Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Side 2
2
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
I>V
Fréttir
9. nóvember
Bifreiö Einars Arnar
finnst snemma morguns
viö Hótel Loftleiöir.
Bifreiöin var ekki þar
klukkan þrjú nóttina áöur
þegar leitarmenn fóru
um bílastæöin.
10. nóvember
Atli Helgason tjáir sig í
viötali viö DV og er harmi
sleginn yfir hvarfi félaga
síns.
Björgunarsveitir og vinir
Einars Arnar leita víös
vegar um höfuöborgar-
svæöiö.
14. nóvember
Atli Helgason handtekinn
á heimili sínu aö Laxalind
13 og færöur til
yfirheyrslu. Grunaöur um
aö vera viöriöinn hvarf
viöskiptafélaga síns.
15. nóvember
Atli Helgason í stööugum
yfirheyrslum og leitar-
flokkar fjölmenna á
svæöi í grennd viö
Grindavík.
Hvarf Einars Arnar
16. nóvember
Einar Örn finnst látinn.
Atli Helgason játar.
7. nóvember
Einar Örn kveöur
starfsfólk sitt í GAP
Collection síödegis,
glaöur í bragöi.
Einar Örn leikur
handboltaleik meö
gömlum félögum í
Valsheimilinu. Félagamir
skreppa á krá á eftir.
8. nóvember
Einar Örn sefur fram eftir
þar sem hann haföi veriö
aö fylgjast meö bandarísku
forsetakosningunum í
sjónvarpinu um nóttina aö
heimili sínu aö Hlíöarhjalla
44 í Kópavogi.
Mælir sér mót viö Atla
félaga sinn. Hringir einnig
f verslunina og segist koma
þar viö um hádegi eftir fund
meö Atla Helgasyni.
Einar Örn hverfur og
umfangsmikil leit hafin fýrir
tilstilli vina og fjölskyldu.
Atli Helgason, viðskiptafélagi Einars Arnar, játaði að hafa banað félaga sínum:
I klóm fíkniefna
- góður knattspyrnumaður en náði aldrei í landsliðið
Atli Helgason lögfræðingnr, sem
handtekinn var í fyrradag vegna
hvarfs Einars Arnar Birgissonar,
hefur játað að hafa orðið félaga
sínum að bana. Lík Einars Amar
fannst í nótt. Atli var ánetjaður flkni-
efnum og sást ekki lengur fyrir í
starii og leik vegna neyslu sinnar,
samkvæmt heimildum DV. Atli og
Einar Öm vora viðskiptafélagar og
höfðu nýverið opnað tískuverslunina
GAPS Collection á Laugavegi 7 þar
sem Einar Öm átti 80 prósent í fyrir-
tækinu en Atli lögmaður 20 prósent.
Fyrirliöi og fyrirmynd
Atli og Einar Öm kynntust í gegn-
um knattspymuna en þeir vora báðir
annálaðir knattspymumenn og léku
saman, þó svo sex ára aldursmunur
væri á þeim. Atli var fyrirliði Víkings
þegar Einar Öm hóf að leika þar með
meistaraflokki og fyrirmynd allra
ungra drengja i félaginu. Úr Víkingi lá
leið Einars Amar í Val, þaðan í Þrótt
og svo til norska 1. deildarliðsins Lyn
í Ósló þar sem Einar Öm lék eina leik-
tíð fyrir tveimur árum. Eftir heimkom-
una frá Noregi gekk Einar Öm til liðs
við KR en hætti hjá félaginu siðastliðið
vor vegna ósættis við þjálfara KR,
Pétur Pétursson. Kallaði Einar Öm þá
Atla félaga sinn til liðs við sig til að
standa að samningi um starfslok sín
hjá knattspymudeild KR.
