Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 Fréttir JOV Rannsókn vestanhafs gefur von sykursjúkum sem þurfa insúlín daglega: Tilraunin lofar - segir Ástráður Hreiðarsson, yfirlæknir göngudeildar góðu fyrir sykursjúka „Þetta virðist ganga betur en flest sem gert hefur verið áður í þess- um efnum. Menn eru auðvitað bara að þreifa sig áfram,“ sagði Ást- ráður Hreiðarsson, yfirlæknir á göngu- deild fyrir sykur- sjúka á Landspítal- anum, aðspurður um fregnir um að 7-8 sykursýkisjúk- lingar vestanhafs hafi ekki þurft að Astráður Hreiðarsson Yfirlæknir göngudeildar sykursjúkra. sprauta sig með insúlíni í 4-15 mán- uði. Hér er um að ræða rannsóknar- verkefni sem Ástráður segir að lofi góðu en á þessu eru margir óvissu- þættir. Ástráður segir að ný aðferð sé komin fram við að einangra frumur úr brisi. í umræddri rannsókn voru frum- ur teknar úr heiladauðu fólki,“ seg- ir Ástráður. „Frumumar voru sett- ar í 7 eða 8 sjúklinga með nýrri að- ferð við að einangra frumurnar úr brisinu á hinum heiladauðu. í til- raunum nú voru frumur teknar úr tveimur einstaklingum. Hér er því um stærri skammt að ræða en notaður hefur verið áður. Þarna hafa menn síðan notað þrenns kon- ar ónæmisbælandi lyf, tiltölulega ný og kröftug." Ástráður segir að tilraunin lofi góðu. Þó að 7-8 einstaklinar hafi ekki þurft að fá insúlín í 4-15 mán- uði verði að hafa i huga að takmörk- un sé á öllu framboði á frumum úr heiladauðu fólki. Hins vegar bendir hann á að í framtíðinni sé vonast til að hægt verði að rækta frumur, kannski í stórum stU, og meðhöndla þá þannig að líkaminn og ónæmis- kerfið snúist ekki gegn þeim. „Þetta er á rannsóknarstigi enn þá. Síðan vitum við ekki hvort það eru einhverjar slæmar aukaverkan- ir af þessum ónæmisbælandi lyfj- um. En vissulega er þetta spor í rétta átt ef það tekst að gera þetta enn frekar. Það er sérstaklega verið að vinna að þessu víða um heim,“ sagði Ástráður. Á íslandi eru um 500 einstakling- cir með sykursýki af tegund 1 sem sprauta sig allt að íjórum sinnum á dag með insúlíni. -Ótt Stærstu tónleikar á íslandi um helgina: Gríðarlegt umfang - segir Björn Steinbeck, framkvæmdastjóri Reykjavík Music Festival Reykjavík Music Festival verður haldin nú um hvítasunnuhelgina í Laugar- dalnum. Aðstandendur segja miðasölu ganga vel. „Þetta verða stærstu tórúeikar sem hafa nokkum tíma verið haldnir á íslandi. Til þess að finna einhvem samanburð verðum við að lita til hátíðarinnar UXA sem var ein sú stærsta sem haldin hafði verið á íslandi. Sú hátíð kem- ur aftur á móti til með aö falla í skuggann af þessari, en Reykjavík Music Festival verður þrisvar sinnum stærri,“ sagði Bjöm Stein- beck, einn af aðstandendum hátíð- arinnar, sem mun verða haldin nú um hvítasunnu- helgina. Há- tíðin er hluti af Reykjavík menningar- borg árið 2000 og er hugar- fóstur Stein- ars Bergs og Skúla Helga- sonar. Hug- myndin fædd- ist fyrir einu og hálfu ári slðan og strax frá upphafi stóðu vonir til að hægt yrði að tengja há- tíðina menningarborginni. Það gekk eftir og nú um helgina munu íslendingar fá tækifæri til þess að berja afraksturinn augum. „Skipu- lagning hátíðarinnar hefur staðið síðan seint á síðasta ári og í byrj- un janúar hófum við að bóka hljómsveitir og plötusnúða. Sam- tals koma fram 66 hljómsveitir eða plötusnúðar og þar af þurfum við að fljúga með um 260 manns til landsins,“ bætti Bjöm við. Tvö risatjöld - En var ekki erfitt að ná saman öllum þessum skemmtikröftum? “Nei, þótt það hljómi ótrúlega þá duttu flest þessi bönd í hendumar á okkur. Flestir sem við höfum bókað nú um helgina vom æstir í að koma til íslands og hafa sumir hverjir ákveðið að nota ferðina