Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 32
36
______________________________________________________________________________________________________FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000
Tilvera I>V
Geir og Furstarnir
^ Söngvarinn góökunni, Geir Ólafs-
son, ætlar að mæta með hljómsveit
sína, Furstana í Kaífi Reykjavík í
kvöld. Geir Ólafsson, sem vakið hef-
ur athygli á undanfömum misser-
um fyrir að fara aðrar leiðir í söng
sínum en flestir jafnaldra hans, hef-
ur valið klassísk dægur- og djasslög,
verður með létt skemmtiprógramm
sem allir ættu að hafa gaman af.
Böl 1
■ UNUDANS í KÓPAVOGI Áhugahópur um
línudans stendur fyrir dansæfingum aó Auó-
brekku 25, Kópavogi, frá kl. 21 til miönættis.
Elsa sér um tónlistina. Allir velkomnir.
Klassík
■ STÓRSÓNGVARAVEISLA í LAUGARPALS-
HÓLL Hátíðartónleikar með Kristjáni Jóhanns-
syni. Kristni Sigmundssyni, Rannveigu Fríðu
Bragadóttur og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Tón-
leikarnír marka jafnframt lok Listahátíðar í
Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á www.art-
fest.is.
Leikhús
■ SJEIKSPÍR ALLA LEHP Þeir eru ekki lengi
aö hagræða eftir sameininguna, drengirnir í
hinu nýstofnaða Leikfélagi íslands. Nú er
Sjeikspír eins og hann leggur sig flutt af fjöl-
um Iðnó yfir í Loftkastalann kl. 20. Það ætti
samt ekki að hafa nein áhrif á leikarana í
^.stykkinu, þau Halldóru Geirharðsdóttur, Friðrik
Friðriksson og Halldór Gylfason. Öll þykja þau
fara á kostum, sérstaklega Halldóra Geirharðs.
Verkið er í leikstjórn Benedlkts Erlingssonar
og í þýöingu Gísla Rúnars Halldórssonar. Þaö
eru örfá laus sæti í kvöld. Síminn í miðasölu
hins nýja leikfélags er 530 3030. Garanteruð
skemmtun.
■ STJÖRNURNAR SKÍNA SKÆRT Hin marg
rómaöa sýning, Stjörnur á morgunhimnl, rúllar
enn þá fýrir fullu húsi I Iðnó. Það er ekki skrýt-
ið þar sem hér er gæðasjó á ferð þar sem all-
ir fara á kostum. I kvöld eru örfá sæti laus.
Síminn hjá Leikfélagi íslands er 530 3030.
■ KYSSTO MIG. KATA Söngleikurinn Kysstu
mig, Kata, eftir Cole Porter verður sýndur
klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Leikstjóri er
Þórhildur Þorleifsdóttir og með helstu hlutverk
fara þau Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Edda
Björg Eyjólfsdóttur, Björn Hilmar (sundkapp-
inn í Sporlaust), Halldór Gylfason (á það til að
vera gargandi snillingur) og svo er Egill Ólafs-
son víst kominn aftur í staðinn fyrir Bergþór
Pálsson sem kom í staðinn fyrir Egil af því að
hann meiddi sig. Síminn í miðasölu Borgarleik-
hússins er 568 8000.
Síðustu forvöö
■ HALLGRÍMUR HJÁ $ÆVAR| Fjöilistamaöur
inn Hallgrimur Helgason lýkur sýningu sinni í
Gailerí Sævars Karls. Um er að ræöa nýleg
málverk og teikningar.
■ ÍSLANDS 1000 UÓÐ i Þjóðmenningarhús-
inu vlð Hverfisgötu stendur Listahátíð fyrir sýn-
ingu, upplestrum, Ijóðadagskrá og opnun
Ijóðavefs þar sem íslensk Ijóðlist er hyllt.
Markmiðið er einnig að vekja áhuga almenn-
ings á Ijóðum, fornum og nýjum, en sýningunni
-, lýkur í dag.
■ HHómsveltln Johnnv on the Northpole
skemmtir á Sport café í kvöld. Hljómsveitin
er skipuö hressum strákum sem af og til
koma saman og leika tónlist sem kemur fólki
í stuö.
Fundir
■ SKÁLDAVAKA j ÞJÓÐMENNINGARHÚSINll
Skáldavaka er haldin f dag í tengslum við ís-
lands 1000 Ijóö. Fer hún fram í Þjóðmenning-
arhúsinu og hefst klukkan 20.
Sýningar
Qpnuð hefur verið málverkasvning í kaffi-
’ húsinu Nönnukotl í Hafnarflröi. Þetta er sam-
sýning tveggja listamanna, en þaö eru þau
Ragnhild Hansen (f. 1943) og Davíö Art Sig-
urðsson (f. 1968). Á sýningunni sem ber yfir-
skriftina Lífsflæöi himins og jaröar eru alls
24 myndir, málaöar í vatnslitum, olíu- og
pastellitum.