Villti á sér heimildir
„Atli hafði sérstakan hæfileika til að
villa á sér heimildir og koma öðruvísi
til dyranna en hann var klæddur. Hann
var „blöffari", vel klæddur og greiddur
en vandaði ekki alltaf meðulin sem
hann beitti," sagði gamall aðdándi hans
frá Víkingsárunum. „Hann var til dæm-
is sérfræðingur í að taka aukaspyrnur á
öðrum tíma en bæði dómari og leik-
menn áttu von á - en þó innan settra
reglna. Hann var góður knattspymu-
maður en náði því þó aldrei að komast í
landsliðið."
Varaður við
Atli Helgason starfaði um tíma á lög-
mannsstofu Atla Gíslasonar og var lát-
inn hætta þar vegna ógætilegrar með-
ferðar á flármunum lögmannsstofunn-
ar. Var talið víst að það atferli Atla
tengdist neyslu hans og viðskiptum með
fíkniefni sem hann var háður. Sam-
kvæmt heimildum DV reyndu velunn-
arar Einars Arnar að vara hann við
ástandi viðskiptafélagans rétt áður en
tískuverslunin þeirra var opnuð við
Laugaveginn en Einar Öm vildi ekki
trúa því sem honum var sagt. Sagðist
bera traust til félaga síns og taldi hann
vera hættan öllu rugli.
Tregur til leitar
Eins og aörir félagar og vinir Einars
Amar tók Atli Helgason þátt í víð-
tækri leit að honum sem fram fór dag-
ana eftir hið dularfulla hvarf. Einn
leitarmanna orðar það svo:
„Atli reyndi að komast hjá því að
taka þátt í leitinni og sagðist meðal
annars þurfa að fara með konuna sína
til tannlæknis. Hann lét þó til leiðast
að lokum en menn tóku eftir því að
hann var hálfutangátta við leitina;
Atll Helgason
Átti í fíkniefnavanda.
virtist ruglaður og úti á þekju.“
í samtali sem DV átti við Atla
Helgason að kvöldi síðastliðins föstu-
dags lýsti hann harmi sínum vegna
hvarfs félaga síns og sagðist standa á
gati og hugsa I hringi. Að öðra leyti
virtist Atli yfirvegaður og í jafnvægi.
Honum varð tíðrætt um hversu und-
arlegt það væri að leitarhundar
hefðu ekki fundiö nein spor frá bif-
reið Einars Amar þegar hún fannst
um síðir við Hótel Loftleiðir. Þá gat
hann þess sérstaklega að fjölskylda
félaga síns, sem væri harmi slegin,
hefði leitað til fjölmargi'a miöla í ör-
væntingu sinni og þeim bæri öllum
saman um að Einar Öm væri á lífi.
Fjóram sólarhringum síðar var Atli
Helgason handtekinn, granaður um
að eiga aðild að hvarfi félaga síns.
Tók fé úr fyrirtækinu
Það var fyrir tilstilli fjölskyldu og
vina Einars Amar að endurskoðandi
var fenginn til að yfirfara fjármál
GAPS Collection. Athyglisvert er að
Atli Helgason hafði á föstudeginum
millifært fjármuni af krítarkorti
verslunarinnar yfir á einkareikninga
sína; fjárhæðir sem taldar era í
hundraðum þúsunda króna. Við yfir-
heyrslur bar hann því við að þeir
Einar Örn hefðu gert með sér sam-
komulag um þessa hætti og Einar
Öm hefði haft sömu heimild og hann
til slíkra millifærslna. Þykir sú skýr-
ing undarleg þar sem Atli átti aðeins
fimmtung í versluninni en Einar Örn
fjóra flmmtu.
Prúður og kátur
Áður en Einar Öm hóf rekstur
GAPS Collection ásamt Atla Helga-
syni starfaði hann sem sölustjóri
herrafatnaðar hjá heildverslun
Ágústs Ármanns:
„Einar Öm kom tO starfa hjá mér
I febrúar á þessu ári og var fram á
mitt sumar þegar hann fékk GAP-
umboðið og sneri sér að því,“ sagði
Valdimar Ármann, framkvæmda-
stjóri heildverslunarinnar, í gær. „Ég
tók til þess að á starfsmannaskemmt-
unum hvorki reykti hann né drakk.
