Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 4
4
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
Fréttir I>V
Ný lög ASÍ samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða:
„Flekaþingin" úr sögunni
- og sambandsstjórn verður felld niður
Samkvæmt nýjum lögum fyrir
Alþýðusamband íslands, sem
samþykkt voru á yfirstandandi
þingi í gær, verða „flekaþingin“
sem haldin hafa verið á fjögurra
ára fresti felld niöur. t þeirra stað
koma ársfundir. Fækkað verður í
miðstjóm úr 21 í 15. Sambands-
stjómin verður felld niður. Þá
era í nýju lögunum skilgreining-
ar á ferli ef upp koma ágreinings-
mál.
„Við eram mjög ánægð með
þetta og lítum á það sem mikinn
sigur að takast skyldi að ná góðri
sátt um þetta,“ sagði Ingibjörg R.
Guömundsdóttir, formaður
Landssambands íslenskra versl-
unarmanna, en hún hefur gegnt
starfi annars af varaforsetum
ASÍ sl. fjögur ár. „ASÍ verður
miklu betur í stakk búið til þess
að taka á málum bæði innbyrðis
og út á við. Með tilkomu árs-
fúnda á miðstjómin alltaf að vera
með fullt umboð i staö þess að
formenn landssambanda og
stórra félaga hafa verið úti þar
sem ekki er kosið nema á fjög-
urra ára fresti. Miðstjóm á að
vera beittari, enda verður hún
uppfærð árlega ef svo má segja.“
Ingibjörg sagði að greinar í
nýju lögunum gerðu ráð fyrir að
ASÍ gæti gripið inn þar sem starf-
semi stéttarfélags hefði lagst af.
Þannig væri hægt að tryggja að
starfseminni væri haldið uppi.
Hamingjuóskir
Ingibjörg R. Guömundsdóttir, formaður Landssambands íslenskra verslunarmanna,
óskar Grétari Þorsteinssyni til hamingju meö giæsitega kosningu. Hann mun nú, ásamt
miöstjórn, leiða starf sambandsins undir nýjum lögum.
„í nýju lögunum eru skattamál-
in skýrð þannig að með reiknings-
reglu fæst út skattur sem aðildar-
félögin greiða til ASÍ. Útkoman er
ekki einungis skattaupphæð held-
ur einnig atkvæöavægi. Þetta
tvennt hangir því saman."
Eitt ágreiningsatriða var hvort
aðild að ASÍ ætti að vera bein eða
í gegnum landssambönd. Niður-
staðan varð sú að hún verður í
gegnum landssambönd og lands-
félög.
„Grandvallarmarkmiðin eru
að allt launafólk eigi aðild að við-
urkenndum stéttarfélögum, að
þau uppfylli grannskilyrði og að
þau geti ailt átt aðild að sterkum
heildarsamtökum."
Að loknu þinginu stendur fyrir
dyrum að gera samstarfssamning
milli allra félaganna. Ingibjörg
sagði að þar væri m.a. kveðið á
um hvernig félögin skuli vinna
saman, samræma aðgerðir, að-
komu þeirra að kjarasamningum
við atvinnurekendur og stjórn-
völd.
Aðspurð um breytingartillögur
Eflingar sem fram komu á þing-
inu sagði Ingibjörg að þær hefðu
ekki falið í sér efnislegar breyt-
ingar heldur áherslubreytingar.
Góð sátt hefði náðst um niður-
stöður í málinu. Niðurstaðan
væri miklu beinna og skilvirkara
skipurit.
-JSS
Mosfellsbær:
Vilja að slökkvi-
liðið rati
DV, MOSFELLSBÆ:______________
Bæjarstjóm Mosfellsbæjar sam-
þykkti nýlega tillögu sjálfstæðismanna
að bæjarstjómin gerði þá kröfu til
stjórnenda Slökkviliðs höfuðborgar-
svæðisins að starfsmenn þess á hverj-
um tíma séu nægilega vel upplýstir
um staðhætti í Mosfellsbæ að þeir geti
ratað um bæinn. Þessi samþykkt kem-
ur að gefnu tilefni, því slökkviliðið
villtist nýlega í brunaútkalli, eins og
DV hefur greint frá. -GG
Akureyri:
Olía sprautaðist
yfir bryggjuna
DV, AKUREVRI:
Þegar verið var að vinna við upp-
skipun úr Mánafossi í Akureyrar-
höfn í gærmorgun sprakk vökva-
slanga í skipskrana og sprautaðist
olía úr slöngunni af miklum krafti
yfir bryggjuna og það sem á henni
var.
