Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2000, Blaðsíða 11
11 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 2000_____________________________________________________________________________________________ DV ^ Útlönd Miðaldra konur pú- uðu Tony Blair niður Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, var ekki öfundsverður í gær þegar hann var púaður niður frammi fyrir tíu þúsund miðaldra konum. Blair var rétt búinn að ljúka tveggja vikna fæðingarorlofi sínu þegar hann varð fyrir þessari mestu niðurlægingu á ferli sínum. Tilefnið var ræða um framtíðarhugsjónir sínar sem Blair flutti á ráðstefnu Kvennastofnunarinnar (WI) í Lund- únum. Forsætisráðherrann hafði orð á því að áheyrandahópurinn skyti honum skelk í bringu og konumar létu hann svo sannarlega finna fyr- ir óánægju sinni. Þegar Blair kynnti stefnu stjóm- ar sinnar í heilbrigðis- og mennta- málum truflaði hluti kvennanna ræðu Blairs með því að klappa sam- an lófunum og gera hróp að honum. Þá gengu tugir kvenna úr salnum í mótmælaskyni. Tony féll ekki í kramiö Nýja barniö og barneignarfríiö dugöu Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, skammt þegar hann flutti ræöu á fundi góögeröarsamtaka kvenna í gær. Ein kvennanna, lögmaðurinn Chris Short, sakaði Blair síðar um að hafa haft í frammi pólitískar yf- irlýsingar á fundi ópólitískra sam- taka. Félagsmenn WI eru allajafna þekktari fyrir að afla fé til góðgerð- armála með kökubakstri og blóma- skreytingum en mótmæli af þessu tagi. Blair sleppti hluta ræðu sinnar og klappað var fyrir honum að henni lokinni. En margar kvennanna sátu svipbrigðalausar í sætum sínum. „Við áttum ekki von á að við yrð- um notaðar til koma flokkspólitísk- um sjónarmiðum á framfæri," sagði Elizabeth Kay, félagi í WI. Hún sýndi forsætisráðherra sínum þó kurteisi og hlýddi á ræðu hans til enda. „Hann fer virkilega i taugarn- ar á fólki.“ Vinsældir Tonys Blairs hafa farið minnkandi að undanförnu, ef marka má skoðanakannanir. Míkhaíl Gorbatsjov Forsetanum fyrrverandi var bjargaö frá drukknum í Karíbahafi. Gorbatsjov nærri drukknaður Fyrrverandi leiðtogi Sovétríkj- anna, Míkhaíl Gorbatsjov, var nærri drukknaður á sundi í Karíba- hafi á dögunum. Gorbatsjov, sem er orðinn 69 ára, mun hafa örmagnast er hann synti í sjónum við strönd Costa Rica, að því er fréttaritari sænsku fréttastofunnar TT í Moskvu greinir frá. Dóttir Gorbatsjovs, Irina, kallaði eftir hjálp strandvarða sem hjálp- uðu forsetanum fyrrverandi í land. Gorbatsjov varð ekki meint af atvik- inu en mun hafa fengið nokkrar skrámur. OJ Simpson Ruöningshetjan var sýknuð af moröi á Nicole, eiginkonu sinni. Simpson vill í lygapróf á Netinu Fyrstu sundtökin í lífinu Litlu áiftarungarnir á Loch Lomond-vatni í Skotlandi láta sig þaö litlu varöa þótt þingmenn ræöi hvort gera eigi vatniö og nánasta umhverfi aö fyrsta þjóögaröi Skotlands. Ungunum finnst miklu betra aö synda bara viö hliö mömmu eöa fá far á baki hennar. Barak heitir styrkari stjórn Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, hét því í gær að mynda styrkari stjórn og fylgja eftir friðarviðræðum eftir að stjórnar- liðar greiddu at- kvæði með til- lögu stjórnarand- stæðinga um að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Atkvæðagreiðslan í gær var sú fyrsta af þremur þannig að ekki er víst að frumvarpið boði endalok stjórnar Baraks. Frumvarpið þarf nú að fara fyrir nefnd og þar gæti þaö strandað í nokkrar vikur eða jafnvel nokkra mánuði. Limor Livnat í Likudílokknum, sem er hægri flokkur, sagði í gær að Barak heföi engan rétt til að halda áfram friðarviðræðum þar sem hann hefði misst meirihluta bæði meðal almennings og á þingi. Ráðherra drepinn í sjálfsmorðsárás á Sri Lanka: Skæruliða Tamíla leitað Stjórnvöld á Sri Lanka hertu í morgun alla öryggisgæslu i höfuð- borginni Colombo í kjölfar sjálfs- morðsárásar sem varð háttsettum ráðherra og 21 til viðbótar að bana í gær. Skæruliðar tamílskra aðskiln- aðarsinna eru grunaðir um tilræð- ið. Lögreglan sagði í morgun að fjór- ir menn sem grunaðir væru um að hafa aðstoðað sprengjuvarginn hefðu verið handteknir. Að minnsta kosti sextíu manns slösuðust þegar sjálfsmorðsárás- armaðurinn sprengdi sjálfan sig. Iðnaðarráðherrann C.V. Gunratne var í fólksfjöldanum að minnast hermannanna sem hafa fallið í átök- unum við skæruliða Tamíla. Eiginkona ráðherrans, sem einnig tók þátt í hátíðahöldunum, liggur nú alvarlega sár á sjúkra- húsi. Stjórnvöld hvöttu landsmenn til að sýna stillingu og sendu fleiri her- menn á nokkra staði til að koma í veg fyrir hefndaraðgerðir gegn Tamílum sem eru í minnihluta í landinu. Aðskilnaðarsinnar Tamíla hafa barist fyrir sjálfstæðu ríki í tæp sautján ár og hafa rúmlega 60 þúsund látist í þeim átökum. Bandaríska ruðningshetjan OJ Simpson, sem var sýknaður af morði á konu sinni og elskhuga hennar, kveðst fús til að gangast undir lygapróf á Netinu gegn greiðslu. Einn fyrrverandi lög- manna Simpsons segir að hann hafi ekki staðist lygapróf er harrn var spurður hvort hann hefði myrt Nicole Brown og Ron Goldman. Simpson neitar að hafa tekið lyga- próf en kveðst vilja að lesendur Netsins fái sjálfir möguleika á að sjá svör hans. Á vefslóðinni publiccrossing.com geta lesendur fylgst með því gegn greiðslu hvort Simpson er sekur eða saklaus. Féð ætlar Simpson að nota í þágu þeirra sem dæmdir hafa verið saklausir. Lögga á verði Lögregluþjónn á Sri Lanka stendur vörö þar sem einn af ráöherrum landsins var drepinn í sjálfs- morösárás. ^Oðkaupsveislur — útisamkomur — skemmtanir—tónleikar — sýningar — kynningar og fi. og fl. og fl Risatjðld - veislutjöld ..og ýmsir fylgihlutir Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja ó eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700 m*. Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. skáta ..iueu skátum á heimavelli síml 562 1390 • fax 552 6377 • bis@scout.ls

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.