf. á Minni-Borg í Grímsnesi er eitt fjölmargra fyrir- tækja sem framleiða sumarbústaði á hefðbundinn hátt. Þeir afhenda þá á ýmsum byggingarstigum, en þá alltaf fullbúna að utan. Algengast er að þeir séu fluttir samsettir á end- anlegan grunn. Sem dæmi, þá er fer- metraverð á fullbúnum bústað án svefnlofts um 86 þúsund krónur. Þá er ekki meðtalinn kostnaður við að flytja hann á endanlegan stað. Fer- metraverð í slíkum bústað fokheld- um en fullbúnum að utan er um 55 þúsund krónur. Með svefnlofti er fermetraverðið á einangruðum og klæddum bústað um 95 þúsund krónur. Sjötiu fermetra hús af þess- ari gerð getur því kostað, tilbúið við verksmiðjuvegg, ríflega 6,6 milljónir króna. Norsk smíði - íslensk hönnun Reimar Charlesson er einn þeirra sem um árabil hafa selt íslending- um sumarhús undir nafninu RC- hús. Bæði er þar um hefðbundin sumarhús að ræða og íbúðarhús samkvæmt ströngustu kröfum. Reimar segir hugmyndina að þess- um húsum eiga rætur í norsk-ís- lensku timburhúsunum sem reist voru á ýmsum stöðum hér á landi um og eftir aldamótin 1900. Þeirra á meðal má nefna Ráðherrabústaðinn Lesendum svarað Sumarbústaöir. Mikiö framboð er af hverskyns sumarhúsum, bæöi sem framleiddum hérlendis og erlendis. við Tjamargötu sem upphaflega var reistur á Flateyri. Slík hús hafa stundum verið nefnd „katalóghús", þar sem efnað var niður í þau í Nor- egi og þau flutt ósamsett, tilsniðin með númeruðum viðum til islands. Nýju RC-húsin eru hönnuð hér á landi samkvæmt hugmyndum kaupenda. Þau em síðan löguð að ströngum kröfum og stöðlum timb- Timbur Hægvaxinn viöur meö þéttum árhringjum þykir eftirsóknarvert efni til húsageröar. urframleiðanda í Noregi og efnað í þau úr hægvaxinni fum. Það þýðir að timbrið er þétt í sér, vel þurrk- að og kvistalítið. Húsin em seld á ýmsum byggingarstigum. Sem dæmi um verð, þá kostar 73 fer- metra hús sem er hæð og ris með einum kvisti uppsett á byggingar- stað um 8,3 milljónir króna. Þar af má gera ráð fyrir að uppsetning kosti um 500 þúsund krónur. Sama hús upp- sett en einungis fullfrágengið að utan kostar rúmar 5,7 millj- ónir króna. Fyr- ir utan þetta verð er síöan kostnaður við sökkla og lóð. Einingunum í húsið fylgir allt sem til þarf svo hægt sé að klára smíðina, hvort heldur eru naglar eða annað. Innflutt bjálkahús Visthús að Klöpp í Reykholtsdal í Borgarflrði flytur inn bjálkahús frá Finnlandi og Eistlandi. Húsin koma niðursniðin tilbúin til upp- setningar. Ekki er alltaf talin þörf á að einangra þessi hús nema í loft og gólf. Guðjón Kristjánsson, eigamdi Visthúsa, segist vera búinn að kynna sér bjálkahús síðastliðin sjö ár. Hann segir flnnsku húsin gerð úr Lapplandsfuru sem er mun harðari, þéttari í sér og hægvaxn- ari en ræktuð fura af suðlægari slóðum. Guðjón segir mikilvægt í þessum efnum að vera svolítið sér- vitur og láta ekki rétta sér hvað sem er. Fermetraverð í þessum húsum uppsettum er um 50 til 60 þúsund krónur og ræðst m.a. af þykkt bjálkanna. Þá er verið að miða við brúttóstærð á húsi með svefnlofti sé um 90 fermetrar. Sökklar geta kost- að frá hálfri til eina milljón króna. Það þýðir að húsið, uppsett með sökklum, gæti kostað í kringum 5 milljónir króna fyrir utan innrétt- ingar, lagnir og lóö. Byko í Kópavogi flytur einnig inn finnsk bjálkahús, svokölluð Art- ichouse. Timbrið er einnig seinvax- in og þétt fura frá Lapplandi. Sig- urður Ingólfsson sölumaður segir útlit og húsagerðir af margvíslegum toga sem og þykkt og lögun bjálkanna. Þau eru afgreidd á ýms- um byggingarstigum allt