Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 14.10.2000, Síða 56
or NISSAN PRIMERA CnÍÍÍaM! í ? ; | líSEíflson M. FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fulirar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 14. OKTÓBER 2000 Landgrunnið: Olíuleit á íslensk- um hafsvæöum - rneðal umræðuefna Ráðstefna um landgrunnið og '"" uuðlindir þess hófst í Reykjavik í gær í Þjóðmenningarhúsinu. Rætt var um réttarstöðu landgrunnsins samkvæmt þjóðrétti, þá afmörkun landgrunns íslands á grundvelli haf- réttarsamningsins sem nú er á döf- unni og hlutverk Landsgrunnsstofn- unar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnunni verður fram haldið í dag og þá munu þeir sem standa að olíuleit í Bretlandi, Noregi, Græn- landi og Færeyjum meðal annars kynna stöðu og þróun olíuleitar og olíuvinnslu i viðkomandi löndum. Þorkell Helgason orkumálastjóri mun ræða um auðlindir á hafsbotni og hlutverk Orkustofnunar varðandi þær og Karl Gunnarsson mun fjalla j^um það hvort frnna megi olíu og gas á íslenskum hafsvæðum. Einnig verður frumvarp til laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis kynnt. Það eru Hafréttarstofnun ís- lands, utanríkisráðuneytið og iðnað- ar- og viðskiptaráðuneytið sem standa að ráðstefnunni. -MA Tveir ónýtir - einn í lagi Þrír bílar lentu í hörðum árekstri „ við Litlu kaffistofuna í Svínahrauni ■ í gærkvöldi. Tveir bílanna voru gjörónýtir eftir áreksturinn en þeim þriðja var hægt að aka á brott með herkjum. Óvíst er hvað olli árekstr- inum við Litlu kaffistofuna. -EIR Kastaðist á pósthús Harður árekstur varð á Austur- vegi á Selfossi um kvöldmatarleytið í gær. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á pósthúsið við að- algötuna og sá á báðum. Ökumenn sluppu með skrekkinn. -EIR t Windows 95, 98 og NT 4.0 360 dpi prentun 1 til 27 mm letur Strikamerki Rafport Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Gæði og glæsileiki smort Csólbaðstofa) Grensásvegi 7, sími 533 3350. VAR HJANN MBÐ FRIMERKI? DV-MYND PJETUR Þjóöhetjan og þjóöhöföinginn Ólympíufarinn og bronsverölaunahafinn Vala Flosadóttir var ásamt öörum Ólympíuförum á Bessastööum í gær í boöi forseta íslands, hr. Ólafs Ragnars Grímssonar. Á myndinni eiga þau tal saman, forsetinn og verölaunahafinn, en Vala er nýkomin til íslands eftir frækileg afrek á Óiympíuieikunum i Sydney meö smáviökomu í Svíþjóð þar sem hún hefur búiö og stundaö sína íþrótt, stangarstökkiö, um nokkurt skeiö. Olíuverð: Bílstjórar ræða við ráðherra Talsmenn atvinnubifreiðarstjóra munu hitta Sturlu Böðvarsson sam- gönguráðherra og Valgerði Sverris- dóttur viðskiptaráðherra næstkom- andi miðvikudag til að ræða undan- gengnar hækkanir á olíuverði. Að sögn Unnar Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra Landssambands vörubifreiðarstjóra, hyggst hópur- inn einnig fá fund með fjármálaráð- herra, Geir H. Haarde. „Við höfum hug á að fá stjómvöld i viðræður um leiðir í málinu,“ sagði Unnur. -JSS Verðbréfaþing: Ríkið hefur ekki hærri réttarstöðu Viðskiptaráðherra mun skipa þriggja manna starfshóp til að gæta hagsmuna ríkisins í sameiningar- ferli Landsbankans og Búnaðar- bankans og gera tillögu til við- skiptaráðherra um afstöðu til sam- runans á hluthafafundi. Finnur Sveinbjömsson, framkvæmdastjóri Verðbréfaþings íslands, segir að rík- ið hafi ekki hærri réttarstöðu en aðrir hluthafar í bönkunum tveim- ur og meginreglan sé að meðhöndla eigi alla hluthafa rétt. -MA Efasemdir um að sameining ríkisbanka standist lög: Ætlum að breyta samkeppnislögum - segir viðskiptaráðherra - sameinaður banki fyrir áramót Ríkistjórn íslands samþykkti á fundi sínum í gærmorgun tillögu viðskiptaráðherra um að beina þeim tilmælum til bankaráða Landsbanka íslands og Búnaðar- banka íslands hf. að hafnar verði viðræður um samruna bankanna. Á blaðamannafundi i gær sagði Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra að samkeppnisráð hefði sex vikur til að úrskurða um málið. „Ég geri mér vonir um að í byrjun desember geti legið fyrir frumvarp um sameiningu bankanna.