Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000 Skoðun DV Ætlarðu á Reykjavík Music Festival? Sædís Kristjánsdóttir nemi: Nei, þetta er svo dýrt. Freyja Másdóttir nemi: Nei, örugglega ekki. Hanna Hrafnkelsdóttir afgreiöslustúlka: Nei, mér finnst þetta of dýrt. Sverrir Þráinsson nemi: Þaö mð vel vera. Karen Ósk Sigurðardóttir nemi: Nei, ég er þvi miöur aö vinna en ég heföi viljaö fara. Björn Önundur Arnarsson, starfsm. Kringlunnar: Nei, þaö ætia ég ekki aö gera. Utvarpsráð fundaö um málefni stofnunarinnar. # ' 't ' ÍMW/ ! ' — vfk. V. Ríkisútvarpið og auglýsingarnar ión Sigurðsson skrifar: Nýlega var sagt frá því í fréttum DV að Skjá einum hefði tekist að fá nýtt hlutafé til áframhaldandi rekst- urs. í fréttinni kom fram að forsvars- menn stöðvarinnar væru með mikl- ar væntingar um auglýsingatekjur á komandi misserum. Þetta leiddi hug- ann að því hvað það eru verulega brenglaðar markaðsaðstæður sem fjölmiðlar hér á landi þurfa að búa við. Það eru ekki heilbrigðar sam- keppnisaðstæður fyrir einkarekin fyrirtæki sem reyna fyrir sér með opinni dagskrá, bæði í hljóð- og sjón- varpi, og byggja tekjur sinar nær einvörðungu á auglýsingum, að vera í samkeppni við opinbera stofnun um auglýsingatekjumar. Það er alls ekki náttúrulögmál að opinber stofnun sem rekur sjónvarp og útvarp fái að selja auglýsingar milli dagskrárliða. Norska ríkis- útvarpið t.d. keppir ekki á auglýs- Það er alls ekki náttúrulög- mál að opinber stofnun sem rekur sjónvarp og útvarp fái að selja auglýsingar milli dagskrárliða. ingamarkaði þar í landi en heldur samt úti þokkalegri dagskrá. Auglýsingatekjur Ríkisútvarpsins eru aukatekjur stofnunarinnar. Þess- ar aukatekjur eru þess valdandi að stofnunin getur leyft sér að yfirbjóða ýmiss konar eftirsótt dagskrárefni í samkeppni við einkarekna fjölmiðla sem einvörðungu þurfa að stóla á auglýsingatekjur. Með því að taka Ríkisútvarpið út af auglýsingamark- aði verða fjölmiðlafyrirtækin miklu betur í stakk búin til að keppa á fjöl- miðlamarkaðnum. Meiri tekjur þeirra ættu að vera bein ávísun á metnaðarfyllri dagskrá. Hið opinbera ætti ekki að vera í auglýsingasöfnun þótt það kunni að reka fjölmiðil. Það eru einfaldlega óeðlilegar aðstæður. Hið opinbera stendur fyrir margs konar útgáfu, s.s. eyðublaða, leiðbeininga, vefsetra o.s.frv. Væri sú raunin að eðlilegt þætti að hið opinbera stæði í auglýs- ingasöfnun til að skapa stofnunum aukatekjur, því þá ekki að leyfa t.d. tollstjóra að selja auglýsingar á toll- eða virðisaukaskattsskýrslum eða leyfa ríkisskattstjóra að selja auglýs- ingar í skattaleiðbeiningar? Og hvað með heimasíðu Alþingis á Netinu, af hverju ekki að selja auglýsinga- borða þar? Sem fyrsta skref mætti takmarka birtingu auglýsinga í Ríkisútvarp- inu með því t.d. að einvörðungu megi selja auglýsingar fyrir ákveðna dagskrárliði, jafnvel bara innlenda. Þannig mætti draga úr auglýsinga- tekjum stofnunarinnar jafnt og þétt og þær hyrfu svo alveg á, segjum 4-5 árum. Hafró gegn þenslu - þingmenn gegn Hafró Nœstu daga má því gera ráð fyrir að þingmenn fari að tjá sig fyrir hönd útvegs- ins, en gegn Hafró, þótt Hafró hafi einmitt bjargað fiskistofnum okkar frá al- gjöru hruni. Hermann Hermannsson skrifar: Þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. - Þetta sannaðist nú bærilega þegar svokölluð Svört skýrsla frá Hafrannsóknastofnun