Talið er að hátt í 300 lítrar hafl
þannig gusast yfir bryggjuna.
Slökkviliðið var kallað til og hreins-
uðu slökkviliðsmenn olíuna upp af
bryggjunni. -gk
Hluthafafundur Samherja hf. á Akureyri:
Hlutafé aukiö um 285 milljónir
- nýja hlutaféð notad til kaupa á hlut KEA í BGB-Snæfelli
DV, AKUREYRI: ______________
A hluthafafundi Samherja hf. var
samþykkt að auka hlutafé félagsins
um 285 milljónir, eða í 1.660 milljónir
króna. Jafnframt samþykkti fúndur-
inn að núverandi hluthafar féllu frá
forkaupsrétti á hinu nýja hlutafé og
verður það notað til að kaupa hlut
KEA í BGB-Snæfelli hf. en stefnt er að
sameiningu þessara tveggja félaga
undir nafni Samheija og að sameining-
in taki gildi eigi síðar en um næstu
áramót.
Skiptahlutfall í hinu sameinaða fé-
lagi er þannig að núverandi hluthafar
BGB-Snæfells eignast 26% í því og nú-
verandi hluthafar Samherja hf. 74%.
Samherji mun bjóða öðrum
hluthöfum BGB-Snæfells
sömu kjör og KEA við skipti á
hlutabréfum í BGB-Snæfelli
og Samherja en félagið mun
mæta þeim kaupum með því
að kaupa hlutabréf í Sam-
herja á markaði. Sömu sögu
er að segja af kaupum Sam-
herja á hlut KEA í Fiskeldi
Eyjafjarðar. Sá hlutur hefur
þegar verið greiddur með
hlutabréfum í Samherja sem
félagið keypti á markaði.
Heildarveiðiheimildir hins
og íslenskar veiðiheimildir
utan lögsögu nema tæpum
5.200 þorskígildistonnum. í
öllum tilfellum eru veiðiheim-
ildimar langt undir tilskildu
hámarki, eða svonefndu
„kvótaþaki".
KEA stærsti hluthafinn
Eftir hlutaíjáraukninguna
Jóhannes Geir
Sigurgeirsson
Stjórnarformaöur er heildarhlutafé í Samherja
KEA er kominn í hf. 1.660 milljónir króna, sem
stjórn Samherja. fyrr segir. Stærsti einstaki
hluthafinn
sameinaða félags innan íslenskrar lög-
sögu nema 28.630 þorskígildistonnum
er KEA með
18,07% hlut; þá Kristján Vilhelmsson
með 16,72%; Þorsteinn Már Baldvins-
son með 16,34%; Kaupþing hf. með
11,53%; Fjárfestingarfélagið Skel ehf.
með 5,41%; Fjárfestingafélagið Fjörður
ehf. með 4,91%; Fjárfestingafélagið
Gaumur ehf. með 2,84%; F-15 sf. með
2,56%; Lifeyrissjóðurinn Framsýn með
1,56%; Sundagarðar ehf. með 1,50%;
Lífeyrissjóður verslunarmanna með
1,34% og Tryggingamiðstöðin hf. með
1,21%. Alls eiga þessir 12 stærstu hlut-
hafar 83,99% í félaginu.
Á hluthafafundinum var kosin ný
stjóm fyrir Samherja. Aðalmenn í
stjóm félagsins era Finnbogi Jónsson,
Hjörleifur Jakobsson, Jóhannes Geir
Sigurgeirsson, Óskar Magnússon og
Þorsteinn M. Jónsson. -gk
Mikið um
skemmdarverk á
Akranesi
DV, AKRANESI:___________
Mikið var um skemmdarverk á
Akranesi um síðastliðna helgi. Hall-
dór Sigurðsson, eigandi vélaleigu,
fór ekki varhluta af því, að sögn
Skessuhorns. Hann lagði valtaran-
um sínum að loknum vinnudegi á
fóstudag en aðkoman var ekki góð á
mánudagsmorgun þegar hann kom
til vinnu. Framljós valtarans hafði
verið íjarlægt, auk þess sem hliðar-
rúður höfðu verið brotnar og olíu-
tankurinn fylltur af mold og gróöri.
