Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 29
33 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 IDV Tilvera Með heiti myndarinnar Rules of Engagement er átt við reglur þær sem bandarískir hermenn fara eftir þegar þeir meta hvort þeir eigi að hefja baráttu eða halda áfram að berjast við aðila sem kunna að verða á vegi þeirra. Það eru einmitt þessar reglur sem skipta höfuðmáli við réttarhöld höfuðsmannsins Terry Childers (Samuel L. Jackson) sem hefur þjónað landi sínu dyggi- lega í þrjátíu ár í Víetnam, Beirút og Flóabardaganum. Hann hefur hingað til verið álitinn hollur þjóð sinni og er stríðshetja. Nú er fram- ganga hans dregin í efa þegar björg- unaraðgerð undir hans stjórn fer í vaskinn. Til að verja sig velur hann gamlan félaga úr landgönguliðinu, höfuðsmanninn Hays Hodges (Tommy Lee Jones) sem á Childers líf að launa frá því í Víetnam. Myndmál vikunnar Childers veit að Hodges er ekki endilega besti lögmaðurinn i hernum en hann veit hvað það er að hætta lifi sínu við víglínuna. Hodges tekur að sér máliö sökum vináttu sinnar við Childers, jafnvel þótt efasemdir byrji að grafa um sig strax frá fyrsta degi. En réttarhöldin eiga eftir að leiða margt í ljós og hér gildir sem oft áður að spurt er að leikslokum. Leikstjóri Ruels of Engagement, WOliam Friedkin, leikstýrði sinni fyrstu kvikmynd, Good Times, 1968 og hefur leikstýrt fjölda kvikmynda. Um skeið var hann einn heitasti leik- stjórinn í Hollywood. Kom það í kjöl- farið á myndum á borð við French Connection og The Exorcist. Þessar tvær úrvalsmyndir gerði hann hvora á eftir annarri en ferill hans hefur verið æði brokkgengur síðan. -HK Stuttmyndagar: Stríöshetjan Samuel L. Jackson í hlutverki herforingjans sem ákæröur er fyrir aö hafa mistekist í starfi. Fjölbreytnin allsráðandi Björn Æ. Nor&fjörö s krífar gagnrýnj^ um kvikmym Rules of Engagement í Laugarásbíói, Regnboganum og Borgarbíói: Sekur eða saklaus? Verjandinn og sakborningurinn Tommy Lee Jones og Samuel L. Jackson. Hinir árlegu stuttmyndadagar voru haldnir í Tjamarbíói um síðustu helgi. Sem fyrr var fjölbreytnin alls- ráðandi og mátti jafnt finna úthugsuð verk og hrá leiðindi. Enda var stund- um ekki laust við aö stemningin væri svipuð og í Cannes þar sem menn eru fljótir að yfirgefa biósalinn ef þeim líkar ekki myndin. Fólk kom og fór, enda ekki fyrir hvem sem er að sitja klukkustundum saman fyrir framan hvita tjaldið. Annars voru nú yngri áhorfendur í miklum meiri- hluta og áhug- inn ekki mik- U1 á meðal at- vinnumanna bransans ef marka má fjarveru þeirra. Sig- valdi J. Kára- son klippari flutti þó áhugavert er- indi um starfssvið sitt en fyrirlestur Óskars Jónasarsonar leikstjóra var heldur losaralegur; erindi Ingvars E. Sigurðssonar leikara féll niður. Það voru þó myndirnar sjálfar sem vom í brennidepli og kenndi þar margra ólíkra grasa. Kvikmyndum um byssuglaða glæpamenn virðist sem betur fer fara fækkandi. PUDS og Gnitemos héldu þó uppi „heiðri" þess- ara mynda. Nemendur kvikmynda- skóla Islands voru einnig mjög upp- teknir af öfgakenndum viðfangsefn- um: Mannáti í Sjatteröðum, tvífara í hefndarhug í Spegli og geðsjúklingum í byssuleik í Muna að anda. Mættu ágætir leiöbeinendur skólans beina þeim tilmælum til nemenda sinna að leita á aðeins jarðbundnari slóðir í efnisvali. Án efa hefði útkoman orðið betri hefðu þeir einbeitt sér að eigin tilveru og þekkingarheimi. Vilji menn aftur á móti ganga öfganna á vit verða menn helst að hafa smá íróníu og húmor með i fór - og mætti þar nefna myndina RIP OFF sem dæmi - annars er hætt við að menn prjóni yfir sig. Að vísu verður að nefna hér myndina Kristín Dilja en leikstjóra hennar, Snorra B. Jónssyni, tókst að skapa óhugnanlegt andrúmsloft í mynd þar sem litil stúlka leitar uppi bróður sinn eftir að hann hefur óvart orðið