Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Síða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 DV Ekkert fær aö vera í frlöi Fyrrum bryti Díönu prinsessu er grunaöur um aö hafa stoliö verö- mætri brúöargjöf hennar og Karls. Bryti Díönu grun- aður um þjófnað Bryti Díönu heitinnar prinsessu var handtekinn á þriðjudag grunað- ur um að hafa stolið demanta- skreyttu skipslikani sem Díana og Karl fengu í brúðargjöf á sínum tíma. Gjöfm er metin á um 120 millj- ónir króna. Að sögn breska blaðsins The Sun var brytinn fyrrverandi látinn laus gegn tryggingu aðfara- nótt miðvikudagsins. Gjöfin hvarf fáum dögum eftir að Díana fórst í bílslysinu í París árið 1997. Bush hafnar sáttatillögum Gores: Handtöldu atkvæðin ekki tekin til greina Innanríkisráðherra Flórída bann- aði í gær þremur sýslum í Flórída, þar sem demókratar njóta meira fylgis en repúblikanar, aö taka handtalningu atkvæöa úr forseta- kosningunum til greina og breyta niðurstöðunum sem þegar hafa fengist. Kosningastjórar Als Gores, vara- forseta og forsetaefnis demókrata, sögðu þegar í stað að þeir myndu reyna að fá ákvörðun ráðherrarns, Katherine Harris, hnekkt. Endan- leg úrslit í Flórída ráða því hvor þeirra, A1 Gore eða George W. Bush, ríkisstjóri í Texas og forsetaefni repúblikana, fær að sofa í Hvíta húsinu. William Daley, kosningastjóri Gores, sagðist vera hissa á þessari fljótfæmislegu ákvöröun Harris. Harris sagði á fundi með frétta- mönnum að hún féllist ekki á ástæð- urnar sem kjörstjórnir í sýslunum George W. Bush Forsetaefni demókrata hafnar tillögum Als Gores til lausnar á því öngþveiti sem talning atkvæöa í Flórída er komin út í. Broward, Miami-Dade og Palm Beach hefðu geflð fyrir því að hafa ekki skilað niðurstöðum talningar- innar þegar frestur til þess rann út á þriðjudagskvöld. Samkvæmt opin- berum tölum hefur Bush 300 at- kvæða forskot á Gore í Flórída. Úrskurður Harris er enn eitt út- spilið í mikilli baráttu forsetafram- bjóðendanna sem nú fer fram fyrir dómstólum bæði í Flórída og annars staðar. Nokkrum klukkustundum áður en Harris gaf út tilkynningu sína hafði hæstiréttur Flórida hafn- að beiðni hennar um að handtaln- ingin yrði stöðvuð. Bush hafnaði í gærkvöld tillögum Gores um lausn á deilum þeirra í milli og hvatti alla sem hlut eiga að máli til að „eitra ekki stjórnmál okkar“. Gore hafði lagt til að öll at- kvæði í Flórída yrðu talin aftur og í höndunum. Þá hafnaði Bush því einnig að þeir hittust fljótlega. Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöld sem á voru lögð: Staðgreiðsla og tryggingagjald sem fallið hafa í eindaga til og með 16. nóvember 2000, og virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. nóvember 2000, og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir, er fallið hafa í gjalddaga til og með 16. nóvember 2000, á staðgreiðslu, tryggingagjaldi og virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, áfengisgjaldi, launaskatti, aðstöðugjaldi, þróunarsjóðsgjaldi, kirkjugarðsgjaldi, bifreiðagjaldi, slysatryggingagjaldi ökumanna, föstu árgjaldi þungaskatts, þungaskatti skv. ökumælum, við- bótar- og aukaálagningu söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmtanaskatti og miðagjaldi, virðisaukaskatti af skemmtunum, tryggingagjaldi af skipshöfnum ásamt skráningargjöldum, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlits- gjöldum, aðflutningsgjöldum og útflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, verðbótum á ógreiddan tekjuskatt og verðbótum á ógreitt útsvar, skipulagsgjaldi, skipagjaldi, fisksjúkdóma- gjaldi og jarðarafgjaldi. Einnig álögð opinber gjöld 2000 og fyrri ára sem í eindaga eru fallin: tekjuskattur, útsvar, sérstakur tekjuskattur manna, eignarskattur, sérstakur eignarskattur, slysatryggingagjald vegna heiinilisstarfa, fastcignagjöld, tryggingagjald, iðnaðarmálagjald, markaðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði, búnaðargjald, iðgjald til lífeyrissjóðs bænda, ofgreiddar barnabætur, ofgreiddur bamabóta- auki og ofgreiddar vaxtabætur. Fjámáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftir- stöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjámám í för með sér verulegan kosmað fyrir gjaldanda. Fjámámsgjald í ríkissjóð er allt að 11.500 kr. fyrir hvert fjámám. Þinglýsingargjald er 1.200 kr. og stimpilgjald 1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Em gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara. Loks mega þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og þungaskatt eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara. Fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. nóvember 2000. Tollstjórinn í Reykjavík Sýslumaðurinn í Kópavogi Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Sýslumaðurinn í Keflavík Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli Sýslumaðurinn á Akranesi Sýslumaðurinn í Borgamesi Sýslumaðurinn í Stykkishólmi Sýslumaðurinn í Búðardal Sýslumaðurinn á ísafirði Sýslumaðurinn í Bolungarvík Sýslumaðurinn á Patreksfirði Sýslumaðurinn á Hólmavík Sýslumaðurinn á Siglufirði Sýslumaðurinn á Sauðárkróki Sýslumaðurinn á Blönduósi Sýslumaðurinn á Akureyri Sýslumaðurinn á Húsavík Sýslumaðurinn á Ólafsfirði Sýslumaðurinn á Seyðisfirði Sýslumaðurinn á Eskifirði Sýslumaðurinn á Höfn Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Selfossi Sýslumaðurinn í Vík Sýslumaðurinn á Hvolsvelli Gjaldheimta Vestfjarða Gjaldheimta Austurlands Gjaldheimtan í Vestmannaeyjum Innanríkisráðherra Flórída Kosningarnar í Flórída eru á könnu Katherine Harris sem er repúblikani. Katherine gekk hús úr húsi í baráttu fyrir Bush Katherine Harris, innanríkisráð- herra Flórída, er allt í einu orðin ein af aðalpersónunum í baráttunni um Hvíta húsið í Washington. Kosn- ingar í Flórída eru nefnilega á henn- ar könnu. Katherine er repúblikani en á að taka ópólitískar ákvarðanir. Warr- en Christopher, fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, er eft- irlitsmaður Als Gores varaforseta í kosningaklúðrinu. Hann er eflns um hlutleysi Katherine. Hún var í forystu stuðningsmanna Georges Bush í Flórida. Hún fór til New Hampshire þegar forkosningar fóru fram þar og gekk hús úr húsi til þess að afla Bush fylgis. Demókrat- ar segja hana ganga erinda repúblikana nú. Þeir sem þekkja Katherine segja hana sjálfstæða konu sem breyti í samræmi við kosningalög Flórída. Katherine, sem er 43 ára, giftist sænska kaupsýslumanninum And- ers Ebbeson á gamlársdag 1996. Hún sagðist í viðtali hafa kynnst honum á stefnumóti án þess að hafa séð hann áður. Pólítiskur ferill Katherine er ekki flekklaus. 1994 tók hún við um 200 þúsundum íslenskra króna frá fyrir- tæki sem braut lög með því að leyna framlagi sínu. Katherine kvaðst ekkert vita um málið og var ekki ákærð. Katherine er sögð eiga um hálfan milljarð króna. Afi hennar auðgaðist á sítrónuræktun. Stuttar fréttir Flýtir sér heim BAlberto Fujimori, forseti Perú, ætlar að flýta sér heim frá leiðtogafundin- um í Brúnei til að bæla niður orðróm um að hann hafi sótt um pólitískt hæli í Asíu. Pólitísk kreppa er í Perú í kjölfar mútu- hneykslis. Kusu mörgum sinnum Stúdentablað í Milwaukee í Wisconsin í Bandaríkjunum greinir frá því að 174 námsmenn af 1000 að- spurðum segist hafa kosið tvisvar í forsetakosningunum. 26 segjast hafa kosið þrisvar og 13 að minnsta kosti fjórum sinnum. ESB takmarkar veiðar Evrópusambandið, ESB, ráðgerir nú bann við þorskveiðum í Norður- sjó vegna hruns stofnsins þar. Björgunarstarfi lokið Björgunarmenn náðu í gær síð- ustu líkunum úr göngunum við Kaprun í Austurriki þar sem eldur kom upp í skíðalest á laugardaginn. Eldsupptök eru enn ókunn. Hóta borgarastríði Stjómarandstaðan í Mósambík sakar stjórnvöld um kosningasvindl og hótar að hefja á ný innanríkis- stríðið til að þvinga Joaquim Chissano forseta frá völdum. Vilja komast fljótt í ESB Hann leyndi því þó ekki að leysa þyrfti mörg vandamál í landinu áð- ur en hægt væri að sækja um aðild. Kvikmyndastjörnu sleppt Indverska kvikmyndaleikaranum Rajkumar var sleppt í gær eftir 3 mánaða fangavist í frumskóginum í Indlandi. Þekktur glæpamaður, Veerappan, sem er eftirlýstur vegna 120 morða og smygls á fílabeini, rændi leikaranum í sumar. Veer- appan krafðist hærri launa fyrir plantekruverkamenn og lausnar á deilu um vatn í landamærafljóti í lausnargjald. Ekki var gengið að kröfum hans. Blair í auglýslngaherferð heilbrigðis- og menntamálum' Stjórn hans hefur sætt gagnrýni vegna hækkaðs eldsneytisverðs. Clinton til Víetnams Bill Clinton Bandarikjaforseti heldur til Víetnams í dag. Hann er fyrsti Bandaríkjaforseti sem heim- sækir landið frá því að Nixon heimsótti S-Víetnam 1969.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.