Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 DV Hagsýni Ruslhreinsun Gámaþjónusta er víöa starfrækt á landsbyggöinni. Gámaleiga: Lægra verð á lands- byggðinni Fjölmargir aðilar hér á landi bjóða upp á þá þjónustu að losa fólk við garðaúrgang og hvers kyns rusl. Oft er þar um að ræða gáma sem ekið er heim að húsi og teknir full- ir af rusli til baka gegn gjaldi. Á Akureyri er rekið fyrirtæki sem heitir Gámaþjónusta Norður- lands ehf. Jörundur H. Þorgeirsson rekstrarstjóri segir að á Akureyri sé ekki um að ræða lífræna jarðgerð eins og tíðkast á höfuðborgarsvæð- inu. Hins vegar er hann á leiöinni til Svíþjóðar ásamt yfirverkfræðingi Akureyrarbæjar til að kynna sér nýjar aðferðir við moltugerð. „Garðaúrgangi hér er annars safnað saman og hann notaður til að hefta uppblástur og sandfok í gömlu námunni í Glerárdal. Ekkert mót- tökugjald er vegna þessa, en fólk getur nú fengiö gám til að losa sig við úrganginn á tilboðsverði. Er þá miðað við að fólk geti haft gáminn hjá sér yfir helgi og er hann þá sótt- ur á mánudegi. Þannig kostar minnsti opni gámurinn sem völ er á 7.715 krónur. Þetta er 7 rúmmetra gámur. Meðalgámur, um 11 rúmmetrar að stærð, kostar 9.773 krónur með virðisaukaskatti, dag- gjald er síðan frá 260 til 460 krónur eftir stærð gámanna.“ Miðað við verð á Reykjavíkursvæðinu hlýtur þetta aö teljast nokkuð ódýrt, en það ræðst að sögn Jörundar að mestu af styttri vegalengdum vegna losunar. Annað rusl en garöaúrgangur er urðað i Glerárdal án endurgjalds fyrir íbúana. Jörundur segir enn nægt land til urðunar í Eyjafirði, en verra sé að benda á einhverja sem tilbúnir eru til að taka við ruslinu og á því strandi í dag. Einir tiu að- ilar annast sorphirðu á Eyjafjarðar- svæðinu nú en þar er GN langstærst og býður upp á alhliða þjónustu á þessu sviði. Hagstætt verö í Vestmannaeyjum Hjá Gámaþjónustu Vestmanna- eyja ehf. fengust þær upplýsingar að kostnaður við að fá meðalstóran gám heim að húsi og taka hann aft- ur fullan til baka væri 4.036 krónur. Þá fengust þær upplýsingar að gámastærðin skipti ekki öllu máli. kostnaöurinn við að koma með þá og sækja væri sá sami. Gámamir eru allt að 14 rúmmetrar að stærð. Ekki er rukkað daggjald fyrr en eft- ir tvo til þrjá daga. Ekkert móttöku- gjald er vegna garðaúrgangs. Hann er notaður til að þekja annan úr- gang eins og vegna múrbrots. Húsa- sorp er brennt í sorpbrennslu stað- arins en timbur er flokkað frá og kurlað. Jámi er safnað saman og sent til Reykjavíkur en gler, múr- brot og annað er urðað. -HKr. Að losa sig við rusl og garðaúrgang: Hugsum áður en við hendum - flokkun getur sparað drjúgan pening Á þessum árstíma er tiltekt og hreinsun í görðum, bílskúrum og geymslum í hámarki. Mikil umferð er því á gámastöðvar Sorpu sem tekur við mestu af heimilissorpi og garða- úrgangi. Það getur þó skipt miklu máli að fólk vandi vel flokkun á því sem henda á. Fyrir sumt þarf að borga móttökugjald en annað ekki. Það borgar sig að flokka sorpið Þegar fólk þar að losa sig við úr- gang af ýmsum toga, þá er í fuilu sú gullvæga regla sem segir okkur að hugsa áður en við hendum. Flokkun á gmða- og öðmm lífrænum úrgangi frá öðru sorpi getur margborgað sig. Hver rúmmetri sem þannig er skilinn frá af garðaúrgangi sparar 1.370 krón- ur í móttökugjald. Vórt daglegt rusl er gjaldfntt Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu greiðir ahnenningur ekkert móttöku- gjald fyrir úrgang sem getur talist falla til við daglegan heimilisrekstur á endurvinnslustöðvum fyrirtækis- ins. Annar úrgangur sem til fellur, t.d. vegna breytinga á íbúðarhús- næði, vegna bifreiðaviðgerða, vegna húsdýrahalds og fyminga sem yflr- teknar eru vegna húsakaupa er háð móttökugjaldi. Þá greiðir allur at- vinnurekstur fyrir móttöku úrgangs. Lágmarksgjald á blönduðum úr- gangi hjá endurvinnslustöðvum Sorpu í A-flokki er 685 krónur með virðis- aukaskatti og miðast þá við mest hálfan rúmmetra. Fyrir hvem heilan rúmmetra í stök- um förmum er gjaldið hins vegar 1.370 krónur. Lág- marksgjald af endurvinnanleg- um bylgjupappa í B-flokki er 345 krónur og 685 krónur fyrir rúmmetra af stök- um fórmum. Fyr- ir endurvinnanlegt timbur í C-flokki em greiddar að lágmarki 345 krónur en 685 krónur fyrir hvem rúmmetra af stökum fórmum. Tvenns konar