Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Page 17
17 FTMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 x>v Dillandi hljóðfall Leifur Þórarinsson. Þorkell Sigurbjörnsson. Atli Heimir Sveinsson. Á mánudagskvöldið var komið að Kammersveit Reykjavíkur í tón- leikaröð Tónskáldafélags íslands, og voru frumílutt tvö verk, Krist- allar 2(000) eftir Pál P. Pálsson og MM eftir Jónas Tómasson. Hið fyrra minnti 1 upphafi á einhverja ónefnda sinfóníu eftir Shosta- kovich, stíllinn létt nýklassískur, tónmálið auðskiljanlegt og hljóma- gangurinn kunnuglegur. Hljóðfall- ið var liflegt og var tónlistin fram- an af hin áheyrilegasta. En er á leið missti hún flugið og fékk maður á tiifinninguna að tónskáldið hefði lent í vandræðum með framvindu verksins. Úrvinnsla grunnhug- myndanna var ekki sannfærandi og var tónsmíðin í heild ekki nógu markviss. Öllu hnitmiðaðra var MM eftir Jónas Tómasson, hver einasti tónn virtist úthugsaður og var öll tón- smíðin vel upp byggð og einbeitt. En hún hreif und- irritaðan ekki, til þess var tónmálið of þurrt og kaldranalegt, og virkaði tónlistin eins og hún kæmi engum við. Þrjú önnur verk voru flutt á tónleikunum sem samin voru fyrr á öldinni, Angelus Domini (1975) eftir Leif Þórarinsson, Af mönnum (1988) eftir Þor- kel Sigurbjörnsson og Concerto Serpentinada (1985) eftir Atla Heimi Sveinsson. Verk Leifs er samið við ljóð sem Halldór Laxness þýddi og er Maríukveð- skapur frá miðöldum. Tónlistin er sérlega fögur, enda var Leifur frábært tónskáld þó hann væri mis- tækur. Angelus Domini er svipmikil en þó látlaus tónsmíð, ljóðið fær að njóta sín og er tónlistin aldrei að troða sér þar fram fyrir. Hún er innhverf og íhugul og henni liggur ekkert á, tímalaus eins og andleg tónlist á að vera. Guðrún Edda Gunnarsdótt- ir söng einsöng með Kammersveitinni, og var frammistaða hennar hin ágætasta, raddbeitingin ör- ugg og textaframburður sérlega skýr. Exótískar einleiksstrófur Verk Þorkels Sigurbjörnssonar er einnig gott, danstónlist sem var á sínum tíma samin fyrir Hlíf Svavarsdóttur og íslenska dansflokkinn. Það er fyr- ir sjö hljóðfæri og fær hvert þeirra að njóta sín í ex- ótískum einleiksstrófum sem unaður er að hlýða á. Heildarhljómurinn er afar seiðandi og á tónleikunum langaði mann mest til að standa upp og dilla sér með hljóðfallinu, enda flutningur Kammersveitarinnar hinn snilldarlegasti. Tónlistin er líka sérlega myndræn og húmorinn aldrei langt und- an. Þegar þeir Sigurður Þor- bérgsson básúnuleikari og Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari blístruðu óvænt grafalvarlegir á svip- inn og Eggert Pálsson blés skömmu síðar í gæsaflautu grét maður af hlátri. Síðast á efnisskránni var Concerto Serpentinada eftir Atla Heimi og er það fyrsti píanókonsert hans. Undirritaður hældi seinni píanókonsert hans á sín- um tíma upp í hástert, og er fyr'ri konsert hans engu síðri. Hann er ólíkur allri annarri tónlist, hljóðfæra- samsetningin frumleg og stemningin svo magn- þrungin og innblásin að maður féll í stafi á tónleik- unum. Píanóparturinn er greinilega erfiður og var einleikur Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur hinn snilldarlegasti, hver nóta skýr og hin erfiðustu hlaup leikin af öryggi. Sömuleiðis var leikur Kamm- ersveitarinnar undir stjóm Bemharðs Wilkinsonar þéttur og fallegur. Var konsertinn eftir Atla Heimi góður endir á áhugaverðum tónleikum. Jónas Sen Afrískur karlakór Tíu manna karlakór frá Suður- Afríku, Ladysmith Black Mambazo, hélt tónleika í Broadway á þriðju- dagskvöldið