til þess að kynnast landi og þjóð. Til að mynda ætlar Ray Davis að eyða hér þremur dögum. Síðan eru að sjálfsögðu nokkrir listamenn sem hafa ekki tök á því að stoppa lengi og munu aöeins staldra við í einn sólarhring. Öllum skemmtikröft- unum verður komið fyrir á hótel- um víðs vegar um bæinn og það eru líklega 120 herbergi sem fara í að hýsa þetta fólk. Sem betur fer skilja skemmtikraftamir að þetta er „festival" sem þýðir að það þarf aðeins að slaka á sérkröfum og láta sér minna duga en gengur og ger- ist - með öðrum orðum höfum við ekki orðið að flytja inn sérstakt sódavatn handa neinum,“ segir Björn í kímnitón. Til stendur að reisa tvö risatjöld i Laugardalnum undir hátíðina en einnig verður tónleikahald í bæði Laugardalshöllinni og Skautahöll- inni. Skipuleggjendur segja sölu á miðum vera langt komna og að þeir hlakki hvað mest til að sjá þúsundir manna skemmta sér í friði og spekt um helgina. -ÓRV Björn Steinbeck, einn aöstandenda tónleikanna. DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON Hraustleg átök Þeir tókust hraustlega á, ungu Stokkseyringarnir í koddaslagnum á sjómannadaginn. Hörð átök á bryggjunni DV, STQKKSEYRI: Þó að enginn bátur rói lengur frá Stokkseyri þýðir það ekki að íbúar þar séu hættir að halda upp á sjómannadaginn. Útgerð á sér djúpar rætur á staðnum og þó aö bátar séu hættir að leggja þar upp er enn fjöldi manns búsettur á Stokkseyri sem stundar sjóinn frá Þorlákshöfn. Á sjómannadaginn gerðu Stokkseyringar sér ýmislegt til skemmtunar, m.a. var farið í koddaslag á bryggjunni og þar var lítið gefið eftir. -NN Borgarnes, blómstrandi byggö á Vesturlandi Borgarfjarðarbrúin kom 1981, Hval- fjarðargöngin 1998 og nú bíða menn eftir væntanlegri Sundabraut yfir Kollafjörð undir Esjuhlíðum til að stytta vegalengdirnar enn frekar. Straumur vestur á land Eftirspum eftir húsnæði i Borgar- nesi, á Akranesi og á Kjalamesi í Grundarhverfi svokölluðu virðist aukast jafnt og þétt en aukning er í sölu fasteigna á öllum stöðunum. Þró- unin hófst fyrir rúmu ári. Samhliða eftirspurninni fæst hærra verð fyrir húseignimar. í Borgarnesi er ráðist í húsbyggingar eftir nokkuð langt hlé en þar hefur ekki verið byggt um nokkurt skeið. Á Akranesi er eftir- spurn mun meiri en framboð en yfir- standandi byggingaframkvæmdum er ætlað að bæta úr húsnæðiseklunni. Byggðin styrkist og eina vandamálið er að leigumarkaður er of lítill. Þetta kemur heim og saman við þá þróun að um leið og vegalengdir stytt- ast, víkka borgarmörkin út og nýir bæir falla undir úthverfi borgarinnar. - Nú er ekki lengur talað um 40 til 60 km fjarlægð frá höfuðborginni heldur nálægð. -HH Viðskiptavakt ríkis- verðbréfa komið á í gærmorgun var skrifað undir samning hjá Lánasýslu ríkisins um samningsbundna viðskiptavakt ríkis- verðbréfa. Hér eftir hafa Kaupþing hf., Búnaðarbanki íslands hf., íslands- banki-FBA hf. og Sparisjóðabanki ís- lands hf. heimild til að kalla sig „Við- urkennda viðskiptavaka ríkisverð- réfa“. Viðurkenndir viðskiptavakar munu setja fram kaup- og sölutilboð i fjóra ílokka rikisverðbréfa. Þar af eru þrír flokkar verðtryggðra spariskír- teina og einn flokkur óverðtryggðra rikisbréfa. Þessir flokkar era RS03- 0210/K, RS05-0410/K, RS15-1001/K og RB03-1010/KO. Viðskiptavakar munu setja fram kaup- og sölutilboð að fjárhæð 30 milljónir króna hvert í ofangreinda flokka og verður bil á milli kaup- og söluboðanna aldrei meira en 7 basisp- unktar. Þegar til viðskipta kemur verða tilboðin endurnýjuð innan 10 mínútna, allt þar til viðskipti í hverj- um flokki ná 300 milljónum króna. Möguleg heildarviðskipti innan dags gætu því numið 4.800 milljónum króna. Samningurinn