gjaldskrá Hafa skal í huga að tvenns konar gjaldskrá er í gildi hjá Sorpu. Annars vegar er um að ræða gjaldskrá miðað við vigt sem gildir í móttöku- og flokk- unarstöð Sorpu í Gufunesi og hins veg- ar gjaldskrá sem miðast við rúmmetra- verð og gildir á öðrum endurvinnslu- stöðvum Sorpu. Lágmarksgjald í móttöku- og flokkunarstöö Sorpu í Gufú- nesi fyrir bland- aðan úrgang i flokki A er 1.821 króna með vsk. Ekki má þá vera meira í farminum en 250 kg. Gjaldið er síðan 6,63 krónur fyrir hvert kíló fýrir stærri farma, eða 6.630 krónur fyrir hvert tonn. Tveir aðrir flokkar era fyrir blandaðan úrgang auk nokkurra verðflokka fyrir endurvinnanlegt sorp og eyðingu trún- aðarskjala. Ódýrast fyrst á morgnana I Gufúnesi gildir líka tímastýring. Ódýrast er að losa frá kl. 7.30 til kl. 8.00 og fæst þá 16% afsláttur. Siðan lækkar afslátturinn um 2% á hálftíma fresti og Viö snyrtingu garöagróöurs fellur til talsvert af lífrænum úrgangi Garðahreinsun Flokkun á garöa- og öörum lífrænum úrgangi frá ööru sorpi getur margborgaö sig. 13-15.000 krónur með virðisauka- skatti. Inni í því er akstur til og frá viðkomandi húsi og losun. Síðan er daggjald 250 krónur auk vsk. Greiða þarf fyrir móttöku á þessum úrgangi hjá Sorpu. Þannig getur kostnaðurinn á losuninni hlaupið frá 10 og upp í kannski 30 þúsund krónur. 20% álag á útgefna gjaldskrá. Tekið er við gjaldskildum úrgangi til eyðingar gegn staðgreiðslu (peningar eða kort) eða gegn framvísun viðskiptakorts sem afhent er samkvæmt viðskipta- samningi. Klippfkort Hægt er að kaupa svoköiluð klippikort fyrir 5 rúmmetra. Veitir það um 20% afslátt frá gjaldskrá. Þá em greiddar 5.400 krónur fyrir hveija komu með blandaðan úrgang, 2.700 krónur fyrir hveija komu með bylgju- pappa og 2.700 krónur fyrir hveija komu með timbur. Kortin gilda fyrir 5 rúmmetra alls, eða 10X0,5 rúmmetra af úrgangi. Þá má mest losa 4 rúmmetra í einu og minnst 0,5 rúmmetra. Hægt er að fá klippikort við vigt hjá Móttökustöð- inni í Gufúnesi og endurvinnslustöðv- um Sorpu. Losað fyrir 10-30 þúsund Talsvert er um að húsfélög leigi gáma frá gámaflutningaaðilum til að koma alls kyns msli frá sér. DV gerði lauslega könnun á verðlagningu slíkra gáma í algengustu stærð. Gámur til Moltugerð Moltugerð hefur verið tíðkuð um langt skeið hjá Sorpu og sumir garð- eigendur brúka sína eigin safnkassa til að búa til gróðurmold. Hjá Gáma- þjónustunni hf. er líka tekið á móti garðaúrgangi til jarðvegs- eða moltu- gerðar, þó það sé mest frá fyrirtækj- um og sveitarfélögum. Það er dóttur- fyrirtæki Gámaþjónustunnar, Garða- mold, sem sér um þann þátt. Slík mót- taka er endurgjaldslaus fyrir húseig- endur líkt og hjá Sorpu. Fyrfrtækið safnar mikið af lífrænum úrgangi frá verslunum til moltugerðar. Er úr- ganginum þá safnað saman tvisvar í viku og fluttur suður á jarðgerðar- svæði fyrirtækisins í Hamranesi. Fyr- irtækið er svo með höfuðstöðvar á Berghellu í Hafnarfirði og þar er tek- ið við öllu timbri sem hakkað er og nýtt sem stoðefni í vinnsluferli moltu- gerðarinnar. Hjá verslunum er þannig búið að mynda með þessu hringrás. Ónýtir ávextir, grænmeti og annar lífrænn úr- gangur er sendur til moltugerðar og moltan er síðan aftur seld í neytenda- umbúðum i verslununum sem potta- mold. Beint inn á kort Nú er komið í notkun tölvukerfi til að halda utan um endurgreiðslur tE við- skiptavina sem skila inn skilagjalds- skyldum umbúðum (dósum, gler- og plastflöskum) og til að fá endurgreiðsl- una lagða beint inn á reikning með framvísun bankakorts. í stað þess að fá ávísun skráða á móttakanda greiðslu sem ekki er hægt að skipta annars stað- ar en í bönkum eða sparisjóðum er nú hægt að fá upphæðina lagða inn á reikn- ing í banka eða spari- sjóði með þvi að renna banka- korti i gegn- um debet- korta- skanna. Leggst þá endurgreiðsl- an strax inn á viðkomandi reikning. -HKr. Gjaldskrá á endurvinnslustöðvum Sofptl Lágmarksgjald Stakir farmar kr. pr. m3 A Óendurvinnanlegur blandaður úrgangur 685 1.370 B Endurvinnanlegur bylgjupappi 345 685 C Endurvinnanlegt timbur 345 685 Gjaldskrá á móttöku- og flokkunarstöð Sorpu Blandaður úrgangur A Lágmarksgjald 1.821 Krónur á kíló 6,63 Blandaður úrgangur B 1.821 8,81 Grófur úrgangur 1.821 11,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.