Sjá nánar: Lffið eftir vinnu á Vísi.is
Lífsverk Sigurgeirs Þorgrímssonar væntanlegt:
Mun bylta sýn
okkar á forfeðurna
- segir Guðlaugur Tryggvi Karlsson
eru ekki aðeins afkomendur norræna
konunga og landnámsmanna heldur
eru þeir líka beinir afkomendur
manna eins og Aifreðs mikla Eng-
landskonungs
Karlamagnús-
ar Frakka-
konungs,
sem er for-
faðir allra
konungs-
ætta Evr-
ópu. Sakir
slíkra
ættar-
Ættfræðin hefur löngum heillað
okkur íslendinga en fáir gefið henni
sig jafn fullkomlega á vald og Sigur-
geir heitinn Þorgrimsson sem m.a.
stofnsetti ættfræðisíðu DV. Um þessar
mundir er verið að leggja lokahönd á
það sem kalia mætti iífsverk hans,
Framættir íslendinga. Einungis er eft-
ir að ganga frá nafnaskrá og safna
heiðursáskrifendum og ætti verkið
þvi að geta komið út síðsumars. Guð-
laugur Tryggvi Karlsson æskuvinur
Sigurgeirs hefur komið að sögu þess
allt frá upphafi.
Meö eindæmum einsieitin
þjóð
„Ég sagði eitt sinn við æskuvin
minn Sigurgeir að gaman
væri að þekkja eitthvað til
sín og sinna. Ófáum árum
síðar færði hann mér gríð-
armikla úttekt á ætt minni
og eru það frumdrög þessa
mikla verks sem nú fer loks
að koma út. Ég komst fljótt að
því að rannsóknin ætti erindi
til allra íslendinga og hef unnið
að því að koma henni út síðustu
30 árin,“ segir Guðlaugur Tryggvi
og leggur áherslu á að þótt verkið
snúist um ættartölu hans eigi það
við alla íslendinga: „Sá sígildi ætt-
fræðigrunnur sem bókin byggir á
rekur forfeðurna til baka frá ákveðn-
um einstaklingi, og hvort byrjað er á
mér eða einhverjum öðrum skiptir
engu máli. íslendingar eru með ein-
dæmum einsleitin þjóð og kynsælir
menn á 16. öld eru sannarlega forfeð-
ur allra íslendinga."
Konunglegur arfur
Guðlaugur Tryggvi segir áhuga ís-
lendinga á ættfræði eiga sér langa
sögu, því réttarstaða á víkingatíman-
um hafa byggt á ættum (jafnvel i 5.
lið) og katólska kirkjan hafi tekið
strangt á skyldleikatengslum við gift-
ingar. En hvert skyldi mikilvægasta
framlag þessa verks vera: „Það er að
svipta vitund íslensku þjóðarinnar
um uppruna sinn á miklu víðara svið
en áður. í bókinni er lið fyrir lið sann-
að að Islendingar
tengsla höfðu Islendingar aðgang að
háskólum, klaustrum, hirðum og öðr-
um menningarstofnunum alls staðar í
Evrópu. Að mínum dómi er þetta
skýring á því af hverju íslendingar
eru ekki aðeins ein helsta siglinga- og
landafundaþjóð Evrópu heldur helsta
bókmennta- og sagnaritunarþjóð álf-
unnar á miðöldum. Þetta kemur til af
því að íslendingar höfðu vegna ferða-
laga og persónulegra tengsla við ráð-
andi aðila í helstu menningarstórveld-
um Evrópu aðgang að þúsund ára
gamalli bókmennta- og sagnahefð
rómverska heimsveldisins."
Guðlaugur Tryggvi segir að bókin
skiptist í 1514 greinar eða karl-
leggi, sem hver getur talið 60
liði, og þær verði skreyttar
um 400 myndum. -BÆN
Guðlaugur Tryggvi Karls-
son er að leggja loka-
hönd á mikið ætt-
fræðirit
„í bókinni er lið fyrir
lið sannað að íslend-
ingar eru ekki aðeins
afkomendur norræna
konunga og land-
námsmanna heldur
eru þeir líka beinir
afkomendur manna
eins og Alfreðs
mikla Engiandskon-
ungs og Karlamagnúsar
Frakkakonungs. “
Veítíngahús
og sama var að segja um smábita af
hráum saltfiski Esqueixada, vel út-
vötnuðum, með smábitum af rauðl-
auki, tómötum, papriku og óvenjulega
sterkum ólífum, gott dæmi um, að
saltfiskur er yfirleitt miklu betri með
spönskum hætti en íslenzkum.
