Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 7
7 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 DV Fréttir UmsjóruS_________ Höröur Kristjánsson netfang: sandkorn@ff.ls Kosningastjóri Júlíusar? Þótt enn sé rúmt ár í að sjálfstæðis- menn í Reykja- vík setji saman lista fyrir borgarstjórnar- ; kosningar þá j eru sumir nú- verandi borg- arfulltrúar þegar famir að undirbúa slaginn. Sagt er að Júlíus Vífill Ingvarsson sé lengst á veg kominn. Þá segir Gróa gamla að hann hafi fengið fulltingi Júlíusar Hafsteins til að stýra baráttunni fyrir einu af efstu sætum listans. Kunnugir segja að Júlíus Hafstein sé í miklum ham, enda enn þá vel heitur eftir Kristnitökuhátíðina. Gárungar spyrja þó, minnugir þess hve illa gekk að draga fólk til Þingvalla, hvort Júlíus Vífill væri ekki betur settur einn í baráttunni... Heim til íslands! Fólksekla á hjúlmmarheimil- um hefur leitt til þess að þangað hefur verið ráð- inn fjöldi út- lendinga. Sumir þessara ágætu starfsmanna tala vart stakt orð í íslensku. Kona ein íslensk ákvað samt að fá sér vinnu á hjúkrunarheimili á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta morg- uninn sinn í nýju vinnunni hitti hún gamlan mann og bauð góðan dag. Maðurinn svaraði ekki en spurði undrandi:“Ertu íslensk?" „Já,“ svaraði konan hálíhissa. Þá tók gamli maðurinn í handlegg hennar og hálfhvíslaði: „Gæturðu nokkuð hjálpað mér að komast aft- ur heim til íslands? Ég er búinn að vera hérna heillengi og ég hef ekki hugmynd um hvemig ég komst hingað ..." Góður fréttaþulur Frétta- þula Sjón- varpsins, Jóhanna Vigdís Hjalta- dóttir, brá sér í hlutverk söngkonu í „skemmtiþætti" Sjón- varpsins sl. laugardagskvöld. Söng hún þar eitt lag með allsérstæðum tilburðum sem venjulega getur ekki að heyra á skjánum. Sú saga mun hafa komist á kreik að Jó- hanna Vigdís hyggist e.t.v. reyna fyrir sér í sönglistinni en það hefur ekki fengist staðfest. Þeir sem vilja hafa Jóhönnu áfram sem einn af aðalfréttaþulum Sjónvarpsins segja að bersýnilega hafi komið í ljós í þættinum hversu góður fréttaþulur hún er... Lokað hjá Sturlu I íjölmiðlum mátti sjá fulltrúa Landssímans á dögunum af- henda Sturlu Böðvarssyni I samgönguráð- j herra farsíma af nýjustu tækni. Farsíminn er þeirrar náttúru að þegar hringt er utan GSM-kerfis- ins er hægt að skipta yfir í gervi- tunglakerfið Globalstar þannig að ráðherra á alltaf að vera í sam- bandi. Vart var ráðherra búinn að kveikja á símanum þegar fréttir bárust utan úr heimi af gríðarleg- um taprekstri Globalstar. Er ástand- ið svo slæmt að því er líkt við vanda Irridium sem frægur varð í pólfór Haralds Ólafssonar. Gárung- ar segja því öruggast hjá ráðherra að halda sig bara við GSMS, eða gamlan síma með snúru ... *r XP Utflutningur á óunnum þorski margfaldast - bitnar á öllum sem eru aö leita að fiski til vinnslu, segir fiskverkandi í Sandgerði „Þetta bitnar á öllum sem eru að leita að fiski til vinnslu og ekki síst á lands- byggðinni, það segir sig 12.000 sjálft,“ segir Logi Þormóðs- son fiskverkandi, sem á og rekur Tros hf. í Sandgerði, um það að útílutningur á óunnum þorski hefur marg- faldast á undanfórnum árum og virðist ekkert lát á. Þessi útflutningur nam 2.159 tonnum fiskveiðiárið 1995-1996 en var á fiskveiði- tímabilinu sem lauk 31. ágúst hvorki meira eða minna en 10.524 tonn. Logi Þormóðsson segist furða sig á þessari þróun mála og að ekki.skuli hafa verið gripið í taumana. „Við viljum fá að bjóða í þennan fisk áður en hann er fluttur úr landi, að fiskurinn verði boðinn upp á mörkuðum og við fáum að bjóða í hann. Við erum ekkert að fara fram á nein forrréttindi, útlendingar gætu boðið í fiskinn líka. Þannig viljum við sitja við sama borð og fiskkaupendur í Hull og Grimsby en ekki þurfa að horfa upp á ofurfor- ræði erlendu kaupendanna" segir Logi. Hann segir hátt verð erlendis auð- vitað valda þessum aukna útflutn- ingi