Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.2000, Qupperneq 9
9
FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000
PV______________________________________________ Útlönd
Evrópuríki á loftslagsráðstefnunni:
Tóku óvænt vel í til-
lögur Bandaríkjanna
Fulltrúar Evrópusambandsþjóða
á loftslagsráðstefnu Sameinuðu
þjóðanna í Haag fögnuðu í gær
óvænt tillögu Bandaríkjamanna um
að tekið yrði tillit til nýræktunar
skóga sem drekka í sig gróðurhúsa-
lofttegundir. Auknar likur eru því
taldar á að samkomulag náist um
leiðir til að draga úr breytingum á
loftslagi í heiminum.
Búist hafði verið við að Evrópu-
sambandið myndi leggjast gegn til-
lögum Bandaríkjanna á þeirri for-
sendu að þær græfu undan sam-
komulagi sem gert var i Kyoto í
Japan fyrir þremur áirum þar sem
þjóðir skuldbundu sig til að minnka
losun gróðurhúsalofttegunda um til-
tekið magn.
Jos Delbeke, samningamaður
ESB, fagnaði hins vegar tillögunum
og sagði þær fyrsta jákvæða skrefið
sem heföi verið stigið á ráðstefn-
unni í Haag þar sem fulltrúar 180
þjóða eru saman komnir.
Stjómvöld i Washington segja að
ef fá eigi Bandaríkjaþing til að stað-
festa samkomulagið frá Kyto verði
geta skóga landsins tU að taka tU
sín gróðurhúsalofttegundir að
reiknast með sem hluti samdráttar
þeirra í losun lofttegundanna út í
andrúmsloftið.
„Þessi tUlaga gerir okkur kleift
að verða hluti af Kyoto-bókuninni,“
sagði David Sandalow, fulltrúi
Bandaríkjanna.
Svo virðist sem ESB sé reiðubúið
aö mæta Bandaríkjunum á miðri
leið af þeirri ástæðu að loftslags-
samningur án Bandaríkjanna væri
einskis virði.
Heimildarmenn innan banda-
rísku sendinefndarinnar sögðu
fréttamanni Reuters í Haag að
Bandaríkin hefðu fallist á þann nið-
urskurð á losun gróðurhúsaloftteg-
unda sem kveðið er á um í bókun-
inni frá Kyoto þar sem þau hefðu
skUið það svo að skóglendi þeirra
yrði tekið með í reikninginn.
Helsta krafa Evrópusambandsins
er að ríku þjóðirnar nái fram aö
minnsta kosti helmingi niðurskurð-
arins sem þær tóku á sig í Kyoto
með aðgerðum heima fyrir.
Bandaríkin eru andvíg því þar
sem þau vilja meiri sveigjanleika.
Þau vUja tU dæmis geta keypt los-
unarkvóta frá öðrum löndum sem
ekki þurfa á þeim að halda. í reynd
þýðir það að viðkomandi ríkjum er
greitt fyrir að menga ekki andrúms-
loftið á sama tíma og aðgerðirnar
heima fyrir í landinu sem kaupir
eru ekki jafnharkalegar og annars
hefði orðið.
Samkomulagið frá Kyoto gerir
ráð fyrir að þjóðir heims geti nýtt
sér nýrækt í baráttunni gegn gróð-
urhúsalofttegundunum en Banda-
ríkin, ásamt Japan og Kanada, vUja
að ákvæðið nái einnig yfir skóg-
lendi sem fyrir er.
Jos Delbeke frá ESB varaði við
þvi í gær að innan sambandsins
væru menn ekki enn sannfærðir
um ágæti hugmyndar Bandaríkj-
anna. AUs óvíst væri tU dæmis
hversu mikið koldíoxíð skóglendið
gæti sogið í sig og þá væri ekki vit-
að um hvort aukið magn koldíoxíðs
gæti oröið tU þess að fleiri skógar-
eldar kviknuðu.
Ehud Barak segir
að löng barátta
sé fram undan
Ehud Barak, forsætisráðherra
ísraels, sagði í morgun að átök
ísraela og Palestínumanna ættu eft-
ir að standa lengi enn. Hann sagði
jafnframt að harkalegar hernaðar-
aðgerðir myndu ekki binda enda á
blóðbaðið sem hefur nú staðið yfir
í sjö vikur.
Þyrlur ísraelska hersins skutu
flugskeytum að þremur bækistöðv-
um Fatah, samtaka Yassers
Arafats, forseta Palestínumanna, í
nótt. Þá gerðu þyrlur einnig árás á
skotfærageymslur Fatah í bænum
Jeríkó á Vesturbakkanum.
