Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 10
10 Útlönd FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 DV Hræddur um líf sitt Forsætisráöherra Saiómonseyja óttaöist um afdrifsín. Salómonseyjar: Forsætisráðherra var lífhræddur Forsætisráðherra Salómonseyja, Bartholomew Ulufa’alu, óttaðist um líf sitt þegar uppreisnarmenn héldu honum fóngnum og kröfðust þess að hann segði af sér. Stjómvöld í Ástralíu og á Nýja- Sjálandi hafa sent herskip til Salómonseyja og eru þau þegar far- in að ílytja þegna sína frá höfuð- borginni Honiara eftir harða bar- daga vopnaðra sveita tveggja ætt- bálka. Átök síðustu daga eru hin hörð- ust á Salómonseyjum frá þvi þær fengu sjálfstæði fyrir 22 árum. Ætt- bálkar frá eyjunum Malaita og Gu- adalcanal berjast um yflrráð. Fjand- skapur þeirra hefur kraumað frá lokum heimsstyrjaldarinnar. Lögreglustjóri skotinn til bana Fyrrverandi lögreglustjóri í bosniska lýðveldinu Republika Srpska, Ljubisa Savic, var skotinn til bana í gærkvöld. Árásarmennimir skutu Savic sem var á ferð í bíl. Savic var einn af stofnendum stjórnmálaflokks í Serbíu sem fyrrverandi leiðtogi Bosníuserba, Radovan Kardzic, leiddi. Savic var herforingi í stríðinu í Bosníu á tíunda áratugnum. Albright komln helm Utanríkisráöherra Bandaríkjanna tókst aö skipuleggja fund ísraela og Palestínumanna vestra. Allt gert til að bjarga friðinum Madeleine Albright, utanrikisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær, eftir þriggja daga heimsókn til land- anna fyrir botni Miðjarðarhafs, að stjóm Clintons forseta væri reiðu- búin að leggja nótt við nýtan dag til að bjarga friðarviðræðunum milli araba og Ísraelsríkis. „Við ætlum að þrýsta á að niður- staða fáist. Það þýðir að við verðum reiðubúin til að vinna allan sólar- hringinn en ekki bara tuttugu tíma á sólarhring," sagði Albright við fréttamenn um borð í flugvél sinni milli Kaíró og New York. „Forset- inn er mjög áhugasamur um friö og mun gefa sér þann tíma sem þarf.“ Friðarviðræður ísraela og Palest- ínumanna halda áfram í nágrenni Washington í næstu viku. Microsoft gert að skiptast upp í tvennt: Fyrirtækinu er ekki treystandi - segir bandarískur alríkisdómari Bandarískur alríkisdómari úr- skurðaði í gærkvöld að hugbúnaðar- risanum Microsoft skyldi skipta upp I tvö fyrirtæki. Úrskurðurinn kynni að hafa miklar breytingar í fór með sér í tölvuheiminum. Til að hraða meðferð málsins fyrir áfrýjunardómstólum fór bandaríska dómsmálaráðuneytið síðan fram á það við hæstarétt að málið yrði tekið fyrir tafarlaust. Thomas Penfield Jackson dómari sagði að fyrirtækið skyldi vera óskipt þar til allar áfrýjunarleiðir hefðu verið notaðar. Hann sagðist hafa val- ið þá leið að skipta upp fyrirtækinu, í stað þess að setja á það strangar hömlur, af þeirri einfóldu ástæðu að fyrirtækið hefði sýnt fram á að því væri ekki treystandi. Microsoft hefði ekki farið að fyrirmælum sem hann hefði gefið því á árinu 1997. Blll Gates Stjórnarformaöur Microsoft ætlar aö áfrýja úrskurði dómara um aö fyrir- tækinu skuli skipt í tvennt. Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft, sagði að úr- skurði dómarans yrði þegar áfrýjað og taldi að málstaður fyrirtækisins væri góður. Jackson dómari komst að þeirri niðurstöðu í apríl síðastliðnum að Microsoft hefði misnotað einokunar- aðstöðu sína á stýrikerfum einka- tölva. Fyrirtækið hefði með þvi skaðað neytendur og beitt samkeppnisfyrir- tæki bolabrögðum. Stjórnvöld höfðu farið fram á skiptingu fyrirtækisins og féllst dóm- arinn á tillögu þeirra. Með því að skipta Microsoft í tvennt myndi annað fyrirtækið þróa og selja stýrikerfi á borð við Windows. Hitt fyrirtækið myndi eiga aðra hugbúnaðar- og