á vegum Listahátíðar. Þeir sungu án undirspils alla tón- leikana, nærri tvo tíma. Tónlist þeirra er byggð á dans- og söngvahefðum Zulumanna og eru lögin byggð upp á einföld- : ; ,U’i í Re* um tveggja til fjögurra takta stefjum sem oftar en ekki spanna eina áttund. Stefin em endurtekin oft og níu söngvarar af tíu syngja þau samstiga. Sá tíundi er í for- grunni, stjómar og skreytir. Ég heyrði heldur ekki betur en öll lög- in væru í sömu tóntegund, en þótt þessi lýsing hljómi eins og sýning- in hafi verið með afbrigðum ein- hæf, þá dönsuðu þeir og sprelluðu þannig að yfirleitt var alltaf eitt- hvað að gerast á sviðinu. Margir þeirra voru frambærilegir dansarar og allir gátu þeir sparkað upp fyrir eigin haus. Hljómurinn í kómum er mjög afrískur, þungur og dramatískur, mjög ólíkur því sem við eigum að venjast hjá íslenskum karlakómm. Hann þykir það sérstakur að hóp- urinn er eftirsóttur af mörgum þekktum tónlistarmönnum sem vflja fá hann á plötur hjá sér. Þessi hópur söng t. d. eitt /Qrt sinn inn á plötu með Paul Simon og einhverjir kannast kannski við hljóminn þaðan. Þótt sýningin hafi verið ágæt skemmtun þá er tónlistin fremur einhæf í mínum evrópsku eymm. Hún er vissulega athyglisverð en verður leiðigjöm i stórum skömmt- um. Ársæll Másson DV-MYND E.ÖL. Ladysmith Black Mambazo „Hljómurinn er mjög afrískur, þungur og dramatískur, ólíkur því sem viö eigum að venjast hjá ís- lenskum kartakórum. “ Leiklist Hið ósenda bréf ítalski látbragðsleikarinn Paolo Nani sýndi ein- leikinn Bréfið í Salnum í Kópavogi nú um helgina. Er óhætt að segja að hér hafi verið frábær skemmt- un á ferð sem skildi engan í Salnum eftir með krampalausan maga eftir 80 mínútur af hreinum hlátri. Sýning Paolo er stórsniðug og skal engan imdra að kappinn hafi hlotið evrópsku gaman- leikjaverðlaunin í Frankfurt 1994. Bréfið byggist upp á endurtekningu á sama atriðinu meö tilbrigð- um. Þannig hitar Paolo salinn upp með því að fara rólega yfir atriðið; fyrst sest hann við borðið, fær sér rauðvínsdreitil og spýtir honum út úr sér, skrif- ar bréf og stingur því i umslag, gleymir frímerkinu, les bréfið aftur og hættir við að senda það með miklum látum. Handalaus í þögullí mynd Fljótlega færðist fjör í leikinn. Paolo notar lát- bragö í stað tungumáls en gerði áhorfendum ljóst hvað var í vændum með því að sýna spjöld þar sem stóð á íslensku hvemig hann ætlaði að fara að. Mjög sniðug lausn sem gerir honum fært að sýna DV-MYND EINAR J. Paolo Nani Látbragösleikur er langt í frá einhæft form og sann- aöi Paolo Nani þaö létt og leikandi. Bréfið hvar sem er án nokkurra tungumálaerfið- leika. í fyrsta tilbrigðinu lék hann atriðið aftur á bak, síðan kom sóðaleg útgáfa, vestri, hryllingur og útgáfa í stil þöglu myndanna, sem var drepfyndin. Önnur drepfyndin útgáfa var þegar Paolo þóttist vera handalaus. Þá kom bersýnilega í ljós hversu útsjónarsamur hann er í raun og veru, eins og sannur trúður, og heillaði þar með á annan máta en með sprelli. ^15 ^ a^^1 Allan tímann hélt hann áhorfendum á tánum með miklum tilburðum og því að hrekkja þá sem sátu á fremsta bekk. Hlátursgusumar riðu yfir í hrönnum, hver svo sem aldur áhorfandans var. Sönnuðust þar orð Paolo í viðtali hér í DV síðast- liðinn laugardag: „Þegar við hlæjum verðum við öll eins. Við verðum eins og böm, það ljómar af okk- ur.