Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 36
Island-Makedónía Forsala á leikina gegn Makedóníu fer fram f verslunum 10-11 FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 8. JUNI 2000 Bílstjórar í Eflingu: Ekki í verkfalli „Rútubílstjórar þeir sem eru félags- menn í Eflingu eru ekki í verkfalli," sagði Sigurður Bessason, formaður Efl- ingar, við DV í morgun. “Við erum búnir að klára okkar ^ samninga og munum ekki hafa af- skipti af þessari deilu,“ sagði Sigurður enn fremur. Hann kvaðst ekki vita til þess að rútubílstjórar innan Eflingar væru í samúðarviimustöðvun. „Félag- ið þyrfti væntanlega að boða til slíkrar vinnustöðvunar eða þá að starfsmenn- imir legðu það til sjálfir. Mér er ekki kunnugt um að það hafi verið gert.“ Óskar Stefánsson formaður Sleipnis sagði, að aðeins eigendur hópferðabíl- anna mættu aka þeim, aðrir ekki. Sleipnir færi með samningsgerð fyrir sérleyfis- og hópferðabílstjóra og þeir væru í verkfalli. -JSS Flúðir: Fisvél nauðlenti Lítil fisvél nauðlenti á flugvellin- um á Flúðum um kvöldmatarleytið á sunnudaginn. Flugmaðurinn meiddist lítilega við lendinguna, en ekki alvarlega. Lögreglunni á Sel- fossi var gert viðvart og sendi hún sjúkrabíl áleiðis að Flúðum. Lög- reglunni var svo tilkynnt að ekki væri þörf á sjúkrabílnum og maður- inn fór sjálfur til læknis í Biskups- tungum. Lögreglan vissi ekki um tildrög nauðlendingarinnar. -SMK Okeypis í bíó í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er að finna viðtal við Gary Palen en hann vann að rannsóknum tengd- um LSD á tímum Víetnamstriðsins. Davíð Þór, Steinn Ármann og Jakob Bjamar ræða væntanlegan sjón- varpsþátt sem þeir félagar eru að senda frá sér og handhafi áhorf- endaverðlauna DV á Stuttmynda- dögum DV í Reykjavík segir lesend- um sögu sína. Fókusi fylgir Lifið eft- ir vinnu en það er ítarlegur leiðar- vísir um menningar- og skemmt- analífiö. Þar er að finna miða í bíó. ALLRA-HANDA LÖGMÁL Engihjallamálið: Vlðurkennir Arekstur í Garðabæ Teltur Jónasson reynir í morgun að brjóta sér leiö í gegnum vörslu verkfallsvaröa Sleipnis og opna leiö fyrir farþega til að ganga um borö í bílinn. Einn maður slasaðist er tveir bílar rákust saman í Garðabæ skömmu eftir klukkan 18 í gær. Áreksturinn varð á mótum Bæjarbrautar og Amamesveg- ar. Bæði ökumenn og farþegar vora í bílbeltum. Farþegi í öðrum bílnum slasaðist lítiilega og var fluttur á slysa- deild. Hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Annar billinn er ónýtur og hinn er mikið skemmdur. -SMK Fullkomin harka í verkfalli Sleipnis sem skall á í nótt: Handalogmal og ekið á konu - Sleipnismenn slökuðu á kröfum. Hervörður stöðvaði verkafallsverði Verkfall bifreiðastjórafélagsins Sleipnis skall á um miðnætti og um klukkan þrjú í nótt slitnaði upp úr viðræðum þeirra og at- vinnurekenda. Himinn og haf eru á milli krafna deiluaðila og er lítil von talin á að semjist. Sleipnis- menn hafa krafist 150 þúsunda króna lágmarkslauna en í nótt slökuðu þeir á kröfunni og lögðu fram gagntilboð upp á 130 þúsunda króna mánaðarlaun. Atvinnurek- endur höfnuðu því umsvifalaust og halda fast við að Sleipnir fái sömu hækkanir og kveður á um í Flóa- samningnum. Það þýðir að lægstu laun fara í 101 þúsund krónur og ber því í milli 29 þúsund krónur. Strax og slitnaði upp úr í nótt hófst verkfallsvarsla Sleipnis og brutust út handalögmál þegar verkfalls- verðir komu inn á athafnasvæöi flutningafyrirtækisins Allrahanda í morgun við Hyrjarhöfða i Reykja- vík. Fyrirtækið er með samning um að flytja alla björgunarsveitar- menn á björgunaræfinguna Sam- vörð, sem er alþjóðlegt samstarf 14 landa og biðu verkfallsverðir fyrir utan athafnasvæðið, en einn þeirra kom inn á lóðina og lagðist utan í rútu og hugðist koma í veg fyrir að henni yrði ekið. Þórir Garðarsson, einn eigenda