eftir óskum kaupenda. Sem dæmi um verð á sliku húsi sem kallast Teno 98, gerð 1, þá kostar efnið i það með hurðum og gluggum komið á hafnarbakka í Reykjavík um 2.840.000. Er þá miðað við 140 millí- metra þykka bjálka, Þá er eftir að velja þakefni, taka tillit til flutnings á byggingarstað, uppsetning, grunnur, lóð, innréttingar, lagnir og einangrun ef menn velja slíkt. Þetta hús er með 40,6 fermetra neðri hæð, 28,6 fm efri hæð, 11,6 fm svölum og 16,4 fm ver- önd undir þaki. -HKr. Vanskil á gjöldum í hússjóð: Lesendur geta sent stuttar og gagnoröar spurningar á netfangiö dvritst@ff.is og merkt þær hagsýni. Best að semja við banka Gjaldkeri i húsfélagi hafði sam- band vegna vanskila á gjöldum í hússjóð. „Ég tók nýlega viö starfi gjaldkera í húsfélaginu minu. Þaó hefur verið mik- ið um aðfólk greiði hússjóðinn seint án þess að stjórnin hafi gert neitt i því. Sumir hafa jafnvel verió með ógreidda seðla í sex mánuói. Ég vil helst ekki aó þetta sé svona, mér fmnst það ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem alltaf greiða á réttum tíma. Hvemig teljiö þió hjá Húsráóum rétt aó húsfelagið bregð- ist viö ógreiddum hússjóösgjöldum?" Fanny Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Húsráða, svarar. Það er vissulega ósanngjamt gagn- vart öðrum í húsfélaginu að sumir kom- ist upp með að greiða ekki í hússjóð svo mánuðum skipti. Ef inneign er í hús- sjóði fara reikningar ekki i vanskil en þetta leiðir vitaskuld til þess að aðrir íbúar hússins greiða reikningana fyrir þá sem ekki standa í skilum. Ef hússjóð- urinn stendur tæpt getur vel farið svo að ekki sé til fjármagn til að greiða út- gjöld vegna reksturs hússins. Þá falla dráttarvextir og annar vanskilakostnað- ur á alla íbúana, einnig þá sem alltaf greiða sinn hlut i rekstrinum á réttum tíma. Gjöld í sameiginlegan hússjóð hafa sérstöðu að því leyti að fari þau í van- skil eignast húsfélagið eða aðrir eigend- ur lögveð í eignarhluta þess sem skuld- ar. Lögveðið tryggir þannig að krafan fáist greidd því lögveð felur í sér að krafan (ásamt vöxtum og innheimtu- kostnaði) gengur fyrir öðrum kröfum ef eignin er seld nauöungarsölu. Hins veg- ar er mikilvægt að benda á að lögveð þetta fellur niður innan árs frá stofii- un þess ef því er ekki fylgt eftir með lög- sókn eða því lýst við nauðungarsölu. Það heyrir m.a. undir skyldur stjóm- ar að innheimta hjá eigendum hlutdeild þeirra í sameiginlegum kostnaði. Stjóm- in skal varðveita og ávaxta fjármuni húsfélagsins á ábatasaman og tryggan hátt. Þegar stjóm húsfélags lætur undir höfuð leggjast að setja vanskil í inn- heimtu er hún að taka þá áhættu að lög- veðskröfúr falli niður og krafan inn- heimtist ekki. Fari svo fellur þessi kostnaður að sjálfsögðu á alla íbúa húss- .ins. Dæmi em um að húsfélög hafl þannig tapað háum fjárhæðum vegna þess að lögveð féllu niður og kröfúr fengust ekki greiddar. Þegar rætt er um að setja vanskiia- kröfur í lögfræðiinnheimtu koma gjam- an upp ákveðnar mótbárur hjá þeim sem að málinu koma: 1. Fólki flnnst það hörkuleg aðgerð að setja vanskil í lögfræðiinnheimtu. En hvers vegna ættu íbúar fjölbýlishúsa að þurfa að greiða reikningana fyrir ná- granna sína sem ekki standa i skilum? 2. Gjaldkerinn í húsfélaginu vill ekki vera í þeirri stöðu að ákveða hvenær vanskil „nágrannans“ eru sett í innheimtu. Það á heldur ekki að vera hans hlutverk að ákveða það og þurfa að svara fyrir slíkar ákvarðanir. Eðlilegast er að húsfúndur ákveði hvenær vanskil á að setja í innheimtu, eitt gangi yfir alla og gjaldkerinn hafi engin afskipti af þessu ferli (nema um alveg sérstakar aðstæður sé að ræða og þá sé það ákvörðun stjómar hverju sinni). Reynslan sýnir að vanskil minnka þegar meðferð þessara mála er i fóstum farvegi. 