um ástand fiskistofnanna birtist. Kom þó ekki að óvörum nema þar sem hún olli „vonbrigðum". Og í þeim hópi eru einmitt ráðherrar, þingmenn og allir „talsmenn" útgerðarinnar, kvótaeig- endur og þeir sem brallað hafa ótæpi- lega í bönkum með afraksturinn. Nú er sem sé lag til að lemja á þenslunni svo um munar. Gengi krónunnar getur nú fljótlega orðið með gamla hættinum, ýmist „sigið“ eða hreinlega fallið, svo að útgerðin og útflytjendur sjávarafla fái sitt í þurru. Og enginn vill styggja sjómenn eða skipstjómarmenn þessa dagana upp á von og óvon. Það munu t.d. þingmenn ekki gera næstu daga því atkvæðin eru dýr í sjávarútvegi þótt ekki séu nema u.þ.b. 5000 sálir tald- ar viðloðandi þá starfsgrein. Það sem mest er þó um vert að þeirra mati er að gera Hafró sem mestan grikk með því að segja að þar á bæ séu nú ekki allir miklir vísinda- menn. Ráðherra sjávarútvegs eigi bara að styðjast við sjálfan sig þeg- ar hann tekur „annan pól í hæðina“ eins og formaður samtaka smábáta- eigenda orðaði það svo ísmeygilega í blaðaviðtali. Næstu daga má því gera ráð fyrir að þingmenn fari að tjá sig fyrir hönd útvegsins, en gegn Hafró, þótt Hafró hafi einmitt bjargað fiski- stofnum okkar frá algjöru hruni. Leiðtogar á andlegu og veraldlegu sviði Eitt af því sem enn skilur okkur Islend- inga frá öðrum þjóðum er að við treystum andans mönnum til að leiða þjóðina. Þegar Snorri Sturluson var einn harðsvíraðasti valdapólitíkus okkar var hann jafnframt okkar mikilfenglegasti rithöfundur. Jón Ara- son var líka óvæginn í stjórnmálum og skáldmæltur vel. Valtýr Stefánsson hefði ör- ugglega orðið fyrsti ráðherra íslands ef glæsimennið Hannes Hafstein hefði ekki geta ort þessi fmu hvatningakvæði. Svona var þetta fram eftir allri íslandssögunni. Tómas Sæmundsson blés Fjölni í brjóst þann anda sem dugði en Jónas Hallgrímsson orti betur og hans er þvi minnst á meðan Tómas er öllum gleymdur. Einhverra hluta vegna rofnaði þessi hefð snemma á tuttugustu öld. Jónas frá Hriflu gat rifið kjaft - en ekki í bundnu máli. Ólafur Thors gat pissað á ólíklegustu stöðum en þó ekki þannig að hægt væri að flokka það undir list. Allavega ekki á þeim tíma. Hermann Jónasson gat hoppað upp á fundarborð og tekið menn snið- glímu á lofti en ekki komið saman lengri vísu en ferskeytlu. Gylfi Gíslason og Gunnar Thoroddsen gátu að vísu samið lög og þeir Birgir ísleifur og Matthías Matthiesen gátu spilað á píanó en þessi listiðkun þeirra er alls óskyld hinum þjóðlega Þótt einhverjum finnist þessi andans verk ef til vill ekki standast samanburð við Eddu og Heimskringlu Snorra má benda á að Snorri nýtur nokkuð fjarlcegðarinnar. þrótti skáldjöfranna. Að klassískum íslenskum skilningi er pempíulegt að spila á önnur hljóðfæri en nikku og dútl að berja saman dægurlög. Stein- grímur Hermannsson orti blessunarlega lítið, Jón Baldvin ekkert og Ólafur Ragnar ekki heldur - þótt sú breyting sem orðið hefur á honum í for- setaembætti sýni að hann gæti tekið upp á því. En Davíð Oddsson yrkir. Hann hefur gefiö út eina bók, samið einn eða tvo sálma og það hafa verið gerð tvö sjón- varpsleikrit eftir handritum hans og sögum. Þótt einhverjum finnist þessi andans verk ef tU vUl ekki standast samanburð við Eddu og Heimskringlu Snorra má benda á að Snorri nýtur nokkuð fjarlægðarinnar. Timinn hefur bæði eytt því vonda sem hann skissaði og eins