Allt er þetta mál hið hryllilegasta því
Einar Öm var prúður drengur og
kátur,“ sagði Valdimar Ármann.
-EIR
Inga Jóna Þórðardóttir um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar:
Skattahækkanir þrátt
fyrir auknar tekjur
„Við teljum ótrúlegt að beita þurfi
þessum skattahækkunum á Reykvík-
inga ofan á það tekjuinnstreymi sem
verið hefur inn í borgarsjóð á síðustu
árum,“ segir Inga Jóna Þórðardóttir,
oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjóm Reykjavíkur, um fjárhagsáætl-
un Reykjavíkurborgar fyrir árið 2001
sem kynnt var á þriðjudag.
Glöggt vitni um óefriíð
t fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir
að skatttekjur aukist um 13,7 % á milli
áranna 2000 og 2001 og munu 76,5 pró-
sent af þeim fara til reksturs málaflokka
og stærsti hluti þeirra til fræðslumála.
Þá er áformaö að greiða niður skuldir
fyrir 2,8 milljarða króna og af þeim eru
500 milljónir af auknum skatttekjum.
Þrátt fyrir það er áætlað að heildar-
skuldir borgarinnar hækki um 2 millj-
arða og er skuldaaukningin vegna hár-
festinga Orkuveitu Reykjavikur.
Að mati Ingu Jónu ber íjárhagsáætl-
unin þess glöggt vitni í hvert óefni
búið er að stefna fjármálum borgarinn-
ar á liðnum áram. Á síðustu áram hafi
verið mikið innstreymi peninga í borg-
arsjóð, til dæmis með hækkun skatta á
borgarbúa og meiri tekjum vegna góð-
ærisins. „Þrátt fyrir þetta verður að
nýta væntanlega útsvarshækkun upp í
topp. Hún mun færa borgarsjóði 2,2
milljarða tO viðbótar því sem áætlað
er á þessu ári en samt er ekki hægt að
nota nema 500 milljónir til að borga
niður skuldir," segir Inga Jóna og bæt-
ir við að þetta sýni að staðan er ekki
betri en þetta.
Henni fmnst óeðlilegt að það þurfi
að nýta útsvarshækkunina til fulls
eins og hjá sveitarfélögum sem séu illa
stödd. Inga Jóna segir að skuldir muni
aukast um 3,5 milljarða á milli ára þeg-
ar tekið sé tillit til breytinga á verð-
lagi.
Viðbrögð
Sjálfstæðis-
fiokksins
gamlar lumnv
ur
Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir
borgarstjóri segir
að fjármálaleg
staða borgarinnar
sé góð og fjárhagur
borgarsjóðs traust-
ur. Hún telur að viðbrögð Sjálfstæðis-
flokksins séu gamlar lummur sem far-
ið sé að slá allverulega í. „Það þarf
hins vegar ekki að þrasa um það fram
og aftur að skuldir Reykjavíkurborgar
í heildina, þá erum við að tala um
borgarsjóð með fyrirtækjum, Orku-
veitunni og höfninni, era að aukast,"
segir Ingibjörg Sóh-ún. Ástæðan sé að
Orkuveita Reykjavíkur sé að fjárfesta
fyrir 5,4 milljarða á næsta ári. „Maður
hlýtur þá að spyrja fólk, sem talar með
þeim hætti sem fulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins gera, hvort það sé þeirrar
skoðunar að Orkuveitan eigi ekki að
vera í þessum fjárfestingum og hvort
menn hefðu þá aldrei átt að fara í t.d.
Nesjavallavirkjun sem er að skila
borgarbúum 650 milljónum á næsta ári
í tekjur," segir Ingibjörg Sólrún.
Hún segir að nauðsynlegt hafi verið
að nýta útsvarshækkunina til fúlls
enda sé borgin ekki í eðli sínu öðravisi
en önnur sveitarfélög. Útgjöld borgar-
innar séu ekki minni en annarra sveit-
arfélaga, tekjustofliamir þeir sömu og
skatttekjur Reykjavíkurborgar séu
ekki hærri en annars staðar. „Við get-
um ekki umfram önnur sveitarfélög
séð af okkar skatttekjum i einhverri
ósanngjami skiptingu milli ríkis og
sveitarfélaga. Við sækjum okkar rétt
eins og þau gagnvart rikinu, „ segir
Ingibjörg Sólrún. -MA
Inga Jóna
Þórðardóttir.