Allrahanda, tók manninn og henti honum út fyrir. „Ég vísaði manninum út af lóð- inni en hann tók ekki mark á því. Hann lagðist utan í bílinn hjá mér sem hann átti ekkert með. Þessir menn geta bara staðið í lappimar og ég færði hann út af lóðinni," sagði Þórir í morgun þar sem hann var sjálfur að aka strætisvagni fyrir- tækisins í Mosfellsbæ. Verkfallsverðir eltu meðal annars bilstjóra Allra- handa eftir Kefla- víkurveginum og að Vamarstöðinni þangað sem bíl- stjóramir náðu að Þórlr Garöars- ko™ast J sktó1 son: enda hervorður Kastaði verk- sem stöðvaði verk- fallsverði út af fallsverðina. athafnasvæði Alls eru 40 bíl- Allrahanda. stjórar starfandi ....—...*.— hjá Allrahanda en um 20 þeirra eru í verkfalli. Eigend- ur fyrirtækisins eru að aka bílum þeirra sem lagt hafa niður störf. Sleipnismönnum og atvinnurekend- um laust aftur saman í Mosfellsbæ í morgun þar sem verkfallsverðir króuðu af rútur Allrahanda og Teits Gæði og glæsileiki Verkfall Sleipnis: Hefur áhrif á tugi þúsunda Strætisvagnaferðir í Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi liggja niðri vegna verkfalls Sleipnismanna og vanda- mál sköpuðust að hluta með flutn- ing starfsmanna í álverði í Straumsvík 1 morgun. Flugfarþeg- ar lentu í vandræðum í morgim og var mikið að gera hjá leigubila- stöðvum við að flytja farþega til og frá Leifsstöð. „Þetta hefur slæm áhrif,“ sagði talsmaður Hagvagna við DV í morgun og benti á að um 50 þús- und manns búi í framangreindum fjórum bæjarfélögum. Talsmaður Kynnisferða, sem sjá um að flytja farþega til og frá Kefla- víkurflugvelli í rútum, sagði að all- ar dagsferðir fyrir ferðamenn á veg- um fyrirtækisins liggi nú einnig niðri. „Þetta eru allt ferðir sem eru í dagsradíus frá Reykjavík," sagði hann. Hótel í Reykjavík voru látin vita í nótt um verkfallið þannig að hægt yrði að gera ráðstafanir til að a.m.k. tilkynna ferðamönnum um ástandið. Þrátt fyrir verkfallið stöðvast ekki allar áætlunarferðir rútubíla. Starfsmenn Sæmundar í Borgar- nesi, SPK og Teits Jónassonar aka t.a.m. áfram þar sem þeir eru ekki í Sleipni. Auk þess mega eigendur og yfirmenn rútufyrirtækja aka rútum á meðan á verkfallinu stendur. Á Akureyri hafa strætisvagnabílstjór- ar samið við STAK þannig að áhrifa verkfallsins gætir ekki þar. -Ótt smoft (sólbaðstofa^ Grensásvegi 7, sími 533 3350. Saclui um m/ nuddi 00 - 07 cm Vci 0 12^^ _ ekki mam Ungi maðurinn af SuðurFandi sem situr í gæsluvaröhaldi vegna láts 21 árs konu við fjölbýlishús í Engihjalla viðurkennir ekki að hafa átt þátt í láti hennar. Maðurinn hef- ur gengist við því að hafa verið uppi á 10. hæð með henni, þaðan sem hún féll. Hann kveðst á hinn bóginn ekki hafa gerst sekur um háttsemi sem hægt er að heimfæra á ákvæði hegningarlaga um manndráp. Maðurinn neitaði fyrst að svara spurningum lögreglu og dómara sem kvað upp gæsluvarðhaldsúr- skurðinn yfir honum í upphafi. Eft- ir það hefur hann tjáð sig en þó eru ýmis atriði enn óskýrð. Lögreglan í Kópavogi fer í dag fram á framleng- ingu gæsluvarðhalds. Rökstuðning- ur fyrir kröfunni verða rannsóknar- hagsmunir. -Ótt Jónassonar hf. í báðum tilvikum sluppu bilstjórar frá verkfallsvörð- um með því að bakka og skáskjóta sér. Mikill eltingaleikur var víða um borgina og nágrannasveitarfé- lögin í morgun. Teitur Jónasson, eigandi samnefnds fyrirtækis, lenti í beinum átökum við verkfallsverði eftir að ekið var á dóttur hans fyrir utan Hótel Cabin í Borgartúni. Lagt var bæði fyrir framan og aftan rútu fyrirtækisins og upphækkaður jeppi ók á konuna sem slapp án áverka. Samkvæmt heimildum DV hafa Sleipnismenn ákveðið að einbeita sér að fyrirtækjunum Allrahanda og Teiti Jónassyni hf. Aðeins helmingur Allrahandamanna er í Sleipni og eng- inn bílstjóra Teits Jónassonar. -rt/JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.