“ Látbragðsleikur er langt í frá einhæft form og sannaði Paolo Nani það létt og leikandi. Hann kom í boði Listahátíðar í Reykjavík sem á skilið bestu þakkir fyrir þessa hressandi skemmtun. Halldór V. Sveinsson __________________Menning Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Dans stöðu- mælanna Bókaverð- ir hafa átt í sínum röð- um allsterk Ijóðskáld eins og sann- færast má . um á nýjum diski. Ingvi Þór Kormáksson bókavörður og djassunnandi hefur sent frá sér diskinn Dans stöðumælanna þar sem hann setur lög við ljóð nokkurra starfssystkina sinna og fær úrvalsflytj- endur til að skila þeim í hlustír okkar. Tónlistin er að mestu melódískt popp, segir í fréttatilkynningu, en með tilvis- unum í brasflíska bossanova-músík, djass, visnamúsík og jafnvel bregður fyrir salsatónum. Meðal góðskálda sem ljóð eiga á plötunni eru Snorri Hjartarson, Hann- es Sigfússon, Anton Helgi Jónsson, Einar Ólafsson (hann á „Dans stöðu- mælanna á regnvotu strætinu" sem platan dregur nafn af), Kristín Ómars- dóttir og Þóra Jónsdóttir, og söngvarar eru Bubbi Morthens, Berglind Björk Jónasdóttir og Borgardætur, Guðrún Gunnarsdóttir, Sif Ragnhildardóttir, Páll Óskar, Magga Stína og Michael Pollock. Fjöldi tónlistarmanna leikur með söngnum. Öll ljóðin eru í bók með diskinum og stuttur efnisútdráttur á ensku. Út- gefandi er Hrynjandi en íslensk miðl- un og Japis dreifa. Héléne Cixous á fslandi Áhugamenn um bókmenntafræði, athugið: Á laugardaginn kl. 15 heldur hinn heimskunni rithöfundur og fræðimaður Héléne Cixous fyrirlestur í stofu 101 í Odda á vegum heimspeki- deildar Háskóla íslands. Fyrirlestur- inn nefnir hún „Enter the Theatre" (Innkoma leikhússins) og Ijallar þar um tilurð leikrita sinna í handriti og á sviði Sólarleikhússins í París. Sýnd verða á myndbandi brot úr leikritinu Trumbusláttur við stífluna sem er þessa dagana á fjölum þess. Héléne Cixous hefur gefið út um fimmtíu bækur: skáldsögur, leikrit og fræðirit. Hún vakti fyrst athygli í lok sjöunda áratugarins fyrir doktorsrit- gerð sína um James Joyce og í byrjun þess áttunda fyrir femínískar fræði- greinar. í Frakklandi er hún einkmn þekkt sem leikskáld en hún hefur skrifað fjölda leikrita fyrir Ariane Mnouchkine sem stýrir Sólarleikhús- inu og er einn fremsti leikstjóri Frakka. Héléne Cixous hefur nýverið gefið út þrjár skáldævisögur sem allar byggja á minningum hennar frá Alsír. Hún er prófessor í bókmenntum og veitir námsbraut í kynjafræðum for- stöðu við París VIII háskólann. Dublin- verðlaunin Breski rithöfundurinn Nicola Barker hlýtur alþjóðlegu IMPAC Dublin bókmenntaverðlaunin í ár fyr- ir skáldsöguna Wide Open. Það eru hæstu peningaverðlaun sem veitt eru fyrir einstakt bókmenntaverk i heim- inum í dag. Dómnefnd skipuð gagn- rýnendum og rithöfundum frá írlandi, Bretlandi, Frakklandi og Bandaríkjun- um valdi bókina úr sjö bóka úrvali þar sem meðal annars voru skáldsögur eft- ir bandaríska rithöfundinn Phflip Roth og landa hans, nóbelsverðlauna- hafann Toni Morrison. IMPAC-verðlaunin eru einstök að því leyti að upphaflegar tflnefningar koma frá almenningsbókasöfnum um heim allan, en umsjón með samkeppn- inni hefur Borgarbókasafnið í Dublin. Meira en 100 bókasöfn í 34 löndum til- nefndu bækur að þessu sinni, meðal annars Borgarbókasafn Reykjavíkur. Nicola Barker fæddist árið 1966 og býr i London. Hún er höfundur tveggja smásagnasafna, Love Your Enemies og Heading Inland, sem bæði hafa unnið til verðlauna i heimalandi hennar, og tveggja skáldsagna, Reversed Forecast og Small Holding auk Wide Open. Þeim sem hafa áhuga á að kynna sér verðlaunin nánar, eða önnur bók- menntaverðlaun, innlend og erlend, er bent á vef Borgarbókasafns Reykjavík- ur www.borgarbokasafn.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.