Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000
37
Tilvera
Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir, Rannveig Fríða
Bragadóttir, Kristján
Jóhannsson og Krist-
inn Sigmundsson
syngja í fyrsta sinn
saman á Stórsöngv-
araveislu í Laugar-
dalshöllinni í kvöld
Laugardalsshöllin iðar af lífi. Undir-
búningur undir hátíðartónleika í til-
efrii af 30 ára afmæli Listahátíðar
stendur sem hæst. Sungnar verða perl-
ur úr óperubókmenntunum og flytj-
endur eru hinir ástsælu söngvarar
Kristinn Sigmundsson, Kristján Jó-
hannsson, Rannveig Fríða Bragadóttir
og Sigrún Hjálmtýsdóttir. Tónleikamir
eru í Höllinni í kvöld og lýku Lista-
hátíð með þeim.
Hljóðfæraleikarar eru að standa upp
til að fara í pásu og stórsöngvaramir
em allir niðursokknir í samræður hér
og hvar um salinn. Mikið er um að
vera svo blaðamaður nýtir tímann til
að fylgjast með söngvurunum. Söng-
konurnar em smávaxnar og ofurfmleg-
ar meðan karlsöngvaramir em miklir
og þreknir og alltaf kemur jafnmikið á
DV-MYND TEITUR
Kátt í Höllinni í kvöld
Stórsöngvararnir Kristján Jóhannsson, Sigrún Hjálmtýsdóttir, Kristinn Sigmundsson og Rannveig Fríöa Bragadóttir
syngja saman í Laugardalshöllinni í kvöld.
söngvarar leggi mikið upp úr því að fá
viðbrögð og hvatningu áhorfenda. Hún
segir dagskrána i kvöld afar vel sam-
ansetta, glansaríur og svo minna
þekktar aríur inn á milli. vt
Timinn er útrunninn. Nú þarf Rann-
veig Friða líka að hverfa á æfmguna
og við göngum niður í sal.
Alætur á tónlist
Meðan Kristinn og Kristján syngja
dúett úr Don Carlo eftir Verdi nær
blaðamaður að lauma spurningu að
Diddú og Rannveigu Fríðu.
Hver er uppáhaldstónlistin ykkar?
„Barrokkmúsík og dægurlög, gömul
dægurlög sem ég hafði gaman að þegar
ég var unglingur. Ég er svo heppin að
dætur mínar sem nú em unglingar
hafa nákvæmlega sama smekk.“ svar-t~
ar Diddú að bragði. „Ég er alæta,“ seg-
ir Rannveig Fríða, „barrokktónlist,
Mozart, ég er Mozartsjúk líka. Ég
hlusta mjög mikið á allskonar tónlist. í
fyrrasumar hlustaði ég mikið á
Madonnu, mér finnst tangómúsik mjög
skemmtileg," og svo heldur hún áfram
að telja upp allt milli himins og jarðar
á tónlistarsviðinu. „Um helgar þegar
ég er að elda hlusta ég mikið á óperu-
forleiki," segir Diddú, „ég inspírerast
svo af því við matseldina." „Mér finnst
líka mjög gaman að hlusta á eldri upp-
tökur af ópemaríum, upptökur með
fólki sem hætt er að syngja," bætir
Rannveig Fríða við.
Söngurinn er ástríða
óvart hvað Kristinn er stór.
Diddú þarf að æfa smávegis með
flautuleikaranum í pásunni en blaða-
manni tekst að ná Rannveigu Fríðu,
Kristni og Kristjáni afsíðis í örlítið
spjall.
Æfmgar hófúst á mánudaginn. „Um
leið og við vorum búin að taka ofan
fluggrimumar,“ segir Rannveig Fríða.
Þau Kristján em að syngja saman í
fyrsta sinn. „Það var alveg rosastuð í
gær, alveg meiriháttar" segir Kristján
og svo hlæja þau heil ósköp en fjölyrða
ekki um í hverju þetta stuð var fólgið.
„Við Kristinn höfum ekki sungið sam-
an i 15 ár svo það var alveg kominn
tími á það.“ bætir Kristján við.
Það virðist vera mikill hugur í
söngvumnum. „Það er alltaf hugur í
marrni þegar maður er að gera það sem
maður hefúr gaman af,“ segir Kristinn.