Saltfiskur var einnig góður steikt-
ur, með brenndri skorpu og mjúkur
innan, borinn fram með sérri-legnum
rúsfnum á spínati og rækilega
múskat-krydduðum kartöflusneiðum.
Pönnusteiktur skötuselur var meyr og
góður, borinn fram með mögnuðum,
humarsteiktum hrísgrjónum, blönd-
uðum spínati og papriku.
Kjötréttir reyndust vera veikasta
hlið veitingastaðarins. Andabringur
með sykurbrenndri skorpu voru frem-
ur mikið eldaðar og ómerkilegar,
bomar fram með afar hefðbundnum
kartöfluklatta og ræmum af sveppum
og gulrótum, en allt þetta drukknaði í
feiknarlegu magni af ágætri shiitake-
sveppasósu. Gífurlegt magn hlutlausr-
ar sósu drekkti líka blóðbergskrydd-
uðum og fremur mikið elduðum
lambarifjum að hætti Sigga Hall.
Eftirréttir vom ekki minnisstæðir,
bezt var ekta Créme Brúlée og lökust
var einfóld sítrónuterta, en súkkulaði-
froða með skornum jarðarberjum og
vatnsdeigsbollur með ís og heitri
súkkulaðisósu voru þar á milli. Kaffi
var gott.
Siggi Hall á Óðinsvéum er með
betri veitingahúsum landsins, í flokki
með stöðum, sem selja þríréttað með
kaffi á 4.000 krónur. Hér kostar slíkt
hins vegar 5.100 krónur, svo að menn
borga þúsund kall fyrir aðgang að
endurvinnslu sjónvarpsfrægðar.
Jónas Kristjánsson
Endurvinnsla sjónvarpsfrægðar
Eðlilegt framhald af sjónvarps-
frægð kokks er, að hann flytji fyrir-
lestra út og suður, gefi út uppskrifta-
bækur og stofni eigið veitingahús.
Það síðasta hefur Siggi Hall einmitt
gert á Óðinsvéum í Þingholtunum,
þar sem aðdáendur hans geta snætt
dýrasta mat f landinu, barið átrúnað-
argoðið augum og hlegið að gaman-
sögum þess.
Því settist ég með hálfum huga inn
í musteri endurvinnslu frægðar, en
varð að lokum feginn, því að Siggi
Hall sér vel, hvar ekki er hans þörf og
ónáðar ekki gesti, sem eru önnum
kafnir að tala um eitthvað annað en
hann. Siggi Hall er samt vel sýnilegur
og virðist ekki elda neitt sjálfur, er
mest í salnum og tekur tilviljana-
kenndan þátt í þjónustunni.
Umbúnaður veitingasalarins á Óð-
insvéum hefur batnað yfir í meiri fún-
kis að hætti norrænna hótela. Garð-
stofa og aðalsalur hafa verið tengd í
bjarta heild með stórum gluggum og
ljósaljósbláum veggjum og möttum
glerskilrúmum. Fínt parket er á gólf-
inu, bakháir stólar eru þægilegir og
borðfóng eru stílhrein með hvítu líni.
Nakinn staðurinn verður ekki nota-
legur, fyrr en hann er orðinn hálfset-
inn og skvaldrið rennur saman í
lystuga hljómkviðu um áttaleytið á
kvöldin. I hádeginu er ekki opið.
Matseðlar eru tveir, annar stuttur
og óbreytilegur, með hefðbundnum
réttum Sigga Hall, en hinn er nokkru
lengri og sagður munu breytast eftir
árstíðum. Munur seðlanna er að öðru
leyti ekki mikill og báðir fara með
löndum. Borðvínaseðillinn er langur
og áhugaverður, en gefur aðeins eitt
færi á víni í glasatali.
Gott hrásalat með meyrt elduðum
hörpudiski var ekki mikið truflað af
saffrani og svartsveppum i kryddinu.
Enn betri voru niðursneiddir porto-
bello-risasveppir, bakaðir með hvít-
lauk og basilíku og bomir fram á
rúkóla-blaðsalati og ristuðu brauði,
með ólífum, dvergtómötum og
parma-osti.
Fm laxahrogn með grænkrydduðu
laxamauki vom hressandi forréttur
Siggl Hall á Óðinsvéum
Umbúnaður veitingasalarins á Óöinsvéum hefur batnað yfir í meiri fúnkis að hætti norrænna hótela. Garðstofa og
aöalsalur hafa verið tengd í bjarta heild með stórum gluggum og Ijósaljósbláum veggjum og möttum glerskilrúmum.
Htggí KtalA 4 éömsvénfni
Meðalelnlumn
Verö