tók gildi í dag og gildir til 31. maí 2001. Það er trú Lána- sýslu ríkisins og Viðurkenndra við- skiptavaka að þessi samningur, ásamt bættri upplýsingagjöf, muni leiða til stóraukinna viðskipta með ríkisverð- bréf og treysta verðmyndun á skulda- bréfamarkaði fyrir aðra útgefendur. Tilboð verslana Hraðbúðir ESSO Tilboöin gilda til 30. júní. 0 Sóma lasagna, 250 g 249 kr. 0 Sóma köld samloka 179 kr. 0 Kók 1/2 I og lítlll Pringles 179 kr. 0 Leo súkkulaöikex 49 kr. 0 Mónu Buffaló 59 kr. 0 Maryland Haxelnut 97 kr. 0 Maryland Coconut 97 kr. 0 Star Wars-fígúrur 995 kr. 0 Grilfkeramlks telnar, 60 stk. 895 kr. 0 Regnslá frá pohcho m/hettu 100 kr. Nettó Tilboöin gllda á meöan blrgölr endast. 1 0 Bautabúrsbelkon 799 kr. 0 Egg frá Noröuregg 290 kr. 0 Nivea hrelnsiklútar, 25 stk. 298 kr. 0 Kellogs crlspix honey 249 kr. 0 Klms salt & pipar 198 kr. 0 Kims paprikukartöfíufíögur 198 kr. 0 Kims saltkartöfíufíögur A 198 kr. U o © UDpgrip-verslanir Olís Tilboöin gilda út júní.; 0 Mónu Rommy, 24 g 35 kr. 0 Toffee Crisp, 3 stk. 150 kr. 0 Mónu kókosbar 35 kr. 0 Marabou mjólkursúkkulaöi 95 kr. 0 Marabou appelsínukrókant 95 kr. 0 Marabou mjólkurkrókant 95 kr. 0 Marabou myntu 95 kr. 0 Char Broil feröakolagrlll 2190 kr. Q Char Broil harmborgarakarfa 950 kr. \ 10-11 Tllboöin gilda til 14. Júní. 0 GriHborgari BBQ 398 kr. 0 Grillborgari honey/mustard 398 kr. 0 Goöi þurrkr. grillsneiöar 824 kr.kg 0 Goöi þurrkr. lærisnelöar 1019 kr.kg 0 Sprite, 21 149 kr. 0 Hunts BBQ sósur, 3 teg. 128 kr. 0 Hunts tómatsósa 128 kr. 0 Frosnir maísstönglar 198 kr. 0 Þ.B. skrúfur meö paprlku 198 kr. 0 Sport Lunch súkkulaöi 58 kr. Bónus Tilboöin gilda til 11. júní. 0 Soöinn hangiframpartur 999 kr.kg 0 Soönir sviöahausar 499 kr. 0 Sviöasulta 799 kr.kg 0 Bónus kornbrauð 99 kr. 0 Pripps léttöl, 500 ml 39 kr. 0 Pascual jógúrt, 500 ml 159 kr. 0 Kókómjólk, 18*1/4 1 759 kr. 0 Muffins, 200 g 229 kr. 0 Colgate tannkrem 159 kr. 0 Royal oak grillkol 199 kr. Samkaui Tilboöln gllda tll 11. júní. 0 Svínabógur 379 krkg 0 Svínahnakki úrb. 789 kr.kg 0 BKI lúxuskaffí, 500 g 259 kr. 0 Jolly cola, 0,51 89 kr. 0 FDB agúrkusalat, 720 g 79 kr. 0 FDB rauörófur, 720 g 69 kr. 0 Danish makríl fíök, 125 g 49 kr. 0 MIO blelur tvöfaldur 1195 kr. 0 Svínahryggur 595 kr. kg 0 Svínahnakkl m/belnl 489 kr. kg Tilboöin gilda til 14. júní. 0 1 kgSS pylsur og 0 Feröabók Gunna og Felix 898 kr. 0 Ungbautagrillborgari 99 kr.stk. 0 Eldfugls Buffaló vængir 796 kr. 0 Eldfugls BBQ vængir 796 kr. 0 Eldfugls hunangsl. læri 796 kr.kg 0 Kampavínsl. lambakótil. 751 kr.kg 0, Kampavinsl. lambalsn. 1198 kr.kg 0 Kjarnafæöi hrásalat 119 kr. 0 Kjarnafæöi kartöflusalat 119 kr. 11-11 Tilboöin gilda tll 21. júní. 0 Bratwurst grlllpylsur 599 kr.kg 0 Svínasnitsel m/ostafyll. 289 kr. 0 BBQ lambalærissnelöar 1498 kr.kg 0 BBQ svínakótllettur 1298 kr.kg 0 Bökunarkartöfíur í álpappír 139 kr. 0 Brazzl, 2 pk. app./epla 199 kr. 0 Carlsberg Pilsner, 500 ml 59 kr. 0 Gevalla kaffi, rauöur, 500 g 229 kr. 0 Bounty eldhúsrúllur 389 kr. 0 Florídana safar, 3 pk. 169 kr. Tilboöin gilda til 21. júní 0 Hamborgarar, 4 stk. og 0 10 stk. pylsur 499 kr. 0 Óöals svínapura 499 kr.kg 0 VSOP helgarsteik 999 kr.kg 0 Amerettó steik 999 kr.kg 0 Koníaksm. sv. kótil. 999 kr.kg 0 Pascual jógúrt, 500 g 179 kr. 0 Freyju súkkulaöl, 4 teg. 109 kr. 0 Freyju súkkulaöl, 4 teg. 199 kr. 0 Nóa mattabitar 369 kr. Nóatun Tilboöin gilda meöan birgöir endast. 0 Mexíkó hryggur 918 kr.kg 0 Mexíkó lærissneiöar 1239 kr.kg 0 Mexíkó svínalmsneiöar 878 kr.kg 0 Mexíkó svínakótilettur 1079 krkg 0 Bökunarkartöfíur, 1 pk. 99 kr. 0 Hrísfíóö, 200 g o A 219 kr. U o ©

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.