valdur að dauða hennar. Það er áhugavert að hérlendis virð- ast vera að myndast „bíógrúppur" hér og þar og er hópurinn Moldvarpan augljósast dæmið. Hann átti þrjár metnaðarfullar myndir sem vísuðu hver í aðra. Best var myndin Lista- verkið sem var einkar heilsteypt og úthugsuð mynd um auðnuleysingja sem gripur tU listamannsímyndarinn- ar í örvæntingu sinni - og útkoman oft háðuleg. Hún byijaði þó líkt og margar aðrar á vekjaraklukkuhring- ingu og er rétt að hvetja verðandi þátttakendur á næstu hátíð að hefja strax leit að frumlegri byijun. Önnur mynd moldvörpunnar var Trúðar, metnaðarfull og yfirgripsmikil stúdía á ástinni en vantaði kannski nokkurn fókus. Siðasta mynd hópsins var Hinn heilagi kaleikur og var óþörf viðbót við ástarhugleiðingar Trúðanna. Hóp- urinn er því hvattur til að leita sér nýrra viðfangsefna en fyrir alla muni halda kvikmyndagerð sinni á lífi. Fjölbreytnin var svo sannarlega til staðar og inn á milli mátti greina for- vitnileg efnistök. Mhonetra var frum- leg, hálf-súrrealísk sýn á tilveruna. Gifs minnti á meistara Lynch í svart- hvítum kostulegheitum. Loksins bjó yfir úthugsuðum römmum, vönduð- um texta og tók á viökvæmu umfjöll- unarefni. í Amtmannsstíg 5 fékk hinn fjölmiðlaglaði íslendingur fyrir ferð- ina í beittu háði. íburðarmesta mynd kvöldsins var þó án efa Engill no. 5503288 í leikstjóm Ólafs Jóhannes- sonar, ljóðræn útfærsla á mörkum lífs og dauða. Vel er farið með bæði myndir, hljóðvinnslu og leik. Myndin minnti að vísu ansi mikið á Der Himmel úber Berlin en íslenskir kvik- myndagerðarmenn hafa gert margt vitlausara en að stæla Wim Wenders. Fer þó fjarri að um eftirlíkingu sé að ræða því Engillinn stendur fyllilega á eigin fótum. Heillandi mynd sem hafnaði í öðm sæti. Nokkuð var einnig um myndir sem áttu lítið skylt við hefðbundnar frá- sagnamyndir. Nokkrar „teiknimynd- ir“ voru á boðstólum og átti Egill Sæ- björnsson tvær þeirra - Dýrarokk og Oh I need your love. Sú seinni var ansi góð en í henni keyrir frumstætt teiknuð bifreið í gegnum fjölda plötu- albúma sem lifna við fyrir augum áhorfenda. Enn betri var þó mynd Gísla Darra Halldórssonar, Gogh syndrome, Technoballet í E-dúr, sem var afskaplega vönduð í alla staði - hugmyndin einfóld og grafíkin alls- ráðandi - tungumálið ónýtt en ekki vannýtt. Uppskeran þriðja sæti. Ör- sögur úr Reykjavík var fulltrúi dans- myndanna en hún samanstóð af þrem- ur ólíkum dansatriðum. Það var mik- ið lagt í þessa mynd en fyrsta atriðið bar af hinum. í því tókst að sameina dansinn kvikmyndalistinni á áhrifa- ríkan máta. Loks voru þarna heim- ildamyndir og ber þar fyrst að nefna mynd Þorvalds Þorsteinssonar, Hótel, sem varpar ljósi á líf nokkurra íbúa Rauða hverfisins í Amsterdam. Eink- ar áhrifaríkt var að kynna ekki per- sónumar fyrr en í lok myndar - upp- lifunin varð allt önnur fyrir vikið. Einnig voru til staðar tvær „logn- ar“ heimildamyndir. Grínlaust - goðsaga P6 lék reyndar á mörkum lygi og sannleika en tónlistarmaður- inn Pétur Einarsson fjallar þar á gam- ansaman máta um feril sinn. Hin var myndin Georg: lifandi lag sem stóð uppi sem sigurvegari kvöldsins. Hún segir frá nokkrum karaoke-söngvur- um sem eru að reyna að „meika það“ í Köben. Persónurnar eru hver annarri fyndnari og í handritinu er gert stólpagrín að hverri listaklisj- unni á fætur annarri. Engu að síður er heimildargervið það sterkt að sum- ir áhorfenda féllu í gildruna. Kvik- myndagerðarmennimir Hafsteinn G. Sigurðsson, Halldór V. Sveinsson og Kristján L. Pálsson sýna að með ímyndunarafliö að vopni þurfa fjár- ráðin ekki að skipta svo miklu. í stað þess að festast í klisjunum gera þeir grín að þeim. Það mættu margir af þeim efnilegu leikstjómm á hátíðinni hafa að leiðarljósi fyrir næstu mynd. Það er erfitt að forðast klisjumar og því skiptir öllu hvemig