3. Fólk telur að þvi fylgi mikill kostnaður að setja kröfur í inn- heimtu. Það er skuldarinn sem þarf að greiða kostnað við innheimtu, ekki kröfúhaflnn (húsfélagið). Ýmsir inn- heimtuaðilar bjóða mikinn afslátt af innheimtukostnaði að því tilskildu að vanskilakröfur séu ekki allt of gamlar og þær greiðist innan ákveðins tíma. Bregðist fólk þvi fljótt við er kostnaður við innheimtuna ekki hár enda era þessar kröfúr almennt fremur lágar. Hér getur hlutverk gjaldkera og hús- stjómar verið að ná sem hagstæðustum samningum um innheimtukostnað og kemur það skuldurum til góða. Mikilvægt er að rekstur húsfélagsins sé í góðum farvegi á öllum sviðum þannig að hagsmuna heildarinnar sé gætt í hvívetna. Einn þáttur í því er að skynsamlega sé farið með vanskil í hús- sjóði. Best væri raunar ef húsfélagið gæti gert samning við bankann sinn um að kröfur færa sjálfkrafa í innheimtu eftir ákveöinn tíma (nema um alveg sér- stakar aðstæður væri að ræða). Þannig væri tryggt að kröfur fengjust greiddar, kostnaður við innheimtu væri lágmark- aður, gjaldkerar þyrftu ekki að hafa af- skipti af þessum málum og vanskil yrðu að öllum likindum minni. Að mörgu að hyggja: Rotþró er hluti af dæminu - standa rétt að uppsetningu Að ýmsu er að hyggja við byggingu sumarhúsa og þar eru skolpmálin ekki síst mikilvæg. Borgarplast framleiðir m.a. rotþrær fyrir sumarbústaði. Þar fengust þær upplýsingar að minnsta rotþró sem framleidd væri tæki 1500 lítra. Slík þró er talin duga fyrir hefð- bundna sumarbústaðamotkun fjög- urra til fimm manna fjölskyldu. Verð á slíkri þró með vsk. er 45.700 krónur. Ef mikil notkun er á sumarbústaðnum getur verið ráðlegt að taka stærri rot- þró. 1800 lítra þró kostar t.d. um 54.000 krónur. Miklu skiptir að farið sé að leiðbeiningum framleiðanda við upp- setningu. Ef það er gert á þróin að vera viðhaldsfrí. Sápu er algjörlega bannað að setja í rotþrær þar sem hún drepur gerla sem annast niðurbrot úrgangs í þrónni. Leiða þarf allt sápuvatn fram hjá þrónni. Ef rétt er staðið að öllu á þróin að mestu að hreinsa sig sjálf. Þó geta aðstæður verið þannig að dæla þurfi úr henni á tveggja til þriggja ára fresti og þá er vert að hugsa fýrir að- gengi dælubíls. -HKr. 40 tonna bjálkahús Trjábolirnir í bjálkahúsum eru massamiklir og hús sem er 50 til 60 fermetrar að grunnfleti og með svefnlofti getur verið 30 til 40 tonn að þyngd. Guðjón Kristjánsson, eig- andi Visthúsa í Reykholtsdal, segir þennan mikla timburmassa tempra hita og rakasveiflur, en skilyrði sé að á viðinn sé ekki borið annað en náttúruleg efni eins og viðarolíur. Guðjón mælir með bývaxi innan á veggi, en plastefni eyðileggi öndun- arhæfileika viðarins. Hann segir að samkvæmt kólnunartölum bygging- arreglugerða þyrfti heilsárs íbúðar- hús að vera með 33 sentímetra þykka bjálka. Slíkt er þó yfirleitt ekki gert og 204 millímetra bjálka telur Guðjón vel boðlega i heilsárs- hús án útveggjaeinangrunar. Það er þá háð mati byggingarfulltrúa á hverjum stað hvort slíkt er leyft. Hann segir að reynslan og rann- sóknir sýni þó að varmaþörfin í slíku húsi sé um 50% minni en kólnunartala gefi til kynna. -HKr. •PIÐ • til kl. 21.00 á fímmtudögum! LKC*\ M I SEl/lll R T H 6 SISR UPPLÝSIHGASÍMl 588 7788 SKRIFSTOFUSÍMI 568 9200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.