Að sögn Svans Geirdals yfirlög-
regluþjóns hefur verið allt of mikið
um skemmdarverk á Akranesi und-
anfarið. Hann vill benda fólki á að
vera á varðbergi og láta lögregluna
vita ef það verður vart við óknytta-
menn á ferð. -DVÓ
‘4^ -
7»
v8;
(6
MZ
Sólargangur og sjávarfól
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag i kvöld 16.24 15.55
Sólarupprás á morgun 10.03 10.04
Síödegisflóö 21.48 02.21
Árdegisflóö á morgun 10.16 14.49
Skýrícgatr á veömiákaum
10°,_______________________HITI
£
VINDSTYRKUR
metrum á sekúnrtu
-io:
Nfrost HEIÐSKiRT
30
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF-
SKÝJAO
SKYJAÐ ALSKYJAÐ
Léttskýjað sunnanlands
NV 10 til 15 m/s í fyrstu en 5 til 8 síödegis í
dag. Él norðan til og við vesturströndina en
víða léttskýjaö sunnanlands. Kólnandi veöur.
í nótt verður vestlæg eða breytileg átt, 5 til 8
m/s og dálítil él vestan til en léttskýjað á
Austurlandi.
© : w Q
RSGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
w V
ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA
mmssm
Hálka víða
Allir helstu þjóövegir landsins eru færir
þó er hálka eða hálkublettir víðast hvar.
Nánari upplýsingar urn færö á vegum er
aö finna hjá Vegageröinni.
SNJÓR
ÞUNGFÆRT
ÖFÆRT
: 01
BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERÐ RIKI
Bjartviðri víða
Norðan 5 til 10 og víða bjartviðri síðdegis á morgun en norðan 10-15
með snjókomu eöa éljum austast. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til
landsins.
Lmigard
Vindur:-^^
3-13 m/s
Hiti 0- til -8°
Austlæg átt, 3-8 m/s, en
norövestan 8-13 allra
austast. Skýjaö meö
köflum og stöku él vlö
noröausturströndlna. Frost
0 tll 8 stlg.
Sunnudái
m
Virtdur:
3-8 m/s
H«t« 6° tii 0°
Hæg breytileg átt.
Bjartviöri noröaustanlands
en skýjaö meö köflum og
úrkomulítiö í öörum
landshlutum. Hiti 0 til 6
stig.
Mnnuda
Vindur:
3—8 m/s'
Hiti 6° til 0°
Suölæg átt. Skýjaö meö
köflum en súld eöa rlgnlng
vestan tll og áfram mllt.
Veðríð kl. 6
AKUREYRI léttskýjaö
BERGSSTAÐIR léttskýjaö
BOLUNGARVÍK skýjað
EGILSSTAÐIR
KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö
KEFLAVÍK skúrir
RAUFARHÖFN léttskýjaö
REYKJAVÍK skúrir
STÓRHÖFÐI skúrir
BERGEN skýjaö
HELSINKI skýjaö
KAUPMANNAHÖFN rigning
ÓSLÓ alskýjaö
STOKKHÓLMUR
ÞÓRSHÖFN alskýjaö
ÞRÁNDHEIMUR heiðskírt
ALGARVE léttskýjaö
AMSTERDAM skúrir
BARCELONA skýjaö
BERLÍN þokumóöa
CHICAGO léttskýjaö
DUBLIN skýjaö
HALIFAX súld
FRANKFURT skýjaö
HAMBORG lágþokublettir
JAN MAYEN snjóél
LONDON þoka
LÚXEMBORG rigning
MALLORCA alskýjað
MONTREAL léttskýjaö
NARSSARSSUAQ heiöskírt
NEW YORK léttskýjaö
ORLANDO skýjaö
PARÍS skýjaö
VÍN alskýjaö
WASHINGTON alskýjaö
WINNIPEG alskýjaö
3
2
4
4
0
2
0
2
3
6
5
5
5
4
6
-A
9
5
7
8
-2
2
9
7
5
0
-1
5
10
2
-7
6
14
5
10
4
-6