„Það em líka svo mikil forréttindi að
fá að starfa við það sem maður vildi
helst, fá borgað fyrir hobbíið!"
„Það er ákaflega gaman að heyra
svona komment," bætir Kristján við,
„því margir kollegar okkar eru sífellt
að kvarta og gera sér ekki grein fyrir
þeim forréttindum sem það er að hafa
í raun hobbí af atvinnunni og alla
þessa ánægju."
Ekki hægt að skilja söngvar-
ann frá manninum
Ákváðuð þið einhven tima aö veróa
óperusöngvarar eóa atvikaðist það bara
þannig?
Ranveig Friða verður fyrst til svars:
„Ég tók aldrei þá ákvörðun, ég er eig-
inlega ekki búin að taka hana enn þá,
ég er stundum að hugsa hvort ég ætti
að fara að læra eitthvað annað.“ Nú
heyrist hrossahlátur í Kristni og Krist-
jáni. „Að vera söngvari er i raun ekki
atvinna," heldur Rannveig Fríða
áfram, „Það er ástríða. Þú getur aldrei
aðskilið þig og söngvarann. „Þetta er
svipað og Halldór Blöndal sagði einu
sinni um framsóknarmenn," bætir
Kristinn við, „framsóknarmenn em
ekki framsóknarmenn af hugsjón held-
ur innræti,“ og nú hlær Kristján rosa-
lega.
Nú er tími Kristins mnninn út, æf-
ingin heldur áfram og hann þarf að
mæta niður í sal. Kristján og Rannveig
Fríða sitja aðeins áfram. Þau gleyma
sér um stund í evrópsku ópemslúðri
sem blaðamaður botnar ekkert í en
Kristján heldur áfram á alvarlegri nót-
um: „Ég fór í fyrsta skipti að sjá óperu
í fullri lengd þegar ég var hér í Reykja-
vík í námi. Það var 1975 ef ég man rétt,
Carmen í Þjóðleikhúsinu. Þar söng
minn ágæti frændi Magnús Jónsson.
Þá um nóttina ræddum við Magnús
þetta út og suður og ég ákvað að verða
ópemsöngvari. Ég var bara í bisness
og leið ágætlega en ákvað að verða óp-
emsöngvari og það vom nú ekki allir
sammála mér um það.“
Hvernig tilfinning er fyrir söngvara
sem syngja mest erlendis aó syngja
heima?
„íslendingar eru bæði mjög þakklát-
ir og mjög kröfuharðir áheyrendur,"
segir Kristján og Rannveig Fríða tekur
undir. „Þeir taka okkur samt yfirleitt
mjög vel, að minnsta kosti þegar vel
tekst til en íslenskir áheyrendur em
mjög kritískir," heldur Kristján áfram
og Rannveig Fríða bætir við: „Mér
finnst að þessu leyti íslenskir áheyr-
endur ekkert öðruvísi en erlendir og
þeir fylgjast mjög vel með, hlusta mik-
ið á plötur."
„Þeir geta ekki farið í óperuhús á
hverju kvöldi og séð toppuppfærslur
en þeir hafa tónlistina heima á geisla-
diskum," segir Kristján og er rokinn.
Við Rannveig ræðum svolítið um
dagskrána í kvöld og muninn á því að
syngja á tónleikum og í ópem með
leik. Rannveig segir að í leik sé auð-
veldara að útiloka áhorfendur heldur
en á tónleikum en jafiiframt að sumir
Að lokum eru söngkonumar spurð-
ar hvað þær syngi í frístundum, t.d.
þegar þær eru að elda mat og í baði.
Þær byrja á að skella upp úr. „Ég syng
aldrei i baði,“ segir Diddú svo. „Oftast
þegar ég syng í baði er ég að undirbúa
mig og læra eitthvað fyrir tónleikafcg
bara að nota tímann tO að æfa mig,“
segir Rannveig Fríða. „Það er sérstak-
lega gott hér á íslandi þvi gufan er svo
góð fyrir röddina en ef ég er í fríi þá
syng ég ekki i baði.“
Nú em leikar famir að æsast í
dúettinum hjá Kristni og Kristjáni svo
við heyrum ekki vel hver í annarri og
slítum talinu. Áður en blaðamaður yf-
irgefur Laugardalshöllina hlustar hún
á hljómmikinn og fagran söng Rann-
veigar Fríðu í „0 don fatale" úr Don
Carlo eftir Verdi.