er texti frá þrettándu öld svo fágætur að okkur finnst flest gott sem þaðan kemur. Og ef tU vUl verða verk Davíðs sett í hátíðarútgáfum upp í hverja hillu eftir 700 ár eða svo. Nú berast þær fréttir að Hrafn Gunnlaugsson ætli að búa tU enn eina sjónvarpsmyndina eftir sögu Davíðs. Glæpur skekur Húsnæðisstofnun mun hún heita. TU að skUja hversu lánsamir við íslendingar erum að treysta enn andans mönnum fyrir stjórnartaumunum þurfum við ekki annað en ímynda okkur hversu fjarlægt það væri bandarísk- um sjónvarpsstöðvum að búa til mynd eftir hand- riti BUl Clinton. Jafnvel þótt myndin héti Crime Rumble in Savings and Loans. I Skautahöllinni - ðvallt húsfyllir ef hún er oþin. Skautahöllin lokuð Forejdrijstrrifc^ Mér kemur það á óvart að Skauta- höUinni í Laugardal skuli vera lokað á sumrin, loks þegar hún er komin undir þak og er afar vel sótt af krökk- um og unglingum. Svar sem ég fékk var að strax í aprU minnkaði aðsókn- in og það tæki ekki að opna aftur. Á þeim tíma eru krakkar í prófum og allt fram í maí. Ég er ekki í vafa um að mikil aðsókn yrði að SkautahöU- inni á sumrin, þegar krakkar hafa hvort eð er að fáu að hverfa fyrir af- þreyingu. Nú eða bara sem hjóla- skautastaður, ef frystingin er ein- hver fyrirstaða. Ég skora á borgaryf- irvöld að opna SkautahöUina yfir sumarið. Hún myndi fyUast af ung- lingum sem fyrr. Trosnaður þjóðfáni Inga skrifar: Sunnudaginn 4. júní fórum við með nokkra erlenda ferðamenn á Þingvöll. Þar standa yfir miklar framkvæmdir vegna kristnihátíðar en það sem vakti mesta eftirtekt gesta okkar var íslenski fáninn sem blakti við hún á Hótel ValhöU. Upp- litaður, trosnaður og rifmn blakti hann í golunni og við vorum spurð að því hvort mætti flagga svona ljót- um þjóðfána. Okkur finnst miður ef hótelið sér ekki sóma sinn í því að virða fánalögin og það er betra að láta það ógert að flagga heldur en setja svona druslur við hún. Pappalíkkistur ódýrari Alli hringdi: Ég las um einfalda en eftirminni- lega útfór Barböru Cartland, hinnar þekktu og vinsælu bresku skáldkonu. Hún haíði gefið fyrirmæli um útfór sína í smáatriðum. Hún vildi láta jarðsetja sig við rætur uppáhaldstrés síns og í einfaldri (ég vU nú orða það „einnota") líkkistu í stað hinnar venjulegu úr tré eða málmi. Ég er ekki viss um nema þetta ætti að bjóða fólki sem þess óskar eða vill ekki láta hina eftirlifandi kosta miklu til. Og eins og haft var eftir Barböru Cartland: „Ég vil sameinast náttúrunni eins óhindrað og hægt er - og sem fyrst. Ráðherra milli tveggja elda - en blákaldar staöreyndir á ferö. Ráöherra verji Hafró Rafn Sigurðsson skrifar: Ég tel ekki spurningu um hvað sjávarútvegsráðherra eigi að gera varðandi hina svörtu skýrslu frá Hafró sem er til umræðu þessa dag- ana. Ráðherra verður að verja Hafró og visindin með kjafti og klóm eins og stundum er tekið til orða. Það má ekki láta pótentáta og eyðsluklær þessarar eyþjóðar magna upp ein- hverja bábilju, að um mistök eða vanþekkingu vísindamanna okkar á Hafró sé að ræða. Hér eru blákaldar staðreyndir á ferðinni. Við höfum af nógu að taka þótt sjávarafli dragist eitthvað saman. Sjómennimir með milljón á mánuði, svo og skipstjóm- armennimir, eiga að þola það. Lesendur geta hringt allan sólarhring- Inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11,105 ReyKlavik. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.