“ Vel- gerður sagði jafnframt að það væri óskastaða ef af þessari sameiningu gæti orðið fyrir áramót og nýr sam- einaður banki tæki til starfa strax eftir áramót. Gylfl Valgeröur Magnússon. Sverrisdóttir. „Ég held að það sé borðleggjandi að eins og þetta er lagt upp þá sé þetta það mikil samþjöppun á mark- aði sem þegar ber einkenni fá- keppni að það geti hreinlega ekki staðist lögin,“ segir Gylfi Magnús- son, dósent í Háskóla íslands, í sam- tali við DV á fimmtudag. - Hvað segir viðskiptaráðherra við þessum ummælum? „Ég stjóma ekki vinnubrögðum samkeppnisráðs. Ég ætla því ekki að gefa mér hver niðurstaðan verður. Hins vegar er þetta ekki endilega spumingin um annaðhvort eða. Það má hugsa sér að sameina þessa banka og taka eitthvað út úr þeim, þannig að þetta standist ákvæði samkeppnis- ráðs. Það verður bara að koma í ljós þegar niðurstaða fæst þaðan.“ Lögum verður breytt - Kemur til greina að breyta sam- keppnislögum? „Við erum að breyta samkeppnis- lögum og sú breyting gengur í gildi í desember. Ákvæði samkeppnislaga um forúrskurð gengur úr gildi í des- ember. Það er þó í lögum í dag og við teljum rétta að nýta þetta ákvæði tO þess að fá aðstoð við að vinna að þessu máli þannig að það samræmist samkeppnislögum.“ Tilkynning rikisstjórnarinnar hefur mjög farið fyrir brjóst þeirra sem telja að þetta sé ekki einkamál rikisins, heldur beri bankaráðum að verja hagsmuni allra eigenda, líka þess fjölda einstaklinga sem eiga 1/3 hlutafjár í bönkunum nú þegar. Orðalagið er með þeim hætti að ýmsir túlka það sem beina skip- un til bankaráðanna um að fara að vilja meirihlutaeigenda án tillits til annarra. - Sjá nánar innlent frétta- ljós á bls. 14. -HKr. Atlanta í viðbragðsstöðu fyrir botni Miðjarðarhafs: Tvær áhafnir á púðurtunnu - fluttar til London ef ástandið versnar „Við höfum verið í sambandi við utanríkisráðuneytið vegna ástands- ins fyrir botni Miðjarðarhafs og erum tilbúnir að flytja áhafnir okkar ef ástandið versnar," sagði Guð- mundur Hafsteinsson, starfsmanna- stjóri flugfélagsins Atlanta, en félag- ið er með eina flugvél og tvær áhafn- ir staðsettar í Tel Aviv i verkefni fyr- ir ísraelska flugfélagið El-Al. Sinna starfsmenn Atlanta flugi fyrir El-Al á leiðinni Tel Aviv-New York. „Við flytjum okkar fólk eins langt í burtu og hægt er af ástandið versnar en helst er ég á því að London verði fyr- ir valinu þar sem við erum með önn- ur verkefni," sagði Guðmundur. Fjörutíu og fimm starfsmenn Atl- anta eru i Tel Aviv, þar af tíu ís- lendingar. Að sögn Guðmundar er hann í stöðugu sambandi við sitt fólk ytra og lætur það vel af sér þrátt fyrir óróleikann á svæðinu: „Mér skilst að lífið gangi sinn Tel Aviv Lífíö gengur sinn vanagang þrátt fyrir óróleikann á svæöinu. vanagang í Tel Aviv enda er borgin í fjögurra klukkustunda fjarlægð frá ófriðarsvæðunum. Það er í raun lán í óláni að venjulega erum við með fjórar áhafnir þama en fyrir tilvilj- un eru þær aðeins tvær núna. Við erum tilbúnir að yflrgefa svæðið strax og utanríkisráðuneytið telur einhverja hættu á ferðum,“ sagði Guðmundur Hafsteinsson, starfs- mannastjóri Atlanta. Sjá nánar bls. 8. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.