og eins hafi það stuðlað að aukn- ingunni að nú komi ekki til kvóta- skerðing sé fluttur út viktaður fisk- ur. Fleira geti spilað inn í þetta, s.s. Utflutningur á óunnum þorski - síðustu fimm fiskveiðiar 10.524 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 tonn 95/96 96/97 97/98 98/99 99/00 kjarasamningar. „Það þarf fyrst og fremst að greina þetta. Hverjir eiga þennan fisk sem er seldur úr landi? Eru það sjálfstæðar útgerðir, eru það fiskvinnslur með eigin útgerð, eða hvað? Og hverjir eru aðalútflytjend- urnir? Er þetta meira frá einum stað en öðrum? Við sjáum s.s. að fisk- vinnsla í bæjum eins og Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfti er sáralítil miðað við það sem áður var en þessi útflutningur er stundaður frá stöð- um um allt land, fyrir vestan, norð- an og austan lika,“ segir Logi. Og Logi vandar þessari þróun ekki kveðjurnar. „Fiskurinn er bara settur í gáma alveg stjórnlaust, söiulok verða fimmtudagir i ' þetta er endalaust djöfulsins bull og ekkert annað. Það er auðvitað alveg hægt að selja þennan fisk hérna heima og leyfa okkur sem viljum verka fisk á íslandi að sitja við sama borð og þeir sem eru að fást við það sama er- lendis. Fjarskiptatæknin í dag er þannig að það er enginn munur á að tengja Hull við fiskmarkaðskerfið íslenska eða bara einhver fyrirtæki hér á landi. Það þarf ekkert nema síma og tölvu. Ég er ekkert að tala um að útlend- ingar megi ekki kaupa hérna fisk, við viljum bara sitja við sama borð og þeir,“ segir Logi. -gk smber 2( IM Flugfélag íslands: Engir farmiðar á Hornafjarðarflugvelli DV, HQRNAFIRDI: Undanfarið hefur Flug- félag íslands verið að reyna og þróa farmiðalaust sölukerfi og síðustu þrjár vikur hefur þetta kerfi ver- ið notað á Hornafjarðar- ílugvelli þannig að þegar miði hefur verið greiddur eru það aðeins brottfarar- spjöld sem aíhenda þarf. Farþegar geta bókað flug- far sitt sjálfir á Netinu og greitt fyrir það með kredit- korti eða greitt flugfarið við brottfór og simapant- anir verða eins og verið hefur. „Þetta hefur verið erfið fæðing eins og við bjuggumst við og tekið langan tíma og alls konar vesen og vandræði hafa fylgt þessu, en þetta er allt að þróast i rétta átt og útlit fyrir að allt sé að smella saman,“ segir Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. „Þetta hefur geng- iö mjög vel á Hornafirði og af- greiðslumennirnir þar hafa staðið sig mjög vel í þessu, verið áhugasamir og komið með fullt af góðum hug- myndum. Aftur á móti hefur ekki gengið eins vel hér í Reykjavík og ýmis vandræði komið upp en þetta er vonandi allt að koma og þróunin gengur vel.“ Með þessum breytingum vonast Flugfélag Islands til að geta veitt við- skiptavinum sínum betri þjónustu og mun fljótari afgreiðslu á brottfar.ar- stað og um leið dregið úr rekstrar- kostnaði og gerir félagið ráð fyrir að spara um 50 milljónir króna árlega með þessu pappírslausa sölukerfi. Flugfélag íslands kaupir þetta kerfi sem nefnist MultiRes, frá bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Radixx og á sölukerfið að vera einfalt i notkun fyrir starfsfólkið og munu allir afgreiðslustaðir og umboðsmenn Flugfélagsins hafa sama aðgang að tsolunm senn að Ijúka Komið og gerið ikostakaup OPIÐ: Mán.-fös kl. 09-18 Laugardag kl. 12-17 1. afborgun apríl 2001. Afhendina DVA1YND JÚLlA Enga farmiöa, takk! Jón Stefán Friöriksson, afgreiöslumaöur á Horna- firöi, afhendir Birni Traustasyni brottfararspjald í flug til Reykjavíkur, engir farmiöar lengur. skráningum og upplýsingum í þessu nýja kerfi. JI JJLAÍJLtöJ-iJ Einnig hjá umboðsmönnum um land allt ... 'X Hornborð kr. 39.470,- Teg. Westminister Vönduð amerísk borð frá EBACO þar sem stíll og notagildi fara saman. Líttu við og skoðaðu fleiri gerðir. HUSGAGNAHOLUN Bildshöfða 20 • 110 Reykjavik • sími 510 8000 • www.husgagnahotlin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.