Árásimar voru gerðar skömmu
eftir fund Baraks með Dennis Ross,
sendimanni Bandarikjastjórnar,
sem er mikið í mun að bundinn
verði endi á ofbeldisverk liðinna
vikna sem hafa kostað meira en tvö
hundruð manns lífíð.
Átta Palestinumenn féllu í átök-
um við ísraelska hermenn í gær, á
tólf ára afmæli táknrænnar yfirlýs-
ingar Arafats um stofnun sjálf-
stæðs ríkis Palestínumanna. Arafat
var þá i útlegð í Alsír.
Dennis Ross átti að hitta Arafat í
morgun á heimastjórnarsvæðinu á
Gaza og ræöa við hann um leiðir til
að stöðva uppreisn Palestínu-
manna.
Barak sagði i morgun að eins og
málum væri háttað nú væru engar
líkar á leiðtogafundi þeirra Arafats
með BUl Clinton.
Reynt að forðast kúlurnar
Ungir Palestinumenn leita skjóls undan skothríð ísraelskra hermanna í bænum Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
ísraelskir hermenn beittu flugskeytum og skriðdrekavélbyssum til að kveöa niður skothríð sem kom frá fjölbýlishúsi á
átakasvæði í Ramallah. Átta Palestínumenn féllu í átökunum við ísraelska herinn í gær.
George Harrison
Árásarmaður hans var sendur til
vistar á geðsjúkrahúsi.
Hélt að Bítlarnir
væru nornir á
kústsköftum
Michael Abram, sem í desember í
fyrra reyndi að drepa Bítilinn Geor-
ge Harrison, var í gær úrskurðaður
ósakhæfur og sendur á geðsjúkra-
hús. Abram, sem var fyrrverandi
fíkniefnaneytandi, réðst inn í hús
Harrisons og Oliviu konu hans fyr-
ir utan London. Abram stakk Bítil-
inn í brjóstið með 18 cm löngum
hnífi með þeim afleiðingum að
lunga féll saman. Ekki munaði
nema um 2 sentímetrum að hnífur-
inn færi í hjarta Harrisons. Abram
var þeirrar skoðunar að Harrison
væri vera frá helvíti og að guð hefði
sent hann til að drepa sig. Hann hélt
að Bítlamir væru nornir sem flygju
á kústsköftum frá helvíti.
Mótmæla aftöku
þroskahefts
manns í Texas
Johnny Paul Penry, þroskaheftur
44 ára fangi í Texas í Bandaríkjun-
um, verður tekinn af lífi í kvöld.
Evrópusambandiö og fjöldi mann-
réttindasamtaka hafa mótmælt af-
tökunni. í fangavistinni litar Penry
í litabækur og skoðar teiknimynda-
blöð sem hann getur ekki lesið.
Hann hefur verið í 21 ár á dauða-
ganginum í Texas. Hann virðist
ekki skilja hvað bíöur hans. „Það
eina sem ég veit er að þeir stinga
nál í handlegginn á mér til að ég
sofni,“ sagði hann í viðtali við New
York Times. í viðtalinu kvaðst hann
trúa á jólasveininn. Verjandi
Penrys segir hann með þroska á við
6 ára barn. Saksóknarinn er ósam-
mála.
Penry hafði fengið reynslulausn
vegna nauðgunar þegar hann
nauðgaði og myrti 22 ára stúlku
1979. Hún gat bent á hann áður en
hún lést. Skófar hans fannst á lík-
ama hennar.
Auðmaður gaf
Haider milljónir
Orðrómur er nú á kreiki í Austur-
ríki um að þjóðemissinninn Jörg
Haider og flokkur hans Frelsisflokk-
urinn hafi fengið tugi milljóna króna
frá ríkum kaupsýslumönnum. Stað-
fest hefur verið gjöf upp á 25 milljón-
ir íslenskra króna frá látnum millj-
arðamæringi. Gjöfm er ekki bókfærð
hjá flokknum. Tímaritið News telur
að féð hafi verið notað til að múta
lögreglunni.
Um 50 lögreglumenn og stjóm-
málamenn eru viðriðnir upplýsingar
stuðningsmanna Frelsisflokksins
innan lögreglunnar til stjórnmála-
manna um andstæðinga þeirra. Sjálf-
ur kveðst Haider hafa fengið upplýs-
ingarnar úr skjalasafni lögreglunnar
frá óbreyttum borgurum eða frá öðr-
um leiðtogum flokks síns. Hann
kveðst vera fórnarlamb samsæris.
Jörg Haider
Haider kveðst vera fórnarlamb
samsæris.