menn taka á þeim. Takk fyrir góða skemmtun. Úr Gifsi „Myndin minnti á meistara Lynch í svart- hvítum kostulegheitum. “ Being John Malkovich ★★★★ Þvílík afbragðsskemmtun! Það er auðvelt að láta dæluna ganga með háttstemmdum lýsingarorðum en ég skal reyna að stilla mig. Og þó. I þess- ari súrrealísku kómedíu um sjálfs- myndarkrisu, refilstigu frægðarinnar og leitina að eilífðinni rekur hver kostulega uppákoman aðra og, eins og góðum myndum sæmir, vekur hún miklu fleiri spurningar en hún svarar. -ÁS Gladiator ★*★★ Ridley Scott hefur ávallt verið maður myndmálsins og hvergi kemur þessi kostur hans sem leikstjóra betur fram en i Gladiator, mikilli og vel gerðri epískri kvikmynd sem hefur nánast allt sem góð spennumynd þarf að hafa þó sagan sé sjálf ekki ýkja merkileg. Russell Crowe leikur titil- hlutverkið af miklu öryggi og krafti. Hann hefur það til að bera að maður trúir því að hann sé mestur atlra skylmingaþræla auk þess sem mikill þungi er í túlkun hans. -HK I Kina spiser de hunde ★★★iDanir eru fáum öðrum líkir þeg- ar kemur að kvikmyndagerð. Hér leggja þeir til atlögu við kvikmynda- grein sem Evrópubúar hafa sjaldan rið- ið feitum hesti frá. Um er aö ræða kol- svarta kómedíu þar sem áhorfendum eru lítil grið gefin. Ólöglegur innflytj- andi, bankastarfsmaður og tveir kokk- ar fremja rán undir stjórn Kim Bodnia úr Pusher. Mikiö gaman, mikið grin. -BÆN Boy's Don’t Cry ★★★iÁhrifarik kvikmynd um örlög Brandon Teena sem bjó yfir líkama stúlku en hneigðum pilts. Allur leikur er tO fyrirmyndar og ber þó sérstak- lega að geta frammistöðu Hilary Swank og Peters Sarsgaard. Ekki bara góð kvikmynd heldur kröftugt hróp á umburðarlyndi. -BÆN 101 ReyKjavík ★★★Hilmir Snær leikur auðnuleysingj- ann Hlyn sem lifir og hrærist í hverfi 101 í Reykjavik. Líf hans er i fostum skorðum þar til vinkona móður hans kemur i heimsókn og úr verður ein- hver sérkennilegasti ástarþríhymingur íslenskrar kvikmyndasögu. Fjörug mynd sem býr þó yfir þungri og alvar- legri undiröldu. Úthugsuð og vönduð, en hvemig í ósköpunum stendur á því að ekki er hægt að sjá myndina í hverfi. -BÆN Man on the Moon ★★★Það er kvikmyndinni Man on the Moon til mikils lofs að hún fylgir hinni einstrengingslegu sýn grinistans Andys Kaufmans á tilvemna aUt tU enda. Jim Carrey sýnir fantagóðan leik í aðalhlut- verkinu. Við gleymum því tUtölulega fljótt að Carrey er ein mesta stjama kvikmyndanna um þessar mundir og sogumst inn í þennan karakter sem um leið er aldrei ráðinn eða útskýrður með sálfræðUegum vísunum. -ÁS Ghost Dog: Way of the Samurai ★★★Jim Jarmusch er bæði trúr fortið sinni í myndinni og fetar um leið inn á nýjar brautir. Aðalpersónan er að mörgu leyti í stöðu ferðalangsins sem við þekkjum úr fyrri myndum hans en mafíósarnir tUheyra ólíkri hefð megin- straumskvikmynda. Sú blanda gengur ekki nægjanlega vel upp en kemur þó ekki i veg fyrir ágæta mynd. -BÆN Angela’s Ashes ★★★Alan Parker fer eigin leiðir 1 leik- stjórn á kvikmyndagerð frægrar skáld- sögu og er umhugað að sýna okkur smáatriðin, hvað fátæklingar þurftu að búa við á árum áður - lífsmáti sem varla þekkist í vestrænum þjóðfélögum í dag. Hvað sem segja má um leikstjóm og túlkun Parkers á bókinni þá hefur honum tekist að skapa áhrifamikla kvikmynd um líf og kjör fátæklinga fyrr á öldinni. -HK Dogma ★★★Þetta er ein af hinum óborganlegu vangaveltum hins óforskammaða Kevins Smiths (Clerks, Chasing Amy) um lífið, tilveruna, trúna og Guð. Hér gerir hann stólpagrín að tilraunum mannanna tU að skUja Drottin og ganga á hans vegum en um leið er ljóst að Kevin er trúmaður mikiU og um- hugað um Hann/Hana/Það. Vegna þessarar djúpu sannfæringar hans er auðvelt að hlæja hjartanlega að þessari ósvifnu hugleiðingu um hinstu rök til- verunnar. -ÁS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.