Þeir em heppnir sem náðu sér í
miða og verða i Laugardalshöll í kvöld.
-ss
Börn í þýskunámi viö Háskóla íslands:
Það er leikur að læra
DVTYIYNDIR HILMAR ÞÓR
Ungu þýskunemarnir stilltu sér upp meö glööu geöi fyrir Ijósmyndara DV. Peter WeiB er nokkurn veginn fyrir miöju en
Jens Mertens er lengst til hægri.
Annað slagið berast fréttir utan úr
heimi af ofurnemum sem hleypt er inn
fyrir þröngar dyr háskólanna. Nú
bregður aftur á móti svo við að Háskóli
íslands er uppfullar af bömum allt frá
sex ára aldri sem leggja stund heim-
speki, stærðfræði og tungumál. í stofú
304 í Ámagarði kenna Peter WeiB og
Jens Mertens krökkunum þýsku.
Mörgum þykir eflaust það sætq
nokkurri furðu að bömin skuli setjast
á skólabekk strax að loknum strembn-
um námsvetri, en Peter leggur áherslu
á að ekki sé um hefðbundið nám að
Jens Mertens bregður á leik
Hann og Peter kenna þeim land-
fræöileg heiti um leiö og þeir út-
skýra staöhætti í Þýskalandi.
ræða: „Þetta er háskólakennsla en líka
sumarkennsla. Við leggjum áherslu á
að það sé leikur að læra. Við blöndum
saman tungumálakennslu og leikjum,
og fórum í útileiki okkur til hressing-
ar.“ En hvemig skyldi farið að því að
kenna bömum allt niður í sex ára ald-
ur þýsku: „Það er auövitað mjög sér-
stakt, sum þeirra kunna varla að
skrifa. Þýskan er þó ekki jafn erfið og
eldri krakkar halda. Við leggjum
áherslu á að kynna, með yfsiloni,
tungumálið með söng og leik en forum
litið í málfræðina hjá þeim yngstu.
Krakkamir em allir mjög áhugasamir
og því afskaplega gaman að kenna
þeirn."
Háskólinn hefur verið duglegur að
opna sig á menningarárinu en hver
skyldi tilgangurinn vera að hleypa jafn
ungum nemendum inn og raun ber
vitni: „Háskólinn er allra óháð því
hvort menn sitja á skólabekk eður ei.
Það er afskaplega jákvætt að skólinn
sé kynntur i samfélaginu - og bömin
tilheyra því. Þótt 20 ár líði verður auð-
veldara fyrir þessa krakka að sækja
fyrirlestur í háskólann en ella. Annars
er þýskukennslan ekki undirbúningur
fyrir BA-nám þótt við yrðum þakklátt-
T-
Tungumálaspekúlantar
Þær Rannveig Elba Magnúsdóttir og Þór-
dís Björnsdóttir eru miklir tungumála-
spekúlantar þrátt fyrir ungan aldur.
ir ef einhverjir hæfú slíkt nám síðar.“
Vinkonumar Rannveig Elba Magn-
úsdóttir og Þórdís Bjömsdóttir em
orðnar ellefu ára og því með eldri nem> -
endum í þýskukennslunni, og era þær
báðar miklar tungumálamanneskjur.
Þórdís átti heúna i Danmörku í átta ár
og talar því reiprennandi dönsku, en
einnig nokkuð í ensku og er nú að læra
þýsku: „Mamma ráölagði mér frekar
að læra þýsku en frönsku sem mig
langar lika að læra. Svo kann ég að
telja upp að 100 í japönsku." Rannveig
Elba á perúska móður og talar því góða
spænsku en kann einnig ýmislegt fyrir
sér í ensku og er að læra frönsku auk
þýskunnar. Hún er einnig með fram-
tíðarplönin á hreinu: „Ég ætla að
kunna 15 tungumál og vera vísindt?-'
maður við háskóla.“ Þórdís tekur und-
ir þetta en vill jafnvel verða uppfinn-
ingamaður. Stöllumar em líka í heim-
speki við háskólann en finnast þeir
tímar ansi skrýtnir: „Við lærum bara
bull.“ -BÆN