Netstarfsemi Microsoft. Friöargæsluliöar SÞ í eftirlitsferð í Líbanon Brynvaröir vagnar friöargæsluliöa Sameinuöu þjóöanna aka fram hjá veggspjaldi frá Hizbollah-skæruliöum í líbanska þorpinu Naqoura, nærri landamærunum aö ísraei. Kínverjar höfða mál gegn Donnu Karan Hópur kínverskra starfsmanna á saumastofu í New York hefur höfð- að mál gegn tískudrottningunni Donnu Karan. Saka þeir hana um að greiða þeim þrælalaun. Fimm starfsmannanna mættu hjá alríkis- dómara í gær fyrir hönd 300 starfs- félaga sinna. Starfsmennimir hafa einnig sótt eiganda verksmiðjunn- ar, Jen Chu Apparel, til saka. Full- yrða starfsmennirnir að þeir hafi hvorki fengið lágmarkslaun né greitt fyrir yflrvinnu. Ekki er ljóst hversu há krafan gegn tískudrottningunni er en tals- maður starfsmannanna fullyrti í gær að um væri að ræða milljónir dollara. Að því er kemur fram í kröfunni hefur verksmiðjan á Manhattan ver- Tiskuflíkur Donnu Karan Saumakonurnar fá ekki lágmarkslaun. ið í gangi dag og nótt frá árinu 1982. Meðalvinnutími starfsmanna hefur verið 70 til 80 klukkustundir á viku. Starfsmennirnir fullyrða að þeir hafi aldrei fengið greitt fyrir yfir- vinnu. Nokkrir þeirra hafa heldur ekki fengið greidd lágmarkslaun þar sem þeir hafa fengið greitt fyrir hverja flík sem þeir hafa saumað. Starfsmennirnir segja að þar sem Donna Karan ákveði verð á hverri flík sem er saumuð og setur fram kröfur varðandi framleiðsluna ákveði fyrirtæki hennar jafnframt hvað starfsmenn eiga að fá fyrir hverja flík auk tímakaups. Starfsmenn segjast hafa verið látnir falsa skýrslur með fjölda vinnustunda til að villa um fyrir vinnueftirlitinu. Mandela miðlar Nelson Mand- ela, fyrrverandi forseti S-Afríku, og Paul Buyoya, forseti Burundi, sögðu í gær að þeir hefðu náð samkomulagi um skilyrði fyrir endalokum borg- arastríðsins. Sleppa á hútúum í fangabúðum. Auk þess eiga að vera jafnmargir hútúar og tútsar í her landsins. Skotárás í Aþenu Óþekktir árásarmenn skutu til bana varnarmálafulltrúa breska sendiráðsins i Aþenu í morgun. Jarðskjálfti í Burma Öflugur jarðskjálfti skók í gær- kvöld norðurhluta Burma. Mældist skjálftinn 6,8 á Richter. Sjálfsmorðsárás Tveir rússneskir lögreglumenn létu í gær lífið og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Alkhan- Yurt í Tsjetsjeníu. Vörubil, sem í voru karl og kona, v£ir ekið á mikl- um hraða að lögreglustöð og rakst bíllinn á vegg. Bíllinn sprakk er lög- reglumennimir komu á vettvang. Fylgjandi styttra tímabili Meirihluti Frakka er fylgjandi því að kjörtímabil forsetans verði stytt úr sjö ár- um í fimm. Minni- hluti kveðst þó munu taka þátt í þjóðarat- kvæðagreiðslu um málið. Jacques Chirac forseti styður sjálfur tillögu um styttra tímabil. Verkfall í Noregi Samtök fréttamanna hjá útvarp- inu og sjónvarpinu í Noregi hafa boðað verkfall frá og með föstudags- morgni takist ekki að jafna ágrein- ing um boðaðan niðurskurð og upp- sagnir. Eftirskjálftar í Indónesíu Öflugur eftirskjálfti, 6,2 á Richter, skók í morgim Bengkuluhérað í Indónesíu samtímis því sem íbúarn- ir mótmæltu því hversu seint neyð- arhjálp berst. Ný stjórn í Slóveníu Þingið í Slóveníu samþykkti í gær nýja stjórn undir forystu Andrejs Bajuks forsætisráðherra. Siðferðileg skylda Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, sagði í gær að landi sínu bæri siðferðileg skylda til að styðja inngöngu Eystra- saltslandanna i vest- rænt samfélag. Sagði Schröder að aðild Eystrasaltslandanna að Evrópusambandinu væri Þjóð- verjum í hag. Ræða aðskilnaðarstjórn Höfðingjar á Fídjieyjum, sem eru andvígir uppreisnarleiötoganum Speight, ræða í dag myndun aðskilnaðarstjómar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.