Ekki séð tilboð
„Við höfum ekkert
séð. Við höfum heyrt
í fjölmiðlum að tilboð
sé komið í Valhöll.
Meira vitum við í
rauninni ekki,“ segir
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra um kauptilboð
bresks auðkýfings, Howards Krúgers, í
Valhöll. Guðni segir að Þingvallanefhd
sé nú komin með lögfræðing í málið
sem er Gestur Jónsson. Dagur greinir
frá.
Árangurstenging launa
Landsbankinn undirbýr nú árang-
urstengingu launa hjá starfsmönnum
sínum. Starfsfólkið mun eiga að setja
sér markmið og vinna að þeim.
Blendnar tilfinningar era til þessa fyr-
irkomulags sem þó er allþekkt og hef-
ur t.d. verið tekið upp hjá íslands-
banka.
Lögbanns krafist
Landssamband íslenskra fiskiskipa-
eigenda hefúr krafist lögbanns á
meinta ólögmæta starfsemi Kvóta-
þings. í beiðninni kemur fram að
Landssambandið telur að Kvótaþingið
selji ólöglega veiðiheimildir án þess að
fyrir liggi lögmæt eignarréttindi þess
sem selur hverju sinni.
Mikið dóp í fangelsum
Fullyrt er að ástandið í fikniefna-
málum í fangelsunum hafi aldrei verið
verra en nú. Dómsmálaráðherra segir
að fikniefni berist helst inn í fangelsin
með gestum og þegar fangar koma aft-
ur úr dagsleyfum sínum.
Stöð 2 hækkar
íslenska útvarpsfélagið hefur til-
kynnt breytingar á áskriftargjaldi
Stöðvar 2, Sýnar, Fjölvarps og Bíórás-
ar. Almennt áskriftarverð Stöðvar 2
hækkar úr 3.895 kr. í 4.090 kr. á mán-
uði um næstu mánaðamót og nemur
hækkunin rúmum 5%.
80 fijá Atvinnumiöstööinni
Um 80 nemar hafa skráð sig hjá At-
vinnumiðstöð stúdenta í leit að vinnu
frá því verkfall framhaldsskólakennara
hófst hinn 7. nóvember sl. Margir nem-
anna munu í leit að fullu starfi meðan á
verkfalli stendur en einnig er nokkuð
um að óskað sé eftir starfi í jólafríi.
Vefur um geðræn vandamál
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis-
ráðherra opnaði í gær vefinn per-
sona.is sem er umfangsmikill vefur
um geðræn vandamál. Á vefnum era á
annað þúsund síður og era höfundar
efnis um fimmtíu talsins.
Fjármál Einars Arnar í lagí
Fjölskylda og
unnusta Einars Amar
sendu frá sér tilkynn-
ingu í gær, þar sem
tekið er fram að fjár-
mál Einars Amar og
nýstofnaðrar verslun-
ar hans og Atla Helga-
sonar, Gaps Collect-
ion á íslandi, hafi verið i fúllkomnu lagi.
Einar Öm, sem tryggði sér söluumboð
vörumerkjanna Gap, Old Navy og Ban-
ana Republic í vor, átti 80 prósent í
versluninni en Atli 20 prósent.
Fjölgun skóla
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar-
stjóri segir að á und-
anfórnum þremur
árum hafi nemend-
um í grunnskólum
borgarinnar íjölgaö
samtals um 650 eða
sem nemur einum
heilum skóla. Gert er
ráð fyrir að nemend-
um í grannskólum borgarinnar muni
á næstu árum fjölga um 250 á ári. Þetta
þýðir að borgin verður að byggja nýj-
an skóla annað hvert ár. Dagur grein-
ir frá. -HKr.